Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÚTVARPSSTÖÐIN XFM stendur fyrir tónleikaröð sem nefnist Jólaserían 2006 og hefst á Dillon við Laugaveg í kvöld, en tónleikar verða á hverju kvöldi fram að jólum. Á lokakvöldinu á Þorláks- messu spila Brain Police og Dr. Spock í garðinum við staðinn, en í kvöld eru það hins vegar Lay Low og Pétur Ben sem spila. Aðrar sveitir sem spila fram að jólum eru Perla, Siggi Lauf, The Viking Giant Show, The End, Future, Future, Perla, Dog- daze, Shadow Parade og Reykjavík! Aðgangur er ókeypis. Tónlist Lay Low og Pétur Ben á Dillon Lay Low EINN af öðrum tínast spennu- sagnahöfundarnir í Þjóðmenn- ingarhúsið á aðventunni og skjóta áhlýðendum skelk í bringu með hrollvekjandi upplestri úr nýjum verkum sínum. Allir eru þeir þátttak- endur í upplestrarseríunni Jólahrollur í hádeginu sem hófst 12. desember og stendur til jóla. Í dag er röðin komin að Steinari Braga sem les upp úr bók sinni Hið stór- fenglega leyndarmál Heimsins. Lesturinn hefst kl. 12:15 og að honum loknum býðst áhlýðendum súputilboð í veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Steinar Bragi les í Þjóðmenningarhúsi Steinar Bragi DJASSKVARTETTINN Atl- antshaf fagnar útkomu á sam- nefndum geisladiski með tvennum útgáfutónleikum, annars vegar á Café Rosen- berg í Lækjargötu á morgun klukkan 22 og hins vegar á Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnestanga, á miðvikudaginn klukkan 21. Sveitina skipa Jóel Pálsson á saxófón, Agnar Már Magnússon á píanó, Gunn- laugur Guðmundsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Síðast lék Atlantshafið á tónleikum í Reykjavík í ársbyrjun 2005 og áður á Jazzhátið Reykjavíkur 2004. Djass Atlantshaf með útgáfutónleika Jóel Pálsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÍSLENSK-KATALÓNSK orðabók er eitthvað sem fæstum hefði dottið í hug að ætti eftir að koma út. En vegna frum- kvæðis prófess- ors Macia Riutort við Rovira i Virg- ili-háskóla í Tarragona á Spáni er ein slík í smíðum. „Ég kenni sögu þýskrar tungu og þýðingar úr þýsku á katalónsku og spænsku hér við háskólann. Áhugi minn á ís- lensku vaknaði í gegnum starf mitt við háskólann og beinist fyrst og fremst að forníslensku,“ segir Riutort sem hefur kennt við háskól- ann í Tarragona síðan 1984. „Ég hóf vinnu við orðabókina með það í huga að hún gæti hentað í kennslu á sögu þýskrar tungu. Að hún gæti orðið grundvallarverk við endurbyggingu germönsku tung- unnar og sýnt málfræðilega þróun þýskunnar frá upphafi til dagsins í dag.“ Áhuginn á Íslandi nær til 1500 Riutort segir að hann hafi áður verið búinn að setja saman íslensk- katalónskt orðasafn fyrir vini sína, sem ætluðu að heimsækja Ísland, og byggt orðabókina út frá því. „Miða við núverandi vinnuframlag geng ég út frá því að ég klári bókina á næstu fimm til sex árum. Orðabókin er aðallega ætluð fyrir katalónskumælandi háskólastúdenta þótt hún geti einnig verið notuð af Íslendingum á ferðalagi um katalónskumælandi lönd. Þeir sem ættu samt að hafa mestu not af bókinni eru þeir sem leggja stund á forngermönsku, jarðfræði, líffræði, haffræði o.s.frv. Ég varð að taka tillit til þess að bókin gæti gagnast öðrum en þeim sem leggja stund á gömul germönsk mál og hafa áhuga á íslensku og því er líka nokk- uð af fagorðum í henni úr ákveðnum greinum. Ef bókin á að seljast á Spáni verð- ur hún að verða sterk á þessum svið- um og nýtast vel þeim sem hafa áhuga á germönskum málum. Stúd- ent hjá mér, sem er að skrifa dokt- orsritgerð um Njálu, sagði mér einu sinni að áhugi hans á Íslandi næði bara til ársins 1500 og ég hygg að það gildi um flesta þá sem leggja stund á germönsku, a.m.k þá sem ég þekki.“ Aldrei komið til Íslands Það vekur athygli að þrátt fyrir að vera að vinna að íslensk-katalónskri orðabók hefur Riutort aldrei komið til Íslands. „Í tvö skipti hef ég næstum farið til Íslands en verðið hélt mér heima í bæði skiptin, ég vonast samt til að komast einn daginn.“ Katalónska er töluð af 12 til 14 milljónum manna á Balerísku eyj- unum, í Katalóníu, Valensíu, An- dorra og í Roussillon-héraði í Suður- Frakklandi. Hún er aðeins opinbert tungumál í Katalóníu, er kennd þar í skólum, notuð í katalónskum stofn- unum og í daglegu tali. Bækur | Íslensk-katalónsk orðabók í smíðum á Spáni Áhuginn á forníslenskunni Morgunblaðið/Kristinn Tungumál Orðabókin er aðallega ætluð fyrir katalónskumælandi háskólastúdenta. Macia Riutort GESTIR frumsýningar á uppfærslu Þýsku óperunnar (Deutsche Oper) á Idomeneo eftir Mozart í kvöld munu þurfa að tæma vasa sína og skilja alla málmhluti eftir áður en þeir ganga í áhorfendasalinn, og þurfa að vera viðbúnir að forða sér í hvelli – berist sprengjuhótun. Mozart var frægur fyrir skop- skyn sitt, og óperuleikstjórar eiga til að taka sér skáldaleyfi við upp- færslur á óperum hans. En gæslan í kvöld verður fúlasta alvara. Óperugestir verða látnir ganga um gegnumlýsingarhlið, og búið er að gera áætlun um rýmingu óperu- hússins. Allt er þetta gert vegna þess að meðal leikmuna í uppfærslunni er líkan af höfði Múhameðs spámanns, og óttast er að uppþot verði vegna þess. Samkvæmt Kóraninum er bannað að myndgera spámanninn. Mozart minnist hvergi á höfuð Múhameðs, eða höfuð Jesú, Búdda og gríska sjávarguðsins Póseidons, sem einnig eru í þessari uppfærslu, sem runnin er undan rifjum leik- stjórans Hans Neuenfels. Þessi uppfærsla hans var fyrst frumsýnd fyrir þremur árum og fannst ýmsum gagnrýnendum þá skáldaleyfin sem hann hafði tekið sér harla lítilfjörleg, og utan óperu- heimsins tók enginn eftir þeim. En það var áður en Jótlandspóst- urinn danski birti skopmyndirnar alræmdu af Múhameð, og áður en þýskur páfi vakti enn frekari reiði margra múslíma með tilvitnun í aldagamla texta. Því var það að Þýska óperan ákvað að hætta við uppfærsluna, og í september síðastliðnum sagði óperustjórinn, Kirsten Harms, að það hefði verið að ráði lögreglunnar sem hætt hefði verið við hana. Leitað á óperugestum Örugg Þýska óperan í Berlín. Reuters ÞEGAR upp er staðið, þá tókst þetta afar vel“, sagði Tómas Ingi Olrich, sendiherra í Frakklandi, um málþing sem sendiráðið stóð fyrir 2. desem- ber. Málþingið bar yfirskriftina Tungumál og þjóðarvitund: Nýmæli og hefðir, og umræðuefnið staða ís- lenskrar tungu með tilliti til heims- væðingarinnar og þrýstings frá stórum málsvæðum, eins og því enska. „Við vildum reyna að átta okkur á því hvernig íslenskan stæðist álag heimsvæðingarinnar og ágang útbreiddra erlendra tungumála, eins og enskunnar.“ Sendiráðið fékk íslenska fyrirles- ara sem allir tala frönsku; Vigdísi Finnbogadóttur, sem talaði um tungumálið sem hljóðfæri sálarinnar; Sigurð Pálsson ljóðskáld og Pétur Gunnarsson rithöfund, en auk þeirra, Claude Hagège, prófessor í málvís- indum við Collège de France, sem fjallaði um eintyngi og fjölbreytni heimsmála; þann þrýsting að heims- byggðin lyti einu tungumáli. „Hann var þeirrar skoðunar að Íslendingar væru fordæmi öðrum þjóðum um hvernig ætti að rækta málið – og kallaði það einmitt að rækta málið, en ekki að verja það,“ segir Tómas Ingi, sem segir að Hagège hafi auð- heyrilega verið vel að sér um þróun íslenskrar tungu. „Hann sagði að það væri engin ástæða fyrir okkur að ótt- ast yfirburði enskunnar. Íslendingar hefðu sýnt að þeir gætu stundað mál- rækt, auk þess sem enskan myndi komast í mikla erfiðleika á næstu áratugum. Það kæmi til af því að í Bandaríkjunum sem hefðu mest áhrif í enskumælandi heimi væru önnur tungumál á sumum mál- svæðum að taka yfir; eins og spænskan.“ Tómas Ingi segir að íslensku ræðumennirnir hafi flutt feikigóð er- indi um slagkraft íslenskunnar og nýsköpunarmátt. Rúmlega 250 manns sóttu þingið og var fyrirlestrarsalurinn fullskip- aður. Tómas segir það ekki að undra, þar sem Vigdís eigi sér stóran hóp aðdáenda í Frakklandi. „Hún nýtur mikillar virðingar hér.“ Hann segir líka hafa skipt máli með góða þátt- töku að fyrirlesararnir skyldu allir hafa talað góða frönsku en stjórnandi þingsins var Sveinn Einarsson. Frakkar hafa löngum verið þekkt- ir að því að vilja standa vörð um eigin menningu og verja hana erlendum áhrifum. Tómas Ingi Olrich segir að þeir hafi þó enn miklar áhyggjur af velferð frönskunnar. „Þeir hafa áhyggjur af því að í stíðinu gegn enskunni, séu þeir á undanhaldi. Ég verð líka að segja það, að þegar ég ber saman franskt mál í fjölmiðlum, eins og það var þegar ég var hér við nám, og núna – þá finnst mér fransk- an hafa látið meira undan en ég hafði gert mér grein fyrir. Mér finnst þeir hafi ástæðu til að hafa áhyggjur.“ Tómas Ingi segist ekki geta fullyrt að Frakkar geti numið eitthvað af okkur hvað málrækt áhrærir en seg- ir að á þinginu hafi þeir hlustað mjög vel á það sem kom fram í máli allra Íslendinganna; að málræktarstefnan á Íslandi sé ekki bara opinber stefna, heldur stefna sem borin sé uppi af öllum almenningi og nefnir mál- nefndir ýmissa faghópa og starfs- stétta því til vitnis. „Íslendingar hafa ánægju af málinu sínu og hafa ánægju af því að búa til nýyrði. Það er nánast eins og íþrótt. Frakkarnir á þinginu skynjuðu vel að þannig er málum háttað hjá okkur vegna þess að Íslendingum finnst vænt um málið og beita því óspart til nýsköpunar. Það má kannski í lokin vitna í Pétur Gunnarsson. Hann brá fyrir sig franska orðatiltækinu að glata norðr- inu sem þýðir að tapa áttum. Hann sagði að ef Íslendingar glötuðu mál- inu yrðu þeir áttavilltir í dýpstu merkingu þess orðs.“ Málið ræktað í París Málþing Sendiráðið fékk íslenska fyrirlesara sem allir tala frönsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.