Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 17

Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 17 VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is NÝLEGA samþykkti bæjarráð Akraness tillögu félagsmálaráðs um að gera samkomulag við Akra- nesdeild Rauða kross Íslands um þjónustu við útlendinga sem bú- settir eru á Akranesi. Á næstunni verður komið upp þjónustumiðstöð um málefni útlendinga í Rauða- krosshúsinu við Þjóðbraut. Þar munu útlendingar geta leit- að allra nauðsynlegra upplýsinga á einum stað, svo sem um húsnæðis- mál, dvalar- og atvinnuleyfi, heilsugæslu, aðgengi að íslensku- námi, réttindi og skyldur á vinnu- markaði, mannréttindi og fleira. Gegn fordómum Anna Lára Steindal, verkefn- isstjóri hjá Akranesdeildinni, segir að ætla megi að um 200 ein- staklingar af erlendum uppruna séu búsettir á Akranesi. ,,Aðlögun þeirra að nýju sam- félagi veltur að verulegu leyti á því hvernig sveitarfélagið gerir þeim kleift að nýta hæfileika sína til þess að vera fullgildir og sjálf- stæðir þátttakendur á öllum svið- um þjóðfélagsins. Það er því brýn þörf fyrir svona þjónustu enda er það okkur öllum í hag að aðlögun fólks af erlendum uppruna sé far- sæl.“ Í nóvember sl. unnu sjálf- boðaliðar verkefni sem þeir köll- uðu „Gegn fordómum“. Þeir fóru um Akranesbæ, í leik- og grunn- skólana, í fjölbrautaskólann og á ýmsa staði þar sem fólki var boðið að þrykkja handarfari sínu á dúk sem táknrænt merki þess að það tæki afstöðu gegn fordómum. ,,Þetta vakti athygli,“ segir Anna Lára ,,og flestir tóku þessu vel en einstaka manneskja vildi ekki taka þátt. Við kynntum þetta þannig að fordómar gætu birst í ýmsum myndum; gegn fólki sem er á einhvern hátt öðruvísi en „normið“ og við lögðum áherslu á að til að minnka fordóma væri nauðsynlegt að bera virðingu hvert fyrir öðru og leyfa öllum að njóta sín á eigin forsendum án þess að dæma. Dúkarnir hafa verið strengdir á ramma og hanga m.a. á Sjúkrahúsinu á Akranesi,“ segir Anna Lára. Hún segir að strax verði byrjað í janúar að vinna með málefni út- lendinga. Reiknað er með að auka þurfti starfshlutfall við deildina í byrjun um 25%. Alþjóðlegt matarboð ,,Annars er alveg fullt að gera hjá okkur, við fjölgum sjálf- boðaliðum eftir áramót. Við sömd- um við fjölbrautaskólann um sjálf- boðaliðanám, þannig að nemendur sem í það fara koma í sjálf- boðaverkefni hjá okkur og fá ein- ingu fyrir. Við höfum líka verið að fá fólk í verkefni hingað inn, t.d. að gera jólapakka fyrir fátæk börn en það kom mér sorglega á óvart að komast að því að um 40 börn hér á Akranesi fá ekki aðrar jóla- gjafir en þær sem við útbýtum. Nýlega var svo jólakortaföndur fyrir bæjarbúa hérna, en kortin eru svo send til þeirra sem við vilj- um gleðja um jólin,“ segir Anna Lára. Í desember var haldið alþjóðlegt matarboð í húsnæði Rauða kross- ins. ,,Við vildum með þessu reyna að ná til útlendinganna hér og kynna þeim starfsemi okkar, ekki síst þar sem við erum að taka við þjónustu við þá. Alþjóðlega mat- arboðið var þannig kynnt að allir væru velkomnir, þó sérstaklega þeir sem væru af erlendum upp- runa og byggju á Akranesi. Þetta væri gott tækifæri til að hitta nýtt fólk og kynnast öðrum menningar- heimum. Fólk var beðið að koma með eitthvað matarkyns með sér til að leggja á sameiginlegt hlað- borð,“ segir Anna Lára sem telur matarboðið hafa heppnast mjög vel þó að þau hefðu vissulega von- ast til að sjá fleiri. Það komi bara næst. Á hlaðborðinu mátti m.a að líta ungverskt buff, indverskan pottrétt, filippseyskar hveitibollur og nokkra sviðakjamma sem Sveinn Kristinsson bauð upp á. „Ég segi nú ekki að þetta sé við- bjóður,“ segir Pauline McCarthty um sviðakjammann sem hún gæddi sér á í matarboðinu. Henni fannst augað sérstaklega óvið- kunnanlegt undir tönn og skinnið fitugt. Pauline er skosk en hefur búið á Íslandi í 14 ár en einungis fáeina mánuði á Akranesi og líkar það afskaplega vel. ,,Ég frétti að hér væru bestu skólar landsins og ákvað strákanna minna vegna, sem eru 9 og 13 ára, að flytja hingað og sé ekki eftir því,“ segir Pauline. Allra hagur að aðlögun útlendinga að nýju samfélagi sé farsæl RKÍ Anna Lára Steindal er verkefnisstjóri Akranesdeildarinnar. Hún ætlar að um 200 einstaklingar af erlendum uppruna séu búsettir í bænum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Matarboð Pauline McCarthy frá Skotlandi hefur búið á Íslandi í 14 ár. Hún bragðaði á sviðakjömmum í matarboði Rauða krossins á Akranesi nýlega. Akranesdeild Rauða kross Íslands hefur unnið ötullega að mál- efnum innflytjenda á Akranesi en á næstunni verður komið upp þjón- ustumiðstöð um mál- efni útlendinga í Rauðakrosshúsinu. Mývatnssveit | Í tengslum við jóla- sveinaverkefnið í Mývatnssveit hef- ur verið starfrækt pósthús á Skútu- stöðum nokkur undangengin jól við vaxandi vinsældir. Nú hefur þessi starfsemi fengið varanlega aðstöðu og jólaland í versluninni Seli. Þar verður hægt að skrifa jólakveðjur hvenær sem er á árinu og stinga þeim í póstkassa, og kasta þannig kveðju á vini og ætt- ingja í fjarlægum lands- og heims- hlutum. Þaðan fer síðan pósturinn ekki af stað til viðtakanda fyrr en líður að næstu jólum. Þannig gefst fólki tækifæri til að senda sjálfu sér eða öðrum jólakveðju með löngum fyr- irvara. Á Skútustöðum var bréfhirðing á árum áður með sérstakan póststimp- il. Það lætur að líkum að hér þarf ábyrgan og öruggan póstmeistara, enda hefur Skyrgámur verið ráðinn til að annast pósthúsið. Sveinninn sá á það þó til að vilja skófla í sig skyrslettu af og til þegar hann á annars að vera að svara mikl- um fjölda jólabréfa sem honum berst. Lætur nærri að starfsbræður Skyrgáms í stétt íslenskra og fág- aðra póstmeistara myndu ekki láta sjást til sín sletta skyrinu með þess- um hætti. Skyrgámur póstmeistari í Mývatnssveit Jólasveinapósthús í versluninni Seli tekur við jólakveðjum árið um kring Morgunblaðið/Birkir Fanndal Póstmeistari Skyrgámur, póstmeistari í Mývatnssveit, gæðir sér á íslensku skyri, í miðjum jólaönnum. LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.