Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2006 53 dægradvöl STAÐAN kom upp á gríska meistara- mótinu. Stórmeistarinn Spyridon Skembris (2.455) hafði hvítt gegn Vasi- lios Kotrotsos (2.276). 19. Bxd6! Dxd6 20. Rc4 Dc7 21. d6 Dd8 22. dxe7 Dxe7 23. e5 Rg4 24. Bxg4 hxg4 25. Had1 hvítur hefur nú léttunnið tafl. Fram- haldið varð: 25. … Rf8 26. Hd6 Re6 27. Dd1 Dg5 28. He4 Rd4 29. Hxg4 Df5 30. Hf4 Dh3 31. Hd5 g5 32. Hg4 Re6 33. Df3 Hf8 34. Df5 Rd4 35. Hdxd4 cxd4 36. Dxg5 Dh7 37. Hxd4 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Vasilos Kotronias (2.587) 6 v. af 9 mögu- legum. 2.–4. Spyridon Skembris (2.455), Hristos Banikas (2.568) og Athanasios Mastrovasilis (2.533) 5½ v. 5.–6. Dimit- rios Mastrovasilis (2.562) og Ioannis Ni- kolaidis (2.536) 5 v. 7. Spyridon Kapnisis (2.421) 4½ v. 8.–9. Cristos Goritsas (2.289) og Vasilios Kotrotsos (2.276) 3½ v. 10. Athanasios Karayannis (2.361) 1 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Flýttu þér hægt. Norður ♠K876 ♥K53 ♦K4 ♣K532 Vestur Austur ♠3 ♠D ♥DG10 ♥Á98764 ♦D1098763 ♦G5 ♣G7 ♣D1096 Suður ♠ÁG109542 ♥2 ♦Á2 ♣Á84 Suður spilar 6♠ og fær út hjarta- drottningu. Þess ber að geta að vestur stökk hindrandi í þrjá tígla við spaðaopnun suðurs, en í sjálfu sér breytir það litlu um áætlunina í sex spöðum. Eftir út- spilið er ljóst hvar hjartaásinn liggur og eina vonin er þvingun á austur í hjarta og laufi. Austur þarf sem sé að eiga minnst fjögur lauf til hliðar við hjarta- ásinn. Sagnhafi dúkkar hjartadrottn- ingu, trompar næsta hjarta og rúllar niður öllum trompunum og ÁK í tígli. Í endastöðunni á blindur hjartakóng og Kx í laufi, en heima er sagnhafi með Áxx í laufi. Og austur getur ekki bæði haldið eftir hjartaás og þremur laufum. Þeir spilarar eru til sem myndu „prófa“ kónginn í hjarta í fyrsta slag og fara svo að hugsa. En þá er það of seint. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 berja, 4 kría, 7 drengs, 8 kústur, 9 rödd, 11 vanda um við, 13 band, 14 minnast á, 15 brátt, 17 góðgæti, 20 skip, 22 éta, 23 reiður, 24 áann, 25 korns. Lóðrétt | 1 spjarar, 2 mál- tíðin, 3 sleif, 4 ójafna, 5 gengur, 6 ákveð, 10 hefja, 12 elska, 13 á húsi, 15 níska, 16 þvinga, 18 leiktækið, 19 meiðir, 20 hafði upp á, 21 glufa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skapmikil, 8 snark, 9 unnið, 10 kyn, 11 rofna, 13 niðja, 15 hatts, 18 snáði, 21 vik, 22 narti, 23 efinn, 24 sinnulaus. Lóðrétt: 2 klauf, 3 pakka, 4 Iðunn, 5 iðnað, 6 æsir, 7 iðja, 12 nýt, 14 inn, 15 hann, 16 Torfi, 17 svinn, 18 skell, 19 át- inu, 20 inna. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Rússneska skipið Wilson Muugasem strandaði í grennd við Sandgerði var áður í eigu Nesskipa. Hvað hét það þá? 2 Björgvin Halldórsson varð fyrsturtil að ná platínusölu fyrir tón- leikaplötu sína með Sinfóníunni og Karlakór Reykjavíkur. Hvað hafa selst mörg eintök af plötunni? 3 Hvað heitir dómarinn sem vannmálið gegn ríkinu vegna laga sem afnámu úrskurð Kjaradóms um kaup og kjör dómara? 4 Hver verður aðstoðarmaður Al-freðs Gíslasonar við þjálfun karlalandsliðsins í handbolta á næstu heimsmeistarakeppni? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Sif Sigmarsdóttir hefur sent frá sér bók um unga stúlku fyrir ungar stúlkur og gefur Edda bókina út. Hver er titill bókarinnar? Svar: Ég er ekki dramadrottning. 2. Hverjir voru kjörnir leikmenn ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu í kvenna- og kar- laknattspyrnu? Svar: Marta frá Brasilíu og Fabio Cannavaro frá Ítalíu. 3. Bond-mynd- in missti toppsætið á íslenska bíólistan- um. Hver skákaði henni? Svar: Eragon. 4. Varasamt „æði“ hefur gripið um sig hjá krökkum á Akureyri. Hvað kallast það? Svar: Að sletta hendi. Spurt er ritstjorn@mbl.is    BRYNHILDUR Þórarinsdóttir og Margrét E. Laxness senda nú frá sér þriðju bókina þar sem Íslend- ingasaga er endursögð í máli og myndum fyrir börn. Að þessu sinni er það Laxdæla saga sem um er að ræða en áður hafa komið út Njáls saga og Egils saga. Bækurnar eru gefnar út undir „gælunöfnum“ sín- um: Njála, Egla og Laxdæla og ættu að henta fyrir börn allt frá 7 ára aldri. Hugmyndin að þessum bókum er mjög góð og vinnan á þeim er sérstaklega vel heppnuð. Brynhildur endursegir textann, dregur út aðalþræði sagnanna á máli sem ætti að vera flestum börn- um auðskiljanlegt og þar sem erfið orð koma fyrir fylgja orðskýringar á spássíu. Margrét teiknar myndir af aðalpersónum, auk þess sem hún teiknar og safnar saman teikning- um, ljósmyndum og kortum sem sett er upp í kringum meginmálið og mætti kallast ítarefni. Með ítar- efninu er miðlað alls konar fróðleik sem tengist tíma og umhverfi hverr- ar sögu fyrir sig og einnig er reynt að tengja efnið við nútímann með ýmsum tilvísunum sem börn ættu að þekkja. Ég hef áður sagt, og get endurtekið hér, að bækur þessar eru tilvalinn inngangur fyrir börn inn í heim Íslendingasagna sem lík- lega er orðinn nokkuð fjarlægur nú- tímabörnum. Endursögnin á Laxdælu heppn- ast ágætlega hjá Brynhildi. Í upp- hafi vekur hún athygli á sérstöðu sögunnar, að í henni koma fyrir margar snjallar og úrræðagóðar konur og strax í inngangi er getið um hið fræga tilsvar Guðrúnar Ósvífursdóttur: „Þeim var ég verst er ég unni mest“ og síðan segir: „Þetta dularfulla svar er einmitt það sem gerir sögur eins og Laxdælu svo eftirminnilegar“. Brynhildur rekur síðan meginþræði sögunnar í 20 köflum og áherslan er yfirleitt á einstakar persónur. Í fyrsta kafla er sagt frá Unni djúpúðgu, í öðrum kafla frá Höskuldi og Melkorku, í þriðja og fjórða kafla er sagt frá Ólafi pá og fimmti kafli segir frá draumum Guðrúnar Ósvífursdóttur. Í framhaldinu er síðan áherslan á Guðrúnu og þá fóstbræður Kjartan og Bolla, sagt frá utanferð fóst- bræðranna og samskiptum þeirra við Ólaf Noregskonung. Kristnitak- an fær nokkuð rúm í frásögninni og að sjálfsögðu er vel farið í aðalátök sögunnar sem snúast um ástar- þríhyrninginn Guðrúnu, Kjartan og Bolla. Síðustu kaflarnir segja síðan frá eftirmálunum við víg Kjartans og lífi Guðrúnar eftir víg Bolla og í síðasta kaflanum er komið aftur að hinu fræga tilsvari Guðrúnar. Þessi bókaflokkur Máls og menn- ingar er að öllu leyti mjög vel til fundinn og vonandi verður framhald á útgáfunni. Gaman væri að sjá sög- ur á borð við Grettis sögu og Gunn- laugs sögu ormstungu – svo dæmi séu tekin. Íslendingasögur fyrir börn BÓKMENNTIR Skáldsaga Brynhildur Þórarinsdóttir endursagði. Margrét E. Laxness myndskreytti. Mál og menning 2006, 61 bls. Laxdæla Soffía Auður Birgisdóttir NÁTTÚRU- VAKTIN stendur fyrir jólahugvekju um náttúruvernd undir yfirskrift- inni Ljós í myrkri í Hallgrímskirkju í kvöld. Fjölmarg- ir listamenn koma að hugvekjunni og má þar nefna Ell- en Kristjáns- dóttur og Eyþór Gunnarsson, Meg- as og Súkkat, Ás- hildi Haralds- dóttur, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson, Þórunni Lárusdóttur, Hörð Áskelsson og Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Sér- stakir heiðursgestir á tónleikunum verða Vigdís Finnbogadóttir og Ómar Ragnarsson, en kynnir er Sólveig Arnarsdóttir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. Tekið er við frjálsum framlögum við innganginn. Náttúrutónleikar í Hallgrímskirkju Ljós í myrkri Eyþór Gunnarsson og Ellen Kristjáns- dóttir eru á meðal þeirra sem koma fram í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.