Morgunblaðið - 18.12.2006, Page 21

Morgunblaðið - 18.12.2006, Page 21
tíska MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 21 FRANSKUR ilmvatnsgerðarmaður hefur nú endurskapað ilmvatn sem María Antoinette á að hafa notað meðan allt lék í lyndi við frönsku hirðina. Eins og þekkt er var drottningin hálshöggvin árið 1793 þegar franska byltingin stóð sem hæst. Að sögn Berlingske tidende er upplag ilmsins takmarkað enda er hann ekki ókeypis. 25 millilítra kristallsflaska kostar um 31.500 krónur en aðeins verða 1000 flösk- ur framleiddar. Þeir, sem finnst sú útgáfa ekki nægilega einstök, geta þó mögulega nælt sér í sérstaka viðhafnarútgáfu af þessum dýr- mæta vökva séu þeir tilbúnir til að punga út fyrir henni. Hún verður sett á markað í 10 númeruðum flöskum sem hver um sig kostar um 726 þúsund krónur. Hagnaður af sölunni á að renna til viðgerðar á híbýlum Maríu Antoinette í Versölum, en það er einmitt höllin sem stendur að baki ilmvatnsframleiðslunni. Upp- haflega skóp ilmvatnsgerðarmaður frönsku hirðarinnar, Jean-Louis Fargeon, angan Maríu en sagn- fræðingur fann nokkrar af upp- skriftum hans við ritun ævisögu hans. Þessar uppskriftir nýtti ilm- vatnsgerðarmaðurinn Francis Kurkdjian sér þegar hann end- urskapaði ilminn, sem er sagður mjög þungur miðað við nútíma- ilmvötn. Ilmur Antoinette á markað Reuters Þung angan María Antoinette ku hafa angað meðal annars af rósum, jasmínu og appelsínublómum. Úr kvikmynd Sofie Coppola um frönsku drottninguna sem kom á markað fyrr á árinu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.