Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF !"#" $   # % &"$%' ( "           "# $%& '( "# $ % "# $% )   )*+ $ '( "# ,&- '( "# +. '( "# ' / "# # 0(1! 2  3(4! / "# . / 2  "# 5  "# 5% +" "# 6,78 +98#/# "# : "#   ! " #$  0; "# +! '( "# <%   '(  ! "# <%  % '( "# =>" 9 "# 5? $, @ A "# @A!!!7-7 "# -7 "# %!&$ $ ' ( 681! 67  &# )*+, $  , '  "# (79 "# -$  $                                                                                       &7( ! @/7 B  ! 3( 6 # ### # # ## # #  #  #   ## # #  # # #  ## # # ## # ## # # # # # # # # # # #   ##  #    # #                                                          7( B C $@ # D $"! +9-  &7(                 6B7 &7#& 7 Eftir Kristján Torfa Einarsson og Björn Jóhann Björnsson VIÐ samþykkt laga, sem heimila ákveðnum fyrirtækjum að gera upp í evrum, var ekki gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki ættu þar hlut að máli. Þetta sagði Davíð Oddsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, á fundi með blaðamönnum í gær vegna vaxtaákvörðunar bankans, spurður um viðbrögð við ákvörðun Straums-Burðaráss að taka upp evru í bókhaldi sínu. Taldi hann óheppilegt að fjármálafyrirtæki fetuðu þessa leið. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra telur á hinn bóginn að ákvörðun Straums-Burðaráss hafi mjög tak- mörkuð áhrif hér á landi og að óþarfi sé að gera of mikið úr henni. Afar óheppilegt Davíð sagði að í lögunum væru fjár- málafyrirtækin ekki formlega undan- þegin lögunum, enda hefði engum dottið í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Vegna þess að í lögunum seg- ir, og í greinagerð með þeim, að þau byggist á sambærilegum lögum í Skandinavíu. Í þeim lögum er ekki gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki geti farið þessa leið,“ sagði Davíð. Hann sagði að vísað væri í bréfi frá Straumi til þess að í Svíþjóð væri fjár- málafyrirtækjum heimilt að gera upp í evrum. Það byggðist á því að þegar Svíar gengu í Evrópusambandið hefðu þeir ekki fengið undanþágu frá evrunni. Þeir væru þannig skyldugir til að taka upp evruna og þá væri eðli- legt að slík heimild væri í sænskum lögum. „Þau eru hins vegar ekki í norskum og dönskum lögum, sem byggt var á og við teljum afar óheppi- legt að menn feti þessa leið,“ sagði Davíð á fundinum í Seðlabankanum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt sínum upplýsingum væri Straumur-Burðarás sérhæft fjár- málafyrirtæki sem hefði mikinn hluta umsvifa sinna erlendis. „Ef þetta er rétt hefur þessi ákvörðun mjög takmörkuð áhrif hér á landi og þá er alveg óþarft að gera of mikið úr henni. Þegar hafa allmörg fyrirtæki nýtt sér gildandi heimildir um uppgjörsgjaldmiðil. Miðað við upplýsingar mínar er ekki ástæða til að ætla að þessi sérstaka ákvörðun þessa tiltekna fyrirtækis hafi almenn hagræn áhrif. Þó fer það eftir við- brögðum viðskiptafyrirtækja þess. Það er ekki þar með sagt að þetta breyti stöðu íslensku krónunnar og það hefur auðvitað ekki áhrif á stöðu hennar sem lögeyris,“ sagði Jón. Um það hvort ákvörðun Straums gæti mögulega verið á svig við gild- andi lög, líkt og seðlabankastjóri gaf í skyn í gær, sagðist Jón ekki geta brugðist við þeim að sinni. Ráðuneyt- ið væri ætíð í samstarfi við Seðla- bankann og fleiri aðila og kæmi fram beiðni um að skoða málið frekar yrði það gert. Hjá Straumi-Burðarási fengust þau svör að Friðrik Jóhannsson for- stjóri myndi ekki bregðast við um- mælum Davíðs Oddssonar. Davíð gagnrýnir ákvörðun Straums Í HNOTSKURN » Davíð Oddsson segir aðvið samþykkt laganna hafi ekki verið gert ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki ættu þar hlut að máli. »Jón Sigurðsson segir alvegóþarft að gera of mikið úr ákvörðun Straums-Burðaráss. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra gerir ekki athugasemd við að Straumur-Burðarás hafi ákveðið að gera upp í evrum Morgunblaðið/Eggert Davíð Oddsson Segir óheppilegt að fjármálafyrirtæki feti þessa leið. Morgunblaðið/Golli Jón Sigurðsson Efast um að ákvörð- unin hafi almenn hagræn áhrif. ● Væntinga- vísitala Gallup hefur ekki mælst hærri en nú í des- ember frá því mælingar hófust í mars 2001. Vísi- talan var 139,2 og hækkaði um liðlega 17% frá fyrri mælingu. Í Vegvísi Landsbankans segir að neytendur meti núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum mjög gott og skýri það að mestu hátt gildi vísitölunnar en bæði vísitala fyrir nú- verandi ástand og væntingavísitala fyrir ástandið eftir sex mánuði náðu nýju hámarki nú í desember. Nokkra athygli vekur að vísitala fyrirhugaðra stórkaupa, sem reikn- uð er ársfjórðungslega, hækkaði um 3,3 stig í desember frá því í sept- ember. Vísitalan lækkaði á milli mælinga í tveimur síðustu mælingum en er þó lægri en hún var í mars sl. Vísitala fyrirhugaðra stórkaupa er meðaltal fyrir vísitölur bifreiðakaupa, húsnæð- iskaupa og kaupa á utanlands- ferðum. „Neytendur fyrirhuga minni bif- reiðakaup en áður, en heldur fleiri ut- anlandsferðir. Fyrirhuguð fasteigna- kaup vaxa mikið miðað við mælingar í september og júní. Aukin bjartsýni neytenda getur gefið til kynna aukna einkaneyslu,“ segir í Vegvísi Lands- bankans. Bjartsýni neytenda aldrei mælst meiri ● FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB hefur tilkynnt um áform sín að auka álögur á flugsamgöngur til að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda, að því er fram kemur á vef Samtaka atvinnu- lífsins. Komið verði á fót sérstöku kvótakerfi vegna útstreymis gróð- urhúsalofttegunda frá flugi en viðbú- ið sé að verð á farmiðum og vöru- flutningum muni hækka vegna þessa. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf gætu orðið mikil þar sem flug- samgöngur séu gríðarlega mik- ilvægar Íslendingum. „Kostnaður á hvern flugmiða gæti t.d. vaxið um allt að 5.000 krónur en forstjóri Icelandair hefur bent á að sérstakir umhverfisskattar séu engin lausn heldur geti þvert á móti dregið úr möguleikum flugfélaga á að fjár- festa í nýrri tækni til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir á vef Samtaka atvinnulífsins. Auknar álögur ESB á flugsamgöngur ACTAVIS hefur selt lyfjaverk- smiðju sína í Lier í Noregi og hefur gert fimm ára framleiðslusamning við sænska framleiðslufyrirtækið In- pac. Sala verksmiðjunnar er í sam- ræmi við markmið félagsins um sam- þættingu framleiðslueininga og að styrkja framlegðarstig samstæðunn- ar á næstu árum, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Actavis eignaðist verksmiðjuna í desember árið 2005 við kaupin á lyfjafyrirtækinu Alpharma og hefur hún aðallega framleitt töflur, krem og smyrsli, einkum til sölu á Norð- urlöndunum, Evrópu og Mið-Aust- urlöndum. Norska tryggingafélagið Store- brand kaupir verksmiðjuna og leigir síðan áfram til Inpac sem mun að fullu taka yfir starfsemi hennar. Sala verksmiðjunnar mun ekki hafa nein fjárhagsleg áhrif á árinu 2006 og að teknu tilliti til kostnaðar sem tengist sölunni greiðir Storebrand 10 millj- ónir evra, um 900 milljónir króna, til Actavis sem er í samræmi við bók- fært virði eignarinnar í efnahags- reikningi. Selja lyfjaverk- smiðju í Noregi ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● GENGI íslensku krónunnar lækk- aði um nær 1,4% í gær þrátt fyrir stýrivaxtahækkun Seðlabanka Ís- lands en velta á millibankamarkaði nam um 33,9 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands var því sem næst óbreytt eftir við- skipti gærdagsins og stóð í 6.480 stigum eða einu stigi lægra en deg- inum áður. Veruleg viðskipti voru með hluta- bréf eða fyrir tæpa 18,2 milljarða en langmest var verslað með bréf Ex- ista og Actavis eða fyrir um 6,5 og 6,3 milljarða króna. Gengi bréfa FL Group hækkaði um 3,2% og bréfa Eimskips um 2,4% en mest lækkun varð á gengi bréfa Atl- antic Petroleum eða um 1,5%. Krónan veikist ÍSLENSKA fyrirtækið Farmers Market hefur sett á markað hulstur fyrir iPod nano sem gert er úr rúskinni og laxaroði, sem verk- að er hjá fyrirtækinu Sjávarleðri á Sauðárkróki. Hulstrið hannaði Bergþóra Guðnadóttir hjá Far- mers Market en fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári af Bergþóru og tónlistar- manninum Jóel Pálssyni. Það sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fötum og fylgihlutum úr nátt- úrulegum efnum með íslenska arfleifð sem aðalinn- blástur. Íslenska ullin er höfð þar í öndvegi og ræturnar sóttar í íslenska arfleifð, þar sem menn og dýr hafa lifað í sambýli við harðger náttúruöfl öldum saman, eins og það er orðað á vef fyrirtækisins, farmers- market.is. Hulstrið nefnist iLax og er unnið í samvinnu við Apple IMC á Íslandi og stefna fyr- irtækin að útflutningi á afurðinni eftir áramót. Hulstrið fæst nú hjá Apple IMC á Laugavegi og í Kringlunni og eftir áramót mun það einnig fást um borð í flugvélum Icelandair. iPod-hulstur úr laxaroði TM Software og AKVA Group ASA hafa skrifað undir viljayfirlýs- ingu um kaup AKVA á öllum hlutabréfum í Maritech Int- ernational AS, dótturfyrirtæki TM Software. Heildarsöluverð Mari- tech-fyrirtækjasamstæðunnar er 80 milljónir norskra eða um 903 millj- ónir íslenskra króna en innifalin er yfirtaka á skuldum félagsins. Í til- kynningu TM Software kemur fram að gert sé ráð fyrir að sölunni verði að fullu lokið í febrúar 2007 eftir að áreiðanleikakönnun og frágangur endanlegs samnings hefur farið fram og öll skilyrði samningsins eru upp- fyllt en kaupverðið verður greitt með peningum við fullnustu samningsins. Að sögn Ágústs Einarssonar, for- stjóra TM Software, er ástæða söl- unnar sú að gott tilboð barst frá leið- andi félagi á heimsvísu í gerð hugbúnaðar fyrir sjávarútvegsfyrir- tæki. „Salan gerir TM Software kleift að leggja meiri kraft í þróun og útrás fyrirtækisins í lausnum fyrir heilbrigðisgeirann þar sem mögu- leikar á áframhaldandi vexti TM Software eru miklir. Við höfum þeg- ar náð góðri stöðu á þeim vettvangi með öflugar vörur og mikla þekk- ingu.“ Samið um sölu Maritech TM Software fékk gott tilboð frá AKVA LAUNAVÍSITALA í nóvember mældist 301 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði að því er kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs stóð í stað í nóvember og launavísitalan hefur því hækkað umfram verðlag sem því nemur. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 10,5% en hækkun vísitölu neysluverðs á árinu nemur um 7% og því hefur kaupmáttur launa aukist um ríflega 3% síðustu tólf mánuði samanborið við hækkun launavísitölu að því er segir í Vegvísi Landsbankans. Kaupmáttur eykst um 3% ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.