Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 19 E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 6 6 Dregi› 24. desember 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! skattfrjálsir vinningar að verðmæti 186 22.875.000 kr. Glæsilegir vinningar: KIA Sorento Ver›mæti 3.475.000 kr. Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›. Ver›mæti 1.000.000 kr. Úttektir hjá fer›askrifstofu e›a verslun. Hver a› ver›mæti 100.000 kr. 184 Fjöldi útgefinna mi›a: 137.000 Uppl‡singar um vinningsnúmer í símum 540 1918 (símsvari) og 540 1900 og á heimasí›unni www.krabbameinsfelagid.is/happ www.krabb.isKrabbameinsfélagsins Moskvu. AP. | Ser- gei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, hafn- aði í gær gagn- rýni ráðamanna og fjölmiðla á Vesturlöndum á lýðræðisþróunina í landinu og sagði hana sprottna af ótta manna við vaxandi áhrif Rússa í heiminum. „Við gerum okkur grein fyrir því að það hefur komið mörgum á óvart hversu fljótt Rússland er aftur orðið stórveldi, það hefur komið sumum óþægilega á óvart,“ sagði Lavrov á blaðamannafundi í Moskvu. Sagði Lavrov tilgang gagnrýnenda á Vest- urlöndum vera þann að veikja sam- keppnisaðila, þ.e. Rússland, áhrif hans og völd. Slíkt væri eðlilegt en að menn yrðu að sýna sanngirni í fram- göngu sinni. Lavrov sakaði vestræna fjölmiðla um að hafa gerst sekir um hlut- drægni í umfjöllun sinni um morðið á Alexander Lítvínenkó, rússneska njósnaranum sem dó af völdum eitr- unar í síðasta mánuði í London. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað verið bendluð við morðið en ráða- menn í Moskvu hafa neitað allri að- ild. Sagði Lavrov að vestrænir fjöl- miðlar vildu mála eins svarta mynd af Rússlandi og mögulegt væri. Rússar hafna allri gagnrýni Vestrænir fjölmiðlar sagðir hlutdrægir Sergei Lavrov INDVERSKUR hattasali með hatta á höfðinu til að laða að sér viðskipta- vini á götu í borginni Kalkútta í gær. Hattarnir eru úr reyr og kosta 10–20 indverskar rúpíur hver, sem svarar tæpum 35 krónum. AP Reyrhattar falboðnir Dubai. AFP. | Ayman al-Zawahiri, næstæðsti maður hryðjuverkanets- ins al-Qaeda, segir í nýju mynd- bandsávarpi að aðeins heilagt stríð, en ekki kosningar, geti leitt til frels- unar Palestínu úr höndum Ísraela. Í myndbandsávarpi, sem arabíska sjónvarpið Al-Jazeera sýndi í gær, gagnrýnir Zawahiri óbeint Ham- as-samtökin, án þess að nefna þau á nafn, fyrir að hafa tekið þátt í þing- kosningum og viðurkenna Mahmoud Abbas sem forseta Palestínumanna. „Allar leiðir aðrar en heilagt stríð leiða aðeins til taps. Þeir sem reyna að frelsa land íslams með kosningum byggðum á veraldlegum stjórnar- skrám eða með ákvörðunum um að afhenda gyðingum land Palestínu- manna, munu ekki frelsa eitt einasta sandkorn í Palestínu,“ sagði hann. Zawahiri fædd- ist í Egyptalandi og er álitinn hug- myndafræðileg driffjöður hryðju- verkanets al- Qaeda. Bandarísk stjórnvöld hafa lofað 25 milljónum dollara, sem svarar 1,7 milljörðum króna, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku eða dauða hans. Ekki var vitað í gær hvenær ávarpið var tekið upp. Zawahiri gagn- rýnir kosningar Segir aðeins heilagt stríð geta leitt til frelsunar Palestínu úr höndum Ísraela Ayman al-Zawahiri London. AFP. | Um það bil helmingur aðstoðarinnar sem heitið var vegna flóðbylgjunnar miklu í Suðaustur-As- íu fyrir tveimur árum hefur ekki enn verið notaður, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC. Samkvæmt tölum sem BBC fékk frá Sameinuðu þjóðunum hafa nokk- ur ríki aðeins gefið lítinn hluta af því fé sem þau lofuðu. Alls var 6,7 milljörðum dollara, sem svarar 460 milljörðum króna, heitið í aðstoð vegna flóðbylgjunnar og um 3,4 milljarðar dollara, 230 milljarðar króna, hafa verið notaðir. Um 9% fjárins sem heitið var hafa ekki enn verið afhent. BBC sagði að af 2,2 milljörðum dollara, 150 milljörðum króna, sem Rauði krossinn safnaði í öllum heim- inum hafi 1,3 milljarðar dollara, um 90 milljarðar króna, verið notaðir. Rauði krossinn hafi lofað 50.000 íbúðum en aðeins hafi verið lokið við 8.000 íbúðir. Helmingur fjárfram- laganna ónotaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.