Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKILVÆGUM áfanga var náð við skipsflak Wilson Muuga í gær þegar tókst í fyrsta skipti að dæla nokkru magni af svartolíu úr botntönkum skipsins upp í síðutanka, þaðan sem á að dæla olíunni á land um leið og færi gefst. Gottskálk Friðgeirsson, verkefnastjóri við björgun olíunnar, sagði að nú væri athugunum lokið og sjálfar framkvæmdirnar hafnar. Auk þess kom í ljós að botntankar skipsins eru ekki rifnir eins og Um- hverfisstofnun taldi áður. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjö manns um borð í skipið um há- degið í gær, þar af þrjá starfsmenn Vélsmiðjunnar Framtaks, einn lög- reglumann, tvo björgunarsveit- armenn og einn sérfræðing. Unnið var um borð fram til klukkan rúm- lega 15. Olíubrák frá skipinu vegna gasolíu Fluttur var dælubúnaður út í skipið og dæling hafin. „Hugmyndin er að dæla olíunni í land,“ sagði Gottskálk. „Þegar við fórum af stað í [gær]morgun héldum við að botn- tankarnir væru ansi mikið skemmd- ir með tilheyrandi hættu á að það læki út úr þeim. En eftir mælingu í þeim tveimur tönkum sem innihalda 70 tonn af svartolíu kom í ljós að ol- ían virtist öll vera á sínum stað.“ Er því talið nú að botntankarnir séu alls ekki skemmdir og að olían ætti að haldast í skipinu. Spurður að því hvort staðhæfingu Umhverf- isstofnunar frá því á miðvikudag, um að botntankarnir væru rifnir, hefði þar með verið hrundið með nýjum athugunum sagði Gottskálk að fyrri staðhæfing hefði byggst á þeim upplýsingum sem þá lágu fyr- ir. „Það er einhver olíubrák frá skip- inu sem gæti verið gasolía frá tanki í botni skipsins, undir aðalvélinni. Það hefur ekki verið hægt að mæla í þeim tanki. Ef eitthvað hefur lekið þá er það þunnfljótandi gasolían sem ekki er eins slæm fyrir um- hverfið og svartolían. Gasolían gufar mikið upp og berst hugsanlega ekki mikið upp á land í öldurótinu þarna.“ Gottskálk er bjartsýnn á fram- haldið. „Björgunarsveitarmenn gengu í kringum skipið og sáu alls staðar undir botninn. Það situr á kletti og virðist vera mjög stöðugt og miðað við hvernig það hefur látið í veðrum undanfarið held ég að það verði þarna áfram.“ Svartolían á sínum stað Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/ÞÖK Björgunaraðgerðir Unnið var um borð í Wilson Muuga til klukkan rúmlega þrjú í gærdag. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fjóra karlmenn í fang- elsi fyrir tilraun til að smygla 15 kílóum af amfetamíni og 10 kg af hassi til lands í BMW bíl, falin í bensíntanki. Málið kom upp í vor og voru sakborningarnir hnepptir í gæsluvarðhald. Sá sem þyngstan dóminn hlaut var Ólafur Ágúst Hraundal Æg- isson sem fékk 8½ árs fangelsi. Tveir meðákærðir í málinu, Johan Hendrik Engelsman og Eyjólfur Hilmarsson fengu 6 ára fangelsi hvor, og þá var fjórði maðurinn, Ársæll Snorrason, dæmdur í 4 ára fangelsi. Ólafur Ágúst rauf skilyrði reynslulausnar en hann hefur áður hlotið 9 ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. Fíkniefnin voru gerð upptæk með dómi og bíllinn sömuleiðis, auk fartölvu, hnúajárns, rýtinga og rafstuðbyssu. Skýringarnar ótrúverðugar Í dómi segir um skýringar flestra mannanna á málinu að þær séu ótrúverðugar. Þannig var framburður Harðar mjög óstöðug- ur og óljós en þegar virtur var framburður hans taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði vitað eða mátt vita að fíkniefnin hefðu verið falin í bíln- um við flutning hans til landsins. Framburður Ársæls var frá upp- hafi mjög á reiki og var það mat dómsins að skýringar ákærða á breyttum framburði sínum væru vægast sagt sérkennilegar og í sjálfu sér mjög ótrúverðugar. Framburður Ólafs Ágústs var að mati dómsins allur mjög ótrúverð- ugur og að engu hafandi. Var talið hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aðstoðað við að flytja bílinn í iðnaðarhúsnæðið á Krók- hálsi vitandi um að fíkniefni væru í honum og unnið þar með með- ákærðu, Johan Hendrik og Ársæli, að töku efnanna úr honum í þeirri trú að þau væru umrædd fíkniefni. Dómurinn var fjölskipaður hér- aðsdómurunum Ásgeiri Magnús- syni dómsformanni, Friðgeiri Björnssyni og Jónasi Jóhannssyni. Verjendur voru hæstaréttarlög- mennirnir Jón Magnússon fyrir Ársæl, Björgvin Þorsteinsson fyrir Hörð, Sveinn Andri Sveinsson fyr- ir Ólaf og Brynjar Níelsson fyrir Johan. Sækjandi var Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá rík- issaksóknara. Hlutu margra ára fangelsi fyrir 25 kg af fíkniefnum Sá sem þyngstan dóminn hlaut fékk 8½ árs fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Ívar Smára Guð- mundsson í fjögurra ára fangelsi fyrir tvö rán, líkamsárásir og fíkniefnabrot auk þjófnaðar, fjár- svika og fleiri brota. Fyrra ránið var framið í verslun við Fiskislóð í júlí 2005 þar sem ákærði stal 12 þúsund krónum og barði starfskonu verslunarinnar. Seinna ránið var framið 31. júlí 2006 í Bónusvídeói í Hafnarfirði. Þar voru tvær konur barðar og komst vitorðsmaður ákærða á brott með 1,4 milljónir króna. Til frádráttar fangelsisrefsingunni kom um hálfs mánaðar gæsluvarð- hald sem ákærði sætti alls vegna rannsókna málanna. Hann var einnig dæmdur til að greiða Bón- usvídeói 1,4 milljónir kr. í skaða- bætur Að mati dómsins voru ránsbrot- in gróf og líkamlegt ofbeldi ákærða í garð starfsmanna sem fyrir honum urðu, sérlega fólsku- legt. Einkum átti það við um ann- að ránið þar sem starfsmaður nef- brotnaði. Þá var hluti brotanna unninn í félagi með öðrum og verðmæti sem stolið var í þjófnaðarbroti voru töluverð, auk þess sem verð- mæti í öðru ránsbrotinu voru tölu- verð og komst ekki nema lítill hluti þeirra til skila. Ákærði á að baki nokkurn saka- feril og rauf skilorð með brotum sínum nú. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Verjandi var Jón Egilsson hdl. og sækjandi Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lög- reglustjórans í Reykjavík. Fjögurra ára fangelsi fyrir rán Hálfs mánaðar gæslu- varðhald til frádráttar BEIN útsending var í fyrsta sinn í gær á vefvarpi mbl.is frá vatna- vöxtum í Ölfusá við Selfoss. Notendur tóku þessari nýbreytni vel. Um hádegið, skömmu eftir að útsendingin hófst, horfðu að jafnaði um 1.600 manns samtímis á útsend- inguna, sem stóð yfir í tvo klukku- tíma eða á meðan birtu naut. Tæknileg útfærsla var í sam- vinnu við Símann. Bein útsend- ing á vefvarpi mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.