Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 44

Morgunblaðið - 18.12.2006, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ BNA GEGN JOHN LENNON THE U.S. VS. JOHN LENNON TÓNLISTARMAÐUR. MANNÚÐARVINUR. ÞJÓÐARÓGN. "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS FRÁ JERRY BRUCKHEIMER (“PIRATES OF THE CARIBBEAN”) HÉR ER Á FERÐINNI FRUMLEGASTI SPENNUHASAR ÁRSINS. WWW.HASKOLABIO.ISHAGATORGI • S. 530 1919 DÉJÁ VU kl. 6:15 - 9 - 10:30 B.i. 12 ára BOSS OF IT ALL kl. 8 - 10:10 THE U.S. VS. JOHN LENNON kl. 5:50 - 8 B.i. 12 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 5:50 LEYFÐ THE NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7.ára MÝRIN kl. 10:10 B.i. 12.ára THE DEPARTED kl. 10:10 B.i. 16.ára LA TRAHISON (SVIKIN) kl. 8 BNA GEGN JOHN LENNON FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA "CRIMSON TIDE" DENZEL WASHINGTON VAL KILMER FORSTJÓRI HEILA KLABBSINS ENDURUPPLIFUNIN ÓBORGANLEG GRÍNMYND EFTIR LARS VON TRIER UM ÁREKSTRA ÍSLENDINGA OG DANA, ÞAR SEM FRIÐRIK ÞÓR OG BENEDIKT ERLINGS STELA SENUNNI. JÓLASVEININN 3 KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eeeee Jón Viðar – Ísafold HINIR FRÁFÖLLNU eeeSV, MBL LEIÐIN TIL BETLEHEM NEMA Á MÝRINAMoggaBíó á mánudögumí bíó1fyrir2 í bíó1fyrir2 Frá framleiðendum og eeee S.V. -MBL eeee V.J.V. TOPP5.IS GÓÐA SKEMMTUN! GLEÐILEG JÓL JÓNAS : SAGA UM ... M/- Ísl tal. kl. 13:00 LEYFÐ VALIANT M/- Ísl tal kl. 14:45 LEYFÐ VIÐ PÖSSUM BÖRNIN Á MEÐAN ÞÚ VERSLAR Í KRINGLUNNI BÍÓPÖSSUN JÓNAS : SAGA UM ... M/- Ísl tal. kl. 18:20 LEYFÐ RACING STRIPES M/- Ísl tal. kl. 16:30 LEYFÐ Á vegurinn að gæta ökumannsins? UNDARLEG finnst mér sú al- menna skoðun að vegurinn valdi tjóni. Sú mikilvæga regla virðist vera gleymd að ökumaður skuli haga akstri sínum með þeim hætti að hann geti stöðvað ökutækið á einum þriðja af þeirri vegalengd sem er auð og óhindruð framundan. Þessa reglu þekkja sennilega fæst- ir orðið en hún er þó afar mikilvæg. Menn eru nú með kröfu um fjög- urra akreina braut frá Reykjavík að Selfossi. Vissulega væri slík braut æskileg og raunar nauðsyn- leg fyrir framtíðina. Þriggja ak- reina braut myndi nægja næstu átta árin að minnsta kosti og ekk- ert sem mælir gegn því að þeirri fjórðu verði bætt við síðar. Ég vil benda á það að ekki er nóg að gera sífellt meiri kröfur til bættra akvega en engar kröfur gerðar til skynsemi ökumanna. Það er einmitt skert skynsemi sem veldur tjóni í flestum tilfellum, öku- maður metur aðstæður rangt. Í viðtali um fjögurra akreina braut yfir Hellisheiði við fulltrúa frá Selfossi og Hveragerði kvartaði annar fulltrúinn yfir því að hafa lent á eftir ökumanni sem ók á 60 km hraða og taldi þetta ótækan akstursmáta. Miðað við það að á þessum tíma var lofthitinn frá +1 gráðu og niður í ÷1 gráðu mætti ætla að þarna hefði aðeins verið einn maður sem gerði sér grein fyrir því að við þessar veðurfarsaðstæður gat verið að vænta glæruhálku hvar sem er og að 60 km hraðinn við slík- ar aðstæður væri hámarkshraði til að tryggja öruggan akstur. Það er hugarfar ökumannsins sem skiptir öllu máli varðandi öryggi í umferðinni. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, Rvík. Að vera velkominn! ÞAÐ geta allir verið sammála því að hvert það barn sem fæðist inn í þennan heim sé velkomið. Það sama á að gilda um viðskiptavini þína. Al- veg sama hvort þú rekur verslun, veitingastað, verksmiðju, vinnur í pósthúsi eða stjórnar hóteli þá viltu að viðskiptavinurinn finni að hann sé velkominn til þín. Þeir sem stjórna slíkum fyrirtækjum ættu að reyna að hætta að hugsa um viðskiptavini sem viðskiptavini en hugsa í staðinn um þá sem gesti sína, alveg sama við hvað er starfað. Viðskiptavinir í dag geta verið ferðamenn, farþegar, skjólstæð- ingar eða kaupendur en í hvert sinn sem þeir birtast eru þeir í raun gest- ir þíns fyrirtækis. Þar sem er gest- ur, er gestgjafi sem lætur í té sína gestrisni. Hugsaðu þess vegna um alla þína viðskiptavini sem gesti þína. Þegar ég geng inn á veitingastað eru það nokkur atriði sem gera það að verkum að mér finnst ég velkom- inn: Upplýsingar – að það sé matseðill fyrir utan dyrnar. Hreinlæti – allt frá skyrtu þjóns- ins til brauðmylsnu á gólfi. Öryggi – ef ég er í kjallara þá vil ég sjá neyðarútgang. Að vera heilsað – einhver ætti að vita og sjá að ég er á staðnum. Athygli – ég nenni ekki að sitja eða bíða mjög lengi. Vingjarnleiki – það sakar ekki að brosa. Hlusta – ég vil að það sé hlustað á mig. Hraði – þjónusta, þjónusta, þjón- usta. Verð – ég vil borga eðlilegt og sanngjarnt verð. Öll þessi atriði hafa áhrif á mig, jafnvel áður en ég er byrjaður að borða. Sem starfsmaður veitingastað- arins getur þú haft áhrif á sum þess- ara atriða; sem stjórnandi klárlega nánast öll atriðin. Lykillinn er að þegar gesturinn stendur upp og fer er það ekki aðeins maturinn sem hann man eftir heldur allt frá vin- gjarnleika þínum til borðbúnaðar. Gestrisni er fallegt orð, það þýðir í raun að þú sért „velkominn“ á stað- inn og að það verði séð um þig. Fyrir greinarhöfund er gestrisni listin að skapa rétt andrúmsloft og að láta fólki líða vel. Þetta er hægt að framkvæma gagnvart hverjum sem er burtséð frá því sambandi sem þú hefur við viðkomandi aðila. Hvort sem verið er að fást við viðskiptavin, ferða- mann, starfsfélaga eða jafnvel sjúk- ling. Það skiptir engu máli. Í heimi gestrisninnar lítum við á alla sem gesti okkar. Gestrisni er aðferð til að nálgast fólk. Hún er aðferð til að fá að þjóna öðrum með höfðingsskap og í hví- vetna. Með þeirri aðferð er hægt að þróa gæði þjónustu og byggja upp metn- að og hagnað þeirra fyrirtækja sem við vinnum fyrir. Bjarni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Better Business. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Víkverji er geysilegahrifinn af hug- myndinni um jarðgöng til að tengja nýju hverf- in norðan við Reykjavík við höfuðborgina. Vissulega er þetta dýr kostur en hin leiðin, brúin mikla, er svo fyr- irferðarmikil og auk þess svo óhentug að vetrarlagi að hún kem- ur varla til mála. En annað er svo að þessar framkvæmdir mega ekki dragast of lengi. Þá er það ekki bara umferðarþunginn dags daglega sem Vík- verji er að hugsa um heldur útgöngu- leiðirnar ef skyndilega þyrfti að flytja íbúana frá Reykjavík í snatri. Eldfjöllin í grennd við borgina ættu að minna okkur á að hvenær sem er geta gos ógnað henni. Vest- mannaeyingar fengu enga viðvörun þegar gaus á Heimaey 1973 eftir 5000 ára hvíld. x x x Víkverji ætlar að gangast við synd:Hann er dæmalaus klaufi við að pakka inn jólagjöfum. Allt þvælist fyrir honum, skærin taka af honum ráðin og höggva í stað þess að skera, stærðarhlutföllin reynast óleysandi gáta þegar reynt er að áætla hve mik- inn pappír þurfi fyrir hverja gjöf. Og skreyt- ingar eins og gull- eða silfurbönd eru leynd- ardómar handan við skilning hans og færni. Fram til þessa hefur Víkverji þó látið sig hafa það. Hann hefur horft með fyrirlitningu á lata Ameríkana í kvikmynd- um sem láta af- greiðslufólkið sjá um þetta allt. Vesalingar! Nenna ekkert að leggja á sig nema borga. Leggja ekkert persónu- legt fram, eru ekkert nema firrtir neyslufíkl- ar, vilja fá allt tilbúið í hendurnar, ekki bara örbylgjumatinn heldur allt, allt! Nú finnur Víkverji hvernig varn- irnar eru smám saman að bresta, ekki í reynd en hugarfarið er að breytast. Hann telur í huganum upp kostina við að láta fagfólkið sjá um þetta eins og flest annað. Blessuð börnin hætta að gráta yfir því að fá illa pakkaða gjöf, fullorðna fólkið hættir að hlæja að klauafbárðinum, svo er það allur tímasparnaðurinn. Svona falla vígin hvert af öðru en kannski tekst Víkverja að þrauka enn ein jól og berjast gegn tælandi verka- skiptingunni. Kannski heldur hann áfram haus. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is         dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 18. desember, 352. dagur ársins 2006 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Leikkonan Angelina Jolie hefur ífyrsta skipti viðurkennt að hafa fallið fyrir Brad Pitt á meðan hún var enn gift. Jolie, sem er 31 árs gömul hitti Pitt fyrst á undibúnings- fundi fyrir kvikmyndina Mr. and Mrs. Smith árið 2003 og féll fyrir honum um leið. Þau urðu síðan mjög náin við gerð myndarinnar, en Jolie segir hins vegar að ekkert alvarlegt hafi gerst á milli þeirra fyrr en eftir að Pitt hafði skilið við eiginkonu sína, Jennifer Aniston, árið 2005. Jolie segir að eftir að hafa unnið með Pitt í nokkra mánuði hafi hún áttað sig á því að hún var orðin ást- fangin af honum, og hún er hand- viss um að sú til- finning hafi verið gagnkvæm. Hún segist ekki hafa getað beðið eftir að komast í vinn- una. „Hvort sem um var að ræða tökur eða skotæfingar, það skipti engu máli hvað við gerðum saman, okkur fannst það allt skemmtilegt. Við urðum hálfgert par strax. Við áttuðum okkur svo á því þegar tök- um á myndinni var að ljúka að það væri eitthvað alvarlegra í gangi en við höfðum talið í upphafi.“ Þá segir Jolie að hún vilji setjast niður með Jennifer Aniston og eiga við hana gott spjall. Þær hafa einu sinni hist. „Það var ekkert merki- legt. Við heilsuðumst og tókumst í hendur,“ segir hún.    Rapparinn Kevin Federline ætlarað skrifa bók um fyrrverandi eiginkonu sína, Britney Spears, þar sem ýmislegt misjafnt um söngkon- una mun koma fram. Federline og Spears skildu að borði og sæng í síð- asta mánuði. Talið er að í bókinni muni Federline tala um eitur- lyfjanotkun eiginkonu sinnar fyrr- verandi, villt partýstand hennar og Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.