Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 37 menning Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eldspýtur og kveikjarar eru ekki barna meðfæri. Staðsetjið kveikjara og eldspýtur ávallt þar sem börn ná ekki til. Til eru kveikjarar með barnalæsingum sem eiga að koma í veg fyrir að börn geti kveikt á þeim Munið að slökkva á kertunum i TIL að byrja með er hollt að hafa í huga að ævintýramyndin Eragon er byggð á bók eftir táning, Chri- stopher Paolini var um fermingu þegar hann byrjaði á verkinu, sem er sú fyrsta í væntanlegum þríleik og hefur nú verið kvikmynduð. Allan samanburð við Hringadrótt- inssögu verður því að taka með fyr- irvara. Paolini er vissulega undra- barn en bækurnar endurspegla að sjálfsögðu aldur og þroska höfund- arins, líkt og Hringadróttinssög- urnar voru afreksverk háskólapró- fessors sem kominn var á sextugsaldur er hann lauk við sitt rómaða verk. Vakið er máls á þess- um staðreyndum því flestir eiga eftir að bera myndirnar saman sem er ósköp eðlilegt, en á vissan hátt ósanngjarnt. Ævintýrið gerist fyrr á tímum í landi sem nefnist Alagaësia, sögu- hetjan, Eragon (Speleers), er sveita- piltur á táningsaldri. Landinu er stjórnað af harðstjóranum Galbato- rix (Malkovich), og hægri hönd hans, illmenninu og seiðskrattanum Durza (Carlyle). Honum er tjáð af Brom (Irons), riddara sem er í felum fyrir hermönnum Galbatorix, að Eragon sé útvalinn sem síðasti drekaknap- inn, hann og Saphira eigi eftir að brjóta niður harðstjórnina. Sjálfur hafi Brom verið drekariddari en Gal- batorix náði með brögðum at útrýma drekunum og gat í kjölfarið lagt undir sig ríkið. Að því búnu hefjast gamalkunnug átök góðs og ills og greinilegt að auk Hringadróttinssögu hafa Stjörnu- stríðsmyndir Lucasara verið áhrifa- valdur Paolinis. Handritshöfund- urinn hefur valið þann kostinn að sjóða doðrantinn um Eragon niður í röskar 100 mínútur, sem er kostur. Útkoman minnir mest á auðlesna, vel unna teiknimyndasögu, það vant- ar dýpt, einfaldlega sökum þess að hún hefur örugglega aldrei verið til staðar. Leikstjórn nýliðans Fangmeiers dregur dám af takmörkum bók- arinnar og hefur litlu við að bæta. Framvindan er hröð, oft spennandi en jafnan á fremur lágu plani, vits- munalega. Drekinn er talandi og eldspúandi ófreskja sem er í nánu sambandi við knapann sinn og það er geðslegasti og frumlegasti þáttur í mynd sem kemur annars lítið á óvart. Drekinn sjálfur er hjarta myndarinnar og er fagmannlega gerður og rödd Weisz er vel til fund- in að gefa bákninu tilfinningar. Sap- hira er innsti koppur í búri kunn- uglegra en vel gerðra bardagaatriða og myndin er tekin á fallegum slóð- um í gömlu Austur-Evrópu, sem henta efninu vel. Búningar og leikmyndir og tónlist eru kostur við Eragon, sömuleiðis kemur skýrt í ljós hvernig skyn- samir og magnaðir leikarar eins og Irons geta lyft meðalmennskunni á æðra stig. Myndin skiptir um gír þegar hans nýtur við. Carlyle er yndislega draugslegur og Malkovich leikur Malkovich að venju. Stóri gallinn við annars fína skemmtun fyrir börn og unglinga er steingeldur leikur hins óvana Spe- leers í titilhlutverkinu. Daufur og til- þrifalítill gerir hann lítið fyrir Era- gon, líkt og Daniel Radcliffe í Harry Potter-myndunum. Guillory leikur ástina í lífi Eragons og getur komið sterkt inn í næstu mynd, líkt og sá magnaði leikari Hounsou, sem fer fyrir uppreisnarmönnum í fjöll- unum. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig lesendurnir taka pakkanum. Eragon fer í loftið Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Stefan Fangmeier. Aðalleikendur: Edward Speleers, Sienna Guillory, Djimon Hounsou, Jeremy Irons, John Malkovich, Robert Carlyle, Rachel Weisz, Garrett Hedlund. 104 mín. Bandaríkin 2006. Eragon  Eragon „Framvindan er hröð, oft spennandi en jafnan á fremur lágu plani, vitsmunalega,“ segir meðal annars í dómi. Á MIÐRI aðventu, þegar engin grið eru gefin í tónlistinni og jólalagagarganið sem lemur hlustir úr útvarpi, verslunum og víðar á almannafæri er farið að nálgast óbærilega þjáningu, er það sann- kölluð líkn að setjast niður til að hlusta á Himnarnir opnast – Jóla- perlur, nýja plötu Bjargar Þór- hallsdóttur sópransöngkonu. Það sem skiptir sköpum hér er yndislegur söngur, vel valin lög, framúrskarandi hljóðfæraleikur, og ekki síst bráðgóðar útsetningar, sem flestar eru eftir Tatu Kant- omaa, nokkrar eftir Gunnar Gunn- arsson og Guðna Franzson. Hljóð- færasamsetningin krefst ekki fjölmennis, en útsetningarnar eru svipsterkar og gefa þessum fáu góðu hljóðfærum svigrúm sem skapar hverju lagi sinn karakter og lit, þó þannig að yfirbragð heildarinnar er stílhreint og fal- legt. Það er gríðarlegur léttir að finna í þessari tegund tónlistar, sem svo margir tónlistarmenn glíma við einhvern tíma á ferli sínum, eitt- hvað nýtt, ferskt og öðruvísi. Þó skyldi enginn halda að hér væri á ferð eitthvað svo framandlegt að það splundri hefðbundnum helgiblæ; þvert á móti, stemningin á plötu Bjargar er hreint og beint himnesk. Það eru ekki margar klassískar íslenskar jólaplötur sem komast í þennan úrvalsflokk. Lagavalið er blanda af hefð- bundnum og vel þekktum jólalög- um, íslenskum og erlendum, og þarna eru standardar eins og Ave Marían hans Sigvalda Kaldalóns og Betlehemsstjarnan hans Áskels Jónssonar, Vögguljóð Maríu eftir Reger, Ó, helga nótt eftir Adams og Panis Angelicus. Minna þekktu lögin eru ekki síður áhugaverð. Meðal þeirra er tærasta perlan á plötunni, lítið og látlaust sænskt lag, Ó, Jesúbarnið bjarta við texta Sigurbjörns Einarssonar í spuna- legri útsetningu Guðna og Gunnars sem leika með Björgu. Um söng Bjargar þarf ekki að fjölyrða. Hann er einfaldlega ynd- islegur, hlýr og tær. Björg hefur mikla rödd og beitir henni af smekkvísi og tilfinningu fyrir hverju viðfangsefni. Það sem helst mætti finna að hér er staðsetning hljóðnema í upptök- unni. Söngröddin virkar óþarflega fjarlæg og hefði mátt vera „nær hlustandanum til að skapa meiri nánd. Fyrir bragðið er sönghljóm- urinn óþarflega holur og kirkju- legur. Engu að síður er þessi plata staðfesting á því, að sé verk unnið af alúð og hjarta, hugur og hendur í það lagt, verður árangurinn eftir því. Sverrir Guðjónsson hafði list- ræna umsjón með útgáfunni og hefur mikinn sóma af. Ekkert aðventugargan Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Geisladiskar Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona syngur jólalög úr ýmsum áttum. Með henni syngja Drengjakór Reykjavíkur og karlakór skipaður Benedikt Ingólfssyni, Skarphéðni Þór Hjartarsyni, Þorvaldi Kr. Þorvaldssyni og Erni Arnarsyni. Hljóð- færaleikarar eru Arna Kristín Einarsdóttir á flautu, Björn Steinar Sólbergsson og Gunnar Gunnarsson á orgel, Sigurður Halldórsson á selló, Elísabet Waage á hörpu, Guðni Franzson á klarínettu, Kjart- an Guðnason á marimbu og slagverk og Tatu Kantomaa á harmónikku, en hann, Gunnar Gunnarsson og Guðni Franzson útsettu flest laganna. Listrænn stjórn- andi útgáfunnar er Sverrir Guðjónsson. Björg Þórhallsdóttir – Himnarnir opnast – Jólaperlur Jólaperla „Um söng Bjargar þarf ekki að fjölyrða. Hann er einfald- lega yndislegur, hlýr og tær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.