Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 30
aðventan 30 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hvað vilja konur fá í jólagjöf ? Margur karlmaðurinn æðir ráðvilltur milli verslana rétt fyrir jól í leit að hinni einu sönnu jólagjöf fyrir sína heittelskuðu. En konur eru sem betur fer eins misjafnar og þær eru margar og vilja ekki allar það sama. Sumar vilja list, aðrar vilja dýra skartgripi og enn aðrar vilja eitthvað sem kostar ekki neitt eða óska þess að andvirði gjafarinnar renni til góðgerðarmála. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk þrjár konur á ólíkum aldri til að segja sér hvað þær vildu helst sjá í jólapakkanum og hvað þær vildu allra síst fá í jólagjöf. Heimilistæki voru ekki efst á vinsældalistanum og gjafabréf eða peningar þóttu líka glataðar gjafir. Allar voru þær sammála um að gjöfin þyrfti að vera persónuleg og sýna að gefandinn þekkti þær og langanir þeirra og vissi hvað þær vildu. Ein af verstu jólagjöfunum sem ég get hugsað mér er aðfá ilmvatn sem ég hef ekki valið sjálf. Það er hræði-legt. Ég hef tvisvar fengið svoleiðis jólagjafir og ég tók þær ekki einu sinni upp úr pakkningunum,“ segir Diljá Rudolfsdóttir 18 ára menntaskólamær. „Mér finnst líka frekar fúlt að fá sokka, nema þeir séu frá mömmu, af því mér finnst það sýna að viðkomandi hafi ekki haft hugmynd um hvað mig gæti langað í jólagjöf. En allra leiðinlegast væri að fá peninga í jólagjöf. Það væri ógeðslega leiðinlegt að fá fimm þúsund kall í umslagi, af því það er miklu frekar eitthvað sem maður var sáttur við að fá í ferm- ingargjöf.“ Þegar Diljá er spurð hvað væri besta jólagjöfin er hún fljót til svars. „Ég er ennþá svo mikill krakki að mér þætti rosa- lega gaman að fá lítinn sætan kettling í jólagjöf. Reyndar vor- um við mamma að fá okkur kettling í dag, litla átta vikna læðu sem er ótrúlega mjúk og sæt og hún er einskonar fyr- irfram jólagjöf sem við mæðgurnar gefum okkur sjálfar. Ég yrði líka mjög glöð að fá utanlandsferð í jólagjöf, þó það sé kannski dálítið dýr gjöf. Best væri að fá gjafabréf frá flug- félagi þannig að ég gæti sjálf valið áfangastaðinn, það væri frábært.“ Í jólapakkanum frá kærastanum finnst Diljá skipta mestu máli að einhver hugsun búi þar að baki. „Hann má ekki kaupa bara eitthvað handa mér, heldur verður það að vera eitthvað sem sýnir að hann þekki mig.“ Alls ekki peninga Morgunblaðið/G.Rúnar Jólaknús Diljá elskar jólakettlinginn sinn nýja. Ég yrði mjög ánægð með að fá eitthvert dekur í jólagjöf.Til dæmis tíma í nudd, SPA eða andlitsbað, ég fæ svo-leiðis alltof sjaldan,“ segir Guðbjörg Guðjónsdóttir 29 ára viðskiptafræðingur. „Ég á orðið svo mikið af hlutum, þess vegna er eitthvert svona dekur efst á ósklistanum hjá mér. Ég er líka alltaf hrif- in af því að fá eitthvað hlýtt á þessum árstíma, hanska, trefil eða flík sem veitir skjól í kulda. Svo er ég búin að merkja við ansi margar bækur í Bókatíðindunum sem mig langar í. Ég er mikið fyrir spennusögur og nýjasta bókin eftir Dan Brown væri kærkomin jólagjöf.“ Guðbjörg segir að allra síst myndi hún vilja fá heimilistæki í jólagjöf. „Ég yrði frekar svekkt að fá heimilistæki. Ég myndi ekki heldur vilja fá gjafakort, vegna þess að það er svo óper- sónulegt. Ég vil frekar fá gjöf sem sýnir að einhver hugur er á bak við hana, það skiptir ekki öllu máli hver hún er. Ég held mikið upp á óróa frá Georg Jensen sem mamma og pabbi hafa gefið mér undanfarin átta ár, en það er alltaf nýr órói hann- aður á hverju ári. “ Guðbjörg segist ekkert hafa á móti því að fá kynþokkafull undirföt frá manninum sínum en þó hafi það ákveðna ókosti. „Það er náttúrulega stórhættulegt fyrir karlana ef þeir slysast til að kaupa ranga stærð af undirfötum fyrir konurnar sínar. Þá er voðinn vís. Slíkum fatnaði er þar að auki oftast frekar óþægilegt að klæðast þó körlunum finnist þetta kannski flott.“ Dásamlegt dekur Morgunblaðið/G.Rúnar Hugur Guðbjörg segir hugsunina að baki gjöfinni skipta mestu. Verst af öllu væri að fá hrærivél, hakkavél, pastavéleða eitthvað annað heimilistæki ætlað í eldhúsið íjólagjöf. Mér finnst það alveg glatað. Ég held ég myndi bara skipta svoleiðis gjöf hið snarasta. En sjónvarp eða þess konar heimilistæki hefði ég ekkert á móti því að fá,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, 43 ára ferðamálafræð- ingur. Hún segist ekki alveg vita hvernig hún myndi bregðast við ef maðurinn hennar gæfi henni undirföt í jólagjöf. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að maðurinn minn taki upp á því að gefa mér nærföt í jólagjöf, af því ég held að hann myndi ekki leggja í það, hann veit ekkert hvaða stærðir ég þarf. Helst af öllu myndi ég vilja að í jólapakka til mín væri eitthvað fyrir mig persónulega, til dæmis eitt- hvað til að snyrta mig með eða eitthvað sem lætur mig ilma vel. Og ef ég leyfi mér að vera aðeins gráðug þá myndi ég alveg vilja vandaða skartgripi, það er alltaf gaman að fá slíka gjöf. Bækur finnst mér líka mjög gaman að fá í jóla- gjöf, svo framarlega sem þær innihalda eitthvað sem ég vil lesa. En flottasta jólagjöf sem ég hef fengið og sú sem hef- ur hreyft mest við mér er gjöf sem kostaði ekki krónu. Það var ástarljóð sem maðurinn minn samdi til mín og gaf mér á þeim jólum sem við höfðum verið saman í fimmtán ár. Ljóðið fjallaði um það hvað ég væri honum. Eins finnst mér líka ómetanlegar allar þær gjafir sem börnin mín hafa búið til í gegnum tíðina og gefið mér í jólagjöf.“ Ástarljóðið best Morgunblaðið/Ásdís Ástarljóð Ingibjörg með bestu jólagjöfina, frumsamið ljóð. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég ætla ekki að reyna að flytja íslensk jól með mér út til SriLanka en í staðinn ætla ég að taka með mér íslensktbrennivín, hákarl og harðfisk, því mig langar til að kynna fyrir vinum mínum og samstarfsfólki þarna úti á hverju við Íslend- ingar höfum verið aldir upp. Ég ætla líka að fara út með íslenskt nammi, ópal, tópas, hrískúlur og Síríus-súkkulaði. En ég verð að sleppa maltinu og appelsíninu af því það tekur svo mikið pláss,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson sem hefur starfað sem friðargæsluliði á Sri Lanka frá því í ágúst síðastliðnum og verður þar yfir jól og áramót. „Ég mun halda jól með samstarfsfólki mínu frá hinum ýmsu hjálparsamtökum og -stofnunum og það fólk kemur frá mörgum og ólíkum löndum, þannig að þetta verða mjög alþjóðleg jól.“ Kjúklingur, hrísgrjón og karrí á aðfangadagskvöld Aðalbjörn er með bækistöðvar í bæjunum Batticaloa og Ampara ásamt þremur Norðmönnum og íslensku stúlkunni Maríu Jesper- sen frá Akureyri sem ætlar líka að halda jólin úti. „Ég ákvað snemma að vera úti bæði um jól og áramót vegna þess að ég er ekki kvæntur og ég á ekki börn og því vildi ég gefa samstarfsmönnum mínum sem eiga fjölskyldu færi á því að fara heim. Það er mikil ásókn í að fá frí á þessum tíma en eðli málsins samkvæmt geta ekki allir farið heim.“ Sá hópur sem Aðalbjörn heldur jólin með úti á Sri Lanka er ákveðinn í að hafa það notalegt. „Þarna verða vinnufélagar mínir meðal annars frá Belgíu, Hol- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Íran. Kokkurinn okkar, sem er heimamaður, er algjör snillingur og við munum semja við hann um að gera litla jólaveislu fyrir okkur á aðfangadagskvöld. Uppistaðan verður líklega kjúklingur, hrísgrjón og karrí, því í þau skipti sem við höfum reynt að láta hann elda vestrænan mat hefur það ekki komið vel út. Ég held það sé heillavænlegast að hann eldi það sem hann er bestur í, enda er það úrvalsmatur. Þótt eitthvað verði sett upp af jólaskrauti verða þessi jól afskaplega ólík því sem ég er van- ur en það er bara mjög spennandi.“ Ekki íslensk jól án fólksins míns Aðalbjörn segist ekki hafa viljað koma til Íslands í versl- unarbrjálæðið sem hér ríkir síðustu dagana fyrir jólin, svo hann skrapp heim í stutt frí snemma í desember. „Ég var heima á Egils- stöðum í rúma viku og þá hélt fjölskyldan mín eins konar litlu-jól fyrir mig og eldaður var hamborgarhryggur, önd og gæs. Þar sem ég sat með fjölskyldunni áttaði ég mig á því að ég get ekki tekið ís- lensku jólin með mér út. Jólin fyrir mér eru ekki hangikjöt heldur fyrst og fremst það að vera með fólkinu mínu. Og fyrst ég get ekki tekið fjölskylduna mína með mér ætla ég að sleppa því að taka ís- lenskan jólamat með mér út.“ Aðalbjörn segir að starf friðargæsluliða sé spennandi og athygl- isvert en vissulega erfitt. „Sri Lanka er stríðshrjáð land og þar af leiðandi verður maður vitni að alls konar hörmungum. En á móti kemur að það er alltaf fróðlegt að kynnast nýjum löndum og nýjum siðum og nauðsynlegt að safna sem mestu og ólíkustu í reynslu- sarpinn.“ Brennivín og hákarl á jólum á Sri Lanka Morgunblaðið/Ásdís Óvenjuleg jól Aðalbjörn fór klyfjaður dæmigerðu íslensku nammi, hákarli og íslensku brennivíni til að kynna fyrir vinnufélögunum á Sri Lanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.