Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.12.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 45 FRÉTTIR Atvinnuhúsnæði Iðnaðarbil á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirtæki óskar eftir 80-150 fm iðnaðarplássi með 4-5 m lofthæð og ekki minni en 3,20 hurð, þrifaleg um- gengni. Upplýsingar sendist á re@centrum.is. Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Listmunir 15% jólaafsláttur. Gallerí Símón, Miklubraut 68. Opið þriðjud. til föstud. frá kl. 14.00 til 18.00 og laug- ard.12 til 16. Sími 692 0997. Tómstundir Bókhald Bókhald * Reikningar * Laun * Vsk * Skattframtal. Þú kemur bara með möppuna þína. Við sjáum um allt ferlið fyrir þig. Veitum einnig ráðgjöf og aðstoð til einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Katrín Magnús- dóttir, bókhald - ráðgjöf og aðstoð. Helena Bjarnadóttir viðskiptafræð- ingur. Ársuppgjör - skattframtal. Maka ehf., gsm 820 7335. Þjónusta Jólagjöfin í ár! Gefðu elskunni þinni eða vinum ógleymanlega jóla- gjöf í ár og komdu þeim skemmtilega á óvart. Gefðu þeim gjafabréf í húð- flúr eða líkamsgötun. Skemmtilegri gæti nú gjöfin ekki orðið. HOUSE OF PAIN, Laugavegi 45, 101 Rvík. Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir og endurnýjun raflagna. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. HPI Savage X RTR fjarstýrður bensíntrukkur, nú fáanlegur með jóla- tilboðs viðauka. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is Nýkomin sending af Revell plastmódelum í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600 www.tomstundahusid.is Nudd 580 7820 Persónuleg dagatöl Jólagjöf nuddarans eða meðferð-araðilans. Ferðanuddbekkir og fylgi- hlutir til sölu. Tilvalin jólagjöf fyrir nuddara eða aðra meðferðaraðila. Vönduð vara á hagstæðu verði. Uppl. í síma 891 6447 Ólafur. Húsnæði í boði Íbúð til leigu yfir hátíðarnar. Íbúð á Laugarnesvegi til leigu frá 15. des. til 2. jan. með innbúi. Leigist reglu- sömum einstaklingum. Sími 823 3670. Húsnæði óskast Jólasveinaþjónusta Vantar þig jólasvein? Við komum í heimahús, jólaböll, húsfélög og aðrar samkomur. Margra ára reynsla. Upplýsingar í síma 820 7378. Húsnæði óskast. Tvær systur utan af landi vantar 3ja herbergja hús- næði í miðbæ Reykjavíkur til leigu frá og með 1. janúar 2007. Upplýsingar í síma 869 9977. Skemmtilegir inniskór, tilvaldir í jólapakkann. Fyrir dömur og herra á öllum aldri. Verð aðeins 500 kr. parið! Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Ath. Fram að jólum verður verslunin opin: Virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Þorláksmessu 10-20 Lokað á sunnudögum Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomnar nýjar vörur. Toppar – blússur – sjöl. Góðar jólagjafir. Bílar VERÐHRUN Á BÍLUM! Nýjir og nýlegir bílar frá öllum helstu framleiðendum allt að 30% undir markaðsverði. Veldu úr þremur milljón nýrra og nýlegra bíla í USA og Evrópu. Íslensk ábyrgð og bílalán. 30 ára traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Herrahattar. Hattabúð Reykjavíkur, Laugavegi 8, sími 551 2123. Fatnaður Smáauglýsingar sími 569 1100 Rangt ártal Rangt var farið með ártal í mynda- texta með mynd eftir Ólaf K. Magn- ússon við grein um 150 ára afmæli hafnarnefndar í Morgunblaðinu á sunnudag. Morgunblaðinu hefur borist ábending um að á myndinni sé skip, sem smíðað var 1953, eða syst- urskip þess, sem afhent var 1954. Á myndinni sést einnig í hluta húss, sem reist var á árunum 1954 til 1957 fyrir tollskoðun og afgreiðslu far- þega, sem ferðuðust með Gullfossi. Myndin gæti verið tekin 1956, 1957 eða 1958 þegar skipin stöðvuðust vegna verkfalla. LEIÐRÉTT ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þor- láksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18.00. Í frétta- tilkynningu frá Samstarfshópi frið- arhreyfinga er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tutt- ugasta og sjöunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. Söngfólk úr Hamrahlíð- arkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tekur að vanda þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Lækjartorgi. Þar mun Falasteen Abu Libdeh frá Palestínu flytja stutt ávarp. Fundarstóri verður Arnar Jónsson leikari. Fundinum lýkur með frið- arsöng. Friðarganga verða einnig á Ak- ureyri á Þorláksmessukvöld. Blysför frið- arsinna á Þor- láksmessu ORKUVEITA Reykjavíkur hefur auglýst samkeppni um frágang á niðurrennslisæð Hellisheiðarvirkj- unar. Orkuveitan vill vera í forystu í umhverfismálum en niðurrennsl- islögnin sem um ræðir er í þjóð- braut og blasir við þegar ekið er eftir þjóðvegi 1 neðan Hveradala- brekkunnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Samkeppnin verður opin al- menningi og fagmönnum og haft að leiðarljósi að lögnin falli sem best inn í umhverfið. Um er að ræða hugmyndasamkeppni, þar sem Orkuveitan hyggst nýta tillög- urnar og getur ráðstafað þeim og nýtt þær við aðlögun á núverandi og framtíðarvirkjanasvæðum fyr- irtækisins í viðkvæmu umhverfi á Hengilssvæðinu. Verðlaunafé er 1½ milljón króna en þrenn verð- laun verða veitt. Samkeppnin er haldin að frum- kvæði stjórnar Orkuveitu Reykja- víkur, en í greinargerð með sam- þykkt stjórnarinnar segir m.a. að sjálfsagt sé fyrir OR að reyna að lágmarka umhverfisáhrif lagnar- innar og leita eftir nýjum hug- myndum að frágangi lagna á yf- irborði. Ein leið er að reyna að virkja al- menning og fagmenn til að koma með hugmyndir um hvernig betur mætti standa að hönnun og út- færslu lagnarinnar. Nánari upplýsingar um sam- keppnina, samkeppnislýsingu og samkeppnisgögn er að finna á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is. Samkeppni um frágang á niður- rennslislögn FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hefur veitt Stíga- mótum styrk að upphæð kr. 450 þús- und kr. Guðrún Jónsdóttir og Guðný Hafliðadóttir veittu styrknum við- töku fyrir hönd samtakanna hinn 13. desember sl. Styrknum verður varið til þess að efla sjálfshjálparhópa Stígamóta. Sjálfshjálparhóparnir eru lokaðir hópar 4–6 einstaklinga sem ásamt leiðbeinanda skuldbinda sig til þess að hittast 15 sinnum, þrjá tíma í senn. Í hópunum er farið skipulega í gegnum ýmsa þætti sem tengjast of- beldinu. Á hverju ári eru starfræktir 6–15 hópar. Frá upphafi hafa þannig verið reknir um 200 hópar sem hafa skilað samfélaginu sterkari, örugg- ari og lífsglaðari konum og einnig nokkrum körlum, segir í frétta- tilkynningu. Verkalýðsfélög veita Stígamótum styrk Styrkveiting F.v. Guðný Hafliðadóttir, Guðrún Jónsdóttir, Georg Páll Skúlason og Guðmundur Þ. Jónsson. ÚT ER komið Almanak Þjóðvina- félagsins um árið 2007 og er þetta 133. árgangur ritsins. Það hefur að geyma Almanak Háskólans, sem Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur reiknaði og bjó til prent- unar og Árbók Íslands 2005, sem Heimir Þorleifsson sagnfræðingur samdi. Í Almanakinu er m.a. að finna dagatal með upplýsingum um sjáv- arföll, gang himintungla og messur kirkjuársins, en í árbókinni er yf- irlit um árferði, atvinnuvegi, íþrótt- ir, stjórnmál, verklegar fram- kvæmdir og margt fleira. Fjöldi mynda er í ritinu, sem að þessu sinni er 214 bls. að stærð. Almanak Þjóð- vinafélagsins komið út Á AÐFANGADAG lýkur söfnunar- átaki Sparisjóðsins til styrktar átta frjálsum félagasamtökum til verkefna við uppbyggingu, fræðslu, og þróun í geðheilbrigð- ismálum. Á sextándu milljón króna höfðu safnast þegar fimm dagar voru eftir af átakinu. Það kostar ekkert fyrir við- skiptavini Sparisjóðsins að taka þátt í söfnuninni. Aðeins þarf að velja eitt af verkefnunum átta á heimasíðu Sparisjóðsins (www.spar.is) eða í heimabanka og hlýtur það verkefni sem valið er þúsund króna styrk frá Spari- sjóðnum fyrir vikið. Að sjálfsögðu er einnig hægt að leggja fram við- bótarframlag auk þess sem allir landsmenn geta tekið þátt með því að hringja í söfnunarsímann 901 1000. Á heimasíðu Sparisjóðsins, www.spar.is, er að finna ítarlegar upplýsingar um þau félög sem hljóta styrki og þau verkefni sem ætlað er að hleypa af stokkunum. Staðreyndin er sú að einn af hverj- um fjórum landsmönnum glímir við geðræn vandamál einhvern tímann á lífsleiðinni. Það eru því fáar fjölskyldur í landinu sem þessi vandi lætur ósnortnar. Það eru því hagsmunir allra Íslendinga að taka þátt í þessari söfnun og styðja við bakið á uppbyggingu og nýsköpun á sviði geðheilbrigðismála, segir í fréttatilkynningu. Yfir 15 milljónir í átaki í geðheilbrigðismálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.