Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is TALSVERT hefur verið rætt um að nýir möguleikar muni opnast fyrir stangveiðimenn við virkjun Jökulsár á Dal við Kárahnjúka. Áin minnkar verulega og jökulleirinn hverfur að mestu. Litlum sögum fer af veiðum á svæðinu til þessa, þó dæmi séu um að lax og göngusilungur hafi veiðst í ósum bergvatnsáa og lækja sem renna í fljótið. Nú hefur veiðifélagið Strengir, undir forystu Þrastar El- liðasonar, gert samning við Veiði- félag Jöklu, um að taka þátt í að kortleggja veiðimöguleikana og rækta svæðið upp í samræmi við getu þess. Verða seldar tólf tilraunastangir á svæðið á dag, á 2.000 krónur dagurinn. Verður sam- starf við veiðifélagið Flúðir á Ak- ureyri um sölu veiðileyfa. Strengir hafa bætt við sig fleiri veiðisvæðum á norðausturhorninu, því nýverið var gengið frá langtíma samningum um tvær veiðiár í Jök- ulsárhlíð. Fögruhlíðará ásamt Fögruhlíðarósi, sem er þekkt sjó- bleikjusvæði, og Kaldá. Nýtt tímarit um stangveiði Nýtt mánaðarrit fyrir stangveiði- menn kom út í vikunni, nefnist það Vötn & veiði og er gefið út í sam- vinnu við samnefndan vefmiðil. Rit- stjóri er Guðmundur Guðjónsson. „Okkur fannst vanta svona tíma- rit, til að standa með vefnum sem við höfum haldið úti síðan vorið 2005,“ segir Guðmundur. „Vefurinn er orðinn rótgróinn en þetta vinnur saman sem heilsteyptur miðill. Vef- urinn mun breyta um stíl, verður eindregnari frétta- og þjónustumið- ill, afþreyingarefnið færist í tímarit- ið.“ Guðmundur stendur í enn frekari útgáfu, þar sem út er komin í nítjánda sinn Íslenska stangaveiði- árbókin í ritstjórn hans, nú í annað sinn undir nafninu Vötn & veiði. „Nýlundan sem byrjaði í bókinni í fyrra heldur áfram, það er persónu- leg umfjöllun um reynslu af tiltekn- um veiðisvæðum. Að þessu sinni eru tekin fyrir Víkurá í Hrútafirði, Skálmardalsá, Steinsmýrarvötn, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, eystri bakki Hólsár og Breiðdalsá.“ Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur sent út umsóknir um veiði- leyfi, sem skila á inn fyrir 4. janúar. Félagsmönnum hefur fjölgað mik- ið í SVFR á síðustu tveimur árum, eða um 900. Hafa stjórnarmenn þakkað fjölgunina því að stangveiðin er að verða vinsælli, og þá auðnaðist félaginu að standa á bremsunni þeg- ar veiðileyfi voru að hækka víða. Meiri hækkun í forúthlutun Á dögunum var frá því greint að á þeim vatnasvæðum, þar sem félagið hefði verið að framlengja samninga, hækkuðu veiðileyfi talsvert. Bjarni Júlíusson, formaður félagsins, og Páll Þór Ármann framkvæmda- stjóri, segja hækkunina almennt ekki jafn mikla og fréttir hefðu gefið í skyn, heldur rétt rúmlega 7% að meðaltali, umfram vísitölu. „Það teljum við býsna vel slopp- ið,“ segja þeir. „Á mörgum svæðum er óbreytt verð, þar sem ekki er ver- ið að breyta eða framlengja samn- inga, eins og í Norðurá. Hún er að hækka í söluskránni um 8%, þ.e. 1% umfram verðbólgu. Svæði þar sem er verið að endurnýja og framlengja samninga hækka milli ára; eins og Hítará og Gljúfurá. Þar hækka verð á veiðileyfum um ríflega 20% um- fram verðbólgu. Svo er Stóra-Laxá sér á parti. Við beittum okkur fyrir því að netin færu upp, við það jókst veiðin og veiðiréttareigendur vildu fá hærri leigugjöld. Leigugreiðslur til veiðiréttareigenda hækka um 72% en við hækkum þó ekki verðið í sölu- skránni nema 45%, þannig að við tökum á okkur töluverðan skell.“ Bjarni og Páll segja að í rekstri félagsins sé allt kapp lagt á að vera réttum megin við strikið. „Við erum með góðan rekstur, mikla þjónustu, skuldum ekki krónu, og erum samt að keyra á núllinu, þrátt fyrir þessar hækkanir, því þær eru fyrst og fremst að skila sér til veiðileyfasala.“ Á svonefndum forúthlutunartíma, besta tíma bestu ánna sem félagið er með, er hækkunin meiri; um 20% í Norðurá og Hítará, og 13% í Kjós. Veiðisvæði takmörkuð auðlind „Stangardögum á hvern félaga fækkar örlítið vegna fjölgunarinn- ar,“ segir Bjarni. „Mér finnst samt nokkurt afrek hjá okkur að halda sjó í þessu samkeppnisumhverfi. Veiðisvæðin eru takmörkuð auðlind. Með þessari fjölgun í félaginu þurf- um við að bæta við okkur 1.000 stangardögum í laxi á ári, bara til að halda óbreyttu framboði á hvern fé- lagsmann; það eru þrjár þriggja stanga ár eða ein tíu stanga. Það eru ekki margar slíkar ár á lausu, en ef við ætlum að standa okkur í þessum slag þá þurfum við fljótlega að bæta við okkur einni stórri á, auk þess að halda áfram að ná litlum veiðisvæð- um undir okkar hatt.“ Þeir Bjarni og Páll segja slaginn um veiðisvæði vissulega verða harð- ari með hverju árinu sem líður. „Þessvegna lögðum við svo mikið kapp á það núna að framlengja samninga á okkar helstu veiðisvæð- um. Við erum nú víða með samninga alveg til 2012.“ Tilraunaveiðar að hefjast í Jöklu Veiðileyfi SVFR hækka að meðaltali um rúm 7% umfram vísitölu – leyfi í forúthlutun hækka meira Í HNOTSKURN » Tilraunaveiðar á tólfstangir munu hefjast í Jök- ulsá á Dal og þverám hennar næsta sumar. Veiðifélögin Strengir og Flúðir annast sölu leyfanna. » Guðmundur Guðjónssonritstýrir Vötnum & veiði, nýju mánaðarriti fyrir stang- veiðimenn. » SVFR tekur á sig skellvegna hækkunar veiði- leyfa í Stóru-Laxá » Miðað við fjölgunina í fé-laginu þarf að bæta við 1.000 laxveiðidögum á ári, eða sem nemur 10 stanga á. Morgunblaðið/Einar Falur Sjóbirtingur Kristinn Á. Ingólfsson með vænan sjóbirting úr Tungufljóti í Skaftártungum. SVFR hefur framlengt samninginn um þessa vinsælu á. UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis sótti Eystrasaltsríkin heim dagana 11.–15. desember en mark- mið heimsóknarinnar var að eiga fundi með utanríkismálanefndum, varnarmálanefndum og Evrópu- nefndum ríkjanna. Á fundunum var rætt um öryggis- og varnarmál, einkum samstarfið innan NATO, orkumál, orkuöryggi, umhverfismál og samstarfið innan EES, auk tvíhliða samskipta ríkjanna, að því er fram kemur í til- kynningu. Þar segir að nefndin hafi einnig átt fundi með þingforsetum og embætt- ismönnum í utanríkis- og varnar- málaráðuneytum Eystrasaltsríkj- anna. „Þá kynnti nefndin sér starfsemi nokkurra fyrirtækja sem hafa haslað sér völl í Eystrasaltsríkjunum og eru að fullu eða hluta til í eigu íslenskra aðila. Í Litháen heimsótti nefndin MP-Fjárfestingarbanka, arkitekta- stofuna Arso og verkfræðistofuna Hnit-Baltic,“ segir í tilkynningunni. Heimsóttu Lateko-banka „Í Lettlandi var farið í heimsókn til Lateko-banka sem er í meirihluta- eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Norvik og kynnti nefndin sér starf- semi bankans og fyrirtækja Norvik og tengdra félaga. Í Eistlandi var út- gerðarfyrirtækið Reyktal Ltd. heim- sótt,“ segir þar ennfremur. Ennfremur heimsótti nefndin söfn sem geyma sögu um áratugalanga hersetu og þjáningar þjóðanna í Eystrasaltslöndunum. Þá heimsótti hún nýja skrifstofu ræðismanns Ís- lands í Vilnius. Í íslensku sendinefndinni voru Halldór Blöndal formaður, Jón Kristjánsson varaformaður, Össur Skarphéðinsson, Drífa Hjartardótt- ir, Bjarni Benediktsson, Steingrím- ur J. Sigfússon og Jón Gunnarsson, auk Einars Farestveit, forstöðu- manns nefndasviðs Alþingis. Í Litháen Nefndin hitti m.a. Justinus Karosas, formann utanríkismálanefndar litháíska þingsins (fyrir miðju). Alþingismenn heim- sóttu Eystrasaltsríkin HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að naugða ungri konu á heimili hans í miðbænum vorið 2004. Að mati dómsins var framburður konunnar trúverðugur en hún sagð- ist hafa farið heim með manninum af bar, þótt hún hefði ekki haft í hyggju að eiga kynferðisleg samskipti við hann. Hún sagðist hafa drukkið tvo bjóra áður en hún kom heim til mannsins. Þar hefði maðurinn farið fram í eldhús og komið með tvær opnar bjórflöskur og þau drukkið af bjórnum. Sagðist konan ekki muna eftir því þegar hann opnaði flöskurn- ar. Fór hún inn á baðherbergið en áður hefði hún verið farin að finna fyrir einkennilegum sljóleika. Sagð- ist hún telja að maðurinn hefði sett eitthvað út í bjórinn sem hefði orsak- að ástand hennar. Nokkru síðar rankaði hún við sér í rúminu þar sem maðurinn hafði samfarir við hana. Sagði hún „ekki“ við hann en það hefði verið hálfkæft enda hún orkulaus á þeim tíma- punkti. Síðan hlyti hún að hafa dottið út af aftur en hefði rankað við sér í sófanum og vaknaði við að maðurinn var að klæða hana úr að ofan. Hefði hann dregið hana ofan á sig og þann- ig haft mök við hana. Stórir og ljótir marblettir voru á konunni eftir manninn sem viðurkenndi að hafa slegið hana, þótt hann neitaði sök um nauðgun. Þegar litið var til áverkanna og þess lostsástands sem konan var í eftir atburðinn sem og þeirra and- legu erfiðleika sem hún hefur glímt við í kjölfar atburðarins og loks vald- beitinga mannsins, taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði þröngvað henni til samræðis. Var hann dæmdur til að greiða konunni eina milljón króna í bætur auk fangelsisrefsingarinnar. Dómurinn var fjölskipaður hér- aðsdómurunum Símoni Sigvaldasyni dómsformanni, Sigríði Ingvarsdótt- ur og Söndru Baldvinsdóttur. Skilaði síðastnefndi dómarinn sératkvæði og taldi að sýkna ætti manninn vegna sönnunarskorts. Verjandi var Brynjar Níelsson hrl. og sækjandi Sigríður J. Frið- jónsdóttir, saksóknari hjá ríkissak- sóknara. Karlmaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi Nauðgaði og barði unga konu – Einn þriggja dómara taldi að sýkna ætti Í HNOTSKURN »Konan krafðist 1,2 milljónakróna í bætur vegna nauðg- unarinnar og dæmdi héraðs- dómur henni eina milljón króna. »Maðurinn viðurkenndi aðhafa slegið konuna en á henni voru stórir og ljótir mar- blettir. »Þegar dómurinn lagði mat áframburð ákærða varð ekki litið fram hjá sérkennilegri kyn- lífshegðun hans. »Ákærði var einnig sakfelldurí nóvember 2005 af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem bar áverka eftir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.