Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ E kki trúa öllum sögunum sem þú heyrir um Suð- ur-Afríku,“ segir Rob- in flugþjónn þegar áfangastaðurinn Jó- hannesarborg nálgast, eftir ellefu tíma flug frá Englandi. Svo hallar hann sér nær og hvíslar með blik í augum: „En þær eru samt allar sann- ar.“ Suður-Afríka er ekki bara land sem lifir á fornri frægð. Sagan er áþreifanlega í mótun ennþá og gerir landið svo áhugavert heim að sækja. Það og fjöldamargt fleira því jafnvel fullkomlega áhugalausir um pólitík og sögu finna sér yfirdrifið nóg að sjá og gera. Menningin er fjölbreytt, mannlífið iðandi og náttúran stór- brotin. Safarí, vínsmökkun, hákarla- köfun, strandlíf eða skoðunar- og gönguferðir af öllu tagi í boði. Að ekki sé minnst a stórborgarlífið þarna allra syðst í Afríku þar sem nú fer sumar í hönd. Ferðast sjálfir innanlands Það er verulega upplífgandi að upplifa sumarkomu í annað skipti á sama árinu. Jafnframt er nauðsyn- legt að skoða tímasetningu ferðalags til landsins vel út frá árstíma. Suður- Afríka er komin nógu nálægt suður- heimskautinu til þess að íslensku sumarmánuðirnir eru sums staðar tiltölulega slæmur tími veðurfars- lega. En það þarf líka að athuga að landið er mörg veðursvæði vegna víð- feðmis og hæðarmismunar. Læknir sem unnið hefur erlendis segir mér að almennt kjósi íbúar landsins að ferðast innanlands frekar en erlendis og séu að mörgu leyti sjálfum sér nógir í ferðamennsku, ekki ólíkt Bandaríkjamönnum. Sem gefur ef til vill hugmynd um hversu margt Íslendingur getur gert sér þar til dundurs. Verðlag er almennt ágætt, miðað við Ísland a.m.k., þótt orðið hræódýrt eigi ekki við. Ekki spillti fyrir að Suður- Afríkubúar reyndust yfirhöfuð elskulegir, ræðnir og sérstaklega hjálpsamir. Hvað má bjóða þér? Það veltur alltaf á ferðalangnum hvað best er að taka sér fyrir hendur. En hugmynd höfundar um gott frí í Suður-Afríku er hins vegar að nýta sér nokkra mismunandi möguleika af þeim fjölda sem í boði eru og koma við á fleiri en einum stað. Þá þarf bara að hafa í huga að landið er stórt, en sé ekki mikill tími til ráðstöfunar er hægt að fljúga innanlands. Höfðaborg, Cape Town, er dásam- leg heimsborg og verður hér sterk- lega mælt með heimsókn þangað enda nóg við að vera í borginni og ná- grenni. Líklega hugleiða allir gestir ferð með kláfinum upp á hið marflata Borðfjall, Table Mountain. Og úti á sjó er Robben Island, fangelsiseyjan þar sem Nelson Mandela og fleiri baráttumenn gegn kynþáttaaðskiln- aði, eyddu árum af lífi sínu. Þar er sérstakt að rölta um í fylgd fyrrver- andi fanga. Frá Höfðaborg má svo fara í dagsferðir út á Góðrarvonar- höfða þar sem margt er að sjá eða fara smökkunarferð um vínræktar- löndin. Stórskemmtilegur er Green Point Market á sunnudegi en þar má gera góð kaup á afrískum minjagrip- um og listmunum. Niðri við höfnina, á Victoria and Albert Waterfront, er líf og fjör og úrval veitingastaða. Svo stiklað sé á stóru um nokkra aðra ferðamöguleika innan Suður- Afríku má nefna Kruger-þjóðgarðinn sem spennandi áfangastað í nokkrar nætur. Í þessum stóra og vel skipu- lagða garði er hægt að sjá „hin fimm stóru“; ljón, fíla, gíraffa, nashyrninga og blettatígra. Sé áhugi á trópískum ströndum mun kjörið að halda til Durban á Ind- landshafsströndinni þar sem áhrif indverskra innflytjenda eru mest. Leiðin milli Höfðaborgar og Durban er áhugaverð og liggur meðal annars gegnum svokallaða Garden Route sem mun vera sérlega falleg. („Baz Bus“ er rúta sem fer m.a. þessa leið og hægt er að hoppa af og á á leiðinni – kjörið fyrir bakpokaferðalanga.) Nokkuð fyrir norðan Durban eru Drakensberg-fjöllin eða Drekafjöll, sem samkvæmt áreiðanlegri heimild eru stórbrotin. Bloemfontein, ein þriggja höfuð- borga Suður-Afríku, er fremur óspennandi þótt fólkið þar hafi reynst hjálplegast af öllum. Allt í lagi að dvelja þar eina nótt ef áhugi er á að fljúga í gegnum borgina til að komast til landsins inni í landinu, Lesotho. Maður finnur gífurlegan mun á lönd- unum tveimur strax við landamærin. Lesotho er „Afríka“ eins og fáfróður Íslendingur hafði séð fyrir sér. (Fjallakonungsríkið er gríðarlega áhugavert og fallegt en líka erfitt og umferðin óörugg. Aðalsam- göngumátinn er rúgbrauðsbílar sem fylltir eru langt fram yfir það löglega. Þarna er alnæmið og fátæktin en ekki síður lífsgleðin. Dvöl í Malealea Lodge sem er í um tveggja klst. öku- fjarlægð frá höfuðborginni Maseru, var minnisstæð eins og ferðalagið þangað, en alls ekki jafn erfið.) Þegar til Suður-Afríku kemur á ný hefur Jóhannesarborg margt að bjóða og fróðlegt að skoða t.d. hverfið þar sem Mandela bjó á aðskilnaðar- árunum. Eða bara fara á góða djass- tónleika. En eins og komið verður inn á má af öryggisástæðum hugleiða að halda til í systurborginni Pretoríu sem er rólegri og gera út í dagsferðir til „Jo’burg“.(Mælt er með hinu nota- lega Café Riche í miðborg Pretoríu, þaðan sem skoða má mannlífið yfir góðum kaffibolla.) Skuggahliðin Í Höfðaborg og fleiri borgum eru „townships“, sérstök hverfi þar sem svertingjum var áður hrúgað saman. Þangað er hægt að bregða sér í skipulagða heimsókn og kíkja á mannlífið. Enn í dag býr fjöldi fólks í þessum hverfum þar sem ásýndin er gjörólík öðrum borgarhlutum. Leigu- bílstjóri heldur því fram að raunar séu sumir íbúar þessara hverfa efn- aðri en svo að þeir þurfi að búa þar. Augljóslega ríkir enn vantraust milli kynþátta sem hópa sig saman. „Við erum ekki rasistar, en … “ er algengt viðkvæði hjá hvítum íbúum. Tveir stúdentar í Pretoríu, komnir af hin- um hollensku Búum, eru ljúfir og hjálpsamir með eindæmum en horfa á mann eins og Marsbúa aðspurðir hvort þeir eigi svarta vini. Þrátt fyrir þróað samfélag, miklar náttúruauðlindir og sæmilegan efna- hag er Suður-Afríka ekki langt komið ríki í öllum skilningi. Misskipting er enn mikil og fátæktin elur af sér vandamál. Augljóst merki um þær áskoranir sem Suður-Afríka glímir við er há glæpatíðni. Hún setur mark sitt á daglegt líf íbúa og gesta. Upplif- unin var þó ekki sú að það skemmdi verulega fyrir. Það verður einfald- lega hluti af lífsstílnum að fara var- lega og hafa öryggið í huga. Ekki labba lengra en að Mama Africa- barnum eða keyra bíl eftir myrkur. Muna öryggiskóðann að hliðinu á gistiheimilinu og ekki fara fylgd- arlaust inn í „townships“. Muna að þrátt fyrir þennan Akki- lesarhæl býður Regnboðaþjóðin, eins og hún kallar sig, mann innilega vel- kominn. Ljósmynd/ Barbara Inga Albertsdóttir Landsýn Höfðaborg og fjallið fræga, Table Mountain, blasa við. Lesotho Í landinu innan landamæra Suður-Afríku virðist lífsgleðin aukast í öfugu hlutfalli við lífslíkur, jafnvel þó að svo virðist sem himinn og haf skilji á milli lífsins í Lesotho og þess sem fyrir utan bíður. Ljósmynd/ Anna Pála Mannlíf í Pretoríu Laugardagsstemning í miðborginni. Að byggja sér skóla Það er ekki dýrum tækjum og tækninýjungum fyrir að fara við byggingu þessa skóla í Malealea í Lesotho. Allir litir regnbogans S-Afríka er land fjöl- breytni, andstæðna og erfiðrar sögu. Land sem er heimsóknar einkar vel virði eins og Anna Pála Sverrisdóttir komst að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.