Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 25 SUÐURNES Keflavík | Hefð er fyrir því að nem- endur Heiðarskóla í Keflavík skipt- ist á litlum gjöfum á litlu jólunum. Í ár ákváðu nokkrir bekkir að láta andvirði pakkanna frekar renna til góðs málefnis. Nemendur völdu sjálfir hvaða málefni þeir vildu styrkja. Stofn- anir og samtök eins og Barnaheill, UNICEF, BUGL og Keflavík- urkirkja urðu fyrir valinu hjá nokkrum bekkjum og einn bekkur styrkti langveikan lítinn dreng úr Reykjanesbæ. María Skúladóttir, fulltrúi Barnaheilla, og séra Skúli Ólafsson frá Keflavíkurkirkju komu og tóku á móti gjöfum. Gáfu til góðra málefna Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Þrír efstu nemendur á stúdentsprófi við brautskráningu á haustönn Fjölbrautaskóla Suður- nesja voru svo jafnir að ekki var hægt að gera upp á milli þeirra. Guð- mundur Benjamínsson, Katrín Pét- ursdóttir og Þórunn Kristín Kjærbo skiptu því með sér verðlaunum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Guðmundur, Katrín og Þórunn hafa fylgst nokkuð að í skólanum. „Þótt þetta sé fjölbrautaskóli lendir maður oft með sama fólkinu. Svo för- um við öll þrjú í útskriftarferðina til Tenerife 28. desember,“ segir Katrín í stuttu spjalli og þvertekur fyrir að nokkur keppni hafi verið í gangi þeirra í milli. „Ég er mjög glöð með þennan árangur, fyrir þeirra hönd,“ segir Katrín. Þrjár duglegar úr Sandgerði Að þessu sinni útskrifuðust 48 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Þar af voru 38 stúdentar, fimm iðnnemar, þrír meistarar og tveir sjúkraliðar. Nokkrir útskrifuð- ust af tveimur námsbrautum. Eins og gera má ráð fyrir sópuðu Guðmundur, Katrín og Þórunn Kristín að sér verðlaununum sem af- hent voru við athöfnina. Fleiri komu þó við sögu. Meðal þeirra var Chal- ida Jaidee. Svo vill til að hún er úr Sandgerði eins og Katrín og Þórunn. Aðeins fimm nemendur úr Sand- gerði útskrifuðust og héldu þessar þrjár stúlkur því merki bæjarins hátt á lofti að þessu sinni. „Þetta voru ánægjuleg tíðindi sem því mið- ur eru allt of sjaldgæf fyrir okkar litla skóla,“ segir Katrín um árangur Sandgerðinganna. Katrín fékk sérstaka viðurkenn- ingu við útskriftina fyrir störf í þágu nemenda. Hún var varaformaður nemendafélagsins á þessari önn og segist hafa lagt mikla vinnu í það starf. Það felst að hennar sögn í því að halda úti félagsstarfinu í sam- vinnu við aðra stjórnarmenn og skipuleggja uppákomur. „Aðallega tímaleysi. Það eru sumir sem fá eitt- hvað út úr því að vera alltaf upp- teknir,“ segir Katrín þegar hún er spurð að því hvað hún fái út úr því að vasast í félagslífinu. Hún segist hafa haft mikla ánægju af þessu starfi. Katrín var í gær að hugsa um út- skriftarferðina og sagði að framtíðin eftir það væri enn óráðin. Hún er þó ákveðin í því að vinna eftir áramótin og fara svo í háskóla, annaðhvort hér á landi eða erlendis. Hún segist hafa ætlað í læknisfræði en væri nú orðin fráhverf því og stefndi að námi í fé- lagsvísindadeild. Aðeins sjónarmunur á milli þriggja efstu Morgunblaðið Tímamótadagur Stúdentsefnin klæddu sig upp í tilefni útskriftarinnar. Fleiri konur voru í stúdentahópnum að þessu sinni, 26 á móti 22 körlum. Í HNOTSKURN »48 nemendur brautskráð-ust frá FS á haustönn. Þar af voru 38 stúdentar. »Konur voru fleiri en karl-ar. Flestir komu úr Reykjanesbæ eða 30 útskrift- arnemendur, átta úr Grinda- vík en færri af hinum stöð- unum. Reykjanesbær | Fjölgun íbúa Reykjanesbæjar styrkir stoðir bæj- arsjóðs, segja bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins. Fulltrúar A-listans í minnihluta segja hins vegar að sú „meinta“ uppbygging sem sjálfstæð- ismenn hafi haldið á lofti hafi ekki skilað sér í bættum rekstri bæjar- sjóðs. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir næsta ár var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni, af sjö fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, en fjórir fulltrúar A-listans, sem Sam- fylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir standa að, sátu hjá. Mismunandi túlkun á hag bæjar- sjóðs kom fram í bókunum fylking- anna við afgreiðslu áætlunarinnar. Í áætluninni er gert ráð fyrir sex milljóna kr. rekstrarafgangi á bæj- arsjóði og 72 milljóna kr. afgangi af samstæðunni. Skuldum safnað Minnihlutinn gagnrýnir mikla skuldasöfnun og að með þeim og fleiri aðgerðum sé búið að ráðstafa nánast öllum fjármunum sveitarfé- lagsins fyrirfram. Því sé nauðsynlegt að fá óháðan og sérfróðan aðila til að fara sérstaklega yfir fjármál sveitar- félagsins. Ekki gangi til frambúðar að tekjur dugi ekki fyrir rekstri. Sjálfstæðismenn vöktu athygli á því að íbúum hefði fjölgað um 8% á tveimur árum og væru nú að nálgast 11.900. Fjárhagsáætlunin sýndi skýr merki þess að reksturinn væri að styrkjast. Tekjuaukning síðustu ára hefði verið mikil, vegna fjölgunar íbúa, hækkunar fasteignaverðs og launahækkana. Mismun- andi sýn á fjárhaginn Grindavík | Bláa lónið hf. og Jóhann Ólafsson og co. hafa gert með sér samning um tækjabúnað í eldhús nýs veitingastaðar Bláa lónsins sem verður opnaður í vor. Jafnframt gerðu Bláa lónið og Jóhann Ólafs- son og dótturfélög, GV heildverslun og Snæfiskur, með sér samning um þjónustu sem tekur til allra þátta í starfsemi félaganna. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert í samningum hér á markaði, segir í fréttatilkynningu frá félögunum. Samið um alla þætti rekstrar AUSTURLAND Egilsstaðir | Listahátíðin Börnin heim verður haldin á veitingahúsinu Hetjunni í Fellabæ að kvöldi 27. des- ember nk. Þar verður fjölbreytt dag- skrá ungra listamanna af Fljótsdals- héraði í boði og segir Stefán Vilhelmsson, forsvarsmaður hátíðar- innar, að nú þegar séu nokkrar list- greinar komnar inn og eins sé ungt fólk að taka sig saman um að koma fram. Hann nefnir myndlist, ljós- myndun, leiklist og tónlist en fleira geti komið til því hátíðin sé opin öllu ungu fólki af Fljótsdalshéraði sem fáist við listsköpun. Hátíðin er nú haldin í annað sinn en sú fyrri var 2004. Aðgangseyrir er 500 krónur og rennur óskiptur í sjóð sem stofnaður var við hátíðina árið 2004 og rann þá 30 þúsund króna aðgangseyrir í hann. Annað eins kom frá sveitarfé- laginu og loforð um slíkt hið sama frá KB banka. Nú er verið að ganga formlega frá stofnun sjóðsins sem á að styrkja unga listamenn af Fljótsdalshéraði og verður byrjað að veita úr honum styrki árið 2014. Börnin heim í Fellabæ milli jóla og nýárs Egilsstaðir | Tekið er að fækka í röð- um starfsmanna við álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og Kára- hnjúkavirkjun, enda mannskapurinn að miklu leyti farinn eða rétt ófarinn í jólaleyfi. Framkvæmdir verða í lág- marki yfir hátíðarnar. Á Þorláksmessu fljúga um sjö hundruð pólskir verkamenn, sem starfað hafa fyrir Bechtel við bygg- ingu álversins á Reyðarfirði, frá Eg- ilsstöðum og heim í jólafrí. Bechtel leigir flugvélar af Loftleiðum Ice- landic og verða farnar fjórar ferðir til Katówice í suðurhluta Póllands. Ligg- ur vinna að langmestu leyti niðri á ál- verslóðinni um hátíðarnar, utan venjubundinnar öryggisgæslu á svæðinu. Vandað til hátíða- haldanna á svæðinu Fámennt er orðið á vinnusvæðun- um við Kárahnjúkavirkjun, enda margir farnir í jólaleyfi og fleiri á för- um. Þó verja margir af starfsmönnum Impregilo jólum og áramótum á Kárahnjúkasvæðinu. Af þeim 1.076 mönnum sem starfa þar fyrir Imp- regilo er 271 farinn á brott, flestir í jólaleyfi, en 211 þeirra koma til baka um og eftir 6. janúar. Í þessum hópi eru m.a. 107 Portúgalar, 56 Ítalir og 52 Kínverjar. Þrettán fjölskyldur verða á Kárahnjúkum yfir hátíðarnar. Vandað er til hátíðahaldanna á svæð- inu og er mest lagt upp úr jóladegi og gamlárskvöldi. Á jóladag er m.a. boð- ið upp á kalt borð með humarhölum, rækjum, graflaxi, sjávarrétti og fisk- paté, hreindýrapaté, nautacarpaccio, hangikjöti og ýmsum fiski. Heitir réttir verða m.a. cannelloni, nautafil- let, spaghetti gamberi, svínakjöt og kartöflukrókettur. Eftirréttir eru ekki af verri endanum, m.a. panet- toni-turn, ávaxtaturn, pandori-turn og kaka að hætti matreiðslumeistar- ans.Búið er að skreyta jólatré í klúbb- húsi aðalbúðanna og hvarvetna er orðið jólalegt í búðunum. Leikskólinn og barnaskólinn hafa undirbúið jólin með hefðbundnum hætti og kaþólsk messa verður sungin að venju. Tíföld hækkun vatnsborðs Veður hefur verið rysjótt við Kára- hnjúka undanfarna daga og hafði vatnsborð Hálslóns hækkað um 60 cm milli daga í gær og stendur nú í rúm- um 562 metrum. Er það tífalt meira en að jafnaði í síðustu viku. Mannskapurinn að tínast heim í jólaleyfi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Heimþrá Margir þeirra erlendu starfsmanna sem vinna við Kárahnjúka- virkjun hlakka til heimferðar og jólahalds í faðmi fjölskyldunnar. Þrettán fjölskyldur dvelja á Kárahnjúk- um yfir jól og áramót Í HNOTSKURN »700 pólskir starfsmennBechtel sem byggir álverið á Reyðarfirði fljúga til síns heima á morgun. »Af rúmlega 1000 starfs-mönnum Impregilo við Kárahnjúka eru hátt í þrjú hundruð farnir heim. »Þrettán barnafjölskyldurverja hátíðum við Kára- hnjúka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.