Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 31 aðeins fæturnir þá kólnar líkaminn og lungna- bólga er einn fylgifiskur þess. „Þeir hestar sem hafa lent í volki síðasta sólarhring eiga því á hættu að fá lungnabólgu eða einhverja slíka kvilla,“ segir Sigurður sem mun á næstu dögum skoða hrossin sem voru í vatninu. Átakanlegt að sjá þá gefast upp Að sögn sjónarvotts var það afar átakanlegt að sjá hrossin gefast upp í vatnsflaumnum. „Það var hávaðarok, mikill öldugangur og talsverður ís í þessu einnig. Þegar við komum að þeim stóðu þau í um eins metra djúpu vatni og voru þá lík- lega ofan á grasbala þar sem þau tróðu sér mörg saman. Þegar þau syntu af stað var öldugang- urinn svo mikill að þau sáu ekkert hvert þau voru að fara, sama hvað við öskruðum.“ fyrr en á næstu dögum. Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir á Flúð- um, segir ljóst að atburðir gærdagsins hafi tekið á dýrin. „Hestar eins og öll önnur hjarðdýr ótt- ast ógnir eins og náttúruhamfarir. Þeir vilja gjarnan hlaupa af vettvangi en það gátu þeir ekki og urðu innlyksa. Þá er það innbyggður ótti hjá hestunum sem gerir það að verkum að erfitt verður að bjarga þeim, eins gerðist í dag. Þegar menn eru að koma þeim til hjálpar og taka jafn- vel reyndasta hestinn í hópnum og leiða af stað eru hinir enn óttaslegnir,“ segir Sigurður og hrósar björgunarsveitarmönnum í hástert fyrir vel unnið starf við erfiðar aðstæður. Sigurður segir hættu á að hrossin fái ein- hverja kvilla eftir slíkar hrakfarir. „Þegar hross- in eru stöðugt í köldu vatni, þó að það séu jafnvel Unnarholtskoti sem tók á móti hestinum Gjafari, sem ávallt er kallaður Moldi, þegar hann kom á þurrt. Á þriðja tug hrossa sem lentu í háska eru frá Unnarholtskoti og komust átta hross að landi en sextán þurftu að hafast við á brúnni yfir Litlu-Laxá í nótt. Kristín Erla sagði björg- unarsveitamenn sannarlega hafa unnið þrekvirki við björgunaraðgerðir því hrossin voru mörg hver orðin afskaplega uppgefin og vildu t.a.m. ekki hreyfa sig af brúnni. „Þau gátu alls ekki synt lengur þannig að við vonumst til að þau komist í land [í dag].“ Kristín Erla segir að brugðið hafi verið á það ráð að færa hey út á brúna og búa að hestunum þannig að þeim yrði óhætt yfir nóttina. Hún ótt- aðist að einhver hross gætu fengið lungnabólgu eftir þessar hrakfarir, en slíkt kemur ekki ljós unblaðsins í Hrunamannahreppi, fylgdist með björguninni og sagði flóðið eitthvert það mesta sem sést hefði. „Það var hrikalegt að horfa á hrossin þarna úti í vatninu, þetta var alveg hrikalegt og er eitthvert mesta flóð sem fólk hér hefur séð,“ sagði Sigurður og ennfremur að mik- il spenna hefði fylgt því að fylgjast með björgun hrossanna því þau voru greinilega í mikilli hættu. Hann sagði að til marks um vatnsmagnið í flóðinu þá væru ísjakar uppi á brúargólfi brúar- innar við Brúarhlöð. „Hljóp eins og fætur toguðu“ „Ég hljóp á móti Molda mínum þar sem hann var að koma upp úr. Ég var svo glöð að hann skyldi komast að landi að ég hljóp eins og fætur tog- uðu,“ sagði Kristín Erla Ingimarsdóttir íbúi á Morgunblaið/RAX ávaðarok var þannig að sjaldnast vissu dýrin hvert þau syntu. Að sögn sjónarvotta voru hrossin dauðuppgefin þegar þau komust á þurrt land en talið er að þrjú þeirra hafi gefist upp á leiðinni. Morgunblaið/RAX áði um 130 hrossum á þurrt land notuðu báta til að reka hestana að landi. Ánægja Kristín Erla frá Unnarholtskoti tekur á móti hestinum sínum Molda þegar hann kemur að landi, dauðuppgefinn eftir erfiða sundferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.