Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nemur eyrað það sem augað sér ? Fáðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum þínum með Yamaha heimabíómagnara. Með Yamaha magnara og réttu hátölurunum verða heildaráhrifin af myndinni og upplifunin öll sterkari, hljómurinn kemur úr öllum áttum í rýminu og þér finnst eins og það sé bíó heima hjá þér. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi greinargerð frá Kristni Bjarnasyni hæstaréttarlög- manni: ?Undanfarna daga hefur verið fjallað nokkuð um þá ákvörðun rík- issaksóknara og efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra að fella niður opinbera rannsókn á hendur fyrrum endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, Gunnari Erni Kristjánssyni. Hefur helst mátt skilja þá umfjöllun þannig að ákæru- vald og lögregla telji að meginvanda- mál þeirra sem stýrðu rannsókn og saksókn hafi legið í meðferð Héraðs- dóms Reykjavíkur á beiðni efna- hagsbrotadeildar um dómkvaðningu matsmanna og því að ekki hafi feng- ist endurskoðendur til þessara mats- starfa. Vegna þessarar umfjöllunar, þar sem hlutunum hefur að miklu leyti verið snúið á hvolf, telur undirrit- aður verjandi Gunnars Arnar rétt að rekja helstu staðreyndir þessa máls. Upphaf þess má rekja til þess að framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs lækna, löggiltur endurskoðandi sem gegnt hafði þeirri stöðu um áratuga- skeið, tilkynnti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra með bréfi dags. 30. apríl 2002 að hann hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi í starfi sínu fyrir sjóðinn. Meðal þeirra brota sem hann upplýsti um var að hann hefði blekkt endurskoðanda sjóðsins við endurskoðun ársreikn- inga og lagt fyrir hann fölsuð gögn í því skyni. Framkvæmdastjórinn var aldrei spurður við rannsókn brota hans að því í hverju blekkingar þess- ar fælust eða um hvaða fölsuðu gögn væri að ræða. Þrátt fyrir umrædda játningu voru þessi brot framkvæmdastjór- ans gagnvart endurskoðandanum ekki rannsökuð og hann ekki ákærð- ur eða dæmdur fyrir þau. Engar skýringar hafa verið gefnar á því af hverju svo var. Eftir að rannsókn var hafin gagn- vart Gunnari Erni var fram- kvæmdastjórinn ekki heldur kall- aður til skýrslutöku vegna þessara blekkinga eða falsana eða hann spurður um störf Gunnars Arnar en hann hafði þó lýst því að hann hefði ætíð verið viðstaddur þegar endur- skoðunarvinnan fór fram. Hinn 24. september 2003, eða tæpu einu og hálfu ári eftir að mál- efni Tryggingasjóðs lækna bárust til efnahagsbrotadeildar, mætti Gunn- ar Örn fyrst til skýrslutöku hjá rík- islögreglustjóra vegna meintrar refsiverðrar háttsemi hans við end- urskoðun ársreikninga sjóðsins og fékk þá réttarstöðu sakbornings. Við lok þessarar skýrslutöku af- henti Gunnar Örn efnahags- brotadeildinni vinnugögn sín vegna endurskoðunarvinnunnar fyrir Tryggingasjóð lækna, samtals um 1.000 blaðsíður. Hinn 26. september 2003 lýsti Árni Tómasson endurskoðandi, sem var tilkvaddur sem kunnáttumaður af efnahagsbrotadeild, þeirri skoðun sinni að skylt væri að láta Gunnar Örn sæta ábyrgð, að öðrum kosti væri embætti ríkislögreglustjóra að bregðast lagaskyldum sínum. Þessi tilkvaddi kunnáttumaður hafði á þessu tímamarki ekki yfirfarið vinnugögn Gunnars Arnar og hafði ekki farið yfir það frá ári til árs hvernig hann hagaði endurskoð- unarvinnu sinni. Þá lá ekkert fyrir um þær blekkingar og falsanir sem framkvæmdastjórinn viðhafði gagn- vart Gunnari. Stjórnandi lögreglurannsókn- arinnar hjá efnahagsbrotadeild gerði framangreinda skoðun Árna að sinni í bréfi sem hann ritaði for- manni skilanefndar Tryggingasjóðs lækna í október 2003. Þá hafði ekki hafist rannsókn á vinnugögnum, blekkingum og fölsunum eða skýrsla verið tekin af Gunnari Erni og öðr- um um það hvernig endurskoð- unarvinnunni var hagað. Af þessu má ráða að lögreglan hafði komist að niðurstöðu um sekt á frumstigum rannsóknar málsins. Að fenginni þeirri fyrirframgefnu niðurstöðu var þess ekki að vænta að rannsókn gæti farið fram af þeirri hlutlægni sem lög mæla fyrir um. ?Ekki benda á mig sagði varð ÞRÁTT fyrir titilinn fjallar þessi grein um skólahald, nánar tiltekið Vinaleiðina og kristnifræði. Skóla- stjóri dóttur minnar segir gagnrýnendur Vinaleiðar skorta um- burðarlyndi og víðsýni (en í Kastljósinu 14. nóvember gat að líta umburðarlyndi og víð- sýni hans). Af því tilefni vil ég vitna í nýár- sprédikun séra Sig- urðar Pálssonar 2004. Hann sagði: ?Umburð- arlyndishugtakinu er gjarnan misbeitt og það látið tákna einhvers konar ?mér er alveg sama afstöðu,? eða ?ég ætla ekkert að vera að halda minni sannfæringu á lofti.? Það er ekki umburðarlyndi heldur afstöðuleysi. Um leið og um- burðarlyndið gerir þá kröfu til mín að ég virði rétt annarra til sannfæringar og til að fylgja henni eftir, veitir það einnig mér rétt til þess að hafa sann- færingu og fylgja henni eftir. Að vera umburðarlyndur jafngildir ekki því að vera skoðanalaus eða þegja um sann- færingu sína. Sömuleiðis er vert að minna á að umburðarlyndinu eru tak- mörk sett. Eitt skýrasta dæmið um slíkar takmarkanir er mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Brot á þeim rétti sem hún á að tryggja verða ekki umborin, heldur flokk- ast þau undir glæpi.? Þegar Sigurður flutti þessa þrumuræðu var kæra foreldra gegn norska ríkinu til skoð- unar hjá Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóð- anna. Þeir kvörtuðu undan að kristnifræði- kennsla í skólum væri hlutdræg, margt í henni væri í raun trúariðkun og trúboð frekar en fræðsla og vildu þeir fá undanþágu frá þessari innrætingu væru börn þeirra sett í óviðunandi stöðu ekki síður en foreldrarnir. Nefndin skilaði áliti í nóvember 2004 og úrskurðaði að kvörtun for- eldranna væri á rökum reist og fyr- irkomulagið í Noregi bryti í bága við mannréttindi þau sem séra Sigurður nefndi, sér í lagi ákvæðið: ?Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum takast á hendur að virða frelsi foreldra og, eftir því sem við á, lögráðamanna til þess að tryggja trúarlegt og siðferð- islegt uppeldi barna sinna í samræmi við þeirra eigin sannfæringu.? Fyrirkomulagið og kristnifræði á Íslandi er um margt lík því sem gerist í Noregi og úrskurður nefndarinnar á því fyllilega við hér. Ég hef þó ekki heyrt neinn talsmann þjóðkirkjunnar benda á þann glæp. En þótt kirkjan skipti sér með afar óviðunandi hætti af kristnifræði í skól- um, eins bjöguð og hún er, semji námsefni og haldi um það námskeið, hefur hún nú gengið skrefinu lengra í nokkrum skólum og komið þar fyrir fulltrúum sínum, prestum og djákn- um. Það er Vinaleiðin, kærleiksþjón- ustan. Í grein í Morgunblaðinu 3. nóv- ember benti ég á að fyrirmynd Vinaleiðar í Mosfellsbæ væri klárt trú- boð. Í annarri grein 17. nóvember sýndi ég fram á að yfirlýst markmið kirkjunnar með starfi hennar í skólum er boðun. Og í Fréttablaðinu 20. nóv- ember benti ég á hvernig kirkjan skil- greinir hlutverk sitt (boðandi), hvað felst í trúboði (boðun trúar) og að æðsta vald þjóðkirkjunnar, Kirkju- þing, segir tilgang Vinaleiðar vera trú- boð (sbr. kristniboðsskipunina). Allt var það hægt með beinum vísunum í orð og æði kirkjunnar manna. Þegar boðberar boðandi trúfélags eru komnir með skrifstofu og viðveru í skólum eru skólarnir orðnir trúboðs- stöðvar. Í aðalnámsskrá segir þó: ?Skólinn er fræðslustofnun ekki trú- boðsstofnun ??. Í grunnskólalögum er líka lagt bann við mismunun vegna trúarbragða og sömuleiðis í siða- reglum kennara. Ef eitt trúfélag hefur aðstöðu innan skólanna og börn krist- inna foreldra fá ?þjónustu? sem aðrir geta ekki hugsað sér er það mismunun vegna trúarbragða og ekkert annað. Það er kirkjunnar mönnum til háð- ungar að halda allt í einu fram að hlut- verk presta sé ekki boðun. Óheið- arleika sinn og tvískinnung má þjóðkirkjan opinbera en verra þykir mér þegar gagnrýni á Vinaleiðina er túlkuð sem andstaða við stuðning við nemendur. Ég varði t.d. undanförnum árum að störfum við barnavernd og ber hag barna mjög fyrir brjósti. Ég vil stuðning við þau sem mestan en óháðan trúarbrögðum í skólum. Því finnst mér þessi útúrsnúningur sér- lega níðingslegur. Kristin trú er ekki hafin yfir gagn- rýni og þjóðkirkjan enn síður. Sumum hættir þó til að stimpla og úthrópa gagnrýnendur hennar siðlausa og vonda, sér í lagi guðfræðingum. Af þeim sökum veigra margir sér við að tjá neikvæða skoðun á kristni eða kirkju, þeir hafa upplifað á eigin skinni þá andúð og skilningsleysi sem af því hlýst. Þetta er skoðanakúgun. Ég fylgi sannfæringu minni hins veg- ar eftir og krefst þess af yfirvöldum að þau komi í veg fyrir lögbrot í skólum og gjarnan glæpi í leiðinni. Sinna mín hefur kostað ómældan tíma, hugarangur og vinnutap. Við- horf mitt og samstarf við skóla dóttur minnar hefur beðið óbætanlegan skaða. Ég hef ekki aðgang að þeim tæpu fjögur þúsund milljónum króna sem þjóðkirkjan fær árlega, þótt (minnkandi) skattgreiðslur mínar fari í þá hít. Ekkert einkafyrirtæki styrkir málstað minn, líkt og Sund hf. kostar Vinaleiðina. Í ljósi aðgerðaleysis yf- irvalda er eina leiðin að réttlæti e.t.v. rándýr og tímafrek lögsókn sem vafa- laust yrði túlkuð sem aðför að al- mennu (kristnu) siðgæði og kær- komnum stuðningi við nemendur. Má ég frábiðja mér svona vinarþel og kærleika? Trúboðsstöðvar og glæpir Reynir Harðarson skrifar um starf presta í grunnskólum » Þegar boðberar boð- andi trúfélags eru komnir með skrifstofu og viðveru í skólum eru skólarnir orðnir trú- boðsstöðvar. Reynir Harðarson Höfundur er sálfræðingur. UNDANFARNA daga hefur staðið yfir átak gegn margvíslegri kúgun kvenna hér á landi. Sama má seggja um löndin innan ESB, en ef til vill í mun víðari skilningi. Það eru góð rök fyrir því. Hinn 29. nóv- ember síðastliðinn var sérstaklega mikil umræða um málið. Að mati þeirra hjá ESB, sem hafa þennan málaflokk á sinni könnu, er talið að um fimm milljónir kvenna, ungar sem eldri, séu kúgaðar á ári hverju. Ástæðurnar fyrir þessu hryll- ingsverki karlpeningsins eru til- nefndar einkum tvær: A. Mikil drykkja áfengra vína. B. Ört vax- andi notkun ýmissa eiturlyfja. Ég sá í spænska sjónvarpinu mikla umfjöllun um þetta afar erf- iða vandamál þar. Fyrstu lög nú- verandi ríkisstjórnar voru víðtæk löggjöf um aukna vernd til handa konum á Spáni. Konan á nú örugga vernd, sé hún kúguð. Kúgarinn er ekki varinn og verður að taka af- leiðingum gerða sinna. Mér virðist að það ætti að vera metnaðarmál ALLRA flokka á hinu háa Alþingi Íslendinga, að vera ekki slóðar í þessum málum. Við- eigandi er að koma með víðtæka og góða löggjöf fyrir vorið. Það er sómi að því. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, eldri borgari. GKK gegn kúgun kvenna Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík L50237 Bréf til blaðsins | mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn