Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 33 og tölur af vinnumarkaði gætu bent til þess að innlend eftirspurn yxi hraðar í ár en mælst hefur enn sem komið er og þar með til van- mats á framleiðsluspennu og verð- bólguþrýstingi eins og fram kom í nóvemberhefti Peningamála,“ sagði Davíð. Aðhaldssöm stefna stuðlað að stöðugu gengi krónunnar Þrátt fyrir að raunstýrivextir séu orðnir háir í sögulegu sam- hengi, sagði Davíð að miðlun þeirra um vaxtarófið hefði ekki verið eins greið og vonast var eftir og því hefði áhrifa hárra vaxta ekki gætt af fullum þunga. „Aðhaldssöm peningastefna hef- ur hins vegar stuðlað að stöðugu gengi krónunnar, þrátt fyrir óviss- ar horfur og mikinn viðskiptahalla. Verðbólguhorfur og aðhaldsstig peningastefnunnar eru mjög háð því að gengi krónunnar verði áfram tiltölulega sterkt.“ Sagði Davíð hækkun vaxta nú staðfesta þann ásetning Seðlabank- ans að ná varanlegum tökum á verðbólgunni. „Bankinn mun ekki slaka á aðhaldi fyrr en hann sann- færist um að verðbólguhorfur til langs tíma samrýmist verðbólgu- markmiðinu,“ sagði Davíð og bætti við að næsta ákvörðun um vexti yrði birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Verðbólguhorfur verri til lengri tíma litið Þrátt fyrir að verðbólguhorfur til skemmri tíma séu ágætar, sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur bankans, að horfurnar til lengri tíma hefðu versnað, að- spurður hvenær bankinn sæi fram á að verðbólgumarkmiðinu yrði náð. „Í síðustu útgáfu Peningamála voru birtir nokkrir ferlar sem sýndu verðbólguþróunina til ársins 2009. Samkvæmt því þurfa að koma til frekari vaxtahækkanir ef ná á verðbólgumarkmiðinu fyrir þann tíma. Miðað við þá stýrivexti sem markaðurinn reiknar með næst verðbólgumarkmið ekki á þeim tíma sem við skoðum [byrjun árs 2009]. Reyndar fer verðbólgan vaxandi þegar líður á spátímann miðað við þessar forsendur,“ sagði Arnór Sighvatsson. markmiði æstu tvö ár Morgunblaðið/Kristinn i sagði það mat bankastjórnar að verðbólguhorfur til lengri tíma hafi ekki batnað um- n verði yfir markmiði næstu tvö árin.           .       7 12 /7 2 7 /23 7 - 8  """ ( " 2  verulega þrýstingi ildin jafn- aaðhald sé s að ná markmiði ns spáði og telur ranga skýr n í hag- fram. Í u út í hafi Seðla- axtahækk- una þann- væru á að á niður nánast ss að hag- rt hraðar ði með. hækkun sem að boða í aðgerðin rbyggja Segir rf á þar g úr og rið fremur hækk- ekki hægt ækki vexti að ólík- litnis í gær. r Kaup- k einnig 25 ta og seg- un mögu- veikist ur LEIÐARAHÖFUNDUR Morg- unblaðsins kallar hinn 17. desem- ber sl. eftir umræðu um raf- orkuverð til erlendra álfyrirtækja. Tilefnið er sú ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að framlengja samningaviðræður við Alcan um stækkun álversins í Straumsvík og samþykkja samkomulag um að Alcan beri stóran hluta undirbúningskostnaðar vegna virkjana í Neðri- Þjórsá. Þessar ákvarð- anir byggjast m.a. á raforkuverði, sem er trúnaðarmál. Gert er ráð fyrir að raf- orkusamningur verði lagður fyrir stjórnir fyrirtækjanna á fyrri- hluta næsta árs. Eðlilegt er að kallað sé eftir skýringum á því hvers vegna ekki tíðkast að upplýsa um verð í samningum íslenskra raf- orkufyrirtækja og þeirra álfyr- irtækja, sem hér starfa. Raforku- fyrirtækin eru undantekningarlaust í eigu op- inberra aðila, ríkis eða sveitarfé- laga. Af hverju fær almenningur ekki upplýsingar um raforkuverð opinberra fyrirtækja? Hvers vegna hvílir viðskiptaleynd á síkum samningum? Samþykkt stjórnar Lands- virkjunar frá árinu 1995 Fyrstu samningar Landsvirkj- unar vegna rafmagnssölu til ISAL og Íslenska járnblendifélagsins voru gerðir á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma hafði Landsvirkjun í raun sérleyfi til að byggja stærri virkjanir og ekki var viðskiptaleynd á raf- magnsverði til stóriðju enda þurfti samþykki Alþingis fyrir samn- ingum við stóriðjufyrirtæki. Við út- reikning á hagkvæmni rafmagns- samninga til stóriðju var miðað við að stóriðjan greiddi svokallaðan flýtingarkostnað vegna viðkomandi virkjunarframkvæmda. Þannig var tryggt að almenningur þyrfti ekki að greiða hærra rafmagnsverð en ella. Á síðasta áratug síðustu aldar breyttist innlendi raforkumark- aðurinn og aðrir raforkuframleið- endur juku framleiðslu sína og hófu rafmagnssölu til stóriðju. Jafnframt varð samkeppnin við er- lenda aðila um rafmagnssölu til stóriðjufyrirtækja æ ljósari. Þetta hafði í för með sér að ekki þótti rétt af samkeppnisástæðum að op- inbera verð í nýjum rafmagns- samningum við stóriðju og sam- þykkti stjórn Landsvirkjunar einróma á stjórnarfundi 7. nóv- ember 1995 eftirfarandi ályktun: „Stjórn Landsvirkjunar ályktar að það geti verið til þess fallið að veikja samningsstöðu Landsvirkj- unar að því er varðar samninga um orkusölu til stóriðju að viðsemj- endur fyrirtækisins hafi aðgang að verðákvæðum áður gerðra raf- magnssamninga og samþykkir því að viðskiptaleynd skuli ríkja um orkuverðsákvæði fyrirhugaðs við- aukasamnings við Íslenska álfélag- ið hf.“ Allir stjórnarmenn, hvar í flokki sem þeir stóðu, greiddu tillögunni atkvæði. Þannig var talið að það þjónaði best hagsmunum Lands- virkjunar að trúnaður ríkti um orkuverð. Minna má á að á skömm- um tíma eftir þessa samþykkt gekk Landsvirkjun frá samningi bæði vegna stækkunar Járnblendi- félagsins og til Norðuráls. Ljóst er að trúnaður um rafmagnsverð var lykilatriði fyrir samningsstöðu Landsvirkjunar á þeim tíma. Frá þessum tíma hafa raf- orkusamningar til stóriðju verið trúnaðarmál. Eigendur Lands- virkjunar hafa að sjálfsögðu verið upplýstir um verð og forsendur. Þannig hafa ríkisstjórn, borg- arstjórn og bæjarstjórn Akureyrar fengið upplýsingarnar ásamt iðn- aðarnefnd Alþingis. Áður en raf- orkusamningurinn við Alcoa vegna Fjarðaáls var undirritaður var þar að auki skipuð sameiginleg nefnd eigenda til að kanna allar for- sendur málsins og meta arðsemi verkefnisins með sjálfstæðum hætti. Sú meginbreyting hefur orð- ið að ekki er lengur litið til flýting- arkostnaðar heldur er sérhvert verkefni metið eitt og sér m.a. vegna breytts skipulags raforku- mála. Arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar hef- ur verið metin og endurmetin og nið- urstöðurnar úr því mati hafa verið birt- ar opinberlega. Slík- ar upplýsingar eru í raun mikilvægari fyrir almenning til að kanna hvort vel sé haldið á opinberum eignum en sjálft rafmagnsverðið. Samkomulagið við Alcan á Íslandi Í aðdraganda samkomulagsins við Alcan fór fram samkeppni milli Alcan og Century um það við hvorn yrði samið, þar sem hvor um sig lagði fram verðramma. Sam- komulag um raforkuverð til Alcan hefur nú verið áritað af samninga- nefndum beggja aðila, en það var forsenda þeirra tillagna, sem lágu fyrir stjórnarfundi Landsvirkjunar í síðustu viku. Endanlegir samn- ingar liggja ekki fyrir, en þegar það verður er eðlilegt að greina frá arðsemi verkefnisins til að almenn- ingur sjái hverju það skilar. Í yfirstandandi viðræðum hefur komið skýrt fram af hálfu Alcan að orkuverð til álvera sé trúnaðarmál hvar sem er í heiminum nema þeg- ar samningar byggjast á opinberri gjaldskrá. Þess vegna krefst Alcan fulls trúnaðar um rafmagnsverð og einnig um verðtengd ákvæði í samningi nema lög bjóði annað. Alcan lítur á orkuverð sem lyk- ilupplýsingar í viðskiptum og þeir vilja ekki deila þeim með keppi- nautum sínum. Sömu sjónarmið gilda í samningum Alcan og Orku- veitu Reykjavíkur, en þau fyr- irtæki gerðu í maí sl. samning um kaup Alcan á 40% þess rafmagns sem þarf til fyrirhugaðrar stækk- unar álversins í Straumsvík. Fram hefur komið í fréttum að Álfheiður Ingadóttir hafi vikið af fundi Landsvirkjunar þar sem hún vildi ekki taka þátt í afgreiðslu samkomulags um kostnaðarskipt- ingu við undirbúning virkjananna í Neðri-Þjórsá á grundvelli trún- aðarupplýsinga. Flokksbróðir Álf- heiðar, Tryggvi Friðjónsson, tók hins vegar þátt í afgreiðslu samn- ings milli Orkuveitu Reykjavíkur og Alcan á grundvelli samsvarandi trúnaðarupplýsinga. Trúnaður um raforkuverð í samningum orku- og álfyrirtækja byggist á viðskipta- hagsmunum beggja aðila og þau sjónarmið hafa verið virt. Rétt er að ítreka að Landsvirkjun hefur greint frá arðsemi slíkra samninga og gagnast það almenningi best til að meta hvernig á málum er hald- ið. Raforkufyrirtæki á samkeppnismarkaði Á undanförnum árum hefur orð- ið mikil breyting í rekstr- arumhverfi raforkufyrirtækjanna. Orkufyrirtækin starfa í samkeppn- isumhverfi og nú gera þau raf- orkusamning við íslensk fyrirtæki sem kaupa mikla orku. Slíkir samningar eru oft gerðir á grund- velli útboðs og er verð ekki gefið upp. Það er almenn regla, þar sem samkeppni ríkir, að gefa ekki upp verð milli birgja og smásala. Þegar um einokunarstarfsemi er að ræða gilda verðskrár. Þannig eru í gildi verðskrár hjá Landsneti fyrir flutning á rafmagni – einnig raf- magni til stóriðju. Hér er í raun komið að kjarna málsins. Það er ekki gerlegt í sam- keppnisumhverfi að opinbera allt verð. Bónus gefur að sjálfsögðu ekki upp verð frá birgjum vegna viðskiptahagsmuna. Vandi raforku- fyrirtækjanna er sá að þau eru í eigu opinberra aðila og þess vegna eru gerðar meiri kröfur um gagnsæi í rekstri þeirra. En þau starfa einnig í samkeppn- isumhverfi þar sem óheimilt er að hafa samráð um verð til neytenda og upplýsingar um verð milli fyr- irtækja eru ekki gefnar. Hvenær sem er getur einkafyrirtæki haslað sér völl í raforkuvinnslu og smá- sölu á rafmagni. Slíku fyrirtæki verður ekki skylt að gefa upp verð án lagafyrirmæla. Þessu til viðbótar þarf að hafa í huga að raforkuverð í samningum við álverin er ekki eitt fast verð. Í flestum tilvikum breytist verðið, þegar álverð breytist á heims- markaði, en það sveiflast mikið frá einum tíma til annars. Tekjurnar eru einnig háðar gengi Bandaríkja- dals á hverjum tíma. Væntanleg arðsemi verkefnanna gefur meiri upplýsingar um gæði raf- orkusamninganna en verð sem tek- ur sífelldum breytingum. Arðsemin skiptir mestu máli Að undanförnu hafa ýmsir bent á þann vanda sem steðjar að op- inberum raforkufyrirtækjum sem starfa á samkeppnismarkaði. Þor- steinn Pálsson, ritstjóri Frétta- blaðsins, skrifaði leiðara þar sem hann telur að illa fari á því að raf- orkufyrirtæki í eigu opinberra að- ila leyni almenning umsömdu raf- orkuverði. Illugi Gunnarsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, tel- ur að einkavæðing sé í raun eina lausnin á þessu vandamáli. Segja má að sérfræðingar OECD séu sömu skoðunar og reyndar ganga þeir enn lengra. Í útdrætti úr Efnahagsskýrslu OECD um Ís- land, sem út kom sl. sumar, segir: „Opna ætti orkugeirann fyrir út- lendingum og opinberi geirinn ætti að draga sig út úr raforkufram- leiðslu með það að markmiði að auka gagnsæi og samkeppni. Þar með væri jafnræði aukið og dregið yrði úr áhættu skattgreiðandans af orkufjárfestingum. Það er ekki hlutverk greinarhöf- undar að taka afstöðu til þess hvort einkavæða eigi þau raforku- fyrirtæki sem starfa á samkeppn- ismarkaði. Það er hlutverk stjórn- málamanna. Við sem stýrum þessum fyrirtækjum verðum hins vegar að upplýsa almenning um gildi raforkusamninga án þess að brjóta eðlilegan viðskiptatrúnað. Eins og sést á framangreindu er það ekki einfalt mál að opinbera raforkuverð í raforkusamningum milli fyrirtækja. Slíkt jafngildir því að nýlegar breytingar á raf- orkulögum verði teknar aftur. Þess vegna skiptir máli að raforkufyr- irtækin geri opinberlega grein fyr- ir arðsemi verkefnanna og beri hana saman við arðsemiskröfur hliðstæðra verkefna innanlands sem utan. Þannig fær almenningur þær upplýsingar sem mestu máli skipta fyrir eigendur. Raforkuverð til álfyrirtækja Eftir Friðrik Sophusson » Það er ekki hlutverkgreinarhöfundar að taka afstöðu til þess hvort einkavæða eigi þau raforkufyrirtæki sem starfa á sam- keppnismarkaði. Það er hlutverk stjórnmála- manna. Friðrik Sophusson Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.