Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VEÐRIÐ var mjög slæmt en það var engin ástæða til að óttast, skip- ið sat vel rétt við ströndina og við höfðum rafmagn,“ sagði skipstjóri flutningaskipsins Wilson Muuga, sem strandaði rétt við Hvalsnes suður af Sandgerði í fyrrinótt. Skipstjórinn segist hafa sjö ára reynslu hjá Nesskipum og aldrei hafa lent í því að stranda skipi fyrr en þegar það hafi gerst hafi ekki farið á milli mála hvað hafi gerst. Áhöfnin hafi vitað hvernig ætti að bregðast við við slíkar aðstæður og hegðað sér samkvæmt því. Menn hafi verið rólegir og kokkurinn hafi útbúið hádegisverð fyrir áhöfnina eins og ekkert hafi í skorist. Hins vegar hafi veðurspáin ekki verið góð og ástæðulaust að taka ein- hverja áhættu með því að halda kyrru fyrir í skipinu yfir nótt við þessar aðstæður. Því hafi verið tek- in ákvörðun um að yfirgefa það en staða þess í gær hafi sýnt að ekkert hafi verið að óttast. Það hafi varla hreyfst enda nánast staðsett eins og á þurru landi. Samt hafi verið betra að gista á hóteli og allir í áhöfninni hafi það gott. Síðasta sjóferðin Snemma í gærmorgun voru menn, sem hafa hagsmuna að gæta, mættir á strandstað, þar sem var nokkuð hvasst á stundum og rign- ing. Unnið var við lagningu vegar niður að fjöru og vélstjórar skipsins Wilson Muuga útskýrðu teikningar af því fyrir fulltrúum Olíu- dreifingar meðan beðið var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja menn út í skipið til að kanna aðstæður. „Skipið situr vel en komi mikill vindur á hliðina er hætta á að það velti,“ sagði Þór Kristjánsson, deildarstjóri hjá Siglingastofnun. Fyrir lá að botn skipsins var illa farinn og almennt voru menn á því að það hefði farið í síðustu sjóferð- ina. „Þetta skip fer ekki héðan nema landleiðina,“ sagði Þór. Gert var ráð fyrir að þyrlan kæmi í birtingu um klukkan 11 en annað verkefni kom óvænt upp á og leit út fyrir að ekki yrði meira að- hafst á staðnum í gær. Það breyttist þó fljótlega. Þyrla kom á svæðið um tvö-leytið og skömmu síðar kom önnur þyrla. Þær fluttu menn út í skipið, meðal annars verktaka, sem sjá um björgunaraðgerðir, og full- trúa danska tryggingafélagsins Codan. Þeir könnuðu aðstæður áð- ur en myrkur skall á að nýju en frekari björgunaraðgerðir bíða betri tíma. Ástæðulaust var að óttast FORSTJÓRI Umhverfisstofnunar metur meng- unarhættu frá flutningaskipinu Wilson Muuga á þann veg, að skipið geti farið illa með þeim afleið- ingum að olía leki úr því. „Hvort það verður meiri- háttar umhverfisslys fer eftir veðuraðstæðum og hvernig olían berst út úr skipinu,“ sagði Davíð Eg- ilson forstjóri UST á blaðamannafundi í gær. Meginhættan stafar nú frá olíu í botntönkum skipsins en í þeim eru 70 tonn af olíu. Botntank- arnir hafa þegar rifnað en sjór sem flæðir inn í þá heldur olíunni uppi og hefur hingað til hindrað hana í að leka út. Þá eru 50 tonn af olíu í hlið- artönkum ofar í skipinu og loks eru 17 tonn af dís- ilolíu á enn öðrum tönkum. Miklu skiptir að ná olíunni úr skipinu til að forð- ast mengunarslys, en ýmislegt hamlar því verk- efni. Hvassviðrið sem vart sér fyrir endann á er þar helsti óvinurinn og því er ekki á það hættandi að hafa menn í hættu um borð við að undirbúa dælingu olíunnar upp úr tönkunum. Einnig er vax- andi straumur fram á laugardag og nær þá há- marki með stórstraumsflóði og að lokum hamlar stuttur birtutími björgunarstarfi. Í botntönkum skipsins eru 25% rýmisins full af olíu en allir botntankarnir eru rifnir. Sjór hefur því flætt inn í tankana og þrýst undir olíuna með þeim afleiðingum að olían stendur hátt í tönkunum og hefur ekki farið út svo neinu nemi. Fyrir ofan botntankana eru tómar lestir en síð- degis í gær komust sérfræðingar að því að einhver olía hefði lekið úr botntönkum upp í þær. Hita verður olíuna með einhverjum ráðum Að sögn Kristjáns Geirssonar fagstjóra hjá UST verður ekki hægt að nota leiðslukerfi skips- ins við uppdælinguna því leiðslurnar liggja með- fram ónýtum botninum. „Leiðin inn í þessa tanka er því í gegnum svonefnd öndunarop,“ sagði Krist- ján. Um er að ræða 8 metra löng op sem hægt væri að sjúga olíuna upp um. Hins vegar hefur olían þykknað með lækkandi hitastigi í skipinu og þarf því að hita hana með einhverjum ráðum eða létta hana með t.d. díselolíu. Þegar þessu væri lokið þyrfti að dæla olíunni frá borði og 300 metra að landi í bíla. Fastlega er gert ráð fyrir að eitthvert magn af olíu sleppi í sjóinn en sem stendur eru engar að- gerðir mögulegar til að hreinsa hana upp vegna veðurs og öldugangs á staðnum. Engin tæki virka á olíuna á þessum tímapunkti. Hins vegar getur kröftugur öldugangur „þeytt“ olíuna og dreift henni. Mögulegt er að hafa tiltækan hreinsunar- búnað ef á þarf að halda þegar olía sést og vind lægir. Þangað til verður að fylgjast með af landi og úr lofti. Enn hefur engin olía sést í fjörum. Skipið strandaði á sérlega viðkæmu svæði hvað varðar fuglalíf og er svæðið frá Ósum, rétt sunnan við strandstaðinn, að Sandgerði tilgreint sem sér- staklega mikilvægt fuglasvæði allt árið um kring. UST hefur síðan sérstakar áhyggjur af svonefnd- um Leirum í Ósabotnum þar sem gífurlega erfitt yrði að standa að olíuhreinsun ef olían sekkur inn í leirurnar. Olíuvarnagirðingar hafa nær ekkert að segja nema í logni og því eru Ósabotnarnir svo gott sem berskjaldaðir ef olía leitar inn í Ósana. Morgunblaðið/ÞÖK Viðbrögð Flutningaskipið Wilson Muuga strandaði við Sandgerði aðfaranótt þriðjudags og í gær var hugað að björgunaraðgerðum. Meðal annars var lagður vegur niður í fjöru og skoðað hvernig dæla mætti olíu úr skipinu en hvassviðri, vaxandi straumur og skammdegi vinna gegn björgunarstörfum. Allir botntankarnir í skipinu eru rifnir Í HNOTSKURN »Veðrun er ferli sem breytir eiginleikumolíu eftir að hún berst í sjó. Uppgufun er yfirleitt mikilvægasti þáttur veðrunar. »Fyrstu áhrif olíu á lífríki stranda ogsjávar geta verið allt frá mjög litlum til þess að allt lifandi drepst í tilteknu lífríki. Strandsvæði sem „fangar“ olíuflekk, t.d. leirur eða votlendi, getur orðið sérlega illa úti og sú hætta er fyrir hendi í leirunum Ósabotnum skammt frá strandstað Wilson Muuga. SKÖMMU eftir hádegið í gær flugu tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar með menn út í flutningaskipið Wil- son Muuga. Þeir könnuðu aðstæður og komust meðal annars að því að olía lekur ekki úr skipinu þrátt fyr- ir að botntankar þess séu rifnir. Í botntönkunum eru 70 tonn af svart- olíu en ofar í skipinu eru 50 tonn. Sjór lyftir olíunni í botntönkunum sem gerir það að verkum að hún hefur enn ekki lekið út. Morgunblaðið/ÞÖK Olía lekur ekki úr skipinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.