Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 29 Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 6 0 5 3 1 YAMAHA RX-V1700 7 x 180W, 4 ohms, 1kHz, 0,7% THD Möguleiki á 1080p í gegnum HDMI Verð: 129.995 kr. YAMAHA RX-V659 7 x 150 W, 4 ohms, 1kHz, 0,7%THD EISA verðlaunamagnari 2007 Verð: 69.995 kr. Komdu í Hátækni og heyrðu betur það sem við höfum að segja um Yamaha heimabíómagnara. Í lokaskýrslu hjá lögreglu lét verj- andi Gunnars Arnar bóka að rann- sóknin eins og hún þá stóð gæti aldr- ei orðið grundvöllur að saksókn í málinu. Saksóknari efnahagsbrotadeildar ákvað eftir sem áður að gefa út ákæru hinn 16. apríl 2004 án þess að frekari rannsókn færi fram. Rétt er að taka fram að við rann- sókn málsins naut efnahags- brotadeild aðstoðar tveggja endur- skoðenda auk Árna Tómassonar; þeirra Theodórs Sigurbergssonar og Magnúsar Ragnarssonar, allir til- kvaddir sem kunnáttumenn. Skemmst er frá því að segja Gunn- ar Örn var sýknaður í héraði síðla árs 2004 á þeim grundvelli að engin viðhlítandi gögn hefðu verið færð til sönnunar um sekt hans. Héraðs- dómur var auk embættisdómara skipaður tveimur endurskoðendum. Ákæruvaldið áfrýjaði dómi undir- réttar til Hæstaréttar Íslands sem kvað upp dóm þann 14. maí 2005. Málið var nr. 509/2004 og má finna dóminn í heild sinni á vef Hæsta- réttar www.haestirettur.is. Hæstiréttur vísaði ákæru efna- hagsbrotadeildar frá héraðsdómi og féll allur sakarkostnaður á ríkissjóð. Í forsendum Hæstaréttar eru taldir upp fjölmargir ágallar á rann- sókn málsins. Þar á meðal kom fram að látið hafi verið hjá líða að rann- saka blekkingar framkvæmdastjór- ans gagnvart Gunnari Erni. Ófært var talið að leggja mat á vinnu Gunn- ars Arnar án þess að rannsakað væri hvort vinna hans hefði tekið mið af rangfærðum gögnum sem honum yrði ekki metið til lasts að hafa ekki tortryggt. Samandregin niðurstaða Hæsta- réttar um rannsóknina var svohljóð- andi : „Eins og lögregla hagaði rann- sókn skorti þannig mjög á að hún hafi náð því markmiði, sem mælt er fyrir um í 67. gr. laga nr. 19/1991.“ Auk þessa taldi Hæstiréttur verknaðarlýsingu ákæru verulegum annmörkum háða. Vegna allra þeirra stórfelldu annmarka sem voru á rannsókn málsins og ákæru taldi Hæstiréttur ekki hjá því komist að vísa málinu frá héraðsdómi. Eftir rannsókn efnahags- brotadeildar og saksókn hafði ekki með neinum hætti tekist að sanna að neitt ámælisvert hefði verið við störf Gunnars Arnar, hvað þá að hann hefði hagað vinni sinni þannig að hann ætti að sæta refsingu fyrir. Ekkert heyrðist af frekari máls- meðferð fyrr en í lok október 2005 þegar efnahagsbrotadeild tilkynnti um þá ákvörðun sína að hefja rann- sókn málsins að nýju. Síðar hefur komið í ljós að þegar hinn 31. maí 2005 hafi ríkissaksókn- ari gefið efnahagsbrotadeild fyr- irmæli í þessa veru. Það liðu þannig rúmlega fimm mánuðir frá frávísun málsins og tæpir fimm frá fyrirmælum rík- issaksóknara þar til hafist var handa við nýja rannsókn hjá efnahags- brotadeild. Í stað þess að efnahagsbrotadeild- in rannsakaði málið og nyti við það aðstoðar kunnáttumanna, sem henni var heimilt og almennt er gert þegar sérfræðiaðstoðar er þörf við lög- reglurannsókn, þá óskaði embættið eftir því að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir matsmenn. Samkvæmt matsbeiðni áttu þeir eftir því sem best verður séð að taka að sér lög- reglurannsóknina. Fyrir liggur að matsbeiðnin var send Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 9. nóvember 2005. Það má helst skilja ummæli full- trúa ríkislögreglustjóra svo að eftir að beiðni þessi hafði verið send hafi embættið hætt að bera ábyrgð á rannsókninni og framgangi hennar. Gunnar Örn var kallaður til fyr- irtöku vegna matsbeiðnarinnar í lok janúar 2006 og mótmælti þá dóm- kvaðningu matsmanna, þar sem hann taldi ekki lagaskilyrði til henn- ar. Endanlegur dómur Hæstaréttar um að heimilt væri að dómkveðja matsmenn lá fyrir í lok maí 2006. Tveir löggiltir endurskoðendur voru skipaðir matsmenn hinn 20. júní 2006. Þegar ekki hafði enn verið boðað til matsfundar í lok ágúst 2006 var efnahagsbrotadeild sent bréf dag- sett 31. ágúst sl. þar sem farið var yf- ir gang málsins frá upphafi og þess krafist að rannsókn yrði felld niður. Engin viðbrögð höfðu fengist við bréfi þessu í lok september sl. og ekki hafði þá verið boðað til mats- fundar. Óskaði undirritaður þá eftir fundi með yfirmanni efnahags- brotadeildar til þess að fara yfir stöðu málsins og árétta þá kröfu sem sett hafði verið fram í umræddu bréfi og var fundurinn haldinn hinn 26. september sl. Fram kom þar að annar mats- manna hafði beðist undan mats- störfum og sent héraðsdómara bréf þar að lútandi. Héraðsdómari boðaði til fyrirtöku skömmu síðar af þessu tilefni en enginn fulltrúi frá efnahags- brotadeild mætti. Nýtt þinghald var boðað nokkrum dögum síðar en áður en til þess kom var undirrituðum til- kynnt að það félli niður um ótiltekinn tíma. Í kjölfar þessa ritaði undirritaður bréf til ríkissaksóknara hinn 18. október sl. þar sem þess var óskað að hann gæfi ríkislögreglustjóra fyr- irmæli um að fella niður umrædda rannsókn. Með bréfi dags. 20. nóvember sl. tilkynnti ríkissaksóknari ríkislög- reglustjóraembættinu þá ákvörðun sína að fella skyldi rannsóknina nið- ur þar sem málsmeðferðin væri í þeim farvegi að hún bryti gegn 70. gr. Stjórnarskrár Íslands og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Hinn 5. desember sl. tilkynnti fulltrúi ríkislögreglustjóra Gunnari Erni að embættið hefði fellt niður mál á hendur honum. Með þessari ákvörðun lauk ríflega þriggja ára tímabili þar sem Gunnar Örn hafði réttarstöðu grunaðs manns vegna ætlaðra brota hans í starfi sem endurskoðandi. Í málalokum þessum felst sú nið- urstaða að Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðandi er saklaus af öllum þeim sakargiftum sem urðu tilefni rannsóknar á hendur honum. Það er rangt, ólögmætt og ósæmilegt halda fram eða gefa í skyn að málalyktir þessar þýði eitthvað annað. Sú aðferð að fela lögreglurann- sókn í hendur dómkvöddum mats- mönnum á sér ekki fordæmi hér á landi. Fráleitt er af efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra að varpa frá sér ábyrgð á rannsókninni á þeim grundvelli að erfiðleikar hafi komið upp við dómkvaðningu og störf matsmanna. Vandamál málsmeðferðar þeirrar sem hér hefur verið lýst, verða ekki kennd dómstólum eða stétt endur- skoðenda almennt. Kristinn Bjarnason hrl.“ stjórinn“ UMRÆÐUR um fátækt hafa vaknað að nýju eftir að forsætisráð- herra birti skýrslu þar sem fram kemur að um 6,6% barna hér á landi búi við fátækt. Skýrsla þessi er unnin af Efna- hags- og framfara- stofnun Evrópu eftir mælikvörðum og reikniaðferðum sem stofnunin setur auk þess að vera byggð á upplýsingum frá árinu 2004. Það skapar nokkra fyrirvara um niðurstöður hennar en þó ekki svo mikla að taka megi hana til at- hugunar í ljósi þeirrar alvöru sem liggur að baki. Menn hljóta að velta því fyrir sér af hverju fátækt kunni að stafa í samfélagi þar sem flestir eiga að hafa tækifæri til þess að sjá sér farborða og almenn velmegun er ríkjandi á flestum sviðum. Fram kemur í skýrslunni að fá- tækt geti verið tímabundin og hlut- fall hennar breytist frá einum tíma til annars. Er það rétt vegna þess að fátækt stafar oft af tímabundnum aðstæðum í lífi fólks. Aðstæðum sem því tekst að vinna sig frá af eigin rammleik eða hefur notið aðstoðar samfélagsins að einhverju leyti til þess. Orsakir fátæktar geta bæði verið áunnar og skapaðar af að- stæðum sem fólk hefur ekki tök á að ráða við. Eftir mjög lauslegri greiningu má leitast við að svara hvaða þjóð- félagshópar séu í mestri hættu að búa við fátækt. Í fyrsta lagi eru það einstæðir for- eldrar. Einkum ungar einstæðar mæður, oft með skamma skóla- göngu að baki, og eiga bæði vegna ónógrar menntunar og einnig umönnunar barna sinna erfitt með að finna sér starfsvettvang á vinnumarkaði. Í öðru lagi má nefna fólk af erlendum uppruna, einkum konur sem komið hafa hingað til þess að giftast hérlendum mönnum sem rekist hafa illa og rekast í sam- böndum og standa oft uppi einar eft- ir skilnað við þá menn og með litla möguleika til að fóta sig á almennum vinnumarkaði. Í þriðja lagi er um að ræða fólk sem misst hafa fótanna í lífsbaráttunni vegna notkunar áfengis eða annarra vímugjafa og hefur ekki náð sér á strik að nýju eða fengið tækifæri til þess. Í fjórða lagi er um að ræða fólk sem hefur vegna tímabundinna veikinda eða varanlegrar örorku af einhverju tagi ekki getað aflað sér tekna á vinnu- markaði og jafnvel haft umtals- verðan kostnað af veikindum sínum eða fötlun. Í fimmta lagi má svo nefna fólk sem vegna skorts á greind hefur tæp tök á því að stunda aðra vinnu en þá sem flokkast í lægstu launaþrepum en telst ekki vera ör- yrkjar vegna fötlunar. Í sjötta lagi getur svo verið um að ræða ein- staklingsbundin atvik af ýmsum toga sem erfitt er að fella undir ein- hverja eina skilgreiningu. Félags- málaráðherra sagði á Alþingi þegar umræða fór fram um fátækt- arskýrsluna að sárt væri að vita af fólki sem byggi við slæm kjör og fá- tækt. Hann ræddi einnig um aðgerð- ir til þess að mæta þessum vanda og gat sérstaklega um þátttöku Íslands í ári jafnra tækifæra á vegum Evr- ópusambandsins 2007 þar sem sér- stök áhersla verður lögð á mismun- andi aðstæður barna, einstæðra foreldra, fjölskyldna þeirra og inn- flytjenda. Hann nefndi einnig und- irbúning að aðgerðaáætlun til þess að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Undir þetta má taka vegna þess að aðgerðir af þess- um toga koma til með að hafa áhrif. Einnig má í þessu sambandi nefna lágar greiðslur til þeirra þjóðfélags- þegna sem örorku vegna eða ann- arra orsaka, þurfa að njóta opinbers lífeyris og einnig harðra tekjuteng- inga þar sem nær því hver króna, sem fólk getur unnið sér inn á lög- legan hátt skerðir tekjutrygginga- rétt þess. Skattleysismörk er annað sem getur haft umtalsverð áhrif á af- komu tekjulítilla einstaklinga og fjölskyldna og eru því miður allt of lág hér á landi. Með almennum opinberum að- gerðum er hægt að draga úr þessum vanda sem fátækt veldur en orsakir hennar eru engu að síður of marg- breytilegar til þess að slíkar staðl- aðar aðgerðir leysi hann allan. Að hluta til þarf mun sértækari aðgerð- ir en hækkun bóta eða lækkun skatt- leysismarka svo dæma sé getið og því er nýleg hugmynd fjár- málaráðherra um að ríki og sveit- arfélög komi sameiginlega að þess- um málum athyglisverð. Sveitarfélögin standa oft mun nær slíkum erfiðleikum en ríkið og sinna nærþjónustu af ýmsum toga. Sveit- arfélögin telja sig þó tæpast ofhaldin af tekjum og má vísa í umræður um tekjustofna þeirra við ríkið og marg- ar samþykktir Sambands íslenskra sveitarfélaga í því efni. Engu að síð- ur hafa sveitarfélögin mun meiri möguleika á að nálgast einstaklings- bundinn vanda fólks sem leiðir af lágum tekjum og alls ónógum til þess að sjá fjölskyldum farborða. Fátæktarvandinn verður því tæpast leystur án þess að bæði stjórnsýslu- stigin komi að honum með ein- hverjum hætti og spurning er hvort nokkru sinni verður hægt að fyr- irbyggja hann að fullu í ljósi þess hversu orsakir hans geta verið margbreytilegar og þá einkum hinar áunnu orsakir. Engu að síður er samfélagslegt verkefni framundan við að vinna að því að útrýma fátækt að því marki sem framast er kostur. Á hinu efnaða Íslandi á það að vera mögulegt. Um fátækt Þórður Ingimarsson skrifar um ástæður fátæktar » Fátæktarvandinnverður því tæpast leystur án þess að bæði stjórnsýslustigin komi að honum með ein- hverjum hætti … Þórður Ingimarsson Höfundur er blaðamaður og ritstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.