Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 43 40.000 MANNS! 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - Verslaðu miða á netinu Eragon kl. 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6 Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 5.50 Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 8 og 10.10 Borat kl. 8 og 10 Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black JÓLAMYNDIN Í ÁR Aðeins 500 kr. Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap eeee S.V. MBL. eeee V.J.V. TOPP5.IS. eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 80.000 gestir! Now with english subtitles in Regnboginn -bara lúxus Sími 553 2075 Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 10 Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 8 og 10.15 Strangl. B.I. 16 Sími - 551 9000 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin frá kl. 9?16.30 alla virka daga. Boccia kl. 10. Félagsvist kl. 14 alla mánudaga. Bókabíllinn frá kl. 13.30?14.30 alla mánudaga. Hádegismatur alla virka daga frá kl. 12?13. Miðdegiskaffi frá kl. 15?16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð, samverustund, bútasaumur, blöðin liggja frammi. Dalbraut 18?20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Lítið inn, gluggið í Moggann og hin blöðin og fáið ykkur rjúkandi kaffi hjá Erlu og Rósu. Jólahlaðborð kl. 17 föstudag 15. des. Uppl. 588 5533. Handverksstofa Dalbrautar 21?27 er opin frá kl. 8 til 16 virka daga. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK, Gullsmára 9, er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10?11.30. Viðtalstími FEBK í Gjábakka á miðvikudögum kl. 15?16. Félagsvist er spiluð í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinna kl. 9?12. Gler- og postulíns- málun kl. 9.30 og kl. 13. Lomber kl. 13.15. Canasta kl. 13.15. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9. Handavinna kl. 13, leiðbeinandi á staðnum. Brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30?16.30. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Jólahátíðarstund verður á Dvalarheimilinu Hlaðhömrum þriðju- daginn 19. des. kl. 14. Söngur, jóla- hugvekja og hátíðarkaffi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9?16.30 vinnustofur opnar. Kl. 11 les Eysteinn Björnsson úr bókum sínum. Kl. 12 jólahlaðborð í hádeginu í Kaffi Bergi, börn frá Ártúnsskóla flytja hátíð- ardagskrá, stjórnandi Ellert Borgar skólastjóri. Frá hádegi spilasalur op- inn, kóræfing fellur niður, Gerðuberg- skór syngur í Garðheimum á morgun kl. 15.30. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna. Kl. 10 bæna- stund. Fótaaðgerð. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 15 kaffi. Kl. 9 hárgreiðsla, sími 894 6856. Hraunbær 105 | Kl. 12.30 mun Stein- grímur J. Sigfússon lesa upp úr bók sinni Við öll: Íslenskt velferðarsam- félag á tímamótum. Allir velkomnir. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Ganga frá Haukahúsinu kl. 9.30. Gafl- arakórinn kl. 10.30. Glerbræðsla kl. 13.30. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56?58 | Opin vinnustofa kl. 9?16 hjá Sigrúnu, keramik, tau- málun og kortagerð. Jóga kl. 9?11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13? 16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Það eru allir vel- komnir í félagsstarfið. Endilega kom- ið við, kíkið í blöðin og fáið ykkur kaffisopa! Tilvalið að bjóða allri fjöl- skyldunni í síðdegiskaffi undir stóra jólatrénu okkar. Fastir liðir eins og venjulega og auk þess alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi! Maður er manns gaman! Uppl. 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postu- línsmálun kl. 9. Sögustund og léttar æfingar kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Kl. 9?16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15?15.30 handavinna. Kl. 9?10 boccia. Kl. 11?12 leikfimi. Kl. 11.45?12.45 hádeg- isverður. Kl. 13?16 kóræfing. Kl. 14.30?15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30. Bókband kl. 9. Handa- vinnustofan opin kl. 9?16. Morg- unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 9, alla daga. Boccia kl. 10, glerbræðsla kl. 13, frjáls spil kl. 13?16.30. Lesið úr nýjum bókum kl. 15.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30. Bókband kl. 9, handa- vinnustofan opin kl. 9?16, morg- unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar frá kl. 9.00 alla daga, boccia kl. 10, glerbræðsla kl. 13, frjáls spil kl. 13?16.30. Lesið úr nýjum bókum kl. 15.30. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Félagsráðgjafi annan hvern mánudag. Kl. 13 opinn salur. Kl. 13.15 leikfimi. Kl. 20 rithöfundarnir Kristín Steins- dóttir, Jón Gnarr og Sölvi Björn Sig- urðsson lesa úr verkum sínum. Sig- mar Guðmarsson kynnir nokkur heimsmet úr Heimsmetabók Guin- ness 2007. Kvartett frá Grafarholts- sókn. Aðgangur ókeypis, allir vel- komnir. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10? 12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17?18. TTT fyrir börn 10?12 ára í Húsaskóla kl. 17?18. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8.?10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja | Tíu til tólf ára starf er í Hjallakirkju á mánudögum kl. 16.30? 17.30. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum Háaleit- isbraut 58?60 miðvikudaginn 20. desember kl. 20. ?Orðið varð hold.? Halldóra Lára Ásgeirsdóttir talar. Bjarni Gíslason segir frá götubörnum í Addis Abeba. Kaffi eftir samkom- una. Allir eru velkomnir. Spaðar heiðra hér Íslendinga með tónlist sinni enn á ný. Þeir spila blöndu af írskri og austurevrópskri þjóðlagatónlist með hippísku ívafi. Ég vil strax taka það fram að þegar ég minnist á hippa er ég ekki að meina að tónlistin þeirra sé langdregið freðkubull, ég er að meina að undir þjóðlagatónlistinni kraumar skemmtilega slök stemming sem meðal annars er kölluð fram með ágætlega útsettum orgelhljómi sem getur aðeins minnt á þann tímann í kringum 1970. Mikið óskaplega eru Spaðar skemmtileg hljómsveit. Þeir eru kannski ekki það frumlegasta sem ég hef heyrt en þeim tekst að ná markmiði sínu einkar vel. Þeir eru ekki að stefna á að brjóta blað í tón- listarsögunni, enda tekst það fæstum tónlistarmönnum, heldur er mark- miðið að gera hressa þjóðlagaplötu með sniðugum textum og það tekst. Lögin eru engar tímamótasmíðar en samt sem áður svo lifandi og mel- ódísk. Mig langar til að kunna þau og syngja með þeim. Þeir skila spilagleð- inni vel til hlustandans og sýna vel hvers megnugir þeir eru. Stundum eru það þeir sem síst ætla sér að vera frábærir sem eru það. Spaðar eru að gera tónlistina fyrir sjálfa sig og það heyrist í gegn. Enginn pressa frá út- gefanda, engar ódýrar sölubrellur heldur tónlist, tónlistarinnar vegna. Útsetningarnar eru frábærar, sam- spil Spaða er fullkomið. Hrikalega flottar bassalínur er víða að finna og það sama má segja um fiðluleik. Þeir vita upp á hár hvert þeir ætla sér með þessari plötu og tekst það. Mig langar líka að taka það fram að mér finnst Guðmundur Andri Thorsson ferlega fínn söngvari, hann er með þýða og fallega rödd. Það besta við plötuna er andrúms- loft hennar. Hér eru á ferð hressir strákar sem hafa gaman af því að gera tónlist og þar af leiðandi fær af- slöppun þeirra og húmor að streyma í gegn til hlustandans. Spaðar ? tónlistarinnar vegna TÓNLIST Geisladiskur Spaðar ? Stundaglasaglaumur L50546L50546L50546L50546L50545 Geisladiskur Spaða sem nefndur er Stundaglasaglaumur. Spaðar eru Að- algeir Arason ? mandólín og raddir, Guð- mundur Ingólfsson ? bassi og raddir, Guð- mundur Pálsson ? fiðla, píanó og raddir, Guðmundur Andri Thorsson ? söngur, gít- ar og raddir, Gunnar Helgi Kristinsson ? harmónikka og hljómborð, Magnús Har- aldsson ? gítar, söngur og raddir og Sig- urður G. Valgeirsson ? trommur og áslátt- ur. Einnig koma fram Helgi Guðmundsson á munnhörpu, Samúel Samúelsson á bás- únu og Axel Árnason með áslátt og harm- oníumleik. Axel Árnason tók upp ásamt Guðmundi Ingólfssyni og Aðalgeir Ara- syni í Sýrlandi og Kyrrþey. Axel Árnason sá um hljóðblöndun. Lokavinnsla var í höndum Haffa Tempó í Írak. Spaði gefur út og 12 Tónar dreifa. Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Stundaglasaglaumur ?Það besta við plötuna er andrúmsloft hennar,? segir meðal annars í dómi. S öngkonan Beyoncé Knowles hef- ur gefið í skyn að kærastinn hennar, rapparinn Jay-Z, sé ekki tilbúinn til þess að ganga í hjóna- band. Talið var að hjónaleysin myndu jafnvel ganga í það heil- aga um helgina, en fregnir herma að ekkert hafi orðið af því. Knowles segist verða frekar pirr- uð á mönnum sem óttast skuldbind- ingar. ?Það er ekki hægt að ýta karl- mönnum út í neitt, ekki samband, ekki hjónaband og ekki barneignir. Það er ekki fyrr en hann er tilbúinn til þess og lætur þig vita,? sagði söngkonan í samtali við tímaritið Style. Þá sagði hún að hún hafi eng- an áhuga á risastóru brúðkaupi heldur vilji hún litla athöfn á lítilli eyju. ?Ég var aldrei ein af þessum stelpum sem dreymdi um risastórt brúðakaup. Kannski förum við bara á einhverja eyju til þess að láta pússa okkur saman.? Knowles segist gera sér miklar vonir um hjónaband- ið því foreldrar hennar eru enn gift. ?Foreldrar mínir eru enn saman eft- ir 27 ára hjónaband, og þau eru enn ástfangin. Þau gefa gott fordæmi,? sagði söngkonan. Fólk folk@mbl.is