Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 11
eða villandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 11 FERÐARÁÐGJÖFIN ehf., áður Ferðaskrifstofan Príma – Embla, hefur verið tekin til gjald- þrotaskipta. Frestur til að leggja fram kröfulýsingar er til 7. febr- úar nk. Ferðaskrifstofur eru trygg- ingaskyldar samkvæmt lögum en tryggingin á að endurgreiða við- skiptavinum fé sem þeir hafa lagt út vegna svonefndra alferða sem þá fela í sér flug og bíl og/eða gistingu eða aðra þjónustu. Ferðamálastofa hefur tilnefnt Friðjón Örn Friðjónsson hæsta- réttarlögmann til að hafa umsjón með uppgjöri tryggingafjár en skiptastjóri þrotabúsins er Björg- vin Jónsson hæstaréttarlögmaður. Ekki er vitað hversu margar kröf- ur verða gerðar en rekstur Ferða- ráðgjafarinnar hefur legið niðri um tíma. Rétt er að taka fram að gjald- þrotið nær ekki til Heimsklúbbsins Prímu, sem nú er starfandi. Ferðaráð- gjöfin í þrot EFTIR fund forsvarsmanna Bón- uss og Alþýðusambands Íslands aflétti Bónus banni við verðkönn- unum ASÍ í Bónus-verslunum en bannið var lagt á vegna deilna um verðkönnun á bókum í liðinni viku. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að bannið hafi verið lagt á til að ná athygli ASÍ sem hafi ekki svarað fyrirspurnum varðandi könn- unina. Á fundinum hafi Bónus getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri og þar með hafi til- ganginum með banninu verið náð. „Það er lágmark að svara fyrirspurnum og það er nú bara dónaskapur að gera það ekki,“ segir Guðmundur. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að óskað hafi verið eftir því að at- hugasemdir sem berast frá versl- unum verði settar í ákveðinn far- veg. Hann sagðist ekki búast við öðru en að samskipti við Bónus yrðu góð, hér eftir sem hingað til. ASÍ kemst inn í Bónus Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Rúmföt fyrir alla HELGI Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri lögfræðisviðs KB banka, segir ásakanir þess efnis að fréttatilkynning bankans hafi verið röng eða villandi tilhæfulausar. „Í umræddri fréttatilkynningu kom fram að KB banki teldi kæru Þorsteins til lögreglu með öllu til- hæfulausa og að Fjármálaeftirlitið teldi ekki tilefni til að aðhafast í málinu. Fjármálaeftirlitið hefur lokið meðferð þessa máls,“ segir Helgi. „Ef niðurstaða þess hefði verið á þá leið að bankinn hefði brotið al- varlega þau lög og þær reglur sem Fjármálaeftirlitinu er falið að framfylgja þá hvílir samkvæmt lögum sú skylda á Fjármálaeftirlit- inu að tilkynna um það til ríkislög- reglustjóra. Fjármálaeftirlitið taldi augljóslega ekki tilefni til þess.“ Helgi bendir á að Þorsteinn Ingason hafi hins vegar kært málið sjálfur til lögreglu, en hún hafi ekki séð ástæðu til að aðhafast í málinu. Sú ákvörðun hafi síðan verið staðfest af ríkissaksóknara. Viðbrögð lögregluyfirvalda og Fjármálaeftirlitsins staðfesti þann- ig fréttatilkynningu bankans um að kæra Þorsteins hafi verið til- hæfulaus. Segir ásakanir til- hæfulausar                     !!!"# "  Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Gullsmiðja Hansínu Jens Laugavegi 42 • Sími 551 8448 Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545. Sigurstjarnan Opið til kl. 20 20% afsláttur Frábærar gjafavörur - 20-80% afsláttur af öllu Allt á útsölu Hátíðarkjólar Kokkabókastatíf einlit og munstruð Klapparstig 44 • sími 562 3614 Opið kl. 10-22 alla daga til jóla Húsgögn Listmunir Antiksalan Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is Antikhúsgögn og gjafavörur Glæsilegt úrval af antikhúsgögnum, borðlömpum, kertastjökum, kertum og borðdúkum. Fjölbreytt og fallegt jólaskraut Opið virka daga frá kl. 10-18, lau. 11-18 RÍKISSAKSÓKNARI tilkynnti í gær að rannsókn yrði ekki haldið áfram vegna ummæla Jóns Bald- vins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrum starfsmanns í utanríkisráðuneytinu, um að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Fréttatilkynning ríkissaksóknara er hér birt í heild: Með bréfi, dagsettu 16. október sl., fól ríkissaksóknari lögreglu- stjóranum á Akranesi, Ólafi Haukssyni, að annast rannsókn á ætluðum hlerunum á síma utanrík- isráðherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, og á síma starfsmanns í utanríkisráðuneytinu, Árna Páls Árnasonar, á meðan þeir gegndu störfum í utanríkisráðuneytinu. Ákvörðun um rannsóknina var tek- in í tilefni af ummælum og upplýs- ingum Jóns Baldvins og Árna Páls í fjölmiðlum í októbermánuði sl., síðast ummælum Árna Páls í sjón- varpsþætti þann 15. október sl., um hleranir á símum og símtölum þeirra, annars vegar á árinu 1992 eða 1993 og hins vegar á árinu 1995. Lögreglustjórinn á Akranesi hef- ur lokið rannsókn sinni og skilað rannsóknargögnum ásamt greinar- gerð um rannsóknina til ríkissak- sóknara. Rannsóknin fór aðallega fram með þeim hætti að aflað var upp- lýsinga með skýrslutökum af op- inberum starfsmönnum með hlið- sjón af því sem fram kom í frásögnum og skýrslum Jóns Bald- vins og Árna Páls um ætlaðar hler- anir á símum þeirra. Í þágu rann- sóknarinnar voru þannig teknar skýrslur af 6 mönnum sem voru lögreglumenn, starfsmenn í útlend- ingaeftirliti eða starfsmenn hjá tollgæslu og 6 mönnum sem voru starfsmenn Pósts og síma, auk þess sem aflað var greinargerðar frá lögreglustjóranum í Reykjavík um framkvæmd símhlerana sem lögreglan í Reykjavík stóð fyrir á árunum 1992 til 1995. Við rannsóknina kom ekkert fram sem studdi ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um að símar þeirra hefðu verið eða kynnu að hafa ver- ið hleraðir þegar þeir gegndu störfum í utanríkisráðuneytinu. Af hálfu Jóns Baldvins hefur m.a. komið fram að hann hafi, á árinu 1991, 1992 eða 1993, fengið kunningja sinn, kunnáttumann á fjarskiptasviði, til að ganga úr skugga um hvort sími hans í utan- ríkisráðuneytinu væri hleraður og sá maður lýst því að svo væri. Miklu þykir skipta að fá upplýs- ingar um hver þessi kunnáttumað- ur er til þess að fá lýsingar hans á þeim mælingum sem hann gerði og hvað þær sýndu. Jón Baldvin hefur ekki viljað veita upplýsingar um hver maðurinn er. Í greinargerð lögreglustjórans á Akranesi um rannsóknina segir m.a.: „Því til viðbótar benti Jón Bald- vin á mann sem vann hjá Símanum sem hefði orðið vitni að hlerunum á síma Jóns Baldvins í Landsímahús- inu. Við rannsókn kom fram að þær upplýsingar studdu ekki við grunsemdir um ólögmæta hlerun á síma JBH og fundust eðlilegar skýringar á atferlinu í Landsíma- húsinu. Einnig kom fram hjá JBH að hann hefði fengið upplýsingar frá aðila sem starfaði innan íslensku leyniþjónustunnar um ólögmætar símhleranir hjá ráðamönnum fram til dagsins í dag. Tilgreindir voru aðilar sem hann taldi að störfuðu innan leyniþjónustunnar á um- ræddum árum og að þeir hefðu getað starfað í útlendingaeftirlit- inu. Nafn heimildarmanns síns um leyniþjónustuna gaf hann ekki upp en gaf nokkra lýsingu á starfsferli hans. [...] Í seinni skýrslu af JBH gaf hann upp nafn heimildarmanns síns um leyniþjónustu á Íslandi og var sá yfirheyrður. Hann taldi sig ekki geta staðfest veigamikil atriði í framburði JBH varðandi umrædda leyniþjónustu og hafði ekki vitn- eskju um símhleranir án úrskurða auk þess sem hann var hættur störfum á því tímabili sem um ræð- ir.“ Grunsemdir Árna Páls um hler- un voru reistar á því að hann hefði, stuttu eftir að hann átti símtal í heimasíma sinn um málefni sem vörðuðu starf hans í utanríkisráðu- neytinu, fengið viðvörun um að tala ekki óvarlega. Álitið var að sá mað- ur sem aðvaraði Árna Pál kynni að varpa ljósi á hvort aðvörunin hefði verið sett fram vegna upplýsinga sem fengist hefðu með hlerun á síma Árna Páls. Við rannsóknina vildi Árni Páll ekki gefa upp nafn þess manns sem varaði hann við samkvæmt framangreindu. Að svo stöddu þykja fyrirliggj- andi rannsóknargögn ekki gefa til- efni til þess að haldið verði áfram þeirri rannsókn sem til var stofnað þann 16. október sl., eins og áður segir, á ætluðum hlerunum á síma utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, og á síma starfs- manns í utanríkisráðuneytinu, Árna Páls Árnasonar, á meðan þeir gegndu störfum í utanríkisráðu- neytinu.“ Undir tilkynninguna ritar Bogi Nilsson, ríkissaksóknari. Ekkert studdi ummæli Jóns Baldvins Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.