Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 19 ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMKOMULAG hefur náðst innan Evrópusambandsins um niðurskurð veiðiheimilda í þorski og fleiri teg- undum, sem taldar eru ofveiddar. Jafnframt var leitað leiða til að heim- ila það miklar veiðar að útgerðin gæti lifað af hin mögru ár, sam- kvæmt frétt frá fréttastofu AP. Samkomulag náðist um að draga úr þorskveiðum um allt að 20% á helztu þorskmiðum en þar sem ástandið er talið verst, við vestur- strönd Skotlands og í Keltneska haf- inu, voru heimildir í öðrum tegund- um skornar niður um allt að 15%. Joe Borg, yfirmaður sjávarútvegs- mála innan ESB, segir að hraðað verði endurskoðun á áætlun um upp- byggingu þorskstofnsins, sem hafi brugðizt á undanförnum þremur ár- um. „Staða þorskstofna á öllum haf- svæðum undir stjórn ESB er slæm, en vænlegar upplýsingar um nýliðun í þorskstofninum gætu verið fyrsti áfanginn í uppbyggingunni,“ segir Borg. Hann hafi einnig lagt til áætlun um uppbyggingu kolastofna, sem einnig eru taldir í hættu, en Hollend- ingar og Belgar hafi komið í veg fyrir það. Borg benti jafnframt á að upp- bygging lýsings og kola í Biskay-flóa hefði skilað sér í auknum aflaheim- ildum, sem næmu 20% og 12% á næsta ári. Á hinn bóginn verða að- eins leyfðar tilraunaveiðar á ansjósu á Biskay-flóa. Loks voru veiðiheim- ildir á síld og löngu skornar niður. Útþynntar hugmyndir Margar hugmyndir Borgs um hertar aðgerðir voru þynntar út af aðildarlöndunum og voru ýmist tald- ar ganga of langt eða of skammt. Bretar voru sáttir við niðurstöðuna og segir Ben Bradshaw, sem fer með sjávarútvegsmál innan brezku ríkis- stjórnarinnar, að náðst hafi jafnvægi milli umhverfisábyrgðar og hámörk- unar veiðiheimilda þar sem vísindin hafi réttlætt það. Borg hafði lagt til 25% niðurskurð í veiðum, en niðurstaðan varð aðeins fækkun veiðidaga um 8% í mörgum tilfellum. Margar útgerðir berjast í bökkum við að greiða af lánum af skipum sínum, til dæmis 24 metra löngum togskipum, en á þeim geta hvílt lán að upphæð allt að 230 millj- ónum króna. Fækkun veiðidaga gæti riðið þeim að fullu. Útlitið ekki gott Umhverfisverndarsinnar höfðu krafizt mun harkalegri björgunarað- gerða fyrir þorsk og kola og segir talsmaður WWF, Alþjóðlega náttúr- verndunarsjóðsins, að útlitið sé ekki gott. Veiðar ESB séu nú aðeins helmingur þess sem var á velmekt- ardögunum fyrir 40 árum síðan. Í síðasta mánuði samþykkti ESB mun minni niðurskurð á veiðum á djúpsævi en lagt var til, en möskva- stærð hafa verið settar þrengri skorður við veiðar á Miðjarðarhafi. Þá hefur niðurskurður á veiðum á Eystrasalti verið samþykktur. Hertar aðgerðir gegn ólöglegum veiðum Loks samþykktu ráðherrar ESB- landanna 25 að taka upp hinar nýju reglur um eftirlit, sem nýlega voru samþykktar innan NEAFC, Fisk- veiðinefndar Norðaustur-Atlants- hafsins. Þær eiga að taka gildi fyrsta maí á næsta ári og eru taldar mjög mikilvægur áfangi í baráttunni gegn hinum svokölluðu sjóræningjaveið- um. Nýju reglurnar skylda Ísland, Færeyjar, Grænland, Noreg og Rússland, auk ESB, til að taka upp virkt eftirlit með öllum löndunum er- lendra skipa á frystum fiski. Auk þess verður útgerðum skipa, sem vilja landa frystum fiski í erlendri höfn, gert að leggja fram vottorð frá viðkomandi ríki þess efnis að lönd- unin sé lögleg. Sé slíkt vottorð ekki fyrir hendi skal löndun ekki leyfð. Þetta styrkir verulega baráttu Ís- lendinga gegn hinum ólöglegum karfaveiðum, sem stundaðar hafa verið á Reykjaneshrygg utan 200 mílna árum saman. Þorskveiðar ESB skertar um allt að 20% Í HNOTSKURN »Vænlegar upplýsingar umnýliðun í þorskstofninum gætu verið fyrsti áfanginn í uppbyggingunni. »Margar hugmyndir Borgsum hertar aðgerðir voru þynntar út af aðildarlönd- unum. »Umhverfisverndarsinnarhöfðu krafizt mun harka- legri björgunaraðgerða fyrir þorsk og kola. AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 57,9 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 samanborið við 52,4 milljarða á sama tímabili 2005. Aflaverðmæti hefur aukist um 5,5 milljarða eða 10,6%. Aflaverðmæti septembermánaðar nam 5,6 milljörð- um en í september í fyrra var verð- mæti afla 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks var í lok september orðið 43,4 milljarðar mið- að við 35,3 milljarða á sama tíma árið 2005 og er því um 23,0% aukningu að ræða. Verðmæti þorskafla var 20,1 milljarður og jókst um 9,3%. Afla- verðmæti ýsu nam 8,6 milljörðum, sem er 31,1% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 72,7%, var 3,5 milljarðar. Verðmæti flatfiskafla jókst um 1,5% milli ára, nam 4,2 millj- örðum. Aflaverðmæti uppsjávarafla dróst saman um 18,2% milli ára og nam 9,4 milljörðum. Aflaverðmæti síldar dróst saman um 1,6 milljarða eða 33,1% og verðmæti loðnu dróst saman um 54% eða 2,6 milljarða. Afla- verðmæti kolmunna var 3,5 milljarð- ar samanborið við tæpa 1,4 milljarða í fyrra. Verðmæti rækju í ágústlok var 286 millj. kr. samanborið við 756 millj. kr. í fyrra, sem er samdráttur um 62,1%. Aflaverðmæti sjófrystingar 19,1 milljarður króna Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 22,1 milljarður króna, sem er aukning um 1,5 milljarða eða 7,4%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 30,9%, var 9,1 milljarður. Aflaverðmæti sjófrysting- ar var 19,1 milljarður og jókst um 2,6% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 6,2 millj- örðum sem er 20% aukning. Afli á tímabilinu janúar til septem- ber 2006 reiknaður á föstu verði var 5,3% minni en sömu mánuði í fyrra. Verð á sjávarafla í íslenskum krónum var hins vegar 20,7% hærra í janúar – september 2006 en á sama tímabili 2005. Þá hækkaði gengisvísitala ís- lensku krónunnar (krónan veiktist) um 9,9% milli þessara tímabila. Mest aukning verðmæta var á Austurlandi Langmest aflaverðmæti var á höf- uðborgarsvæðinu fyrstu 9 mánuði ársins. Þá var landað fiski fyrir 11,9 milljarða króna, sem er 23,5% aukn- ing miðað við sama tímabil í fyrra. Næstmest verðmæti komu á land á Suðurnesjum, 9,8 milljarðar króna, sem er aukning um 10,3%. Mest aukning aflaverðmæta varð á Austur- landi. Þar var landað fiski fyrir 7,7 milljarða króna, sem er 38,2% aukn- ing. Aflaverðmæti jókst í öllum lands- hlutum nema á Norðurlandi eystra, þar sem verðmætið dróst saman um 22,4% og varð 7,3 milljarðar króna, og á Suðurlandi. Þar var verðmæti aflans 5,6 milljarðar króna, sem er 2,1% samdráttur frá sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti jókst um 10,6% Í HNOTSKURN »Aflaverðmæti botnfisks var ílok september orðið 43,4 milljarðar miðað við 35,3 millj- arða á sama tíma árið 2005 og er því um 23,0% aukningu að ræða. »Verðmæti afla sem fluttur erút óunninn nam 6,2 millj- örðum sem er 20% aukning. »Langmest aflaverðmæti vará höfuðborgarsvæðinu fyrstu 9 mánuði ársins. Þá var landað fiski fyrir 11,9 milljarða króna. )            "   *" &   +, ""- ." " ! "   / 01 2      1 0 2 1 3 2 141 20 1 420 3 2 1 32 131 2       1 1 2 33 24  0320 3/ 2 03 24 1//2 ."  5   $"  "6"  $  / ,         ! ! )            "   *" &   +, ""- ." " ! "   / 33402     3402 0 23 2 2 2 2  1 332/       33024  2 2 2 12/ 2  ."  5   $"  $    / ,         ! ! Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Walkers jólavara í fallegum umbúðum Smjörkex Mince Pies Enskur jólabúðingur Ensk jólakaka Opið kl. 10-22 alla daga til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.