Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG LÝSI vonbrigðum og furðu með viðbrögð starfsmanns Svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi í viðtali við Fréttablaðið 12. des. s.l. við grein minni „Opið bréf til Guðna Ágústs- sonar“, sem birtist í Morgunblaðinu 4. des. og viðtali í Frétta- blaðinu 6. des. Þar læt- ur hún að því liggja að allt sé í himnalagi í bú- setumálum þroska- heftra á Suðurnesjum og gefur í skyn að ég fari með ýkjur. Hver er betri dómari um „þörf“ en þeir sem málið brennur á, þ.e. foreldrar og nánustu aðstandendur, sem ég er í beinu sambandi við? Hvað þarf til að viðurkenna þörfina? Þarf dauðsfall í fjölskyldu eða alvarleg veikindi? Eiga þroskaheftir engan rétt nema eitt- hvað alvarlegt komi fyrir í fjölskyld- unni? Hvað með þá sem eru löngu komnir yfir þann aldur þegar ungt fólk fer venjulega að heiman? Er aldrei hægt að bregðast við fyrr en fólk er komið á neyðarlista? Starfs- maðurinn viðurkennir þó að það séu ellefu einstaklingar sem bíða eftir bú- setuúrræðum. Ég leyfi mér að full- yrða að þeir eru fleiri og nokkrir þeirra í „bráðri þörf.“ Þyrfti Svæð- isskrifstofa ekki að fara að snúa sér að því verkefni að hýsa þessa ellefu. Annað er ekki við- unandi. Geðfatlaðir og síma- peningarnir Þeir sex sem fá bú- setu í úrræði, sem starfsmaður nefnir sem dæmi um yfirstandandi framþróun í málefnum fatlaðra á Suðurnesjum og fyrirhugað er að byggja fyrir hina svo- kölluðu „símapeninga“ sem settir voru góðu heilli í málefni geðfatl- aða, eru ekki í þeim hópi sem ég gerði að umræðuefni. Ég ræddi eingöngu um þroskahefta. En búsetuúrræði fyrir geðfatlaða eru líka mjög brýn og í þeim hópi er líka fólk í bráðri þörf. Ég þekki þó ekki nógu vel til svo ég geti fullyrt hve margir þeir eru en það kæmi mér ekki á óvart að þeir væru fleiri en þeir sex sem þarna fá úrræði. Eftir stendur að staðan í búsetumálum þroskaheftra á Suð- urnesjum verður óbreytt. Þeir tveir, sem útveguð var búseta í öðrum landsfjórðungi og „eru þar að eigin ósk“ skv. orðum starfsmanns- ins, fengu aldrei neitt val. Úrræðið var það eina sem var í boði. Ég gat þess að þeir væru hjá góðu fólki við góðan aðbúnað og ég stend við það. Foreldrarnir þekktu til fólksins og þess vegna samþykktu þeir úrræðið með „miklum semingi“. Það breytir því ekki að þetta eru nútíma hreppa- flutningar í óþökk fjölskyldu. Úrræð- ið sem átti að vera til bráðabirgða hefur nú staðið í tvö og hálft ár þrátt fyrir að foreldrarnir minni reglulega á ósk um varanlegt úrræði á heima- slóðum. Starfsmaðurinn segir einnig að annað barnið, sem útveguð var bú- seta á Reykjavíkursvæðinu, hafi ver- ið í skóla í Reykjavík og „því urðu ekki miklar breytingar á högum þess“. Henni láðist að geta þess að ástæða skólavistar þess í Reykjavík var vistun til bráðabirgða í „neyð- arvistun“ í húsnæði skammtímavist- unar á Reykjavíkursvæðinu vegna skorts á úrræðum á Suðurnesjum. Sú neyðarvistun stóð í fjögur og hálft ár áður en barnið (þá ungmenni) fékk varanlegt búsetuúrræði. Ég ítreka að öllum umræddum líð- ur vel og þeir búa við gott atlæti. Það er ekki aðbúnaðurinn sem ég gagn- rýni heldur það að ekki eru búsetuúr- ræði í heimabyggð. Skammtímavistun Starfsmaðurinn segir að á næstu dögum verði tekin í notkun skamm- tímavistun fyrir fatlaða einstaklinga í Garði. Ég gat þess einmitt í grein minni og þakkaði fyrir það. Ég sagði líka, sem hún lætur vera að nefna, að á sama tíma verður núverandi hús- næði lagt niður og aukning skamm- tímaplássa verður lítil eða engin. Hún getur þess heldur ekki að börn fá ekki það magn skammtímavistunar sem foreldrar telja sig þurfa fyrir þau og sum fá alls enga og ekki er séð fram á breytingu á því. Starfsmaðurinn segir að á Suð- urnesjum sé „einn einstaklingur í bráðri búsetuþörf“ og vandi hans verði leystur á næstu vikum. Það skyldi þó ekki vera að enn ein bráða- birgðalausnin sé á döfinni? Að mein- ingin sé að vista viðkomandi til bráðabirgða á nýja skammtímaheim- ilinu? Eitt af hlutverkum Svæð- isskrifstofa skv. lögum er að gera áætlanir og sýna valdhöfum fram á þörfina fyrir úrræði hver á sínu svæði. Öðruvísi geta ráðamenn ekki metið þörf á fjármagni til reksturs og uppbyggingar í málaflokkinn. Þess vegna skil ég ekki tilgang tregðunnar að viðurkenna þörfina. Telja embætt- ismenn það e.t.v. hlutverk sitt að vera einhverskonar „hliðverðir“?. Hleypa þeir ekki upplýsingum um þörfina áfram til ráðherra? Sé svo misskilja þeir hlutverk sitt illilega og ekki furða að hægt gangi að byggja upp. Ég vil ekki trúa því að þannig sé far- ið. Einhverr staðar er misskilningur í gangi sem verður að leiðrétta. Verið að skjóta sendiboðann? Það getur varla talist eðlilegt að sá sem vekur athygli á vandanum sé gerður tortryggilegur eins og skrif mín eru gerð í fyrrnefndu viðtali við starfsmann Svæðisskrifstofu. Þar er verið að skjóta sendiboðann. Ef starfsfólki Svæðisskrifstofu finnst allt í lagi í búsetumálum fatl- aðra á Suðurnesjum lifir það í öðrum heimi en þeir fötluðu og fjölskyldur þeirra. Ólíkt mat starfsmanna og for- eldra veldur miklum áhyggjum. P.s. Ég sakna þess að hafa ekkert heyrt frá Guðna Ágústssyni um hvort hann tekur áskorun minni að gerast talsmaður fatlaðra. Hálfsannleikur oftast er... Þórdís Þormóðsdóttir gerir at- hugasemd við ummæli og við- brögð starfsmanns Svæð- isskrifstofu vegna greinar um málefni fatlaðra á Reykjanesi »Ef starfsfólki Svæð-isskrifstofu finnst allt í lagi í búsetumálum fatlaðra á Suðurnesjum lifir það í öðrum heimi en þeir fötluðu og fjöl- skyldur þeirra. Þórdís Þormóðsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og starfar sem foreldraráðgjafi hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum. Í ÁRÞÚSUNDIR hefur mann- kynið fagnað vetrarsólstöðum. Á þessum degi þegar jörðin er næst sólu er svartnættið lengst á norð- urhveli en á morgun birtir að nýju. Allt er í heiminum hverfult. Vetrarsólstöður marka tímamót. Enn á ný hefur sólin kom- ist undan úlfunum, enn á ný mun jörðin safna orku í vetr- ardvala, að afloknum vetri kemur vor. Hinn skínandi lífgjafi á himnum, kóróna sköpunarverksins, áð- ur fyrr á tíðum dýrk- uð sem guð og þunga- miðja tilverunnar, sólin sjálf, mun áfram verma jörðina. Án hennar væri ekkert líf, aðeins auðn, tóm og fimbulkuldi. Vetr- arsólstöður, endurkoma ljóssins er tími til gleðjast og bera inn græn- ar greinar sem minna á vorið, kveikja kertaljós og fagna hátíð ljóss og friðar. En þá er líka tími til að staldra við, minnast þess sem er liðið og íhuga það sem er framundan. Þessi dagur er helgaður baráttu fyrir náttúruvernd. Dagur til að deila hugrenningum þegar válynd boð berast hvaðanæva um ógnir og afleiðingar gerða okkar mann- anna gegn náttúrunni, gegn okkur sjálfum og forsendum lífs á jörð- inni. Á þessum tímamótum við vetrarsólstöður er tími til að flytja náttúru Íslands ástarjátningu, deila minningabrotum, augnablik- um í eilífðinni, draumsýn. Ísland á stórbrotna náttúru, fegurð engri líka sem laðar og seiðir, heldur okkur hugföngnum. Heiður him- inn, grænir mosar, svartir sandar, ískaldir jöklar, ólgandi hverir og hafið svo blátt. Til íslenskrar nátt- úru sækjum við hugarró – gleym- um stund og stað í andstuttum, orðlausum augnablik- um á snæviþöktum tindum þegar landið eins og líður inn í fjarlægðina fyrir fót- unum. Gleðin, þegar við höfum skriðið milli þúfna, svo nálægt hreindýrunum að við heyrum þau hnusa og finnum volga lyktina. Aðdáunin á full- komleika melatígl- anna sem frostið skapar um frostkaldar veturnætur þegar norðurljósin dansa um him- inhvolfið. Augnablikin þegar mjúkar bárur hjala við brimsorf- inn klett, sjávarlyktin þenur vitin og seltan á vörunum. Sigurinn að finna fyrsta vetrarblómið brosa mót sól, skreyta móleitan kletta- vegg og vita að það er vor. Í íslenskri náttúru er mín kirkja, hér finn ég guð, skynja þetta afl sem er æðra öllum skiln- ing og verð eins og eitt með nátt- úrunni. Upplifi mig sem órjúf- anlegan hluta sköpunarverksins. Finn hvernig ástin á landinu og lífinu verður öllu yfirsterkari. Finn fyrir smæð minni þegar lífið virðist aðeins eins og neisti undan hóf, eitt örstutt, hverfult augna- blik í ævi alheimsins. Náttúran er mikils virði eins og skáldið lýsir svo ódauðlega í Sjálf- stæðu fólki: „En heiðin hafði líka annað gildi fyrir þennan mann en hið verklega og hagræna. Hún var hin andlega móðir hans, hans kirkja, hans betri heimur.“ Heiðin hans Bjarts er að eilífu varðveitt á blaðsíðum bóka. En á heiðinni við Kringilsárrana er öræfakyrrðin rofin af véladyn. Nú sverfa gráleitar gárur jökullónsins burtu grænar mosaþembur, þagga niður fuglasöng og flugnasuð en hreindýr og gæsir leita nýrra heimkynna, ef finnast. Það er vegið að íslenskri nátt- úru úr öllum áttum. Er ekki kom- inn tími til að staldra við. Það er aðeins ein jörð og hana höfum við að láni frá framtíðinni og okkar eigin afkomendum. Jörðin er í okkar umsjá og við ættum að um- gangast hana af umhyggju og nærgætni og fá það margfalt laun- að því náttúran er uppspretta og aflgjafi andans. Náttúruvaktin hvetur alla nátt- úruunnendur til að eiga saman góða stund í Hallgrímskirkju í kvöld, 21. desember kl. 20. Ljós í myrkri, óður til íslenskrar náttúru Ásta Þorleifsdóttir fjallar um náttúruvernd í tilefni dagsins » Á þessum tímamót-um við vetrarsól- stöður er tími til að flytja náttúru Íslands ástarjátningu, deila minningabrotum, augnablikum í eilífðinni, draumsýn. Ásta Þorleifsdóttir Höfundur er jarðfræðingur. ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að jólin eru ævaforn há- tíð sem spannar a.m.k. tvenn trúarbrögð og nær ugglaust aftur til þess tíma er menn tóku að merkja þau gleðilegu tíðindi að sól fór að hækka á lofti. Og gefur þá auga leið að jól hafa átt ekki lít- inn sess í hugarheimi norðurhjar- ans, enda eigum við Íslendingar ríka jólahefð með sögum og kvæð- um og stórkostlegum fígúrum og ber þar hæst hina sýknu þrenn- ingu: Grýlu, Leppalúða og jóla- sveinana. Jólin eru líka þeirrar gerðar að þau orka svo sterkt á barnshug- ann að allir virðast eiga sín bernskujól, einskonar frum- eða erkijól sem hver og einn freistar ár hvert að ná í skottið á. Það er því ekki lítið í húfi að jólasiðir fái að haldast sem óbrenglaðastir. Og er þá komið að erindi þessa grein- arkorns. Einhver skemmtilegasta jóla- vísan okkar er svohljóðandi: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi, móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. En haldið þið ekki að einhverjir „raunsæismenn“ hafi nýverið fundið sig knúna til að breyta textanum í þá veru að jólasveinn- inn er kominn upp á hól að kanna eitthvað sem enginn botnar í hvað er. Svo úr verður skrípið: Upp á hól stend ég og kanna, níu nóttum … o.s.frv. Ugglaust er þetta fallega meint og til þess gert að hafa enga vit- leysu fyrir blessuðum börnunum, en þá hefur leiðréttingarmönnum yfirsést að könnustóll er raun- verulegt fyrirbæri og var hafður í stofum manna hér á öldum áður, einskonar frálagsborð fyrir bjór- könnur. Mynd af honum má sjá í Íslensku teiknibókinni frá 15. öld, en með tímanum mun hafa fjarað undan honum þegar einok- unarverslunin tók fyrir bjór- innflutning og brennivín kom í staðinn, sem eins og gefur að skilja er drukkið úr minni ílátum. En könnustóllinn hélt engu að síð- ur áfram í sögum og kvæðum á borð við jólasveinavísuna góðu. Nægir að nefna að í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá árinu 1864 er kannan á sínum stað, þ.e. „upp á stól“. Svo er einnig í Nýju söngva- safni sem fyrst kom út árið 1949 og síðan endurprentað reglulega og iðulega haft við höndina þar sem píanó er á heimili. Þannig að í guðannabænum: foreldrar, fóstrur og jólasveinar, berið ekki við að afskræma hinn klassíska texta og syngjum öll hátt og skýrt nú sem endranær: Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. Pétur Gunnarsson Upp á stól stendur mín kanna Höfundur er rithöfundur. Könnustóll. Mynd úr íslensku teiknibókinni frá 15. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.