Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÉR leiðast alla jafna samsær- iskenningar og vil trúa því að flestir vilji jafn vel og ætla má af orðanna hljóðan. Þó eru ákveðin atriði í ís- lenskum stjórnmálum sem fá mig til að staldra við og leita að raunverulegum boð- skap bakvið það sem sagt er. Þetta á til dæmis við þegar Vinstri grænir láta sér annt um fjárhagslega afkomu Landsvirkj- unar og einnig þegar Samfylkingin talar um að lagfæra bág kjör ís- lenskra bænda. Með svipuðum hætti slær það mig þegar Fram- sóknararmur Morg- unblaðsins stígur fram og talar af föðurlegri velvild um hvað sé flokki þessum fyrir bestu. Í Staksteinum liðinnar helgar leggur Morgunblaðið út af nýlegu útspili Hjálmars Árnasonar í stjórn- málum og telur að það geti bara orð- ið flokknum til ills, sárinda og klofn- ings. Ég er hér að tala um þá ákvörðun Hjálmars að bjóða sig fram til setu í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hjálmar hafði áður lýst því yfir að hann myndi keppa að áframhaldandi setu í öðru sæti og við erum nokkur flokkssystkini hans sem buðum þá einnig fram krafta okkar til setu í þeim sama stól. Ég get alveg við- urkennt að ákvörðun Hjálmars síð- astliðinn föstudag kom mér sem öðr- um nokkuð á óvart. Hann hefur sjálfur skýrt það hvað honum geng- ur til og það er engin ástæða til að efa heilindi þingmannsins í þeim skýringum. Það má aftur á móti efast um að hann lesi þar rétt í hin pólitísku spil en þau eru líka jafnan vandlesin. En það er fráleitt að telja ákvörðun þessa óheppilega fyrir okkar góða flokk, eins og Morg- unblaðið gerir. Áður stefndi í að Guðni Ágústsson yrði þar einn í kjöri og fengi í raun og veru enga raunhæfa mælingu á sitt fylgi. Slíkt fyr- irkomulag orkar jafnan tvímælis. Ákvörðun Hjálmars styrkir próf- kjör flokksins og lýð- ræðið því til mikilla muna og gerir þeim gott sem hreppir fyrsta sæti. Þar eins og ann- arsstaðar gildir hið fornkveðna, megi sá hæfari hafa sig- ur. Staksteinahöfundur talar af föð- urlegri forsjá um það að við þetta hljóti að verða klofningur í flokknum og aðrir hvorir, Sunnlendingar eða Reyknesingar, að enda sárir mjög. Þetta er alrangt. Hvor sem vinnur tel ég að flokksmenn allir geti unað þeirri forystu. Sunnlendingar, ef Hjálmar vinnur, af þeirri ástæðu að þeirra staða í væntanlegu þingliði Sunnlendinga er viðunandi. Og Reyknesingar af þeirri ástæðu að Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra er langt yfir það haf- inn að vera einasta talinn fulltrúi Flóamanna eða Sunnlendinga í þessu stóra kjördæmi. Alla jafna sefur Framsókn- ararmur Morgunblaðsins og er það vel. Svo vel hefur hann samt vaknað síðastliðinn laugardag að hann var aftur kominn á stjá í kvöldblaði sama dags, svokölluðum sunnudags- mogga. Þar er sjónunum nú beint að góðum árangri Finns Ingólfssonar í viðskiptalífi landsmanna og því hald- ið fram að hann byggi nú upp við- skiptaveldi Framsóknarmanna á ný. „Það er ljóst að þessi innsti kjarni Framsóknarflokksins ræður nú Ice- landair í samstarfi við Engeyinga...“ Forneskja Morgunblaðsins á sér í raun engin takmörk. Finn Ingólfs- son þekki ég ágætlega og er sann- færður um að hann er í viðskiptum eins og aðrir í þeim geira á sínum eigin forsendum og af þeim heið- arleika sem er ofan þess að spyrja að flokksskírteini. Það má vera að Morgunblaðið sakni þeirra daga að hægt var að skipta viðskiptalífi landsmanna upp í pólitískar blokkir og sanntrúaðir Sjálfstæðismenn létu ekki sjá sig í kaupfélögum þessa lands. En þeir tímar eru liðnir og það er vel. Eftir stendur steinrunninn Fram- sóknararmur Morgunblaðsins og ég held að við Framsóknarmenn verð- um að vara okkur á þeim paura. Framsóknarpauri Morgunblaðsins Bjarni Harðarson skrifar um Framsóknarflokkinn » Ákvörðun Hjálmarsstyrkir prófkjör flokksins og lýðræðið því til mikilla muna og gerir þeim gott sem hreppir fyrsta sæti. Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali á Selfossi og býður sig fram í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi TVÖFÖLDUN Suðurlandsvegar þolir ekki bið. Tvenns konar um- ferðarhraði trukka og fólksbíla, gíf- urleg umferðaraukning upp á lið- lega 80% á áratug og há tíðni alvarlegra umferð- arslysa á veginum skapa nú mikinn þrýsting á fram- kvæmdina. Fram- kvæmd sem er tvö- faldur vegur í áföngum í stað bráða- birgðalausnar sem tveir plús einn vegur er. Þrýstingurinn á stjórnvöld um tvöföld- un Suðurlandsvegar hefur aukist mikið undanfarið þó að um- ræðan hafi vaxið stig af stigi á liðn- um árum. Þverpólitísk samstaða er um málið í héraði og ekki var hægt að skilja samgönguráðherra öðru- vísi en svo að hann tæki undir það að tvöfalda skyldi veginn þegar við ræddum málið á Alþingi í síðustu viku. Þótt það hafi greinilega verið lítil innstæða fyrir þeim yfirlýs- ingum ráðherrans eins og síðar hefur komið í ljós. Undir tafarlausa tvöföldun taka nú allir þingmenn í Suðurkjördæmi og þverpólitísk breiðfylking sveit- arstjórnarmanna um allt und- irlendið skapar málinu mikinn stuðning. Því skyldi maður ætla að það væri ekki eftir neinu að bíða. En hvað ef rýnt er í orð og at- hafnir samgönguráðherra? Kallar ráðherrann til baka útboð Vega- gerðarinnar á tveir plús einn vegi sem á að duga til 2030 og setur undirbúning tvöföldunar af stað? Nei, útboðið er ekki kallað til baka. Ef ég skil atburðarásina rétt á að fara í 2 plús 1 með vír á milli. Ljúka þeim vegi á næstu misserum og stefna síðan að því að bæta fjórðu akreininni við eftir einhver ár eða áratugi. Öðruvísi er ekki hægt að skilja fram- vindu málsins. Ráð- herra leiðréttir ef mis- skilningur er á ferðinni. Vír og 2 plús 1 Tveir plús einn er ekki það sem sam- staðan er um og fólkið vill. Krafan er um fjórar akreinar þar sem skilið er á milli þeirra með eyju eða bili líkt og á Reykja- nesbraut. Ekki þremur og síðar fjórum akreinum með vír á milli. Slíkar framkvæmdir eru ósam- bærilegar hvað varðar umferðarör- yggi. Ekki þarf annað en að aka Svínahraunið til að færa heim sanninn um það. Reyndar er frágangur þeirrar framkvæmdar óboðlegur með öllu. Engar vegaxlir og bratti út af veg- inum margfaldur á við það sem staðlað er við slíka vegi. Það er nú önnur saga. Vír sem skilur á milli akreina er nú víða erlendis verið að banna og taka upp enda skapar hann hættu á alvarlegum slysum þótt hann þjóni einnig tilgangi með aðskilnaði akreina. Hann er skárra en ekkert vissulega. Þá skiptir miklu máli að á fjöl- förnum vegi þar sem er tvenns konar hámarkshraði, fyrir fólksbíla annarsvegar og flutningabíla hins- vegar, er tveir plús einn ekki við- unandi lausn. Á Suðurlandsvegi er mikil umferð trukka og flutn- ingabíla og hún fer vaxandi. Ekki þarf annað en að benda á efnistöku úr Lambafelli og virkjanafram- kvæmdir á Hellisheiði til að undir- strika það. Hvað kostar tvöföldun? Nokkuð misvísandi tölur hafa verið settar fram um kostnað við breikkun/tvöföldun vegarins. Kostnaðurinn liggur hinsvegar fyr- ir og þarf engum blöðum um hann að fletta. Tilraunir til að setja fram tölur um að tvöföldun kosti 12 milljarða og tveir plús enn átta milljarða er áróðursbragð til að drepa umræðunni á dreif. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn minni í mars árið 2005 um kostnað við tvöföldun segir að kostnaður verði á bilinu 5–7 millj- arðar við tvöföldun en um tveir milljarðar við þrígreiningu. Svo einfalt er það. Rétt skal vera rétt. Staðleysur um kostnað eru ekki annað en blekkingar og þær ber að hrekja. Nú er að tala skýrt. Hvað segja Árnarnir Johnsen og Mathisen í forystu Sjálfstæðisflokksins? Ætla þeir að beygja sig fyrir samgöngu- ráðherra eða hvað? Nú skulu stóru orðin standa. Eða hvað, Árnar? Staðreyndir og staðleysur um Suðurlandsveg Björgvin G. Sigurðsson skrifar um samgöngubætur » Tveir plús einn erekki það sem samstaðan er um og fólkið vill. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. EYRNABÓLGUR og vandamál þeim tengt er algengasta heilbrigð- isvandamál barna á Íslandi í dag og flest- ar komur til heim- ilislækna eru tengdar miðeyrnabólgum. – Eru íslensk börn veik- burðari en börn á hin- um Norðurlöndunum eða er skýringanna að leita annar staðar svo sem í ávísanavenjum lækna og réttindum foreldra veikra barna? Sýklalyfjaónæmið og Ísland Reynslan af sýk- ingum af völdum pen- isillíns og fjölónæms pneumókokks af stofni 6B (Spain2-6B) sem dreifðist um allt land á síðasta áratug ætti að hafa verið Ís- lendingum víti til varnaðar þar sem or- sakanna var að hluta að leita til mikillar sýklalyfjanotk- unar. Sýklalyfjanotkunin er meiri hér á landi en þekkist á hinum Norðurlöndunum, sérstaklega hvað varðar sýklalyfjanotkun hjá börn- um sem er oftast vegna mið- eyrnabólgu. Skynsamleg notkun sýklalyfja er eitt af höfuðmarkmiðum Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) en hún hefur skilgreint sýkla- lyfjaónæmi helstu sýkingarvalda manna sem eina af helstu heil- brigðisógnum mannkyns. Þegar penisillín kom á markað eftir heimsstyrjöldina síðari var það tal- ið „kraftaverkalyf“ sem bætti að meðaltali um 10 árum við lífaldur manna í heiminum. Er tími „kraftaverkalyfsins“ nú að líða undir lok? Í N-Ameríku í dag hef- ur upp undir helmingur pneumó- kokka sem er algengasti sýking- arvaldur að bakteríusýkingum barna svo sem lungnabólgu og heilahimnubólgu auk þess að vera algengasti sýkingarvaldur mið- eyrnabólgu verið skilgreindur með minnkað næmi eða algert ónæmi fyrir penisillíni. Almennt er talið að í upp undir helming tilfella séu sýklalyf notuð af óþörfu og að í mörgum tilfellum séu notuð allt of breiðvirk sýklalyf þegar þröngvirk sýklalyf koma að sama gagni svo til mikils er að vinna. Mikilvægi góðrar heilsugæslu Mikilvægast er, að vel sé staðið að greiningu miðeyrnabólgu barna sem nota hlutfallslega miklu meira af sýklalyfjum en aðrir aldurs- hópar. Einnig að fræðsla sé veitt um sjúkdómsgang og möguleg meðferðarúrræði ásamt því að boð- ið sé upp á eftirfylgni, helst hjá sama lækninum, ekki síst ef kosið er að bíða með sýklalyfjameðferð og meta frekar ástandið aftur ef einkenni versna. Íslenska veru- leikanum í meðhöndlun mið- eyrnabólgu barna, tíðni rörísetn- inga og þróun sýklalyfjaónæmis pneumókokka er lýst í nýlegri doktorsritgerð undirritaðs sem nálgast má meðal annars á heima- síðu Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins og á http://www.la- eknadeild.hi.is/page/rit Rannsóknin nær yfir 10 ára tímabil og 2.600 barna með búsetu á nokkrum stöðum á landinu. Þær sýndu svo ekki var um villst um 30% áhættu á berasmiti penisillín- ónæmra pneumókokka eftir hvern sýklalyfjakúr. Börn sem höfðu ver- ið á sýklalyfjum og báru þessar ónæmu bakteríur gátu síðan smitað önnur börn t.d. í leikskól- unum. Oft eru sýklalyf gefin að óþörfu vegna þrýstings frá for- eldrum, oft vegna sýk- inga sem líklegast eru af völdum veira en við þeim gagnast sýklalyf- in hvort sem er ekki eða vegna vægra bakteríusýkinga sem oftast lagast af sjálfu sér. Þrýstingurinn kemur frá vinnuveit- endum og takmarkaðs frítökuréttar foreldra vegna veikra barna en foreldrar telja oft að þeir komist fyrr til vinnu ef börnin fái fljótt sýklalyf, jafnvel á meðan þau sækja dagvist eða leikskóla sem eykur þá ennþá meira á fjölgun ónæmra stofna. Uppbygging heil- brigðisþjónustunnar þar sem áhersla er lögð á síðdegis- og kvöldvaktaþjónustu sem veita oft skyndilausnir með lyfjaávísunum er sennilega einnig um að kenna. Þessi þjónusta er vinsæl meðal al- mennings vegna þess að hún er veitt utan hefðbundins vinnutíma foreldra sem eiga þá auðveldara með að komast með börn sín til læknis. Þjónustan býður hins vegar ekki upp á eftirfylgni með sjúk- dómum og fræðsla um sjúkdóma og eðlilegan sjúkdómsgang er tak- mörkuð. Íslenski vandinn og foreldrarnir Spurningar hafa vaknað í tengslum við rannsóknirnar hér á landi að hve miklu leyti há tíðni miðeyrnabólgu sé heimatilbúinn. Hvergi er tíðni rörísetninga í hljóð- himnur jafn há og hér á landi þar sem upp undir helmingur barna fær hljóðhimnurör á ákveðnum stöðum. Margt bendir til að orsak- anna sé að hluta að leita í (of) notkun sýklalyfja. A.m.k. skánaði eyrnaheilsa barna á stöðum þar sem verulega dró úr sýkla- lyfjanotkun á 10 ára tímabili og færri börn reyndust þurfa að fá hljóðhimnurör. Þessi jákvæða þró- un hélst í hendur við betur upp- lýsta foreldra á rannsóknasvæð- unum um skynsamlega sýklalyfjanotkun. Foreldrar á stöð- um þar sem sýklalyfjanotkunin var minnst vildu þannig frekar bíða með sýklalyfjanotkun fyrir börnin sín. Mikilvægi þekkingar foreldra á vandamálinu er ekki síður athygl- isverð niðurstaða þegar litið er til þess hvernig hugsanlega megi draga úr sýklalyfjanotkuninni og bæta ávísanavenjur lækna. Nýleg- ar tölur um sýklalyfjanotkun Ís- lendinga benda til 6% aukningar að meðaltali á hvert mannsbarn milli áranna 2004–2005 sem er ekki lítil aukning á einu ári. Niðurstöðurnar ættu að vera heilbrigðisyfirvöldum hér á landi hvatning til aðgerða gegn algengasta heilsuvanda ís- lenskra barna og hvetja stjórnvöld til frekari aðgerða til að draga úr sýklalyfjanotkuninni. Vítahringur ofnotkunar sýklalyfja Vilhjálmur Ari Arason skrifar um eyrnabólgu hjá börnum Vilhjálmur Ari Arason Höfundur er heimilislæknir í Firði, Hafnarfirði. » Þrýsting-urinn kemur frá vinnuveit- endum og tak- markaðs frí- tökuréttar foreldra vegna veikra barna… Rétt væri að segja: Hvorttveggja er gott og af hvorutveggja er nóg. Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.