Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 355. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðvestan 15– 23 m/s og skúrir eða él. Fremur úr- komulítið verður á landinu norðaustanverðu. » 8 Heitast Kaldast 5°C 0°C KONUNGSBÓK Arnalds Ind- riðasonar situr enn í efsta sæti bók- sölulistans í flokki skáldverka, fimmtu vikuna í röð. Þá er hún næstmest selda bók landsins ef lit- ið er til allra flokka, en þar sitja Eftirréttir Hagkaupa á toppnum líkt og síðustu tvær vikur. Á meðal barna- og unglingabóka er Eragon vinsælastur en Ljósið í Djúpinu er í efsta sæti þegar litið er til Ævi- sagna og endurminninga. Þá er bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma, mest selda ljóðabókin. | 20 Bóksölulistinn Arnaldur og Hagkaup á toppnum BJÖRGVIN, Sinfó og gestir er í efsta sæti Tónlistans að þessu sinni, en fast á hæla plötunni koma þeir félagar í Baggalúti með jóla- plötu sína Jól og blíða. Í þriðja sæti sitja 100 íslensk jólalög, í því fjórða Sálin og Gospel og í fimmta sætinu eru þau Friðrik Karlsson og Þórunn Lárusdóttir með plötuna Álfar og fjöll. Á meðal 30 mest seldu platna á Ís- landi eru 22 með íslenskum flytj- endum, sex með erlendum en tvær plötur eru safnplötur með samblandi af erlendu og innlendu efni. | 20 Tónlistinn Íslensk tónlist í toppsætunum Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is VIÐRÆÐUR EFTA-ríkjanna Ís- lands, Noregs og Liechtenstein við Evrópusambandið um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins eru komnar í hnút og óvíst er að þeim ljúki fyrir áramót. Það er því ekki útlit fyrir að það náist að Rúmenía og Búlgaría fái aðild að EES um leið og ríkin ganga í ESB um áramótin. Þetta þýðir að fríverzlunarsamn- ingar við ríkin tvö falla úr gildi án þess að fríverzlunarákvæði EES taki gildi í staðinn. Jafnframt geta ríkin tvö þvælzt fyrir hagsmuna- málum EFTA-ríkjanna í ESB. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að það valdi litlum vandkvæð- um ef þetta ástand varir stutt, en geti farið í verra ef það dregst á langinn. Íslenzk stjórnvöld eru reiðubúin að greiða meira í sjóði fyrir fátæk- ari ríki ESB ef þau fá á móti greiðari markaðsaðgang fyrir nokkrar tegundir sjávarafurða, einkum humar. Hins vegar strandar á afstöðu Norðmanna, sem eru langt í frá eins örlátir á fé og í samn- ingum um síðustu stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins. | 4 Viðræður um stækk- un EES í hnút „UPP á stól stendur mín kanna,“ segir í jólakvæðinu góðkunna, sem allir Íslendingar þekkja og kunna hvort sem þeir eru komnir til vits og ára eða ekki, og hefur mörgum þótt einkennilega til orða tekið að kanna standi upp á stól. Á því er hins vegar sú skýring, að til forna voru könnu- stólar notaðir til að leggja frá sér ölkrúsir áður en öldrykkja lagðist af með tilkomu einokunarverslunar- innar, að því er fram kemur í grein Péturs Gunnarssonar rithöfundar í Morgunblaðinu í dag, þar sem fjallað er um tilraunir til að breyta orðalagi kvæðisins. irbæri og var hafður í stofum manna hér á öldum áður, eins konar frá- lagsborð fyrir bjórkönnur. Mynd af honum má sjá í Íslensku teiknibók- inni frá 15. öld en með tímanum mun hafa fjarað undan honum þegar ein- okunarverslunin tók fyrir bjór- innflutning og brennivín kom í stað- inn, sem eins og gefur að skilja er drukkið úr minni ílátum. En könnu- stóllinn hélt engu að síður áfram í sögum og kvæðum á borð við jóla- sveinavísuna góðu,“ segir m.a. í grein Péturs. „En haldið þið ekki að einhverjir „raunsæismenn“ hafi nýverið fundið sig knúna til að breyta textanum í þá veru að jólasveinninn er kominn upp á hól að kanna eitthvað sem enginn botnar í hvað er. Svo úr verður skrípið: Upp á hól stend ég og kanna, níu nóttum … o.s.frv. Ugglaust er þetta fallega meint og til þess gert að hafa enga vitleysu fyrir blessuðum börnunum, en þá hefur leiðréttingarmönnum yfirsést að könnustóll er raunverulegt fyr- Könnustóll var það heillin  Upp á stól/34 Könnustóll Myndin í teiknibókinni sýnir menn við öldrykkju. FASTEIGNAÞRÓUNARFÉLAGIÐ Samson Properties, í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ásamt Roy- al Bank of Scotland og fjárfestingafélaginu Ajenta keypt fasteignasafn finnska fasteignafjárfestisins Capman. Kaupverðið er um 380 milljónir evra, jafnvirði um 35 milljarða króna. Í fasteignasafninu eru meðal annars eignir í borgunum Helsinki og Esbo í Finnlandi. Að sögn Sveins Björnssonar forstjóra Samson Properties er hér um langstærstu viðskipti félags- ins að ræða og eiga kaupin sér um tveggja mánaða langan aðdraganda. Þá komu aðilar sér fljótt sam- an um kaupverðið að sögn Sveins. Af kaupend- unum þrem eiga Samson Properties 60% hlut í fasteignasafninu. „Við höfum haft áhuga á að skoða fasteignasöfn á Norðurlöndunum,“ segir hann. „Þessi sala er al- gerlega einstök að því leytinu að um er að ræða til- tölulega stórt og gott fasteignasafn með góðri staðsetningu í Helsinki.“ Í safninu eru 22 fast- eignir sem leigðar eru undir skrifstofu- og versl- unarstarfsemi. Samanlagður fjöldi fermetra fast- eignanna er 156 þúsund og í safninu eru tvær byggingar frá síðari hluta 19. aldar. Sveinn segir hagnaðarmöguleika viðskiptanna felast í að leiðrétta markaðsleigu út á við og auka leigunýtingu. Segir hann hlutfall lauss leigurýmis samt sem áður mjög lágt en þó sé svigrúm til að auka verðgildi safnsins. Samson Properties Ltd er stór eigandi í fast- eignafélaginu Sjælsö Gruppen í Danmörku og er auk þess í forystu fasteignaþróunarfélaga á Spáni, í Búlgaríu og Króatíu og nú síðast í Finnlandi. Að sögn Sveins kýs Samson Properties Ltd að starfa í félögum sem hafa djúpar rætur á heima- markaði og hafa á að skipa öflugum stjórnendum sem hafa skýra framtíðarsýn og stýra markvissri starfsemi. Markmið félagsins sé að byggja upp öfl- ug fasteignafélög á hverju markaðssvæði í náinni samvinnu við heimamenn og alþjóðlega fagaðila. Félagið leggi þessum félögum til alþjóðlega reynslu, tengslanet og aðgang að fjármagni. Kaupa finnskt fasteigna- safn fyrir 35 milljarða Í HNOTSKURN »Fasteignaþróunarfélagið Samson Pro-perties kaupir 22 fasteignir í Finnlandi sem samanlagt eru um 156 þúsund fermetr- ar að flatarmáli. Félagið er um eins árs gamalt og er hér um langstærstu viðskipti félagsins í krónutölu að ræða. »Höfuðstöðvar Samson Properties eru áÍslandi en meginstarfsemin í Evrópu. Félagið er stór eigandi í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen í Danmörku. ÖLFUSÁ beljaði bakkafull fram í farvegi sín- um undir Ölfusárbrú við Selfoss í gærkvöldi. Það vatnaði aðeins upp á bakkann austan við brúna og björgunarsveitarmenn sögðu ána vaxa um tíu sentimetra á klukkustund. Mikill strengur var í ánni og mátti sjá stór klaka- stykki rísa hátt upp og hníga í strauminn. Áin átti langt í land með að fylla undir brúarhafið og ná inn á planið við Tryggvaskála. Hins vegar voru fregnir af vaxandi vatnsflaumi á efri hluta vatnasvæðis Hvítár. Bæjarstjórinn í Árborg sagði að allir væru í viðbragðsstöðu til að mæta aðstæðum sem kynnu að koma upp. Morgunblaðið/Kristinn Ölfusá beljar bakkafull undir Ölfusárbrú  Flóðin á Suðurlandi | 32-33 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.