Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TEKJUÞRÓUN ÞEIRRA HÆSTU OG LÆGSTU Kjararáð hefur úrskurðað umlaun þingmanna, ráðherra ogembættismanna. Þessi hópur fær um 6% launahækkun samtals, 3,6% frá 1. okóber og 2,9% til viðbótar um áramót. Þetta er um það bil tvöfalt meiri hækkun samanlagt en flestir al- mennir launamenn fá um áramótin. Kjararáð tekur enda tillit til launa- skriðs í úrskurði sínum og miðar við launavísitölu en ekki einvörðungu taxtahækkanir á vinnumarkaði. Þetta er allt öðruvísi ákvörðun en sú, sem vakti miklar deilur fyrir ári, en þá úrskurðaði kjaradómur, sem þá var, sömu hópum hækkanir sem voru tvö- faldar á við hækkun launavísitölu og þar af leiðandi algjörlega úr takti við þróunina á almennum vinnumarkaði. Morgunblaðið hvatti þá til að lögum um kjaradóm yrði breytt og tryggt að úr- skurðir hans fylgdu betur almennri launaþróun í samfélaginu. Í nýjum lögum, þar sem kjaranefnd og kjaradómi er steypt saman í eina nefnd, kjararáð, eru skýrari fyrirmæli en í eldri lögunum um að taka beri mið af hinni almennu launaþróun og það var þörf breyting. Þar var sömuleiðis afnumin sú víxlverkun, sem virtist geta orðið milli gamla kjaradómsins og kjaranefndarinnar, sem miðuðu sig iðulega hvort við annað í launahækk- unum. Rökin fyrir því að opinber nefnd ákvarði laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna er að þetta fólk hefur ekki samningsrétt eins og flestir aðrir launþegar. Alþingismenn og dómarar geta ekki farið í verkfall til að knýja fram kjarabætur. Enn fremur er með þessu fyrirkomulagi tekinn sá kaleikur af þingmönnum að þurfa að ákveða laun sín sjálfir. Á meðan það tíðkaðist, drógust þeir ýmist aftur úr launaþró- uninni eða fengu ógurlegar skammir fyrir að hækka laun sín í stórum stökk- um. Núverandi fyrirkomulag, að nefnd sérfræðinga úrskurði um laun þing- manna og embættismanna, er skárra en að þeir séu látnir ákveða laun sín sjálfir. Hins vegar hljóta aðrir hópar, sem ekki njóta neins samningsréttar um kjör sín, að velta fyrir sér hvort það sé réttmætt að þingmenn og embættis- menn njóti launaskriðsins, sem verður í samfélaginu, en ekki þeir sjálfir. Þetta á ekki sízt við um aldraða og ör- yrkja, sem þiggja bætur frá ríkinu. Forsvarsmenn þeirra hafa margoft bent á að bætur hafi dregizt aftur úr al- mennri launaþróun, jafnvel þótt kaup- máttur þeirra hafi aukizt. Með því hef- ur bilið á milli þeirra, sem lifa á bótunum, og annarra í samfélaginu auðvitað breikkað. Með þessu er ekki verið að segja að neitt sé athugavert við það hvernig laun kjörinna fulltrúa og embættis- manna eru ákvörðuð. Það er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að laun þeirra fylgi almennri launaþróun í landinu, meðal annars til þess að hæft fólk fáist frekar til þessara starfa. En þingmenn og ráð- herrar, sem gegna hæstu embættum landsins verða að gæta þess að vera ekki sakaðir um hræsni þegar þeir verja þær ákvarðanir sínar að bætur tekjulægstu hópanna, sem þiggja framfæri sitt að öllu leyti eða hluta frá skattgreiðendum án þess að eiga um það samningsrétt, séu ákvarðaðar með öðrum hætti. SÁTT UM VEGGJALIST? Veggjakrot er vandamál í borginni.Skemmdarvargar með úðabrúsa hafa skemmt opinberar byggingar jafnt sem einkaeignir, leiktæki barna, nánast hvern einasta síma- og raf- magnskassa í heilu hverfunum, spenni- stöðvar og girðingar. Veggjakrotið er sóðaskapur og gildir þá einu hvort krotararnir eru drátthagir eða ekki. Ef þeir biðja ekki um leyfi fyrir krotinu er það skemmdarverk, ekki list. Menn geta verið þeirrar skoðunar að Sinfóní- an skapi frábæra list en ef hún byrjaði allt í einu að spila af öllum kröftum í friðsælu íbúðarhverfi um miðja nótt myndu hinir sömu væntanlega frekar líta á það sem truflun á almannafriði en listsköpun. Það sama á við um veggja- krotið; sumt af því er bara ljótt, annað ber meiri hæfileikum vitni en er samt bara krot af því að það er á röngum stað og í röngu samhengi. Reykjavíkurborg hefur stundum reynt að semja um að mála mætti á ákveðna veggi í eigu borgarinnar, í von um að annað yrði þá fremur látið í friði. Það hefur ekki gengið eftir. Starfsmað- ur gatna- og eignaumsýslu borgarinnar segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Reynslan er sú að ef þú leyfir þetta á tilteknu svæði er það ekki virt og fer út um allt.“ Stefna borgarinnar er því að líða ekki veggjakrot, hreinsa það helzt inn- an sólarhrings frá því að það uppgötv- ast og kæra skemmdarvargana ef til þeirra hefur sézt. Listamaðurinn Ómar Ómar segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að þessi stefna hafi valdið því að ljótt krot og óvandað hafi færzt í vöxt. Jafnframt finni hann fyrir uppreisnarhugarfari meðal þeirra sem stundi það að úða á veggi. „Mér finnst það mikil list og hæfileikar komin í graffiti í dag, að mér finnst það synd ef áfram verður litið á það sem ómennsku einhvers krakka- lýðs og smánarblett á borginni. Það er það alls ekki,“ segir hann. Ómar Ómar leggur til að komið verði upp aðstöðu fyrir „graffara“ með hæfi- leika á fjölförnum stöðum þannig að al- menningur geti notið þess sem þeir gera. Jafnvel að steyptir verði sérstak- ir veggir þar sem veggjalistamenn fái að spreyta sig. Nýmælið í tillögum Óm- ars er að innan samfélags veggjalista- manna hvetji fólk hvað annað til að sýna ábyrgð og úða ekki nema þar sem það er leyft. Ef það tekst er til mikils unnið. Það er spurning hvort svolítið um- burðarlyndi geti ekki farið saman með hinni hörðu stefnu borgarinnar í þessu máli sem Morgunblaðið styður raunar heils hugar. Mætti ekki reyna að skil- greina afmörkuð svæði þar sem fólk með myndlistarhæfileika fær að spreyta sig, gegn því að mjög hart verði tekið á því, bæði af hálfu borg- arinnar og lögreglu – og ekki síður inn- an samfélags veggjalistamanna – að krotað verði í leyfisleysi á eigur borg- aranna? D avíð Oddsson, formað- ur bankaráðs Seðla- banka Íslands, kynnti í gær ákvörð- un bankans um að hækka stýrivexti um 0,25 prósent- ur í 14,25%. Þetta er sjöunda vaxtahækkun bankans á þessu ári og sú átjánda frá því að bankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi bank- ans þann 3. nóvember sl. hélt bank- inn hins vegar stýrivöxtum óbreyttum. Davíð sagði að ákvörðun banka- stjórnarinnar í gær bæri að skoða í ljósi greiningar í Peningamálum sem gefin var út 2. nóvember sl., en sú greining hefði bent til þess að peningalegt aðhald hefði ekki verið nóg til þess að verðbólgumarkmið bankans næðist á næstu tveimur árum. „Á þeim tíma var þó ákveðið að fresta vaxtahækkun að sinni í ljósi þess að stýrivextir væru orðn- ir töluvert háir og að verðbólgu- horfur hefðu batnað verulega frá því um miðbik ársins. Bætt var við vaxtaákvörðunardegi í dag. Ef til- tækar upplýsingar nú gæfu ekki tilefni til annars yrðu stýrivextir hækkaðir,“ sagði Davíð. Minni verðbólga framan af að gefnu stöðugu gengi krónu Davíð sagði verðbólgu hafa hjaðnað frá því að Seðlabankinn birti spá sína í nóvember og hún væri mun minni en horfur hefðu verið á um miðbik ársins. „Að gefnu tiltölulega stöðugu gengi krónunnar eru nú horfur á nokkru minni verðbólgu framan af spátímanum en fólst í nóvember- spánni. Þessi þróun er ekki síst ár- angur aðhaldssamrar pen- ingastefnu sem mun halda áfram að hafa þau áhrif sem henni er ætl- að. Eigi að síður er það mat banka- stjórnar að verðbólguhorfur til lengri tíma hafi ekki batnað um- fram það sem spáð var í byrjun nóvember. Verðbólga er enn langt yfir markmiði bankans og þótt úr henni dragi talsvert á komandi mánuðum eru enn horfur á að hún verði yfir markmiði næstu tvö árin, ekki síst ef horft er framhjá bein- um áhrifum fyrirhugaðrar lækk- unar neysluskatta á fyrri hluta næsta árs,“ sagði Davíð. Gríðarleg spenna á vinnu- markaði og metviðskiptahalli Í máli Davíðs kom fram að met- viðskiptahalli og gríðarleg spenna á vinnumarkaði kynni að þýða að verðbólguþrýstingur og fram- leiðsluspenna hefðu verið vanmetin það sem af er ári. „Innlend eftirspurn virðist hafa vaxið álíka hratt á þriðja ársfjórð- ungi og gert var ráð fyrir í spá Seðlabankans í nóvember. Vís- bendingar eru um að einkaneysla kunni jafnvel að vaxa hraðar á yf- irstandandi ársfjórðungi en þeim þriðja. Gríðarleg spenna er á vinnumarkaði og virðist hún hafa aukist í byrjun vetrar. Við- skiptahallinn sló enn eitt met á þriðja fjórðungi ársins og litlar lík- ur eru á umtalsverðum bata á þeim fjórða. Því stefni í meiri við- skiptahalla á árinu í heild en spáð var í nóvember. Viðskiptahallinn Verðbólga yfir m Seðlabankans næ Verðbólguhorfur ekki batnað Davíð Oddsson seðlabankastjóri fram það sem spáð var í byrjun nóvember og enn horfur á að hú Stýrivextir Seðlabank- ans voru hækkaðir í gær. Kristján Torfi Einarsson hlýddi á rökstuðning bankans fyrir hækkuninni á blaðamannafundi. STÝRIVAXTAHÆKKUN Seðla- bankans vakti blendin viðbrögð á markaði í gær. Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,4% í gær og fór gengisvísitalan úr 125,1 stigi í 126,8 stig, en venjulega styrkist krónan í kjölfar vaxta- hækkana Seðlabankans. Beat Siegenthaler, sérfræð- ingur hjá fjármálafyrirtækinu TD securities í Lundúnum, segir í við- tali við fréttastofu Bloomberg hættu á að aðgerðir Seðlabankans ýti undir harða lendingu og efna- hagskreppu, og það kunni að skýra hvers vegna krónan veikist þrátt fyrir aukinn vaxtastuðning. Hækkunin kom greiningarað- ilum á óvart en meirihluti þeirra höfðu spá óbreyttu vaxtastigi. Af þeim 8 greinendum sem frétta- stofa Bloomberg fylgist með spáðu 6 óbreyttum vöxtum. Af greining- ardeildum viðskiptabankanna þriggja var greiningardeild Kaup- þings sú eina sem spáði 25 punkta hækkun. Allar deildirnar telja að stýrivextir hafi náð hámarki, verð- bólgumarkmiðinu verði náð fyrir árslok 2007 og að stýrivextir taki að lækka um miðbik næsta árs. „Óskynsamleg“ og „röng“ ákvörðun að hækka vexti Þrátt fyrir að greiningardeild Kaupþings hafi reynst sannspá tel- ur deildin hækkunina vera „óskyn- samlega“. Vísbendingar séu um að verulega sé að draga saman í hag- kerfinu og því skapi hækkunin nú hættu á mjög erfiðri aðlögun í hag- kerfinu enda ljóst að áhrif vaxta- hækkana komi ávallt fram með töf. Þá séu verðbólguhorfur góðar að mati deildarinnar og v hafi dregið úr verðbólguþ að undanförnu. Telur dei framt að núverandi vaxta nægjanlega mikið til þess verðbólgu niður að 2,5% m bankans á næsta ári. Greining Landsbankan óbreyttu stýrivaxtastigi o hækkun vaxta nú vera „r ákvörðun“. Segir deildin merki vera um að kólnun kerfinu sé þegar komin fr Peningamálum sem komu byrjun síðasta mánaðar h bankinn fært rök fyrir va un, en hafi þó metið stöðu ig að nægjanlegar líkur v 14% vextir dygðu til að ná verðbólgu. Síðan þá hafi allar hagtölur bent til þes kerfið sé að kólna töluver en Seðlabankinn reiknað Greining Glitnis segir h vaxta vera í takti við það Seðlabankinn var búinn a upphafi nóvember og sé a því til þess fallin að undir trúverðugleika bankans. deildin að ekki sé vanþör sem bankinn hafi sagt í og skilaboð hans hafi oft ver misvísandi í þessu vaxtah unarferli. „Í ljósi þess er e að útiloka að bankinn hæ frekar, þótt við teljum þa legt,“ skrifar Greining G Morgunkorni bankans í g Auk greiningardeildar þings spáði Danske Bank punkta hækkun stýrivaxt ir bankinn frekari hækku lega ef gengi krónunnar frekar á næstunni. Vaxtahækkun veku blendin viðbrögð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.