Morgunblaðið - 18.12.2006, Page 32

Morgunblaðið - 18.12.2006, Page 32
32 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástmar ÖrnArnarson húsa- smíðameistari fædd- ist í Reykjavík 29. október 1957. Hann lést á líknardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 9. desember síðastlið- inn. Móðir hans er Sólbjört Gestsdóttir, f. 11.2. 1934, gift Svavari Fanndal Torfasyni, f. 25.9. 1933. Foreldrar hennar voru Jak- obína Jakobsdóttir, f. 5.3. 1902, d. 24.9. 1987, og Gestur Sólbjartsson, f. 6.6. 1901, d. 13.4. 1991. Faðir Ást- mars var Sigurður Örn Ingólfsson, f. 7.7. 1935, d. 16.3. 2001, foreldrar hans eru Rósa B. Blöndals, f. 20.7. 1913, og séra Ingólfur Ástmarsson, f. 3.10. 1911, d. 3.6. 1994. Systkini Ástmars eru Ingólfur, f. 1956, og Jóhanna Rósa, f. 1962. Hálfsystkini Ástmars eru Gestur Már, f. 1950, íusdóttur, f. 8.3. 1937. Foreldar hans voru Guðmundur Guðmunds- son, f. 29.6. 1898, d. 20.6. 1973, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 20.6. 1904, d. 23.8. 1986. Börn Ástmars og Guðrúnar eru Álfheiður, f. 7.3. 1985, d. 5.11. 1997, og Björn, nemandi í bygging- arverkfræði við Háskóla Íslands, f. 20.1. 1987. Sonur Ástmars er Ing- ólfur, f. 5.3. 1980. Ástmar ólst upp í Reykjavík og síðan í Grímsnesi. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 1979 og hlaut meistararéttindi í húsasmíði árið 1984. Hann starfaði sem húsa- smiður og byggingarverktaki alla tíð, mest á höfuðborgarsvæðinu. Ástmar og fjölskylda hans bjuggu í Reykjavík, að undanskildum fimm árum í Mosfellsbæ. Hann var hesta- maður frá unga aldri og starfaði með hestamannafélaginu Fáki. Hann var mjög virkur í félagsstarfi, m.a. í Oddfellowstúkunni Baldri, meistarafélagi húsasmiða, Stang- veiðifélagi Reykjavíkur og víðar. Útför Ástmars verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Leó, f. 1968, Guðrún Vaka, f. 1973, Valur, f. 1973, Þórunn Jó- hanna, f. 1975, Ragn- heiður Katrín, f. 1977, Ingibjörg Rós, f. 1979, Elín Sólveig, f. 1985, og Samúel, f. 1992. Stjúpsystir Hólm- fríður Svavarsdóttir, f. 1961. Ástmar kvæntist 14.8. 1982 Guðrúnu Björgu Sigurbjörns- dóttur, hjúkr- unarfræðingi og ljós- móður, nú aðstoðarmanni hjúkrunarforstjóra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, f. 24.3. 1958. Móðir hennar er Björg Lilja Guð- jónsdóttir, f. 11.1. 1935, foreldrar hennar voru Guðjón Gíslason, f. 15.6. 1902, d. 24.7. 1983, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 1.6. 1901, d. 12.3. 1981. Faðir Guðrúnar er Sig- urbjörn Guðmundsson, f. 2.3. 1933, kvæntur Hönnu Sigríði Anton- Kveðja frá ömmu. Glaður varst þú sem genginn ert, gekkst þú öruggur sporið hvert. Hugrakkur ef í hættu varst huldir þú öðrum sorg er barst. Liðin er sérhver lífsins þraut líf þitt horfið á aðra braut. Jesús í faðm þér færir nú fagra barnið er misstir þú. Nú munt þú halda heilög jól og hún með þér við náðar stól, þín lengi syrgða dóttir dýr. Drottinn er sorg, í fögnuð snýr. Ástvinir sárt þig syrgja nú svölun veitir þó Kristin trú, loforðið hans um lífsins höll í ljósinu þar við mætumst öll. Okkur lokast þín augu blá, inn í guðs ríki er færð’að sjá. Augun þín munum áfram hér. Ástríkar kveðjur fylgja þér. Rósa B. Blöndals. Minn kæri bróðir, Ástmar Örn Arnarson, hefur yfirgefið þessa til- veru aðeins 49 ára gamall. Hann átti eftir að gera svo margt og vann mest alla ævina mikla erfiðisvinnu. Hann naut virðingar meðal starfsfélaganna enda afburða góður smiður og verk- stjóri og lagði mikinn metnað í allt sem hann gerði. Þessu kynntist ég vel síðustu tæpu tvö árin er ég aðstoðaði hann við bókhald, en hann rak bygg- ingafyrirtæki. Fyrstu skrefin okkar saman voru á Leifsgötu 16, en þar bjuggum við í kjallaranum en föðurafi og amma á efstu hæðinni. Það var alltaf fjör í kringum prakkarann hann bróður minn sem var mikill mömmustrákur. Stóri bróðir passaði vel upp á mig og má segja að því hlutverki sinnti hann alla ævi. Það er notaleg tilfinning að eiga bróður sem alltaf er hægt að leita til. Bræður mínir voru mjög nánir enda stutt á milli þeirra. Mamma og pabbi skildu árið 1968 og þá tók við erfitt tímabil í ævi okkar allra. Afi og amma voru þá styrkar stoðir í lífi okkar systkinanna. Mamma giftist Svavari nokkrum árum síðar og hefur hann og hans fjölskylda reynst okkur vel. Ástmar var örugglega lista- maður að upplagi en það má sjá á handbragði hans sem smiðar og áhuga á listaverkum. Hann átti marga vini og hefur alltaf verið mjög félagslyndur. Ég dáðist alltaf að þessum fríða og skemmtilega bróður mínum. Hann var óspar á ráðleggingar og lét mig hik- laust heyra það ef hann var ekki sáttur við það sem ég var að gera. Á unglingsárunum var gott að eiga Ástmar að en hann var þá að nema húsasmíði. Á þessum tíma bjuggum við í Garðabæ. Fyrsti bíllinn var Volkswagen-bjalla sem hann skreytti með því að líma blóm á hann. Meðan hann var að bíða eftir bílprófinu, stalst hann til að keyra bílinn út göt- una. Hann hafði lagt fyrir til að eiga fyrir bílnum og var öllum stundum að dytta að honum og gera hann fínan áður en 17 ára afmælið rann upp. Þá var gott að geta leitað til rafvélavirkj- ans Svavars sem leiðbeindi honum. Þetta voru spennandi tímar og fram- tíðin blasti við okkur. Ástmar eign- aðist marga flotta bíla um ævina og hafði gaman af því. Hestamaður var hann mikill og á óskalista fyrir ferm- ingargjöf var að fá reiðtygi frekar en hljómflutningstæki. Þegar Ástmar kynntist Guðrúnu sá ég strax að hann var yfir sig ástfanginn af henni. Þau eignuðust tvö börn, Álf- heiði og Björn. Þau voru svona ynd- isleg lítil fjölskylda, stúlkan lík móður sinni og drengurinn föður sínum. Fyrir átti Ástmar soninn Ingólf sem hann skírði í höfuðið á afa sem fékk þá al- nafna. Fyrst bjuggu Guðrún og Ást- mar á Skarphéðinsgötu en síðast í Bröndukvísl 15. Það dimmdi yfir þegar Álfheiður lést eftir erfið veikindi árið 1997. Af skynsemi og festu héldu þau áfram sinni lífsgöngu. Í júní síðastliðn- um kom í ljós að Ástmar var fárveikur og hafa þessir mánuðir verið mjög erf- iðir fyrir hann og fjölskylduna. Með söknuði kveð ég stóra bróður minn með þakklæti í huga. Megi góður Guð vernda þig og veita fjölskyldu þinni styrk. Innilegustu samúðar- kveðju sendi ég Guðrúnu, Birni og Ing- ólfi. Rósa. Kæri Ástmar. Maður verður orðlaus á svona stundu, af hverju þú? Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur á með- al okkar, þú sem ætlaðir að vinna þessa orustu, en því miður varðstu að láta í minni pokann þar sem meinið var sterkara. Þér er ætlað eitthvert annað hlutverk þarna hinum megin. Ég kynntist þér fyrir rúmum þrjátíu árum, þegar ég hitti Ingólf bróður þinn. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þig, þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst, allt- af til í að sprella og fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu. Þú varst svo jákvæður og bjartsýnn, og komst alltaf til dyranna eins og þú varst klæddur. Það var svo gaman að heyra þig segja sögur af ykkur bræðrum þegar þið voruð litlir, það virtist ekk- ert stoppa ykkur. Þið, smáguttarnir, strídduð nágrönnunum á Leifsgöt- unni eða fluguð í Hólminn til þess að komast út í eyjar, að maður tali nú ekki um danstímana sem mamma ykkar keypti en þið mættuð ekki í, það stoppaði ykkur ekkert. En það var ekki bara þá sem hlutirnir voru gerðir, það var ekki til í þinni orðabók „þetta er ekki hægt“, en hins vegar oft notað „þetta er ekkert mál“. Kæri mágur. Nú er komið að kveðjustund. Ég óska þér allrar blessunar á þeirri leið sem þú ert nú lagður af stað í. Elsku Guðrún, Björn og Ingólfur. Guð veri með ykkur á þessari erfiðu stundu. Kveðja. Sigríður. Það var fyrir tæpum tuttugu árum að ég hitti Ástmar fyrst en þá vorum við Rósa systir hans að draga okkur saman. Ástmar tók mér strax vel og alla tíð síðan hafa samskipti okkar ver- ið mikil og ánægjuleg. Ástmar var þannig af guði gerður að alls staðar þar sem hann kom var hann miðpunktur í umræðum manna og hrókur alls fagnaðar. Hann var fljótur að koma fyrir sig orði, einstak- lega orðheppinn, mikill gleðimaður og höfðingi. Einnig var hann hjálpsamur við ættingja sína og ekki hvað síst ef um bílaviðskipti var að ræða þar sem hann var áhugamaður um bíla. Ást- mar var einstaklega duglegur við að hafa samband við ættingja í móður- sem föðurætt. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og hann og Guðrún hafa lagt áherslu á að hafa börnin með sér í leik og starfi. Þeir feðgar Ástmar og Björn hafa verið mjög nánir í gegnum hestamennsku auk þess sem Björn hefur starfað hjá föður sínum sam- hliða námi. Fjölskyldan varð fyrir miklu áfalli fyrir níu árum er Álfheið- ur dóttir þeirra lést einungis 12 ára gömul eftir erfið veikindi. Þetta áfall hefur hvílt þungt á Ástmari þó svo að hann hafi alltaf borið sig vel. Ástmar var menntaður smiður og húsasmíðameistari og starfaði við iðn sína alla tíð, lengst af sem sjálfstæður atvinnurekandi. Oft hef ég leitað til Ástmars þegar ég hef staðið í lagfær- ingum á heimilinu eða fyrirtækinu þar sem ég starfa. Ætíð hefur Ástmar brugðist skjótt við og séð um þær lag- færingar sem þurft hefur að gera og lagt metnað sinn í að hlutirnir væru vel gerðir. Margar ánægjulegar ferðir hef ég farið með Ástmari innanlands sem ut- an og er mér sérstaklega minnisstæð ferð sem við fórum saman fyrir rúmu ári af tilefni þess að ég varð fimmtug- ur. Farið var til Manchester að horfa á leik með United-liðinu. Ástmar hafði ánægju af að fara á Old Trafford þó svo að hann væri Arsenal-maður. Þeg- ar við komum til London frá Man- chester skruppum við út að Highbury þar sem Arsenal var að etja kappi við Liverpool en komumst því miður ekki inn á völlinn. Við ákváðum þá að fara seinna á Arsenal-Manchester United- leik en því miður gafst okkur ekki tækifæri til að efna það. Það er ótrúlegt að Ástmar skuli vera fallinn frá langt um aldur fram, hann sem alltaf var fullur af lífsgleði og atorkusemi. Veikindin gengu hratt fyrir sig eins og svo margt annað í lífi hans, hann barðist af fullum krafti en sjúkdómurinn lagði hann á einungis hálfu ári. Það var ótrúlegt að horfa á hann reka fyrirtæki sitt af fullum krafti í veikindum sínum allt til dán- ardags. Ég á eftir að sakna Ástmars mikið og trúi því varla að ég eigi ekki oftar eftir að sitja með honum og spjalla, borða góðan mat, ferðast eða veiða með honum. Ég er hræddur um að tilveran verði grárri þegar Ástmars nýtur ekki lengur við og fjölskyldu- boðin verði daufleg á næstunni þegar hann er ekki til að halda uppi gleðinni. Með söknuði kveð ég Ástmar mág minn og bið Guð að styrkja Guðrúnu, Björn og Ingólf. Jón Vilhjálmsson. Jæja frændi, þá hefur þú mætt ljós- inu bjarta og á hinum enda þess mun Álfheiður dóttir þín og Sigurður Örn pabbi þinn taka á móti þér. Ótrúlegt hvar hlutirnir gerðust hratt í kringum þessi erfiðu veikindi og allt hefur breyst svo snöggt. Þú sem varst lík- legast einn sá lífsglaðasti maður sem ég hef kynnst færð ekki lengur að smita gleðina út frá þér. Aðfaranótt miðvikudags dreymdi mig að þú hefðir vaknað upp og værir búinn að ná þér af veikindunum. Ég tel að það hafi verið skilaboð um að þú hafir sigrast á veikindunum í öðrum heimi. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna en upp í það munum við fylla með öllum minn- ingunum sem við eigum um þig. Ekki varstu bara frændi minn held- ur einu sinni yfirmaður og líka góður félagi. Þú varst mikil fyrirmynd barna þinna og við bræðurnir litum líka allt- af upp til þín. Strákarnir í vinnunni töluðu um að ég væri greinilega skyld- ur þér, voru þeir þá að tala um að orðaval okkar væri sambærilegt oft á tíðum. Mikið gátum við rætt um knatt- spyrnu enda báðir miklir áhugamenn. Þín lið voru Arsenal og Valur á meðan ég hélt með Manchester United og KR. Ég var einmitt að vinna hjá þér á þeim tíma þegar lið þitt Arsenal gekk í gegnum leiktímabil án þess að tapa í deildinni. Arsenalstoltið vantaði ekki hjá þér. Við skutum skotum hvor á annan varðandi þessi mál en allt var þó sagt í góðu gríni. Fyrir mér voru það forréttindi að fá að vera skyldur þér. Mun ég alltaf hugsa til þín með söknuði en ég veit að þú ert kominn á betri stað og hefur hitt Álfheiði aftur. Þú munt alltaf vera til staðar í huga mínum og ætla ég að halda áfram að leggja metnað í hlutina til að gera þig stoltan áfram. Megi guð vaka yfir fjölskyldu þinni og veita þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn frændi Guðjón Örn „Gössli“ Ingólfsson. Sæll vertu frændi minn. Okkur fannst alltaf gaman að hitta þig. Þú hélst alltaf uppi stuðinu og fjörinu þar sem þú komst, þar á meðal í veislum. Þegar við fréttum af andláti þínu leið okkur illa. Svo í bænastund- inni fannst okkur gott að sjá þig, en leið alltaf verr og verr. Við gleymum aldrei þegar við vorum á ættarmóti og þú tókst símann hjá Guðjóni bróður okkar og sendir sms til vinkonu hans, „sæl Solla Bolla, ég elska þig út af líf- inu“, og svo hringdi Solla í Guðjón og spurði hvað hann væri að gera og þurfti hann að afsaka sig. Á meðan sast þú út í horni skellihlæjandi. Þessu gleymum við aldrei. En núna ertu kominn á betri stað með dóttur þinni, pabba og afa þínum. Hvíldu í friði. Þínir frændur. Arnar Örn og Sævar Örn. Það er sárt að setjast niður og skrifa nokkrar línur um vin minn Ást- mar, látinn langt um aldur fram. Það kallar hins vegar fram allar þær gleði- og samverustundir sem við áttum, alla hans ævi og síðar hans fjölskylda eftir stofnun hennar. Fyrst kom Ástmar hér að Fjalli til dvalar sem ungur drengur á sjöunda áratug síðustu ald- ar, uppfullur af fjöri og dugnaði og gott var að hafa hann með sér, síkátan að fara til kinda að vori, ná lömbum og marka. Fórum við þá oft á mótorhjóli og ekki þótti honum það nú leiðinlegt, þótt hestarnir ættu eftir að koma sterkt inn í líf hans og fjölskyldunnar. Árunum fjölgaði sem Ástmar var hér ýmist á sumrum eða í skólafríum, allt- af sami krafturinn og dugnaðurinn á hverju sem tekið var. Kunningjahópur Ástmars er stór og ræktaði hann kunningsskapinn af mikilli alúð. Á gleðistundum hrókur alls fagnaðar og ekki fór fram hjá neinum að hann væri á svæðinu með sína háværu rödd og hlátrasköll. Fastir punktar voru að koma hér við á leið í sleppitúra, fara á kappreiðar, í Skeiðaréttir og fleira í þeim dúr. Þá var gjarnan tekinn úr tappi og sungið „hátt“. Það var gott að biðja Ástmar að gera sér greiða, það var allt svo sjálfsagt, útsjónarsemi og ýmsar pælingar komu sér þá vel, en þeim gáfum var hann ríkulega gædd- ur sem kom sér vel fyrir húsasmíða- meistarann og atvinnurekandann. Gæfuspor var fyrir Ástmar þegar hann hitti Guðrúnu sína og eignuðust þau saman tvo gullmola, þó að sá sem öllu ræður hafi heimtað annan. Saman unnu þau úr sorg sinni að svo miklu leyti sem það er hægt um barnsmissi. Elsku Guðrún, Björn og fjölskyldan öll, mín dýpsta samúð. Bjarni Ófeigur. Þakka þér fyrir samfylgdina í gegn- um lífið. Samverkamenn vorum við meðal annars hjá Byggðarverki, hjá Páli Friðrikssyni og hjá Landssam- bandi frímerkjasafnara. Minnisstæð- ust er þó dvöl okkar á Fjalli á Skeið- um, hjá sómamanninum Bjarna og konu hans, en þeirra umburðarlynda og kærleiksríka viðmót var einstakt. Ógleymanleg eru töðugjöldin og reið- túrinn í kringum Vörðufell í góðum hópi. Þakka þér fyrir samstarfið í meistaraskólanum og útskriftarferða- lagið sem enn lifir í hugum okkar góðu félaga. Bjartsýni þín og glaðværð voru okkur hinum í senn innblástur og gleðigjafi. Síðast lágu leiðir okkar saman upp á Grensási þar sem Ellen annaðist okkur báða af alúð og hlýju. Ástmar Örn Arnarson ✝ Okkar ástkæri GUÐBRANDUR STEFÁNSSON bóndi, Hólum, Dýrafirði, sem lést á heimili sínu föstudaginn 8. desember, verður jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju þriðjudag- inn 19. desember kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Stefánsdóttir, Haraldur Stefánsson, Friðbert Kristjánsson, Ásta Kristinsdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.