Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Þ essar veislur eru orðnar að skemmtilegri hefð og tilhlökkunin er ávallt geysimikil,“ segir mynd- listarkonan Brynhildur Þorgeirsdóttir, sem hafði ásamt leir- listakonunni Guðbjörgu Káradóttur veg og vanda af árlegri jólaveislu kennara, starfsfólks og annarra að- standenda Myndlistaskólans í Reykjavík sl. laugardagskvöld. Keramikofnarnir í skólanum eru notaðir til að baka marineruð lamba- læri. Í ár var þemað afrískt og ís- lensku lambalærin átta meðhöndluð í þeim anda. Tvær kryddblöndur voru í gangi. Helmingur læranna var lagður í marineringu strax á fimmtudegi. Á föstudeginum komu svo saman nokkrir kennarar skólans til að hjálpa til við að pakka lærunum inn í leir og skreyta hann. Ákveðið var að tvær eldunar- aðferðir yrðu í gangi; annars vegar opinn leirofn og hins vegar lokaður leirofn. Lærin, sem höfðu legið í marineringunni í einn dag, þurftu að vera í opnum leir því ofan á þau átti að setja hjúp af möndlu- jógúrt-blöndu. Blandan á að mynda stökkan hjúp og verður því að hafa leirofn- inn opinn meðan á bakstri stendur. Í þessu tilfelli er lærunum því pakkað inn í bökunar- pappír, sem myndar bát og kemur þar með í veg fyrir að kjötsafinn fari í leirinn og bleyti hann upp. Grófur leir er valinn og hann flattur út í um senti- metra þykkar plötur. Lær- unum er því næst pakkað inn og leirinn síðan skreyttur og málaður með leirlitum. Hinn helmingur læranna var kryddaður og pakkað inn á föstu- deginum, degi fyrir veisluna miklu. Í þessu tilfelli er lærunum pakkað inn í bökunarpappír og leirhjúpnum lok- að. Leirinn er pikkaður með gaffli svo loftræstingin virki og eru innpökkuð lærin látin standa við stofuhita yfir nótt svo leirinn nái að þorna að utan. Lærunum er komið fyrir í bökunar- skúffum og borað fyrir kjötmælun- um á lokuðu stykkjunum. Á veislu- deginum sjálfum, þ.e. síðasta laugar- dag, klukkan 14.00 voru lærin sett í keramikofnana. Farið er hægt af stað til að þurrka leirinn og svo er stillt á 160°C og kjötmælarnir látnir hjálpa til við baksturinn því ef satt skal segja eru keramikofnar ekki bestu bökunarofnar í heiminum, að sögn Brynhildar, sem bætir við að með lærunum hafi verið borið fram kúskús og grænmeti, rauðrófusalat, grænt salat og gúrku-jógúrtsósa. Marinering á fimmtudagslærin (uppskrift á eitt læri, 2,5–3 kg) 125 g engifer, afhýddur og skorinn í bita 10 hvítlauksrif 1 sítróna, safi og börkur 1 msk. olía 1 msk. malaðar kardimommur 2 tsk. kummín 1⁄8 tsk negull 2 tsk. túrmerik 1 tsk. chilipipar 2 msk. salt Allt þetta er maukað í matvinnslu- vél. Á lærið eru stungin göt með beittum hnífi, kryddblöndunni nudd- að á lærið og það látið standa í kæli- skáp í einn sólarhring. Möndluhjúpur 100 g malaðar möndlur 2 msk. hrásykur 1 dós hrein jógúrt 100 g sýrður rjómi Þessu blandað saman og smurt yfir lærið og ofan á þetta er svo stráð 1 msk af strásykri. Þetta er sett á lærið á föstudeginum. Kryddlögur á föstudagslærin (uppskrift á eitt læri, 2,5–3 kg) 5 hvítlauksrif, skorin í báta og 2 hvítlauksrif, fínsöxuð 2 tsk. kummín 2 tsk. paprikuduft 2 tsk. svartur pipar 1½ tsk. kóríander ½ tsk. cayenne-pipar 6 msk. ólífuolía ½ dl sítrónusafi 1½ dl ferskt kóríander, fínsaxað Stingið göt á lærið og stingið hvít- lauksbátunum þar ofan í. Maukið restina af hráefnunum og smyrjið á lærið. Geymist í kæli yfir nótt eða í fjóra tíma í stofuhita. Jógurt-gúrkusósa (fyrir fjóra) ½ rifin gúrka, vel sigtuð svo allur safi nánast hverfi 3 dósir hrein jógúrt smásalt smávegis af saxaðri ferskri sítrónu melassi Kúskús (fyrir 25) 1½ kg kúskús Soð: 1,5 l tómatsafi 1,5 l vatn 12 hvítlauksrif, afhýdd og marin 1 tsk. anísfræ 2 tsk. af hverju – suðrænt kúmen, kóríander og engifer, steytt, ¼ tsk. af hvoru – allrahanda og múskat steytt, 4 tsk. salt 1 tsk. grófsteyttur rauður pipar 1 tsk. kardimommufræ, steytt ½ tsk. kanill 4 msk. matarolía 1 lítið knippi af ferskum kóríanderblöðum Brynhildur segist búa til 1½ upp- skrift af þessu soði, tekur þá helm- inginn frá, þynnir til hálfs með sjóð- andi vatni og notar þetta til að sjóða kúskúsið. Soðið er látið bullsjóða í nokkrar mínútur og hratið sigtað frá. Kúskúsið er soðið þannig að það er sett í djúpt fat, t.d. ofnskúffu, sjóðandi soðinu hellt yfir, svo það fljóti yfir um 3 cm. Látið standa í 10 mín. og þá er losað um grjónin. Grænmetið Gulrætur skornar í 4 cm strimla 25 smáir nýir maískólfar 50 perlulaukar spergilkál 25 strengjabaunir Það má í raun nota hvaða uppá- haldsgræmneti sem er, það er skorið í álíka strimla og snöggsoðið í sterku soðinu. Kúskusið er sett á fat og grænmetinu stráð yfir, lagskipt eftir lit og áferð. Rauðrófusalat (fyrir 4–6) 1 kg rauðrófur 2 blóðappelsínur ¼ kg jólasalat ½ bolli valhnetur, ristaðar 2 msk rauðvínsedik 2 msk appelsínudjús raspaður börkur af hálfri appelsínu ¼ bolli ólífuolía salt og pipar Bakið rauðrófurnar í ofni á 200 °C í 45–60 mín. Setjið þær í ofnskúffu, makið þær með olíu og setjið smá- vatn í botninn. Kælið og afhýðið. Skrælið appelsínurnar þannig að ekkert verði eftir af hvíta hýðinu. Skerið rauðrófurnar, appelsínurn- ar og jólasalatið í það form sem ykk- ur finnst flottast. Hristið saman dressinguna, hellið yfir salatið og stráið ristuðum hnetunum yfir. Morgunblaðið/Einar Falur Veisluborðið Veislugestirnir létu ekki bíða eftir sér með að fá sér að smakka eftir að lærin voru komin á borðið. Íslensku lambalærin leirbökuð í keramikofnum Keramiklærin Leirbökuð lambalæri bíða með kjöthitamælum eftir því að brotið sé utan af þeim og þau borin fram fyrir veislugesti. Meðlætið Kúskús var meðal þess sem borið var fram sem meðlæti. Listrænt Leirlærin eru óneitanlega glæsileg á að líta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.