Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 23
aðventan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 23 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Jólin 1975 voru með eftirminnilegramóti hjá Kolbrúnu Baldursdóttur.Undir borðhaldinu á aðfangadagþurfti nokkrum sinnum að samhæfa heimilisfólk í glasalyftingum, ekki af því að menn væru hrifnir af því að skála, heldur til að forða fína sparidúknum frá jólablandinu. Jörðin undir húsi fjölskyldunnar lék nefni- lega á reiðiskjálfi. Kolbrún, sem þá var 15 ára, bjó ásamt fjölskyldu sinni í Aðaldal í Þingeyjarsýslu og vikurnar fyrir jól höfðu jarðskjálftar ver- ið tíðir enda Kröflugos í aðsigi sem síðan braust út þann 20. desember. „Mér er þetta mjög minnisstætt,“ segir hún. „Það heyrðist sérstakur þytur í jörðinni á undan skjálft- unum sem voru nógu kröftugir til að maður vaknaði hressilega á nóttinni við þá, á fleygiferð í rúminu. Eiginlega eru undur að húsin stóðu uppi, því það hristist allt og skalf.“ Hún segir enn meira hafa gengið á í Reykjahlíðarhverfinu. „Þar undir varð land- ris og hverfið hækkaði heilmikið út af hrauni sem safnaðist undir því. Svo pompaði það allt niður þegar fór að gjósa. Í kjölfarið, eða í byrjun árs 1976 varð svo mjög stór skjálfti á Kópaskeri svo fólkið á þessum svæðum hefur upplifað þessi jarðskjálftajól enn sterkar en ég.“ „Lyfta allir!“ Aðaldalur er í um 50 kílómetra fjarlægð frá Kröflu en engu að síður fannst vel fyrir skjálftunum þar eins og Kolbrún lýsir. „Á aðfangadagskvöld var búið að dekka upp langborð í stofunni með fínasta sparidúkn- um og þegar sest var til borðs var haldinn smá fyrirlestur um hvernig menn skyldu haga sér við máltíðina þessi jólin. Málið var að lyfta malt- og appelsínglösunum svo ekki skvettist á dúkinn þegar færi að titra. Tvisv- ar undir máltíðinni var kallað: „Lyfta allir!“ þegar hvinurinn kom og við héldum sam- viskusamlega á glösunum og biðum þess að skjálftinn gengi yfir. Maður var náttúrulega orðinn vel æfður í þessu því það hafði geng- ið á með skjálftum í margar vikur á undan.“ Þó Kolbrún hafi upplifað marga skjálfta í gegn um tíðina, ekki síst vegna þessa tíma- bils, segir hún fara um sig í hvert sinn sem hún verður vör við að jörð bærist. „Mér finnst það mjög óhuggulegt því maður veit aldrei hversu stór skjálftinn verður. Og sennilega venst maður þessu aldrei.“ Skjálfandi borðhald á jólunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Jarðskjálftajól Kolbrún Baldursdóttir segir að jólin þegar Krafla gaus hafi óneitanlega verið heimilisfólkinu eftirminnileg. Tvisvar undir máltíðinni var kall- að: „Lyfta allir!“ þegar hvinurinn kom og við héldum samvisku- samlega á glösunum og biðum þess að skjálftinn gengi yfir. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Segja má að Sævar HelgiBragason sé með stjörnur íaugum flesta daga, endahefur hann verið forfallinn stjörnuskoðari frá barnæsku. Hann ætlar líka að sameina áhuga og at- vinnu því hann stefnir að því að verða reikistjörnufræðingur og vill helst komast út í geim. Sævar Helgi segist hafa hrifist af stjörnunum þegar hann sá Satúrnus í fyrsta sinn, „það flottasta sem ég hafði séð um ævina“, segir hann. Hann var þá mikill áhugamaður um fótbolta, en stjörnufræðin bættist við og tók smám saman yfirhöndina. Að- spurður af hverju, segir hann að hon- um hafi einfaldlega fundist vísindin svo miklu skemmtilegri. Vísindin eiga og enn huga hans allan, en hann stundar nú nám í jarðeðlisfræði og stefnir einbeittur að því að verða reikistjörnufræðingur, sem kallar á nám í Bandaríkjunum þar sem rann- sóknir á því sviði eru lengst komnar og bestu háskólarnir að hann segir. Á réttum aldri Nú eru stjörnurnar langt í burtu og maður myndi telja litlar líkur á hann eigi eftir að komast nær þeim en hann er í dag, en hann segir að því sé öðru nær. „Ég verð á réttum aldri þegar farið verður til tunglsins næst,“ segir hann og kímir, „og líka þegar stendur til að fara til Mars.“ Annars segir hann það engu skipta þó hann komist aldrei til þeirra stjarna sem hann dreymir um að rannsaka, rannsóknirnar sjálfar séu svo skemmtilegar. Ekki er bara að Sævar Helgi sé sjálfur að læra jarðeðlisfræði heldur er hann líka að kenna; kennir stjörnufræði í Menntaskólanum í Reykjavík og eðlisfræði við Borg- arholtsskóla. Ekki er mikill aldurs- munur á honum og nemendunum, en hann segir það aldrei hafa skipt máli, „nemendurnir taka allir mark á mér þó ótrúlegt sé“, segir hann og hlær við. Eins og getið er stefnir Sævar Helgi á nám vestan hafs, en það nám segir hann að muni taka nokkur ár, líklega sex til sjö ár, og í framhaldinu geri hann ráð fyrir að að starfa þar ytra í lengri eða skemmri tíma. Draumurinn sé þó að geta starfað að slíkum rannsóknum við háskóla hér á landi, að íslenskur háskóli taki þátt í alþjóðlegum stjarnfræðirannsóknum. Aðspurður hvort hann telji að líf sé að finna í alheiminum segist hann svo sannarlega vona það. „Það væri hundleiðinlegt að vera einir í alheim- inum. Ég hef trú á að við eigum eftir að finna líf á öðrum reikistjörnum og það verður mesta vísindauppgötvun okkar tíma.“ Ekki dýrt að byrja Sævar Helgi og félagar hans halda úti vefsíðu með upplýsingum um stjörnuskoðun og -fræði, stjornu- skodun.is, og þar selja þeir sjónauka sem þeir flytja inn. Hann segir ekki ýkja dýrt að byrja á stjörnuskoðun og sýnir blaðamanni sjónauka frá Ce- lestron sem hann segir góðan fyrir byrjendur á þessu sviði og kosti ekki nema um 10.000 krónur. „Það má svo ekki gleyma því að sjónaukar sem notað má við stjörnuskoðun eru líka fínir í að skoða landslag, fugla og svo má telja. Það nota líka margir ljós- myndarar slíka sjónauka til að taka myndir úr mikilli fjarlægð,“ segir hann og mælir einnig með hugbúnaði sem fæst í verslunum Ormsson, Starry Night, sem hann segir gefa góða mynd af stjörnuhimninum og vera gott hjálpartæki fyrir byrjendur og lengra komna, en hann notar Starry Night einmitt við kennslu. Hann sýnir síðan blaðamanni hvernig sá hugbúnaður virkar, hvernig skoða má skoða stjörnurnar án þess að fara út úr húsi ef svo má segja, en einnig komast að því að maður er e.t.v. ekki í því stjörnumerki sem maður hélt. Til að skoða stjörnurnar utan dyra verða menn síðan helst að fara út úr þéttbýli til að losna við ljósmengun. Sjálfur segist Sævar Helgi helst fara til Þingvalla til að skoða stjörnurnar, en hann fer líka í Kaldársel skammt utan við Hafnarfjörð enda sér hann þar suðurhimininn lausan við öll borgarljós og þar er nóg að skoða. Með stjörnur í augunum Morgunblaðið/Ásdís Forfallinn Sævar Helgi Bragason fékk snemma áhuga á stjörnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.