Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 27
Fréttir í tölvupósti mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 27 Jól í Dimmuborgum Íslensku jólasveinarnir hafa búið frá örófi alda í Dimmuborgum en þar hefur hann sinnt hlutverki sínu að gleðja börn á öllum aldri. Tilvalið er að heimsækja þessa skrítnu og skemmtilega karla í fögru umhverfi Mývatnssveitarinnar en þeir taka á móti gestum með bros á vör á Hall- arflöt í Dimmuborgum í dag og á morgun, Þorláksmessu, kl. 13–15. Aftansöngur í Dóm- kirkjunni í Reykjavík Jólin verða hringd inn klukkan sex á aðfangadagskvöld með aftan- söng frá Dómkirkjunni í Reykjavík og þjóðin leggur við hlustir. Mess- unni verður útvarpað að venju á Ríkisútvarpinu og sr. Jakob Ágúst prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjálmari Jónssyni og Dómkórinn syngur. Jólalegra verð- ur það ekki og Íslendingar um heim allan geta tekið vel undir í Heims um ból. Ástæða er líka til að minna landsmenn á jólakveðjurnar á Rás 1 sem hefjast kl. 13 á degi heilags Þorláks og standa fram á nótt. Tónlist í kyrrð Neskirkju Nú mitt í jólaamstrinu er þörf á að slaka á en í kvöld klukkan 21 munu Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari halda ár- lega kyrrðar- og íhugunartónleika sína í Neskirkju. Tónleikarnir eru hugsaðir sem mótvægi við hinn mikla hraða sem einkennir jólahald- ið en kirkjan verður aðeins lýst upp með kertum og fólk kemst í snert- ingu við hinn sanna jólaanda. Skakkamanage og FM Belfast á Barnum Ef þú átt leið um miðbæ Reykja- víkur í kvöld væri ekki úr vegi að skella sér á hressandi tónleika Skakkamanage og FM Belfast á Barnum, Laugavegi 22, sem hefjast um tíuleytið. Jólalag Skakkaman- age, Costa Del Jól, hefur slegið í gegn á aðventunni og FM Belfast mun hafa hljóðritað eitt jólalag á dag frá 1. desember. Blysför niður Laugaveginn Áður en hátíð ljóss og friðar rennur upp skyldi hvert okkar staldra við og minnast þess að ekki hafa allir það jafngott í heiminum. Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þor- láksmessu, friðargöngu, en göngu- fólk leggur stundvíslega af stað frá Hlemmi kl. 18. Bærinn verður ef- laust líka fullur af þeim sem vilja fanga jólastemninguna eða kaupa síðustu gjafirnar. Náttúran í öllu sínu veldi Á jólum er bráðnauðsynlegt að hverfa á vit náttúrunnar, anda að sér hreinu lofti og fá jólaroða í kinn- ar. Leitaðu í upprunann og stökktu á vit ævintýra með hesti eða hundi og ef þú mögulega getur farðu í fjárhús og hlustaðu á kindurnar éta. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hermann Jóhannesson hefurfylgst með umræðum um hleranamálið og telur það verðskulda sonnettu: Í ráðuneyti forðum lá í leyni einn lítill kall og hleraði þar síma. Hann eyddi í þetta ærnu fé og tíma og illum kommum hugðist verða að meini. Þótt verkið styddi herinn djarfi og hreini varð harðsótt mjög og langvinn þessi glíma. Og hvernig sem hann lagði sig í líma þá leyndist alltaf fiskur undir steini. En seinna rann upp farsæl friðartíð, og fólkið skildi loks hvað þurfti að gera. Nú vantar bara njósnaglaðan her. Í skjóli hans dafnar löggan ljúf og blíð. Að lokum mun hún alla síma hlera. Þá sef ég vært. Hún vakir yfir mér. Þorláksmessa er á morgun, dagur skötunnar, en Hálfdan Ármann Björnsson Hlégarði mælist til þess að skötusuða verði bönnuð í fjölbýli: Ekki mest fyrir andfýli eða gáfur ringar, fara illa í fjölbýli flestir Vestfirðingar. pebl@mbl.is Af skötu og hlerunum VÍSNAHORNIÐ J J Kælið matvæli fljótt eftir suðu. Hitastig í kæli á að vera 0-4°C. Þvoið hendur oft og vel. Borð, ílát, áhöld og skurðarbretti eiga að vera hrein. Krossmengun verður ef bakteríur berast frá hráum matvælum yfir í tilbúin matvæli. Haldið hráum og til- búnum matvælum aðskildum. Gegnsteikið eða gegnsjóðið kjöt. Heit matvæli á hlaðborði eiga að vera við amk 60°C. J J J J J J J J J J Umh v e r f i s s t o f n u n S u ð u r l a n d s b r a u t 2 4 1 0 8 R e y k j a v í k s í J J Njótið jólamatarins! Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.