Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 45 / KRINGLUNNI DÉJÁ VU kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 DIGITAL THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 - 10:40 LEYFÐ DEAD OR ALIVE kl. 10:20 B.i. 12 SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ DIGITAL FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 8:10 LEYFÐ DIGITAL BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:30 LEYFÐ / KEFLAVÍK ERAGON kl. 8 B.I. 12 DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.I. 12 THE HOLIDAY kl. 10:10 LEYFÐ / AKUREYRI DÉJÁ VU kl. 8 - 10:20 B.I. 12 DEAD OR ALIVE kl. 6 - 8 B.I. 12 SCANNER DARKLY ÁN TEXTA kl. 10 B.I. 16 SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ ÞESSAR HASARSKUT- LUR HAFA ÚTLIT TIL AÐ DEYJA FYRIR. SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK DÉJÁ VU kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára DÉJÁ VU VIP kl. 5:20 - 8 - 10:40 DEAD OR ALIVE kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára SAW 3 kl. 8:15 - 10:40 B.i.16 ára THE GRUDGE 2 kl. 10:10 B.i.16 ára SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ BYGGÐ Á TÖLVULEIKNUM VINSÆLA DEAD OR ALIVE HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI FLUSHED AWAY Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. SÝND BÆÐI MEÐ ÍSKLENSKU OG ENSKU TALI HÉR ER Á FERÐINNI FRUMLEGASTI SPENNUHASAR ÁRSINS. FRÁ TONY SCOTT LEIKSTJÓRA "CRIMSON TIDE" ENDURUPPLIFUNIN FRÁ JERRY BRUCKHEIMER “PIRATES OF THE CARIBBEAN” DENZEL WASHINGTON VAL KILMER ÞRJÁR Á TOPPNUM Martin ShortTim Allen JÓLASVEININN 3 Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leikstjóra What Women Want og Something´s Gotta Give. eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM JÓLAMYNDIN Í ÁR THE GRUDGE 2 ÞORIR ÞÚ AFTUR? BÖLVUNIN 2 / ÁLFABAKKA í bíó1fyrir2 Kæru gestir vins-amlegast athugið að tilboð þetta * MoggaBíó á mánudögum GILDIR Á ALLAR MYNDIR SÍÐASTI DAGUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Skynjun hrútsins magnast upp að vissu marki. Sýn hans er eins og röntgengeisli og svo hann sér innyfli og bein, hvers vegna aðstæðurnar ganga og hvað mætti betur fara. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið hefur allt sem þarf til þess að búa til uppskrift af lífsmáta sem það hefur alltaf þráð. Byrjaðu að matbúa, lífið kall- ar á þig. Bogmenn og sporðdrekar eru upplagðir aðstoðarkokkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn vill vera elskaður, ekki undir stjórn. Stattu fast á sjálfstæði þínu. Það gæti haft í för með sér óvæntan leið- angur. Enn betra ef ferðataska kemur við sögu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn verður klappstýran, verk- stjórinn, eða þjálfarinn – hvaða persóna sem er til þess að koma liðinu að gagni. Hringdu nokkur símtöl til þess að fá ný verkefni. Samtal sem ber engan árangur er betra en ekkert. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Himintunglin eru í mannúðlegum stell- ingum. Ljónið vill fæða þá hungruðu og skjóta skjólshúsi yfir þá heimilislausu. Ef það er ekki hægt, skaltu gera það sem þú getur. Í hvert sinn sem þú bætir heiminn örlítið breytirðu honum var- anlega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er búin að átta sig á því hvað hún vill fá út úr framtíðinni og það á eftir að verða dýrt. Skipstu á að beita þínu auðuga ímyndunarafli og hagnýtu við- horfi til lífsins. Þú kemst þangað sem þú ætlar þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Rausnarskapur vogarinnar virðist óend- anlegur. Hið sama gildir ekki um inni- stæðuna á bankareikningnum. Gerðu fjárhagsáætlun fyrir hátíðirnar og fylgdu henni eftir. Besta gjöfin sem þú færir yfirmanninum er jákvætt viðhorf og einlæg viðleitni upp á hvern dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nýjar aðstæður laða það besta fram í sporðdrekanum en magna upp við- kvæmni hans að sama skapi. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að færa út kvíarnar. Einhver í þínum innsta hring fær fréttir í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Að bíða er listgrein. Lærðu hana vel og óskir þínar uppfyllast mun hraðar en þú hefðir ætlað. Leyfðu þinni eðlislægu bjartsýni að njóta sín. Láttu þig langa og gerðu ráð fyrir að fá á endanum það sem þú vilt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er með réttu ráði. Vanda- málin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú. Trúðu eigin skynjun. Streituvaldandi aðstæður lagast ef maður biður um aðstoð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hættu að hafa áhyggjur af því hvað þú átt að gefa vinum og vandamönnum um hátíðirnar. Innilegt kort eða bréf er eft- irminnilegasta og dýrmætasta gjöfin og alltaf í lit og stærð sem passar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Listin nærir sálina. Það er of langt síðan fiskurinn hefur farið á safn, sótt tónleika eða leikrit. Skráðu þig á póstlista yfir menningarviðburði og gefðu þér tíma til þess að mæta. stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í bogmanni tendrar neista ævintýra, mögu- leika og forvitni. Það lán- samasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur er að láta af fordómum og kanna nýja heima. Höfum í huga að ferðalög merkja ekki endilega að fara út fyrir borgarmörkin. Maður getur ferðast í huganum með því að bregða út af van- anum. lesbískar kennd- ir. „Kevin vonast annað hvort til þess að einhver útgefandi sé tilbúinn til þess að borga honum stórar fjárhæðir fyrir að skrifa slíka bók eða þá að Britney muni borga honum fyrir að skrifa hana ekki,“ sagði heimildarmaður í sam- tali við tímaritið America’s Star. Talið er að Federline hafi fengið rúmlega sjö milljónir dollara eftir skilnaðinn, en það nemur um 500 milljónum íslenskra króna. Federl- ine vill hins vegar meira og fer fram á um það bil 20 milljónir dollara til viðbótar. Þá hefur hann farið fram á forræði yfir börnum þeirra, þeim Sean Preston sem er 15 mánaða gamall og Jayden James sem er þriggja mánaða. Talið er að hann muni reyna að sýna fram á að Brit- ney sé vanhæf móðir.    Söng- og leikkonan Jessica Simp-son notar lítið senditæki í eyr- anu þegar hún er að leika í kvik- myndum. Þangað fær hún sendar þær línur sem hún á að segja því hún getur ekki munað þær. Simpson leikur nú í kvikmyndinni Blonde Ambition ásamt Luke Wilson og hefur neyðst til að beita þessari að- ferð. TIL er ákveðinn geiri tónlistar, þar sem menn leitast við að slá saman heimunum tveimur sem kenndir eru við há- og lágmenn- ingu. Eða klassík og popp eins og það kallast í daglegu tali. „Cros- sover“ er þetta kallað á ensku og nokkur þekkt nöfn sem þetta stunda eru Sarah Brig- htman, Andr- ea Bocceli, Il Divo, Char- lotte Church, Vannessa Mae og Josh Groban. Plöt- um þessara listamanna hættir til að seljast í tonnum en óhætt er að fullyrða að þessi iðnaður – sem hann svo sannarlega er í lang- flestum tilfellum – er jafnan ekki hátt skrifaður hjá þeim sem hafa raunverulegan áhuga á tónlist. Ástundun þessa samsláttar er með margvíslegum hætti, stundum þykir nóg að þokkafullur sellóleik- ari stilli sér upp fáklæddur, en stundum er bræðingurinn öllu meiri, hvort sem klassíkinni er velt upp úr poppglans eða þá að klassíkerar og popparar mætist á miðri leið. Stundum þykjast popp- ararnir líka kunna ýmislegt fyrir sér í klassískum söng, eins og þegar Michael Bolton tók nokkrar óperuaríur af lífi án dóms og laga á plötu sinni My Secret Passion – The Arias frá árinu 1998. Jóhann Friðgeir, sem ræðst hér inn á þessi mið, styðst við ým- islegt úr nefndri aðferðafræði. Hann syngur dúetta með popp- urum, en einnig fær hann „jafn- ingja“ til liðs við sig, auk þess sem hann syngur einn og óstuddur lög af dægurlagameiði. Lagavalið er blandað, bæði þekkt og óþekkt lög, innlend sem erlend. Skemmst frá að segja er þetta ekki burðug plata. Lagasmíðar eru margar hverjar veikar, t.d. nærfellt allar þær sem hann syng- ur með poppurunum. Jóhann er þá að fara bil beggja í söngnum; í sumum lögum er eins og hann syngi til hálfs með popprödd og til hálfs með tenórrödd. Þetta kemur einkennilega út. Framburður í enskunni er þá klaufalegur, perlan „Besame Mucho“ virkar stirð og útgáfan af Evróvisjónlagi Johnny Logans, „Hold me Now“, er skelfi- leg. Í raun er hægt að tala um hreina slátrun. Eina lagið sem gengur nokkurn veginn upp er lagið sem hann syngur með KK og er það nær eingöngu vegna þess hversu furðuleg framvindan er í því og hversu ólíkt söngparið er. Jóhann Friðgeir er að stíma inn á mjög ákveðinn markað sem hef- ur reynst mörgum happadrjúgur upp á almenna kynningu og plötu- sölu. En sjálf tónlistin er iðulega ómerkilegur pappír og svo reynist líka hér. Eins og með misheppnuð blind stefnumót er eiginlega holl- ast að gleyma þessu bara sem fyrst. Blind stefnumót TÓNLIST Geisladiskur Fram koma Jóhann Friðgeir Valdimars- son, Stefán Hilmarsson, Bjarni Arason, Björgvin Halldórsson, Guðný Árný Karls- dóttir, KK, Kristinn Sigmundsson, Leone Tinganelli, Margrét Eir Hjartardóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þórir Úlfarsson stýrði upptökum og útsetti. Frost Music gefur út. Jóhann Friðgeir & vinir – Jóhann Friðgeir & vinir  Arnar Eggert Thoroddsen Smáskífa með lagi Mána Svav-arssonar, Bing Bang úr Lata- bæ, er nú í níunda sæti breska vin- sældalistans. Skífan fellur því um fimm sæti milli vikna, en hún sat í því fjórða um síðustu helgi. Yfir 100.000 smáksífur með laginu hafa selst sem þykir virkilega góður ár- angur. Um er að ræða svokallaðan „single“ sem þýðir að einungis er að finna á disknum eitt lag, Bing Bang, en það er í fjórum útgáfum á disk- inum. Í umfjöllun um breska smáskífulistann sagði tónlistar- gagnrýnandinn James Masterson að þótt líklega kaupi enginn yfir tíu ára aldri plötuna þá sé um frísklegt og barnvænlegt skandinavískt popp að ræða.Engir aukvisar sitja í efstu sætunum þremur, en það eru Take That, Cliff Richard og Gwen Stef- ani. Sitt hvoru megin við Mána á listanum eru svo P. Diddy og Christina Aguilera, en þau sitja í áttunda sæti, en í tíunda sætinu er hið klassíska jólalag Fairytale Of New York með The Pouges. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.