Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 29
vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 29 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is N ú eru margir að leita að góðu víni með góðum mat. Þar er af mörgu að taka en hér eru nokkrar hugmyndir. Ég hef á síðustu vikum fjallað um allmörg vín frá Toskana á Ítalíu og þá ekki síst þau fjölmörgu góðu vín af svæðinu Chianti Classico sem eru í boði hér á landi. Þá umfjöllun má finna í gagnasafni mbl.is, en Chianti-vínin eru einhver bestu matarvín sem hægt er að hugsa sér. Vín frá húsum á borð við Fonterutoli, Fontodi og Rietine. Hér er eitt til viðbótar í hæsta gæðaflokki úr smiðju markgreifans Piero Antinori. Badia a Passignano Chianti Classico Ris- erva 2001 er ansi mikið og feitt Chianti-vín, kryddað og heitt með þurru tei og dökku súkkulaði. Langt og þykkt með mildum tann- ínum. 3.090 krónur. 18/20 Þá yfir til Ástralíu og meistara Lehmanns og toppvínsins hans. Peter Lehmann Stonewell 2000 er dúnd- urvín, í nefi kókos-konfekt, sultuávöxtur með bláber og krækiber að uppistöðu og þykkur, þykkur vanilluhjúpur. Ástralskur Shiraz af gömlum vínvið eins og hann gerist hvað best- ur. Fyrir þá sem eiga rjúpur og vilja vín sem á við lyngbragð og þykkar rjómasósur. 3.390 krónur. 19/20 Það er þó Frakkland sem er það land sem framleiðir hvað mest af vínum sem eiga við á hátíðlegum tækifærum. Bestu vín Champ- agne, Bordeaux og Búrgund eru einfaldlega í sérflokki þegar kemur að hátíðarvínum. Við skulum fara yfir til Bordeaux, nánar til- tekið til Pessac-Léognan og víngerðarhússins Chateau Smith Haut Lafitte, en eigendur þess, hjónin Bernard og Daniel Cathiard, sóttu Ísland heim í sumar. Saga Smith Haut Lafitte og Cathiard- hjónanna er um margt merkileg. Þetta er 72 hektara landareign og þar af er vínviður rækt- aður á 55 hekturum. Vínrækt hefur verið á ekrunum frá því á fjórtándu öld, nánar tiltekið 1365. Það var svo á nítjándu öld að skoskur aðalsmaður að nafni Smith festi kaup á eign- inni, byggði þar glæsilegt óðalssetur og gaf víngerðarhúsinu það nafn sem það ber enn í dag. Cathiard-hjónin keyptu Smith Haut Lafitte árið 1990 og hafa komið víninu í flokk þeirra allra eftirsóttustu í heimi. Daniel Cathiard hafði áður verið einn af frægustu íþrótta- mönnum Frakklands en hann var í ólympíuliði Frakka í svigi ásamt Jean-Claude Killy á ár- unum 1965–68. Þess má geta til gamans að rauðvínið var á 58. sæti á lista bandaríska víntímaritsins Wine Spectator yfir 100 bestu vín ársins. Hið hvíta Chateau Smith Haut Lafitte 2003 er blanda úr þrúgunum Sauvignon Blanc og Sémillon, tignarleg angan af eik og suðrænum ávöxtum, þarna er eldspýtustokkur og sætt greip. Hvítvín fyrir humar. 4.990 krónur. 19/ 20 Hið rauða Smith Haut Lafitte 2003 er ekki síður árennilegt þótt það sé ungt að aldri fyrir Bordeaux-vín í þessum gæðaflokki. Þungur og dökkur ilmur, kaffi (cappuccino) og svört ber í bland við þykka eik og vanillu. Þyrfti að bíða í nokkur ár en annars er best að umhella því 6– 12 klukkustundum fyrir neyslu yfir í karöflu. Smellur flott að hreindýri. 5.590 krónur. 19/20 En þá yfir að öðru af hinum klassísku vín- gerðarhéruðum Frakklands, Rónardalnum suður af borginni Lyon, ein helsta uppspretta franskra rauðvína og heimasvæði einnar þekktustu vínekru Frakklands, Hermitage. Chapoutier Belleruche Cotes du Rhone 2005 er flottur, klassískur Cotes du Rhone, sá besti sem ég smakkað af þessum árgangi. Ber og blóm mynda uppistöðuna. Maður fær vínið í glasið og hugsar, já nákvæmlega svona eiga klassa Cotes du Rhone að vera, mikið vín og flókið þótt það sé ódýrt. Kirsuber, hindber og sveskjur, rósir, fjólur, örlítil vanilla og bak- aður pæ, tannín sem bíta og segja manni að vínið verði líklega á toppnum eftir ár eða eða tvö. Vonandi hafa einhverjir þolinmæði, þetta er ekki dýrt vín til að kaupa nokkrar flöskur af og leggja til hliðar. Fær aukapunkta í ein- kunn fyrir verðið. 1.490 krónur. 18/20 Chapoutier La Bernardine Chateauneuf du Pape 2004 angar af lakkrís og kryddi í bland við svartan ávöxtinn. Þurrt í munni með löngu, þéttu bragði og mildum tannínum. 3.290 krónur. 18/20 Chapoutier Monier de La Sizeranne Hermitage 2003 – dökkt á lit, nefið með dökk- um berjaávexti, kryddi, tóbaki og reyk, í munni þurrt og tannískt með þurrkuðum ávexti, stífum en þó mjúkum tannínum. Stórt og mikið um sig en þó án þess að verða grodd- aralegt, elegans og fágun út í gegn. Frábært núna og mun lifa og þroskast í áratug í viðbót. Þetta er vínið fyrir þá sem gera rjúpuna í meira módern stíl, bringurnar eldaðar rauðar og lítill eða enginn rjómi í sósunni. 5.170 krón- ur. 19/20 Og loks klassíker, sem alltaf yljar manni um hjartaræturnar, líbanska vínið Chateau Mus- ar. Þessu víni er stundum líkt við betri vín Rónardalsins í Frakklandi en er samt um flest einstakt og óviðjafnanlegt. Maður þekkir það alltaf um leið – það getur ekki falið sig innan um önnur. Það á við um Musar 1999 sem önn- ur – fjóshaugur, reykur, tjara og tóbak gjósa upp úr glasinu og í munni vel samofinn ávöxt- ur og eik, kryddað en jafnframt með sætum ávexti, fínlegt og sveitalegt í senn. 2.590 krón- ur. 18/20 Hátíðarvín með góðum mat Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Sinn er siður á hverju heimili og víða geramenn sér dagamun fyrir jólin meðstyrktu víni, sérrí eða púrtvín eru sjálf- sagt algengustu slík vín hér á landi, en til er grúi slíkra vína víða að. Nú er það svo að sum vín verða vinsæl um stund, jafnvel í áratugi eða hundruð ára, eins og t.d. marsala og madeira, gleymast síðan að mestu utan heima- héraðsins, en svo snúa þau aftur eins t.a.m. katalónskt jólamuscat sem sneri aftur í sviðs- ljósið eftir að hafa nánast horfið af markaði í hundruð ára og er nú fastur liður í jólahaldi víða í Evrópu. Jólamuscat það sem hér er nefnt til sög- unnar kemur frá Jean Luc Pujol, sem ræktar vín í Roussillon-héraði í S-Frakklandi og var áður hluti af Katalóníu. Ekki er heitara, þurr- ara eða sólríkara vínhérað að finna þar í landi, en þessar aðstæður henta einkar vel til vín- gerðar og þá sérstaklega til að rækta lífrænt vín eins og Pujol hefur gert í gegnum árin. Sá siður að rækta sérstakt jólavín, jólamus- cat, tíðkaðist á fjórtándu öld, en þá var Kata- lónía umfangsmikið konungsríki. Vínið er ræktað úr muscat-þrúgum og fyrsta uppskera hvers hausts notuð. Mestu skiptir að hafa ávöxtinn og ferskleikan í víninu sem mestan, enda bragðast það sem franskt sumar, sólríkt og ilmandi, en til að styrkja vínið er notaður hreinn vínandi. Ferskleikinn gerir að verkum að það geymist ekki vel og á helst ekki að drekka það eldra en sex mánaða gamalt. Eftir að konungsríkið Katalóna leystist upp hætti jólamuscat að sjást nema heima í héraði þar sem menn brugguðu það fyrir sig og sína og ekki eru mörg ár síðan vínbændur þar tóku að framleiða það aftur með góðum árangri, en óheimilt er að selja jólamuscat fyrr en þriðju helgi í nóvember. Best er að drekka vínið kalt. Franskt sumar á flöskum Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Lífrænn Vínbóndinn Jean Luc Pujol hampar muscat-þrúgu af ekrunum í Russillon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.