Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ENGAN sakaði en mikið eignatjón varð á bænum Grænuhlíð í Eyja- fjarðarsveit í gær þegar aurskriður ruddu burt útihúsi og bragga og skemmdu íbúðarhúsið töluvert. Þá varð mjög mikið tjón á mann- virkjum Djúpadalsárvirkjunar þeg- ar stór stífla brast og mildi þykir að ekki fór verr er bíll lenti í flóðbylgj- unni úr ánni. Rúmlega tugur kálfa drapst í útihúsi í Grænuhlíð og aflífa varð nokkra til viðbótar. Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð, vaknaði um það bil 20 mínútum yfir sex í gærmorgun. Hann tók skömmu síðar eftir því að smávegis vatn hafði lekið inn í for- stofuna þeim megin í húsinu sem veit að fjallinu, og þegar hann leit út blasti við honum aurskriða úr Hóla- fjalli sem staðnæmst hafði rétt við íbúðarhúsið. Bærinn er í Saurbæj- arhreppi hinum forna, um 30 km sunnan Akureyrar. Sonurinn var í húsinu þegar skriðan lenti á húsinu „Ég fór út hinum megin og upp í dráttarvélina sem stóð norðan við hús, fór einn hring og sá hvað hafði gerst og dreif mig til baka.“ Eig- inkona hans, Rósa María Tryggva- dóttir, var þá komin á fætur og kom strax út. Þá kom önnur skriða og stærri niður fjallið og lenti á húsinu. Fimmtán ára sonur þeirra hjóna var enn inni en kom út í snarhasti og fjölskyldan dreif sig burt á drátt- arvélinni. Ók yfir aurskriðuna og fór að nágrannabænum Æsustöðum. „Þar biðum við birtunnar,“ sagði Óskar í gær. Seinni skriðan fór yfir veginn neð- an bæjarins á um það bil 100 metra kafla. Tvö hús í Grænuhlíð eru gjörónýt; gamalt fjós þar sem voru um það bil 15 kálfar og braggi sem hvarf af yf- irborði jarðar. „Hann sést ekki leng- ur, það er ekkert eftir af honum,“ sagði Óskar. Þegar Morgunblaðið kom að Grænuhlíð í gærmorgun hafði hóp manna drifið að til aðstoðar, félagar í björgunarsveitinni Dalbjörg og fólk af nágrannabæjum. Reynt var að bjarga kálfum úr gamla fjósinu, sem sumir hverjir voru á kafi í leðj- unni, og húsfreyjan var komin í fjós til þess að mjólka kýrnar. „Ný skriða, það er ný skriða!“ var þá kallað þegar sá sem þetta skrifar ræddi við Rósu Maríu í fjósinu. Þá hafði hún nýlega tilkynnt gestinum að ekki væru bara slæmar fréttir þennan morguninn; þegar hún komst loks í fjós hefði nefnilega blasað við henni nýfæddur kálfur. En við tilkynninguna um enn eina skriðuna þusti fólk á brott. Skömmu síðar kom reyndar í ljós að ekki var mikil hætta á ferðum heldur að- allega vatn sem kom niður hlíðina í farvegi skriðnanna tveggja, en allur er varinn góður. Tekist hafði að ná tveimur kálfum lifandi úr gamla fjósinu þegar þarna var komið sögu en aðrir drápust. Fjórum lógaði Óskar þegar ljóst var að ógerningur var að ná þeim þar sem þeir voru á kafi í leðju og undir braki, og ein- ungis hausinn stóð upp úr. Það var ekki fyrr en um hádeg- isbil sem þau Óskar fengu leyfi til þess að fara heim að íbúðarhúsinu. Stígvélafæri í eldhúsinu „Þá var stígvélafæri í eldhúsinu. Ég óð drulluna uppundir hné,“ sagði Óskar við Morgunblaðið. Ljóst er að öll gólfefni eru ónýt, bæði í eldhúsi, „Hef oft horft smeykur til fjalls í svona tíðarfari“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eyðilegging Hvíta húsið með græna þakinu er fjós Grænuhlíðarfólksins, mjólkurkúnum þar varð ekki meint af. Leifar gamla fjóssins eru hægra megin.  Miklar skemmdir á húsum í aurskriðum  Ökumaður sem lenti í flóðbylgju bjargaðist ótrúlega Eftir Ragnhildi Aðalsteinsdóttur og Skapta Hallgrímsson „ÉG HEFÐI gjarnan viljað undirbúa jólin með börnunum en þetta gerðist og þá verður bara að taka því. Og jólin koma þrátt fyrir allt og verða hátíðleg,“ sagði Halla Tuliníus, íbúi við Grenilund á Akureyri við Morg- unblaðið síðdegis í gær en töluverð- ar skemmdir urðu á neðri hæð par- húss hennar og Guðjóns Ingva Geirmundssonar í fyrrinótt, þegar vatn flæddi þar inn. Mikill snjór hefur verið á Ak- ureyri undanfarið en þegar skyndi- lega hlýnaði og hellirigndi að auki hafði holræsakerfi bæjarins ekki undan og víða var vatnselgur. Loka þurfti einstaka götu, Hlíðarbraut rofnaði til að mynda en verst var ástandið við Grenilund ofarlega á Brekkunni, og þar flæddi mikið inn í þrjú hús. Hluti götunnar varð eins og stórt stöðuvatn seint í fyrrakvöld og þegar Morgunblaðið kom þar aft- ur við í gærmorgun óðu slökkviliðs- menn vatnið enn upp að hnjám. Halla sagði að vatn hefði ekki hætt að flæða inn á neðri hæðina í húsi þeirra Guðjóns Ingva, sem er niðurgrafin til hálfs, fyrr en á milli klukkan fjögur og fimm síðdegis í gær. „Nú vona ég bara að það fari ekki að flæða inn aftur – þetta er nóg í bili.“ Halla kvaðst ekki enn vita nákvæmlega um skemmdir en þó væri ljóst að gólfefni í kjall- Jólin verða samt hátíðleg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nóg að gera Margir hjálpuðust að við að bjarga verðmætum og ausa vatni í kjallara hússins við Grenilund 17 hjá Höllu og Guðjóni Ingva, m.a ættingjar og vinir. Myndin er tekin um klukkan eitt aðfararnótt miðvikudagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.