Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 27  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Símar 533 4200 og 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Höfum kaupendur að öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Staðgreiðsla í boði. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST! UNDANFARNA daga hefur um- ræða um fátækt á Íslandi verið áberandi. Sérstaklega hefur verið horft til barna í því samhengi og bent á að börn sem búa við lélegan efnahag eru verr stödd félagslega, þau búa við verri heilsu en börn frá efnameiri heimilum og sjálfsmynd þeirra brotnar smám saman stöðu þeirra vegna, sem hamlar þeim við að afla sér viðbótarmennt- unar og brjótast út úr viðjum fátæktar á eigin spýtur. Þannig eru meiri líkur á að fátækt haldist í fjölskyldum kynslóð eftir kynslóð vegna skorts á stuðn- ingi, menntun, sjálfs- trausti og tækifærum. Margt hefur unnist Núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir því að bæta kjör þeirra efnaminni með hækkun skattleys- ismarka, lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta, að ekki sé talað um lækkun matvælaverðs. Í Reykja- vík hefur einnig verið stigið stórt skref í þá átt að jafna tækifæri barna með upptöku frístundakorts, þar sem Reykjavíkurborg færir öll- um börnum á aldrinum 6–18 ára tækifæri til þess að taka þátt í íþrótta- og félagsstarfi, óháð efna- hag foreldranna. Fyrir slíkt ber að þakka. Þátttaka annarra Hjálparsamtök hérlendis hafa unnið þrekvirki á þessum vettvangi og liðsinnt fjölskyldum sem á hjálp þurfa að halda og létt þeim fjárhags- byrðar ekki síður en að veita þeim félagslegan stuðning. Við okkar sem höfum allt til alls, höfum fulla heilsu og getum séð okkur farborða frá degi til dags auk þess að hafa tæki- færi og getu til að halda félagslegum tengslum okkar, við getum öll lagt okkar af mörkum til þessara sam- taka. Það er hægt að gera með fjár- framlögum, með því að taka reglu- lega til í yfirfullum fataskápum og gefa þeim sem þurfandi eru en einn- ig sjálfboðastarfi sem getur falist í skipulögðum heimsóknum til sjúkra og einstæðinga, með því að gefa tíma okkar við fataflokkun og -sölu, með vinnu og stuðningi við geðfatl- aða eða símsvörun í hjálparsíma Rauða krossins. Okkar eigið líf auðgast við slíkt starf og skilningur á aðstæðum annarra auk þakklætis fyrir eigin stöðu og að- búnað gerir okkur að betri manneskjum. Hvað getum við gert? Hvernig getur sam- félag eins og Ísland brugðist við þessum aðstæðum og hjálpað sínum minnstu bræðr- um út úr vítahring fá- tæktar og félagslegrar einangrunar? Til að byrja með vil ég vitna í orð félagsmálaráð- herra, Magnúsar Stef- ánssonar, þegar hann hvetur til þess að sveitarfélög og ríki taki höndum saman í þessum málum. Þá virðist enn vanta upp á að lægstu laun dugi fyrir grunnframfærslu ef horft er til rannsókna á því sviði. Í mínum huga er ljóst að framfærslugrunnur er einn þeirra þátta sem geta hjálpað okkur að setja viðmið um grunn- framfærslu fjölskyldnanna í landinu. Með notkun slíks grunns aukast lík- urnar til jafnra tækifæra og til þess að allir geti gert sem mest úr sínum aðstæðum, að fólk haldi sjálfsvirð- ingu sinni og þannig sé þeim efna- minnstu blásinn kjarkur og þor í brjóst, til að brjótast af eigin ramm- leik í gegnum daglegt líf og að tak- ast á við þau verkefni sem blasa við dag frá degi. Þannig búum við yngstu kynslóðinni bestar aðstæður og tækifæri til að hefja lífsbaráttu sína með jafnari stöðu og að efna- hagur fjölskyldna þeirra hafi minni áhrif á tækifæri þeirra til að þrosk- ast og dafna og verða sem mestar og bestar manneskjur. Grunnframfærsla, hver er hún? Í Morgunblaðinu 13. desember sl. er stjórnvöldum bent á mikilvægi þess að láta gera úttekt á grunn- framfærslukostnaði fjölskyldna til að jafna megi leikinn út frá raun- hæfum forsendum, ekki síst barnanna vegna. Fjölmargir aðilar hafa unnið að slíkum grunni til eigin afnota og má þar nefna Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna, Íbúðalánasjóð, Tryggingastofnun ríkisins, félagsþjónustu sveitarfélag- anna, Atvinnuleysistryggingasjóð, Lánasjóð íslenskra námsmanna og Hagstofu Íslands. Eðli málsins sam- kvæmt gefa menn sér mismunandi forsendur í útreikningum sínum og komast að ólíkri niðurstöðu. Í sum- um tilvikum er sett mælistika á raunverulega neyslu fólks, í öðrum tilvikum á grunnþarfir fjölskyldn- anna. Líklega verða menn aldrei á eitt sáttir um hinn eina sannleika í viðmiði sem þessu enda mörg ólík sjónarmið sem taka þarf tillit til. Í nýlegri skýrslu um kosti og galla neysluviðmiðunar á Íslandi, sem finna má á heimasíðu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, er lagður grunnur að því að nálgast viðfangs- efnið og á það góða fólk sem stóð að vinnslu þeirrar skýrslu miklar þakk- ir skildar því mér er lífsins ómögu- legt að skilja hvernig við getum jafnað stöðu fjölskyldnanna í land- inu og útrýmt fátækt, ef við höfum enga viðmiðun í þeim efnum. Um- ræða um kjör fólksins í landinu verður ómarkviss og ruglingsleg, ef við komum okkur ekki saman um það hver mælistikan á grunn- framfærslu fólks á að vera og hvern- ig hana beri að skilgreina. Slíkt næst ekki nema við hefjum okkur upp úr hártogunum um einstök dæmi í þessu samhengi. Um leið og ég óska þess að fjöl- skyldunum í landinu hlotnist sú gæfa að eiga gleðileg jól vona ég að samstarf ríkis og sveitarfélaga auk annarra hagsmunaaðila verði leitt í þann farveg að ekkert af börnum þessa velferðarríkis haldi út í lífið með forgjöf í mínus. Barnanna vegna Helga Sigrún Harðardóttir skrifar um fátækt á Íslandi »… framfærslu-grunnur er einn þeirra þátta sem geta hjálpað okkur að setja viðmið um grunn- framfærslu fjölskyldn- anna í landinu. Helga Sigrún Harðardóttir Höfundur er skrifstofustjóri þing- flokks framsóknarmanna. ÞAÐ er sagt að byltingar séu allajafna afsprengi langvarandi óréttlætis, að kröfur um eðlilega framvindu og umbreytingar komi af þörf og nauðsyn. Ég held að bylting 21. ald- arinnar verði hug- arfarsbreyting sem mun koma fram sem réttlætisbylting. Ræt- ur byltingarinnar teygja sig um frjóan jarðveg fávisku og græðgi, vökvaðar af þeirri þrúgandi hugs- un að ríkidæmi sé lausn alls vanda, að allar framkvæmdir mannúðarstefnu verði að skilja eftir sig spor spillingar, þar sem nokkrir einstaklingar lifa í vellystingum við að hjálpa hinum kúg- aða fjölda. Hvöt bylt- ingarinnar á uppruna sinn í einlægni, manngæsku, sann- leiksþrá og sanngirni, sem eru þeir þættir sem stuðla munu að betri uppskeru en nokkurn mann getur órað fyrir. Auðvitað koma trú, von og kær- leikur einnig við sögu þegar rétt- lætið fer með blossa byltingarinnar um hjörtu heimsins. En nýr skiln- ingur og ný skynjun á mætti þess- ara brothættu hugtaka þarf að koma til áður en almenningur get- ur áttað sig á nauðsyn þess að hugsa um heiminn sem samstæða heild en ekki sem sundurlausa hópa. Jafnvel þótt við séum mötuð af upplýsingum og okkur sé kennt að láta vel að stjórn, þá áttum við okkur á því að heimur græðgi og spillingar byggir á rökleysu en hið rökrétta samhengi veruleikans er réttlæti. Réttlæti hefur í sér mátt alls sem gott er og þann mátt ber okk- ur að nýta heiminum öllum til hagsbóta. Þegar við heyrum talað um óréttlæti er það oftast sett þannig fram að það er eins og það finnist engar lausnir. Við fréttum bara af því að nokkur þúsund skólabarna glími við fátækt og sú fátækt er sögð til komin vegna þess að til er hópur sem nefnist einstæðir for- eldrar. Okkur er bókstaflega sagt að einstæðum foreldrum sé ekki leyfilegt að lifa eðlilegu lífi, að hér sé um aukastærð að ræða – eitt- hvað sem nánast er óæskilegt. En um leið er okkur ekki sagt að ójöfnuður hafi verið að aukast hér á landi síðustu árin. Okkur er ekki sagt að skattbyrði hafi magnast til muna hjá þeim sem lægst hafa launin. Okkur er sagt að vandinn sé ein- staklinganna, ekki samfélagsins. Við fáum fréttir af stríði og okk- ur er sagt að viðkom- andi stríð sé sprottið af ættflokkadeilum, trúarbragðadeilum eða deilum um legu landa- mæra. Í forgrunni er efnahagslegur ávinn- ingur en mannlegur harmleikur fær að fljóta með í frásögn- inni, eins og algjört aukaatriði. Við heyrum af fólksflótta. Við heyrum fregnir af því að 2% mannkyns eigi meira en helming allra auðæfa heimsins og við heyrum af fátækt, vatnsskorti og hung- ursneyð. Um leið og okkur er ætlað að skilja hvað við er átt er eins og markvisst sé verið að forðast kjarna málsins. Okkur er boðið að taka þátt í því að friða samvisku ríka heimsins með því að gefa í söfnun annað slagið en okkur hefur aldrei verið boðin þátttaka í því að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll. Okkur er bókstaflega kennt að við eigum að vera góð um jólin og gefa peninga handa veiku börn- unum í Súdan, hungruðu börn- unum í Sómalíu eða særðu börn- unum í Palestínu. En okkur er aldrei leyft að taka virkan þátt í því að eyða vopnaskakinu sem skapar allan vandann. Þessu skaki stjórna menn sem ráða ríkjum, menn sem ekki heyra rödd réttlæt- isins. Ég held að Réttlætisbyltingin verði hljóðlát og átakalítil en ég held að hún muni áorka meiru en allar aðrar byltingar samanlagt. Þegar réttlætið nær fram að ganga munu menn fyrst spyrja sig að því hvað muni vera best fyrir fjöldann og síðan munu hagsmunir ein- staklinganna fylgja. Réttlætisbyltingin Kristján Hreinsson fjallar um hugarfarsbreytingu mannkynsins Kristján Hreinsson »Ég held aðbylting 21. aldarinnar verði hugarfars- breyting sem mun koma fram sem réttlæt- isbylting. Höfundur er skáld. JÓN Sigurðsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi stuðning Íslands við innrásina í Írak á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Sagði Jón, að um mis- tök hefði verið að ræða. Ummæli Jóns vöktu mikla athygli og hafa þau verið túlkuð sem gagnrýni á Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson en þeir tvímenningar tóku ákvörðunina ein- ir um að styðja inn- rásina í Írak. Brot á alþjóðalögum og brot á íslenskum lögum Mál þetta var rætt á Alþingi. Ögmundur Jónasson tók málið upp þar. En Jón Sigurðsson stóð ekki lengi við stóru orðin: Nú dró hann verulega í land og sagði, að ákvörðun Halldórs og Davíðs hefði verið lögmæt! Þessi ummæli Jóns eru furðuleg með tilliti til þess, að það er margoft búið að sýna fram á, að innrásin í Írak og stuðningur Íslands við hana var brot á lögum. Innrás Bandaríkjanna og Bret- lands í Írak naut ekki stuðnings Öryggisráðs SÞ og var því brot á alþjóðalögum. Ákvörðun þeirra tvímenninga, Halldórs og Davíðs, var hvorki lögð fyrir utanrík- ismálanefnd Alþingis né rík- isstjórn og var því kolólögleg. Lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn og sam- kvæmt lögum og reglum á að leggja öll mikilvæg utanrík- ismálefni fyrir utan- ríkismálanefnd Al- þingis. Það var ekki gert. Ragnar Að- alsteinsson hæsta- réttarlögmaður, sem er einn færasti lög- maður landsins, kom á fund utanríkismála- nefndar Alþingis til þess að fjalla um innrásina í Írak og ákvörð- unina um stuðning Íslands við hana. Hann sagði, að innrásin í Írak hefði verið brot á al- þjóðalögum og ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina hefði verið ólögmæt. Gagnýni Jóns fagnað Þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf að gagnrýna innrásina í Írak og stuðning Íslands við hana á mið- stjórnarfundi Framsóknar brutust út mikil fagnaðarlæti á fundinum. Það var eins og flokksmenn hefðu beðið lengi eftir tækifæri til þess að láta í ljós óánægju með ákvörð- un Davíðs og Halldórs um stuðn- ing við Íraksstríðið. Það er ekkert skrítið. Margir Framsóknarmenn hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að stuðningur tvímenninganna og Íslands við Íraksstríðið er það mál, sem hefur farið einna verst með Framsóknarflokkinn á und- anförnum árum. En aðeins einn af þingmönnum Framsóknarflokksins hafði kjark til þess að segja upp- hátt það, sem margir aðrir Fram- sóknarmenn hugsuðu. Það var Kristinn H. Gunnarsson. Og fyrir það var honum refsað. Innrásin í Írak var ólögmæt Björgvin Guðmundsson fjallar um Íraksstríðið »Margir Framsókn-armenn hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að stuðningur tvímenninganna og Íslands við Íraksstríðið er það mál, sem hefur farið einna verst með Framsóknarflokkinn á undanförnum árum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Sumir segja: Það sem oftast er uppi á teningnum. Aðrir segja fremur: … er upp á teningnum. (Ath.: er upp s.s. snýr upp, veit upp.) Gætum tungunnar mbl.issmáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.