Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 41 dægradvöl 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rxc3 7. bxc3 O-O 8. Be2 b6 9. O-O Bb7 10. Dd3 e6 11. Bg5 De8 12. De3 Rd7 13. Hfe1 Hc8 14. a4 a5 15. Bb5 f6 16. Bh4 Kh8 17. Had1 g5 18. Bg3 h6 19. h4 c6 20. Bd3 g4 21. Rd2 Dh5 22. Rc4 Ba6 Staðan kom upp á brasilíska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Brasilíski stórmeistarinn Gilberto Milos (2563) hafði hvítt gegn Jefferson Pelikan (2385). 23. Rxb6! Rxb6 24. Bxa6 Rxa4 25. Bxc8 Hxc8 26. e5 hvítur hefur nú létt- unnið tafl. 26...f5 27. Hb1 c5 28. d5 exd5 29. Hb7 Dg6 30. e6 d4 31. cxd4 cxd4 32. Df4 Rc3 33. Hb8 De8 34. Hxc8 Dxc8 35. e7 De8 36. Db8 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Vit fyrir makker. Norður ♠D7 ♥D96 ♦K8754 ♣D52 Vestur Austur ♠8642 ♠109 ♥105 ♥G73 ♦ÁG1092 ♦D6 ♣98 ♣ÁKG1073 Suður ♠ÁKG53 ♥ÁK842 ♦3 ♣64 Suður spilar 4♥ Útspil er laufnía. Það er vandaverk að taka fjögur hjörtu niður: Austur þarf að spila tígli í öðrum slag, sem vestur tekur og skipt- ir aftur yfir í lauf. Þriðja laufið tryggir vörninni úrslitaslaginn á tromp með uppfærslu. Er þetta hægt við borðið? Það fer eftir sögnum, en gefum okkur að suður hafi sýnt 5-5 í hálitunum og austur meldað lauf. Eftir útspilið veit austur að sagnhafi er með tvö lauf. En frá bæjardyrum vesturs gæti suður al- veg eins átt tvo tígla og eitt lauf, svo helsta gildran í vörninni er sú að vestur spili tígli áfram og reyni að gefa makk- er sínum stungu. Þá erum við komin að kjarna málsins: austur fyrirbyggir slíka vitleysu með því að taka á LAUF- KÓNG í fyrsta slag og „sanna“ þannig gosann í suður! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 kvöldmessu, 8 landræk, 9 nothæfan, 10 elska, 11 eldstæði, 13 hagnaður, 15 dýr, 18 nægtir, 21 leðja, 22 borg- uðu, 23 klampinn, 24 eft- irtekja. Lóðrétt | 2 hérað, 3 smá- aldan, 4 hugsa um, 5 veiðarfærið, 6 kubba sundur, 7 snjór, 12 tangi, 14 leturtákn, 15 tónverk, 16 skjall, 17 kurf, 18 korgur, 19 stirðu, 20 þyngdareining. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 grett, 4 fálát, 7 rífur, 8 risum, 9 næm, 11 aurs, 13 eðla, 14 ósinn, 15 hjal, 17 næpa, 20 ugg, 22 pólar, 23 ritin, 24 romsa, 25 tánum. Lóðrétt: 1 gorta, 2 erfir, 3 turn, 4 form, 5 lasið, 6 tomma, 10 æsing, 12 sól, 13 enn, 15 hopar, 16 aulum, 18 æstan, 19 afnem, 20 urta, 21 grút. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Veðráttan undanfarið hefur vald-ið miklum uppblæstri sunn- anlands. Hver er landgræðslustjóri? 2 Ísólfur Gylfi Pálmason sveit-arstjóri ætlar ekki að bjóða sig fram til þings að nýju. Hvar er hann sveitarstjóri? 3 Sannað þykir að Díana prins-essa hafi látist af slysförum. Hver er talin orsök slysins? 4 Helen Mirren er tilnefnd tilþrennra Golden Globe- verðlauna fyrir leik sinn, þar á meðal á tveimur drottningum. Hverjar eru þær? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Keflavíkurflugvöllur hefur nú tekið yfir ýmis verkefni sem áður voru hjá varnarlið- inu. Hver er flugvallarstjóri í Keflavík? Svar: Björn Ingi Knútsson. 2. Icelandic er að loka annarri fiskréttaverksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Í hvaða ríki? Svar: Í Mary- land. 3. Ung stúlka, Hulda Jónsdóttir, lék einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í sl. viku. Á hvaða hljóðfæri lék hún? Svar: Fiðlu. 4. Bónus sakar ASÍ um að hafa brot- ið eigin vinnureglur í verðkönnun á bókum í liðinni viku. Hver er framkvæmdastjóri Bónuss? Svar: Guðmundur Marteinsson. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    KRISTINN Níelsson er maður tón- mennta, starfaði um hríð sem skóla- stjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur og var formaður Tónlistarfélags Ís- firðinga um hríð. Gönguferð á sandi er að hluta til óður til Vestfjarðanna, en Kristinn hefur nú söðlað um í starfi og stýrir nú tónlistarskólanum í Vík í Mýrdal. Þessi plata Kristins er á köflum nokkuð einkennileg, bæði með tilliti til lagasmíða og því hvernig valið hefur verið á plötuna. Því innan um oftast fínar lagasmíðar Kristins eru skringilegir skollar. Dæmi er „Árshátíðin“, sem stingur óþægilega í stúf, ódýr og kauðsk ballsveifla sungin af Stefáni nokkrum Jónssyni. Lagið „Staðreynd“ fellur og í þenn- an flokk, en er ólíkt skemmtilegra (það lag á Kristinn reyndar ekki). Söngvarinn, Björgvin Hjörvarsson, er ekki raddsterkur en tónlistin er einhvers konar endursamning á því grúvi sem Spilverkið setti á lag Meg- asar, „Við sem heima sitjum“. Annað er uppi á teningnum þegar Kristinn einbeitir sér að sínu. Lág- stemmd og þægileg tónlist, stundum í letilegum latin-djasstakti. Stundum er áferðin melankólísk, stundum björt og einatt eru skiptingar og taktbreytingar með nokkuð furðu- legum hætti. Þetta er plötunni til tekna og gerir að verkum að maður sperrir frekar upp eyrun. Söngrödd Kristins er ekkert sérstök en hún truflar þó alls ekki. „Sólskinsdagur“ er prýðilegt dæmi um þann bjarta latin-djass sem Kristinn leggur sig eftir, og „Rigningin“ er vel heppnað sortalag (titlarnir segja reyndar allt sem þarf að segja). Þá verður að geta lagsins „Hughreysting“, ein besta smíðin hér, afar vel sungið af Telmu Björg Kristinsdóttur og það hefði í sumum tilfellum verið ráð hjá Kristni að fá gestasöngvara, í stað þess að „tækla“ þetta sjálfur. Hljómur plöt- unnar hæfir innihaldinu, mjúkur og hlýr og sömu sögu er að segja af fal- legu umslaginu. Gönguferð á sandi er þegar allt er saman tekið lítil og notaleg plata, þar sem kostirnir eru til muna fleiri en áðurtaldir gallar. Af borði skólastjórans TÓNLIST Geisladiskur Lög eru flest eftir Kristinn Níelsson en Björgvin Hjörvarsson og Jón Elíasson leggja einnig í það púkk. Harpa Jóns- dóttir á megnið af textunum en Kristinn á nokkra og Björgvin einn. Hljóðfæraleik- arar og söngvarar eru Kristinn sjálfur (gítar, söngur, fiðla), Kristinn Gauti Ein- arsson (trommur), Valdimar Olgeirsson (bassi), Telma Björg Kristinsdóttir (söng- ur), Stefán Jónsson (söngur, píanó), Ön- undur Hafsteinn Pálsson (trommur, bassi), Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir (harmonikka), Hermann Ási Falsson (pí- anó), Benedikt Sigurðsson (söngur) og Jón Elíasson (gítar). Önundur Hafsteinn Pálsson hljóðritaði og hljóðblandaði. Kristinn gefur sjálfur út. Kristinn Níelsson – Gönguferð á sandi  Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skólastjórinn Að mati gagnrýnanda er Gönguferð á sandi lítil og notaleg plata, þar sem kostirnir eru fleiri en gallarnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.