Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 39 menning Í sold, sem búsett er í New York, segir það mikinn heið- ur að vera boðin þátttaka í hátíðinni. ?Ég hef fylgst með Sundance úr fjarlægð síðan ég flutti til Bandaríkjanna og alltaf þótt mjög mikið til hennar koma. Maður þorði vart að gera sér of miklar vonir þegar umsóknin var send inn í haust, en með símhring- ingunni frá þeim í lok nóvember hafði draumurinn ræst. Í kjölfarið tók ég nokkur heljarstökk á stofu- gólfinu,? segir Ísold og bætir því við að viðurkenningin geti haft töluverða þýðingu fyrir sig. ?Fyrst og fremst vona ég að þetta þýði að auðveldara verði að fjármagna næsta verkefni. En fyrir mig er þetta ekki síður persónulegur sigur sem gefur mér vísbendingu um að kannski sé ég á réttri hillu. Það er alltaf gaman að finna sig,? segir Ís- old. ?Hitt er svo annað að á Sund- ance er lykilatriðið að vera með næsta verkefni í farteskinu. Á slík- um hátíðum er nóg af framleið- endum og fjárfestum í leit að næsta kvikmyndaverkefni svo þá er víst um að gera að nýta tækifærið. Ég hef samt á tilfinningunni að ég muni ekki taka beinan þátt í þessu kapphlaupi að sinni. Ég á frekar von á því að ég noti tækifærið og kynnist fólki sem ég get rætt hug- myndir við síðar,? segir hún. Myndin var gerð í Reykjavík og New York í júlí og ágúst í fyrra en hún er 20 mínútna löng. ?Góðir gestir er mynd sem um- turnaði sumri hjá heilli fjölskyldu, heilum vinahópi og ýmsum góð- hjörtuðum listamönnum á höf- uðborgarsvæðinu,? segir Ísold. ?Þetta er ofvaxin lítil mynd sem óvart varð að sextíu manna veislu með stórleikurum, eldri borgurum, börnum og endalausu magni af ís- lenskum kökum og brauðtertum. Leikstjórinn myndi ef til vill hugsa sig tvisvar um ef hann þyrfti að byrja allt upp á nýtt.? Aðspurð segir Ísold að um sé að ræða gam- anmynd með alvarlegu ívafi. ?Góðir gestir fjallar á gam- ansaman hátt um kynhneigð, vænt- ingar, lífsgæðakapphlaup og lít- illega er drepið á kynþáttafordóma. Þetta er reykvísk samtímasaga þar sem jaðarlífsstíllinn mætir norminu og ekki er allt sem sýn- ist.? Komin á DVD Myndin var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust, en Ísold vonast til þess að geta sýnt hana aftur á Íslandi. ?Það verða vonandi fleiri tækifæri til að sjá myndina. Nú er verið að setja hana á 35 mm filmu fyrir Sundance-kvikmyndahátíðina og því væri gaman að geta sýnt hana aftur á tjaldi við tækifæri. Ég lýsi því eftir kvikmyndaframleiðanda sem hefur áhuga á að sýna Góða gesti á undan sinni kvikmynd í fullri lengd í bíóhúsi. Slíkt hefur verið gert nokkrum sinnum á Ís- landi og tíðkast víða á kvik- myndahátíðum erlendis,? segir hún. ?Annars er hægt að nálgast DVD- eintak af kvikmyndinni í Kirsu- berjatrénu við Vesturgötu og er sú sala liður í fjáröflun fyrir fjársvelt kvikmyndagerðarfólk.? Vill gera mynd í fullri lengd Aðspurð segist Ísold vera farin að huga að sinni næstu mynd. ?Það er í mörg horn að líta þessar síð- ustu vikur fyrir Sundance. Ég hef ekki haft tækifæri til að setjast nið- ur og undirbúa næstu mynd, en ég veit svona í grófum dráttum um hvað hún verður. Ég lofa sjálfri mér að gera það í janúar svo ég verði nú viðræðuhæf ef einhver stórframleiðandinn sýnir verk- efnum mínum áhuga,? segir Ísold, sem hefur hug á að gera mynd í fullri lengd einhvern tímann í fram- tíðinni. ?Bara ekki alveg strax. Mig langar aðeins að æfa mig áfram í stuttmyndagerðinni. Svo er það nú þannig að þegar menn hafa einu sinni gert mynd í fullri lengd virð- ast þeir aldrei snúa aftur til stutt- myndaformsins. Mér finnst stutt- myndin mjög skemmtilegt kvikmyndaform þó að ég stefni auðvitað að mynd í fullri lengd um síðir.? Ofvaxin lítil mynd Stórhuga ?Mér finnst stuttmyndin mjög skemmtilegt kvikmyndaform, þó að ég stefni auðvitað að mynd í fullri lengd um síðir,? segir Ísold. Stuttmynd Ísoldar Uggadóttur, Góðir gestir eða Family Reunion, er á meðal þeirra stuttmynda sem hefur verið boðin þátttaka á hinni virtu Sundance-kvikmyndahátíð á næsta ári. Alls verð- ur 71 stuttmynd sýnd á hátíðinni en myndirnar voru valdar úr 4.445 umsóknum. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Ísold af þessu tilefni. Góðir gestir ?Þetta er reykvísk samtímasaga þar sem jaðarlífsstíllinn mætir norminu, og ekki er allt sem sýnist.? Kvikmyndir | Stuttmyndin Góðir gestir eftir Ísold Uggadóttur á Sundance-kvikmyndahátíðinni Þegar nýr geisladiskur er settur í spilarann er oft helmingi skemmti- legra að vita sem minnst um það sem á að fara að hlusta á. Ef mörg lag- anna hafa fengið útvarpsspilun og meðlimir verið daglegir gestir í viðtölum á síðum allra dagblað- anna er útilokað að hlustun á disk- inn verði nokkuð óvænt. Það ger- ist í raun allt of sjaldan að eitthvað komi mér eins skemmti- lega á óvart og nýi Gavin Port- land-diskurinn. Ég vissi eitthvað örlítið um meðlimi sveitarinnar en ekki mikið meira, þegar ég hóf að hlusta. Það verður að segjast eins og er að þessi diskur hristi heldur betur upp í mér. Frá fyrsta slegna gítarhljóm- num í laginu ?I should hide their bricks? að loka-gítarvælinu í lag- inu ?With a white picket fence? gerist alveg heilmargt, og mun fleira en maður býst við. Það sem er nefnilega svolítið óvenjulegt við þennan disk er að þótt merkt lög séu 9 á hulstri, eru í raun mikið fleiri lög á plötunni. Þarna koma alls kyns kaflar og innskot inn í lögin, og því er lang-lang- skemmtilegast að henda bara hulstrinu út í horn, skella geisla- disknum í og hafa hann þar á end- urtekinni spilun í svolítinn tíma. Vert er að taka eftir einstaklega flottu sampli eða hljóðbút úr kvik- myndinni Nóa albínóa, en þar er gamall bóksali að lesa brot úr riti eftir heimspekinginn Sören Kier- kegaard. Samplinu er bætt inn í síðari hluta lags þrjú, ?Breathing is hard work?, og er Sören fullur af bölmóði út í lífið, sem svo rímar ágætlega við nafn lagsins. Á disknum er ekkert slakað á og krafturinn er gífurlegur, og hljómur í gíturum og bassa er til að mynda afskaplega vel unninn. Þessi diskur hljómar reyndar bet- ur ef hann er spilaður hátt í græj- um, og nýtur sín ekki eins vel í heyrnartólum, en það gæti verið mitt smekksatriði. Það er líka gaman að heyra blæbrigðin í söngnum, og get ég ekki lýst hon- um öðruvísi en að manni finnist að söngvarar séu að túlka alvöru til- finningar. Diskurinn er allt sem góður diskur þarf að vera: Fjölbreyttur, kraftmikill, frumlegur og hljómar vel. Alvöru tilfinning TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Gavin Portland, sem ber heitið III:Views of distant towns. 9 lög, heildartími 27.31 mínútur. Í Gavin Port- land eru Þórir: Gítar og söngur, Kolli: Söngur, Addi: Bassi og Sindri: Trommur. Lög og textar eftir Gavin Portland. Í lag- inu ?Breathing is hard work? er notað sampl úr kvikmyndinni Nói albínói, með leyfi frá Zik Zak Filmworks. Tekið upp, hljóðblandað og tónjafnað af Guðmundi Kristni Jónssyni í Geimsteini. Heimasíða hljómsveitarinnar er myspace.com/ gavinportland Gavin Portland ? III: Views of distant towns L50546L50546L50546L50546L50546 Ragnheiður Eiríksdóttir Ljósmynd/Höskuldur Þór Höskulds Flottir ?Diskurinn er allt sem góður diskur þarf að vera: Fjölbreyttur, kraftmikill, frumlegur og hljómar vel.?