Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 15                                                                                                                      Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00, verða starfsmenn Kirkjugarðanna á vettvangi og taka á móti ykkur og leiðbeina að leiðum. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 10:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is                    NÆR 250 milljónir barna, eða sextán af hundraði barna í heiminum, hafa verið hnepptar í vinnuþrælkun eða stunda vinnu sem brýtur í bága við al- þjóðlegan sáttmála um réttindi barna og alþjóðareglur um vinnuvernd. Nær þrír fjórðu þessara barna vinna við hættulegar aðstæður, til að mynda í námum eða verksmiðjum, eða þurfa að nota hættuleg efni við vinnuna, að því er fram kemur á vef- setri UNICEF, Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna. Að minnsta kosti 120 milljónir barna eru í fullri vinnu alla daga, að mati Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar (ILO). Langflest þeirra starfa við landbúnað og hefur hlutskipti þeirra vakið minni athygli á alþjóðavísu en hinna sem starfa í verksmiðjum. Mörg börn vinna sem heimilishjú, börn í borgunum eru í verslunar- og þjónustustörfum, færri í verksmiðju- störfum eða byggingarvinnu. Mannréttindavaktin (Human Rigths Watch) segir að mörg barnanna geti ekki gengið í skóla vegna vinnunnar og þau séu svipt eðlilegri æsku. Sum þeirra eru lokuð inni, barin og hneppt í þrældóm. Sum eru svipt ferðafrelsinu og fá ekki að fara heim til sín af vinnustaðnum. Mörg barnanna vinna of lengi á hverjum degi, of marga daga, fyrir of lítil ef nokkur laun, sæta misþyrm- ingum, eru berskjölduð gagnvart eit- urefnum, t.d. skordýraeitri, og þurfa að nota of hættuleg verkfæri eða tæki. Heilsuspillandi vinna Vinnan veldur oft börnunum var- anlegum heilsuspjöllum. Langvar- andi vinna við teppavefstóla hefur til að mynda valdið augnskaða, lungna- sjúkdómum og vanþrifum, auk þess sem börnunum er hættara við liða- gigt þegar þau eldast. Börn sem búa til silkiþræði á Indlandi fá brunasár og blöðrur á hendurnar þegar þau dýfa þeim í sjóðandi vatn, þau anda að sér hættulegum reyk eða gufu frá vélum, handleika dauða orma sem geta valdið sýkingum og fá sár á fing- urna af silkiþráðunum, svo dæmi séu tekin. Um 61% umræddra barna búa í Asíulöndum, 32% í Afríku og sjö af hundraði í Rómönsku Ameríku. Bent er á í skýrslu ILO að í sumum til- fellum geti vinna barns komið því að gagni eða fjölskyldu þess, það geti verið jákvæður þáttur í uppeldi barns að vinna sér inn tekjur. Mestu skipti hver aldur barnsins sé, hvernig vinnuaðstæðurnar séu og jafnframt hvort vinnan hindri barnið í að ganga í skóla. Nær 250 milljónir barna í vinnuþrælkun    ! " "      # "   $ % ! %   ! "&' " % " () * %    ""&  (+,-./0(     &     $  $ &' "          !"   #$% &'%( *12,3-,,+42567+, *12,308#2--,,+             ) %   % * +        !" # $ ! &'     ()$ *+,,, *- ./'    01+*2+3,4 # ,51+()$ 6'     *) # $7-( /'                 !    "      #$ %       !      &' #$ !(#    )!$*$      # #  &' $   +,+-- % (. & ! %  8  9     !   9  .::    0 )  $   .:&;&   ,  - .  $+/  * + . 01    Oft berskjölduð gagnvart eitur- efnum og látin nota hættuleg verkfæri Róm. AFP. | Ítölsk stjórnvöld ætla í samstarfi við tískufyrirtæki að setja reglur sem miða að því að sýn- ingarstúlkur reyni ekki að grenna sig svo mjög að þær skaði heilsuna. Ráðherra æskulýðsmála, Giov- ana Melandri, sagði að ætlunin væri að hefja aftur til virðingar hefð- bundna „Miðjarðarhafsfegurð“. Brasilíska fyrirsætan Ana Carolina Reston lést af völdum lystarstols í nóvember, hún var 174 sm og 40 kíló. Fyrirsæta sem er 174 sm að hæð og 53 kíló að þyngd fær fram- vegis ekki að taka þátt í sýningum, hún verður að þyngja sig. Fyrirsætur eiga að fita sig Kabúl. AFP. | Afgönsk stjórnvöld vöruðu í gær bændur við því að þau myndu grípa til þess ráðs að láta dreifa eyðandi efnum yfir valmúa- akra ef ekki fyndust önnur ráð til að stöðva framleiðslu á hráefni í fíkniefni. Var það ráðherra fíkni- efnavarna, Habibullah Qaderi, sem skýrði frá þessu í gær. Ráðherrann tók hins vegar fram að efnunum yrði ekki dreift úr lofti eins og gert hefur verið í Kólumbíu í Rómönsku Ameríku til að eyða kókalaufum. Afganistan hefur á þessu ári framleitt um 6.100 tonn af ópíum eða um 90% heims- framleiðslunnar. Hóta að eyða valmúaökrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.