Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 38
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Fös. 22/12 kl. 13:00 uppselt, lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1 Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. Gjafakort fyrir alla fjölskylduna! Gjafakort í miðasölu og á www.leikhusid.is 38 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRAMUNDAN ÓFAGRA VERÖLD ANTHONY NEILSON FORSÝNING 28.DESEMBER MIÐAVERÐ 1.000 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. Kammersveitin Ísafold ásamt Huldu Björk Garðarsdóttur sópran og Ágústi Ólafssyni barítón flytja verk eftir Mahler. Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 6. janúar kl. 17.00 í DUUS - húsum í Keflavík 7. janúar kl. 20.00 í Íslensku óperunni Miðaverð kr. 2.000 - Námsmenn: 2 fyrir 1 Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - nokkur sæti laus - 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 FLAGARI Í FRAMSÓKN - HALLDÓR ER KOMINN AFTUR! - Nánari upplýsingar á www.opera.is 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 - FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX Þorláksmessa í Óperunni - Óperukareokí Davíð Ólafsson, óperusöngvari, heldur uppi fjörinu - Húsið opnar kl. 20 Karíus og Baktus – sýnt í Rýminu Lau 30. des kl. 14 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Gjafakort – afmælistilboð! Einstakt afmælistilboð í tilefni 100 ára afmælis Samkomuhússins. Gjafakort í leikhúsið er frábær jólagjöf sem lifir. Svartur köttur – forsala hafin Fös 19. jan kl. 19 Forsýn – UPPSELT Lau 20. jan kl. 19 Frumsýn – UPPSELT Næstu sýningar: 21/1, 25/1, 26/1, 27/1. Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Gjafakort - góð jólagjöf bókasalur: Upplestur Í dag KL 12:15 Steinar Bragi Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins Blóðrauð rauðrófusúpa á veitingastofu Á MORGUN Sigurjón Magnússon Gaddavír MEÐ FYRIRVARA UM FORFÖLL SÁL og mál eftir Þorstein Gylfa- son er komin út hjá Heimskringlu, háskólaforlagi Máls og menningar. Í ritinu hefur umfjöllun um sál- arfræði forgang þótt víðar sé kom- ið við, ekki síst í málspeki með áherslu á sann- leika og skiling. Bókin er safn tólf greina og skiptist í þrjá hluta. Nefn- ist sá fyrsti Sál, annar Mál og sá þriðji Sál og mál. Í viðauka eru þrír fyrirlestrar sem Þorsteinn hélt á ensku og hafa þeir ekki verið birtir áður, auk þess sem þrjár greinanna eru áður óbirtar. Inngang ritar Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki, en ritstjóri safnsins er Hrafn Ás- geirsson, doktorsnemi í heimspeki. Í formála Mikaels M. Karlssonar segir hann að Þorsteinn hafi ekki verið dæmigerður heimspekingur og rit hans ekki dæmigerð heim- spekirit. Mikael bendir á orð Þor- steins sjálfs: „Ég er enginn heim- spekingur eins og stjórn þessa félags hefur kallað mig í fund- arboði, því ef þeir Platón og Ari- stóteles, Hume og Kant, Husserl og Wittgenstein voru heimspek- ingar, þá er ég allt annað og minna.“ Mikael heldur síðan áfram: „Vitaskuld var Þorsteinn heimspekingur og skilgreindi sjálf- an sig sem slíkan við allar venju- legar aðstæður. Hins vegar má segja að Þorsteinn hafi öllu frem- ur verið ritsnillingur, skáld og töframaður, og e.t.v. annað – en ekki endilega minna – en t.d. Witt- genstein.“ Þorsteinn hafði lagt drög að greinasafninu þegar hann lést í ágúst 2005. Þorsteinn var prófess- or í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann ritaði margt um fræði sín og önnur málefni og var auk þess mikilvirkur ljóðaþýðandi. Hann hlaut stílverðlaun Þórbergs Þórð- arsonar árið 1994. Hjá Heims- kringlu hafa áður komið út bækur hans Tilraun um heiminn, Að hugsa á íslensku, sem hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1996, og Réttlæti og ranglæti. Bækur | Greinasafn Þorsteins Gylfasonar Sál og mál Þorsteinn Gylfason HYMNODIA-heitið er úr latínu og merkir dýrðarsöngur. Þannig að kór með því heiti verður að hljóma dýrð- lega eigi hann að standa undir nafni. Samtals eru 14 konur og karlar í kórnum og þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi eigi áhrif dýrð- arsöngs að tendra tónaljósið í brjósti okkar áheyrendanna. Ég fullyrði af kynnum mínum af söng kórsins, bæði fyrr og nú, að þá takist hópnum undir vandaðri og glaðbeittri stjórn Eyþórs Inga að ná þessu marki. Þessir tónleikar voru í röð vel heppnaðra hádegistónleika Tónlist- arfélags Akureyrar, þar sem létts og lystugs málsverðar er notið í bland við tónlistina. Þetta form virðist vera að festa sig í sessi og er það vel, því þetta er einkar skemmtilegt fyr- irkomulag til að njóta. Eyþór Ingi nefndi í upphafi að Hymnodia legði á þessum vetri sér- staka áherslu á kórverk íslenskra kventónskálda og ræddi um það hve mikinn fjársjóð af góðri kórtónlist væri þar að finna. Pie Maria eftir Finnann Jaaka er áhrifamikið verk. Karlaraddir syngja undirleik á sönghljóðum niðri í salnum og konurnar lesa eins og bænaþul latneska textann um heil- aga Maríu ofan af svölum. Þessi upp- stilling hentar þessu verki mjög vel og virðist endurhljómurinn í Ket- ilhúsinu vera kjörinn fyrir það. Verkin tvö eftir Jórunni Viðar nutu sín mjög vel og það hól sem Eyþór bar á hana fyrir góða tilfinningu fyr- ir kórröddun var síst of lítið. Mér finnst líka hennar fallega lag við Jól eftir Stefán frá Hvítadal, sem ég hef heyrt í ýmsum útfærslum, hljómi best eins og Jórunn upp- haflega samdi þetta fyrir kór, þver- flautu og píanó. Samstilling og fal- legur blær radda naut sín einstaklega vel í verki Hildigunnar Rúnarsdóttur. Sama má segja um sæta útsetningu Öhrwall á enska þjóðlaginu, sem áður var sungið hér sem „Kvöldið er fagurt“, en var hér flutt við nýtt ljóð „Mamma“ eftir Hannes Sigurðsson, einn kórfélaga. Útsetning Michaels Jóns á Blá- stjörnunni gerir óhemju kröfur til kórsins af ýmsum toga. Þar má nefna margskiptingu radda, þanþol, bæði hvað varðar tónsvið og tón- styrk, sem reynir mikið á kórinn. Útsetningin er glæsileg og fagmann- lega unnin. En ég hafði á tilfinning- unni að hún þyrfti á stærri kór að halda til að njóta sín vel. Skónúm- erið var að mínu mati of stórt fyrir þennan „kórfót“. Spennan í söngn- um varð of mikil og stærri kór en þó mjög góður hefði getað náð betur einlægu tóntaki þjóðlagsins. Hymnodia er sannarlega dýrð- arkór sem stendur undir nafni. Dýrðarsöngur í Ketilhúsinu TÓNLIST Ketilhúsinu á Akureyri Kórtónleikar: Hymnodia, Kammerkór Ak- ureyrarkirkju Hljóðfæraleikur: Helena Bjarnadóttir, píanó og syngur í kórnum. Jóna Valdís Ólafsdóttir, þverflauta og syngur í kórnum. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Föstudaginn 8.12. 2006 , kl. 12.15. Á dagskrá; Lög um og eftir konur. „Litlar freistingar“ á vegum Tónlistar- félags Akureyrar Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Góður „Hymnodia er sannarlega dýrðarkór, sem stendur undir nafni,“ segir meðal annars í dóminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.