Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 20
Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is Um síðustu jól ferðuðumstvið fjölskyldan í þrjárvikur um Kenía og égheld að það sé hluti af því sem jafnvel má kalla æðruleysi gagn- vart jólum og jólaundirbúningi. Við erum þannig bara ákveðin í að „njóta“. Ég held líka að sú ferð hafi hjálpað mér til að vera ekki með þessar ofboðslegu kröfur; að við get- um verið bara hamingjusöm og sæl þó að við eyðum ekki öllum okkar kröftum í að gera hreint og baka og allt það. Og ég nýt þess svo sann- arlega að geta verið með verkstæðið heima,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir hönnuður um það hvernig gengur að koma jólaundirbúningi heim og sam- an við það að vera með verkstæði heima. Ferðina um síðastliðin jól seg- ir hún líka hafa hjálpað sér að losna við stress í kringum jólin sem hún jafnvel var haldin hér á árum áður. Bjargey hefur hannað stuðnings- púðana bara 1, bara 2 og bara 3, sem eru stuðningspúðar fyrir fólk sem annars situr kannski illa og er með verki af þeim sökum. „Ég er iðjuþjálfi og er búin að vinna við það í tuttugu ár,“ segir Bjargey. „Í starfi mínu sem iðjuþjálfi hef ég séð þörf á því að bæta setstöðu fólks. Ég er svo upptekin af því að handleggir og hendur eru dýrmæt- ustu verkfærin okkar, sem um það bil helmingur heilans fer í að stjórna, og það er svo dapurlegt að sjá fólk sitja hálfbogið með hendurnar í skauti sér,“ segir Bjargey. Hún segir jafn- framt að þetta hafi orðið hvatinn að því að hanna stuðningspúðana bara 1, bara 2 og bara 3. Eins og ávextir „Ég hef alltaf fengist við einhvers konar hönnun og handverk, frá því ég var lítil stelpa, og gert mjög margt í gegnum árin.“ Púðana segir hún þó hafa átt hug sinn talsvert lengi og hún hafi lagt áherslu á að gera þá smart í útliti. „Þeir eru hugsaðir fyrir alla, ekki bara fatlaða eða fólk sem er illa farið í öxlum, heldur geta allir lát- ið sér líða betur þegar þeir sitja,“ segir hún. „Ég hef hannað þá eins og ávexti, sem eru auðvitað bara heilsa og hollusta,“ segir Bjargey og hlær við, „og það er mér mikilvægt að þeir geti verið smart púðar, bara í sófa.“ Í púðana hefur Bjargey valið gæðaefni og fyllingin í þeim veitir þéttan stuðning en er samt lauflétt og rýrn- ar lítið. Bjargey hefur líka hannað háls- kraga. „Ég hef haft gaman af því að tengja það sem ég geri náttúrunni,“ segir Bjargey um hálskragana. „Hálskraginn er bara flott hálstau sem hægt er að hringa um hálsinn til að fá góðan stuðning af honum. Ég segi þannig „láttu ekki höfuðið hanga, hallaðu þér að Orminum langa“,“ segir hún og hlær, en háls- kragann nefnir hún einmitt Orminn langa. Hún hefur líka unnið úr sauð- argæru, m.a. húfur sem hún fékk fyrstu verðlaun fyrir í hugmynda- samkeppni um þjóðgarðsafurð Vatnajökulsþjóðgarðs. Bjargey segist tiltölulega nýlega hafa snúið sér að hönnuninni alfarið eftir að hafa starfað sem iðjuþjálfi í tuttugu ár. Hún er, eins og áður seg- ir, með verkstæði heima hjá sér í Há- hæð 10 og afurðirnar má sjá á vefn- um hennar www.bara123.is. Losnaði við stress í kringum jólin Morgunblaðið/Sverrir Sauðurinn Bjargey hefur hannað jólakrans úr íslenskri gæru og ljósa- seríu. Hann heitir Tunglið, tunglið, taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hún hefur mjög gaman af því að tengja hönnun sína við íslenska náttúru. Ávextirnir Bjargey umkringd púðunum sínum í sófanum heima. Í fanginu er hún með peruna, bara 2, og við hliðina á henni eru t.h. bananinn, bara 1, sem verður eins og epli t.v. þegar hann er settur saman. hönnun 20 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Eitt af því fallega sem ein-kennir hinn dimma des-embermánuð hér á landier umhyggjan sem land- inn á svo auðvelt með að sýna náunga sínum á aðventunni og vilj- inn til þess að rétta honum hjálp- arhönd. Það er ekkert nema gott eitt um það að segja en jafnvel í góð- mennskunni verður hver og einn að kunna sér mörk og ganga ekki of nærri sjálfum sér eða fjárhag heim- ilisins. Þetta á auðvitað við um allar jólagjafir – líka fjárframlög, gjaf- irnar á alltaf að miða við eigin fjár- hagslega getu – ekki annarra. Það er regla númer eitt, tvö, þrjú og tíu. Aðventan er sá tími ársins sem góðgerðar- og félagasamtök eru mest áberandi í fjáröflun sinni og þeim fer fjölgandi sem leita á þessi mið enda oft ekki í marga digra sjóði að sækja. Peningar eru og verða alltaf hreyfiafl, líka til góðverka. Góðgerða- og félagasamtök sinna mörgum góðum málefnum sem vert er að veita fjárhagslegan liðstyrk og mörg byggja starfssemi sína að hluta til eða öllu leyti á söfnunum eða sölu varnings á aðventunni. Skipulagður fjárstuðningur Frá örófi hefur fólk reynt að hjálpa náunga sínum, á einn eða annan hátt, en jafnvel gjöfum verð- ur að setja skynsamleg mörk. Mörgum finnst erfitt að neita góðu málefni um stuðning og því er oft tilviljunarkennt hvernig fjárstuðn- ingi heimilanna til góðgerðamála al- mennt er háttað. Það er í góðu lagi ef peningar eru ekki af skornum skammti en það er líka skyn- samlegt að marka meðvitað stefnu heimilisins í þeim málum. Það á fyrst og fremst við um hversu háum fjárhæðum á að verja til góðgerð- armála en þær þarf að setja inn í greiðsluáætlun eins og annað. Það er um tvennt að ræða. Annað hvort er hægt að ákveða hversu hátt hlut- fall af tekjum, t.d. eftir skatta eða af ráðstöfunarfé, eftir að allir reikn- ingar hafa verið greiddir, eigi að renna í styrki og stuðning við góð málefni. Hins vegar getur verið um fasta upphæð, sem heimilið er af- lögufært um, að ræða, mánaðarlega eða árlega. Mörgum finnst líka ágætt að ákveða hvaða góðgerðasamtök þeir ætla að styrkja og í hvaða formi styrkurinn eigi að vera. Þannig eiga þeir auðveldara með að bregðast við beiðnum frá samtökum þegar þær berast, hvort sem það er um beinan fjárstuðning eða um kaup á vöru, hvers ágóði sölunnar á að renna til samtakanna, án þess að fá samviskubit. Svarið er þá einfald- lega: ,,Nei, þakka þér kærlega fyrir en ég hef ákveðið að styrkja Sam- tökin. Eða ,,Já, ég myndi gjarnan þiggja það því ég hef einmitt ákveð- ið að styðja starfssemi Félagsins. Stuðningurinn verður fyrir vikið einnig markvissari, bæði fyrir heim- ilið og félagasamtökin en það er einnig mikilvægt að hafa vissu fyrir því að gjafafénu sé varið á skilvirk- an og árangursríkan hátt. Síðan er auðvitað engin regla án undantekn- inga. Viðmið fjárupphæða En hvaða hlutfall eða upphæð á að hafa til viðmiðunar? Það er ekk- ert til sem heitir „rétta hlutfallið“ eða „rétta upphæðin“. Slíkt verður hvert og eitt heimili að finna fyrir sig. Til fróðleiks hefur þó Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna sett það markmið að hlutfall iðnríkja til þróunarmála, sem er einkum til að berjast við fátækt og afleiðingar hennar, skuli vera 0,7% af vergri landsframleiðslu. Íslendingar hafa verið eftirbátar annarra ríkra þjóða en hlutfallið var aðeins 0,19% árið 2004 en stefnt er að því að hækka það í 0,35% árið 2009. Þegar og ef því markmiði verður náð, munu framlög Íslands til þróunarsam- vinnu hafa hækkað úr 0,09% í 0,35% af VLF á réttum áratug sem er nær fjórföldun. Sum íslensk heimili geta aukið framlög sín til góðgerðarmála í kjölfar vaxandi velmegunar á síðasta áratug, önnur ekki. Hvert og eitt ætti að gera eins og það getur en gera það markvisst og skipulega. Morgunblaðið/Golli Gjafmildir Jólasveinarnir eru gjafmildir en jafnvel í gjöfum á fólk að vera skynsamt og ekki gefa meira en það hefur ráð á. Markvissar gjafir til góðgerðarmála fjármál heimilanna Markvisst Góðgerðar- gjafir heim- ilanna ættu að vera skipu- lagðar í fjár- málum þeirra eins og annað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.