Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 22
E kki þykir ráðlegt að bera reykt svínakjöt, hangikjöt eða annan jólamat mann- anna fyrir gæludýrin, vilji eigendurnir gleðja þau í mat og drykk yfir hátíðarnar, því það getur raskað jafnvægi í meltingarfærum gæludýranna. Uppköst og niður- gangur eru fylgifiskar magakveisu af völdum svo tormelts matar og því kemur það fyrir að jóladagarnir enda á biðstofum dýralæknastofa. ?Gæludýraeigendur eru nú sem betur fer að ranka við sér og hafa minnkað það að gefa gæludýrunum sínum reykta jólakjötið okkar enda fer mannamaturinn ekki vel í magann á þeim. Við dýralæknar mælum yf- irleitt ekki með öðrum gæludýramat á jólum en dýrin eru vön að fá, en gleðja má þau á hinn bóginn endrum og sinnum yfir hátíðarnar með sér- stöku gæludýranammi, sem fæst meðal annars í stórmörkuðum, í dýrabúðum og hjá dýralæknum,? segir Anna Jóhannesdóttir, dýra- læknir á Dýralæknastofu Dagfinns. Þurrfóður og vatn er langbest Best er talið að ala hunda og ketti núorðið á þurrfóðri og vatni. Þurr- fóður hefur vissa fyrirbyggjandi eig- inleika, m.a. þá að koma í veg fyrir myndun tannsteins og að halda feld- inum fallegum. Reykta kjötið fer ekki vel í gæludýrin því almennt eru þau ekki vön söltuðum og reyktum mat. Mikið saltaður matur getur valdið salteitrun, sem getur verið mjög al- varleg og krefst dýralæknismeð- höndlunar. Hún er þó sem betur fer ekki algeng. Þótt tennur gæludýra séu í reynd ekki hannaðar fyrir blautmat breytir það ekki þeirri staðreynd að kisum og hundum þykir blautmaturinn af- skaplega bragðgóður og kjamsa á honum í tíma og ótíma sé hann á ann- að borð í boði. Það má því gefa blaut- matinn til hátíðarbrigða, líkt og dýra- sælgætið, að sögn Önnu. Komi magakveisur upp með tilheyrandi uppköstum og niðurgangi grípa dýra- læknar yfirleitt til þess ráðs að hafa dýrin fastandi í 12 til 24 tíma og gefa þeim svo til dæmis ofsoðin hrísgrjón í mjög smáum skömmtum sem virka stemmandi á magann. ?Passlegt er að gefa bara eina matskeið af hrís- grjónum í einu og fylgjast svo með af- drifum gæludýrsins. Séu hrísgrjónin soðin of mikið er búið að brjóta öll prótein niður í þeim þannig að það er ekkert í þeim lengur sem pirrað get- ur magann. Svo þarf auðvitað í of- análag að gæta þess að litlu ferfæt- lingarnir drekki nóg af vatni því lítil dýr eru fljót að þorna upp.? Litlir kroppar í kulda og trekki Oft er mikið að gera hjá dýralækn- um milli jóla og nýárs því þann tíma nota dýraeigendur gjarnan í árlegar læknisheimsóknir og reglubundið eft- irlit hjá dýralæknum. Í þessari árlegu skoðun er, auk bólusetningar, framkvæmd alhliða heilsufarsskoðun á dýrunum. Kíkt er á tennurnar og hlustað er á hjartað til að meta hvort grípa þurfi til ein- hverra aðgerða. Algengt er að gælu- dýraeigendur kaupi sérstök jólaföt á dýrin sín eða skreyti þau með öðrum jólalegum hætti. Þegar Anna er spurð hvort dýrum finnist ekki óþægilegt að láta ?dressa? sig upp svarar hún því til að það fari eftir því hvort dýrin séu vön að vera í fötum eða ekki. ?Svo er þetta alltaf spurning um hvar mörkin liggja. Dýrum, sem ekki eru vön því að vera klædd, finnst þetta fatastúss oft bæði þvingandi og óskemmtilegt. En til dæmis litlu ?chihuahua?-hundarnir eru margir hverjir vanir því að vera í fötum og má auðvitað klæða þá í jólagalla eins og hvað annað. Þar sem þeir eru mjög smágerðir eru þeir kulsæknir og þurfa oft að vera í fötum til að líða vel. Það er því ekki beint um tískubylgju að ræða þegar litlu greyin eru klædd í föt, heldur er bara verið að verja litla kroppa fyrir kulda og trekki,? segir Anna dýralæknir. Nammibitarnir gleðja gæludýrin Morgunblaðið/G. Rúnar Jólaheimsóknin Anna Jóhannesdóttir dýralæknir er hérna með kettling- inn Freyju en hún er komin í sinn jólabúning. Morgunblaðið/Ásdís Hlýtt Þeir eru varðir fyrir kulda. Morgunblaðið/Ásdís Krútt Margir litlir hundar eru kulsæknir og finnst gott að vera í fötum. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is gæludýr 22 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús ? hótel ? mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Eftir Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur ÞEGAR kemur að jólum má ekki gleyma gæludýrunum á heim- ilinu. Í dýraverslunum er nú hægt að fá úrval gjafa og góm- sætt nammi sem er sérstaklega gert fyrir dýrin. Ganga verður úr skugga um að dýrin nái ekki í mat og góðgæti sem er ætlað mannfólki, því þau geta orðið veik af því. Þess í stað má nálg- ast dýranammi og dót í gælu- dýraverslunum. Samt sem áður þarf að gæta hófs þegar dýrunum er gefið, því rétt eins og við mega þau ekki éta of mikið af sætindum, jafnvel þótt það sé dýragotterí. Fyrir þá sem vilja kaupa gjafir fyrir dýravini sína eru hér nokkur sýnishorn af því sem er í boði fyrir dýrin, bæði hunda, ketti, fugla og nagdýr. L50774Fyrir glitglaða Skrautól eins og þessi, fyrir meðal- stóran hund, kostar 1.450 kr. Þessar ólar eru líka til fyrir stóra hunda og litla, en minni gerðin hentar líka fyrir ketti. Dýraland, Kringlunni. Morgunblaðið/Ásdís L50774Hó, hó, hó Jólasveinaskór til að tuskast með kostar 1.200 kr. og fæst í Dýralandi, Kringlunni. L50774Góðgæti Hunda- og katta- nami í fallegum umbúðum fæst í Dýraríkinu við Grensásveg. Stór kassi af hundanammi kost- ar 513 kr. og lítill pakki af kattanammi kostar 341 kr. L50774Nammidagatal Það eru ekki bara börnin sem fá jóladagatal, því nú er hægt að fá dagatöl fyrir hunda, ketti og nagdýr. Hér er eitt slíkt sem er fyr- ir nagdýr. Í gluggunum er góðgæti fyr- ir dýrið. Dagatalið kostar 767 kr. og fæst í Dýraríkinu við Grensásveg. L50774Snæfinnur Hér má sjá skemmti- legt hundaleikfang sem er tilvalið í jólapakka ferfætlingsins. Snjókall- inn kostar 930 kr. og fæst í Dýra- ríkinu við Grensásveg. L50774Jólasokkur Sumstaðar eru til til- búnir jólapakkar fyrir dýrin, þar sem búið er að setja ýmislegt dót og nammi saman í pakka. Þessir pakk- ar eru til fyrir hunda, ketti, fugla, nagdýr og kanínur. Hér má sjá slík- an pakka fyrir ketti sem fæst í Dýralandi, Kringlunni, og kostar 1.200 kr. Þessir pakkar fást í ýms- um stærðum. Dekrað við dýrin á jólunum L50774Mjúkt undir tönn Stór flísbolti fyrir hunda, 950 kr., Dýraland, Kringlunni.