Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LESBÓK Morgunblaðsins síð- astliðinn laugardag skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein þar sem hann bendir meðal annars á að „sterk fylgni reynist vera milli at- vinnufrelsis og hagsældar“. Hannes beitir hér nokkuð sérstakri skil- greiningu á atvinnufrelsi. Hún er í fimm liðum og aðeins einn þeirra snýr að umfangi ríkisins og því hversu háir skattar eru. Hinir tengj- ast til dæmis réttaröryggi og að- gangi að traustum peningum. Þetta eru þættir sem hljóta að teljast æskilegir í öllum þjóð- félagsgerðum, líka í norrænum velferð- arríkjum. Afleiðingin er sú að þau lönd sem raða sér í „frjálsasta“ fjórðunginn eru ein- faldlega iðnvædd ríki, en í þeim „ófrjálsasta“ eru þróunarlönd. Svo segir Hannes að „hlutur 10% tekju- lægsta hópsins af heildartekjum er nokkru hærri í frjáls- asta fjórðungi landa í atvinnumálum en í hinum ófrjálsasta“ og ályktar að tekjuskipt- ingin sé þess vegna „jafnari við tiltölulega óheftan kapítalisma.“ Það vekur athygli að Hannes smíðar hér sína eigin skilgrein- ingu á jöfnuði sem hlutur 10% tekju- lægsta hópsins af heildartekjum. Viðvörunarbjöll- urnar ættu að vera komnar í gang. Af hverju notar Hannes ekki við- urkennda mælikvarða, til dæmis Gini-stuðulinn sem svo margir þekkja? Ástæðan virðist vera sú að skil- greining Hannesar leyfir honum að komast að þeirri niðurstöðu sem honum þóknast. Því þótt lönd sem búa við óheftan kapítalisma muni raða sér í allra efstu sætin, þá eru löndin í „frjálsasta“ fjórðungnum fyrst og fremst hefðbundin iðnríki, en bara ekki skattaparadís frjáls- hyggjunnar. Svíþjóð, sem er þekkt fyrir sterkt velferðarkerfi og háa skatta, er til dæmis í 19. sæti af 157 ríkjum. Á svipuðu bili eða ofar eru hin velferðarríkin á Norðurlönd- unum. Ekki hafa þau tekið upp þann „óhefta kapítalisma“ sem er Hann- esi svo að skapi. Í neðsta fjórðungnum eru hins vegar lönd eins og Zimbabve, Turk- menistan, Haítí, Tógó og Eþíópía. Þar er ekkert ríki Evrópu, nema ef menn vilja telja Rússland til Evr- ópu. Þetta eru ekki dæmi um lönd sem einkennast sérstaklega af fé- lagshyggju, heldur eru þetta þvert á móti lönd þar sem velferðarkerfið og stjórnsýslan eru almennt í lama- sessi. Flest þessara landa eru stríðs- hrjáð eða mjög fátæk, og hafa engin tækifæri til að nota velferðarkerfi til að bæta hag þeirra verst settu. Að nota „vísitölu atvinnufrelsis“ (economic freedom in- dex) sem mælikvarða á það hversu vel ríki hef- ur fylgt forskrift þeirr- ar frjálshyggju sem Hannes talar fyrir er þess vegna vægast sagt villandi. Samanburður Hannesar á iðnvædd- um ríkjum og þróun- arlöndum segir okkur í besta falli að misskipt- ing sé meiri í vanþróuð- um samfélögum, en gefur engan veginn til- efni til að álykta að jöfnuður sé meiri í óheftum kapítalisma. Samanburður á efna- hagsmálum í frjáls- hyggju og félagshyggju verður vitanlega að vera gerður á ríkjum sem eru svipuð að öðru leyti. Þess vegna er fjarstæða að álykta að óheftur kapítalismi verði til þess að jafna tekjuskiptingu, eins og Hannes ger- ir í grein sinni. Sannleikurinn er sá að samkvæmt Gini-stuðlinum er jöfnuður mestur á Vesturlöndum í þeim ríkjum sem hafa sterkt velferðarkerfi. Dan- mörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland raða sér á meðal tíu efstu, en fyr- irmyndarríki frjálshyggjunnar eins og Hong Kong, Chile, Argentína og Bandaríkin, eru öll fyrir neðan miðju á slíkum lista yfir tekjuskipt- ingu. Væri þá ekki nær að álykta að jöfnuður sé mestur í norrænum vel- ferðarríkjum, en þeim mun minni þar sem hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar hefur náð að festa ræt- ur? Tekjuskipting og tölfræðikúnstir Finnur Dellsén svarar Lesbókargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar Finnur Dellsén » Þess vegnaer fjarstæða að álykta að óheftur kapítal- ismi verði til þess að jafna tekjuskipt- ingu... Höfundur er háskólanemi. NÚ ÞEGAR fer að líða að jólum skulum við huga að friði á jörð. Þessum aldagamla draumi mannsins. Við getum því miður ekki fagnað heims- friði um hátíðarnar. Hernaðarbrölt heldur áfram. En kannski í barnslegri einlægni vil ég fullyrða að sögulegt tækifæri sé að tapast til að koma á friði á jörð. Vondar ákvarðanir stjórn- málamanna jafnt heima sem erlendis koma í veg fyrir að draumur okkar rætist. Skoðum þetta nánar. Vinir okkar fyrir vestan „Friður á jörð. Vinsemd gagn- vart öllum mönnum.“ Þessi orð Bandaríkjamanna hljómuðu í kringum jólin ofan af Keflavík- urvelli í gamla daga. Mér fannst einhvern veginn að þeir meintu þetta. Að þeir væru að tilkynna jólaboðskapinn af einlægni og af sannfæringu. Kannski voru þeir að gera það. Bandaríkin hafa risið upp sem eina heimsveldið í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Þau hafa geigvæn- legan hernaðarmátt. Engin önnur þjóð kemst neitt nálægt þeim til dæmis í eign kjarnorkuvopna. Þeir hafa tækifæri til að draga úr víg- tólaeign sinni og vinna að lausn deilumála í anda stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna. En þeir eru ekki að gera það. Ísland og Bandaríkin Nú vil ég taka fram að Banda- ríkin og Ísland eru vinaþjóðir. Þrátt fyrir erfið mál í gegnum tíð- ina líkt og hersetu Bandaríkja- manna hér á landi þá njóta þjóð- irnar sterkra menningartengsla. Í Bandaríkjunum er stórt samfélag Vestur Íslendinga sem við eigum síaukin samskipti við. Annað dæmi um tengsl þjóðanna er að Banda- ríkjamaðurinn Willard Fiske er þjóðhetja Gríms- eyinga. En því miður hafa náin tengsl Bandaríkj- anna og Íslands kannski einmitt leitt okkur út í hræðilegar ógöngur í utanrík- ismálum. Þetta byrj- aði með því að vondar ákvarðanir voru tekn- ar í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. sept 2001. Ákvarðanir um að fara í stríð. Þetta þurfti ekki að fara svona. Mikil samúðarbylgja gekk yfir heimsbyggðina eftir hryðjuverkin 11. sept. Fólkið sem dó í Tvíburaturnunum var af mörgum þjóðernum og úr öllum stéttum. Verknaðurinn var alls staðar fordæmdur. En í stað þess að nýta anda heimsbyggðarinnar um samúð og réttlæti fóru Banda- ríkjamenn sínar eigin leiðir. Hægri sinnuð ríkisstjórn í Banda- ríkjunum ákvað að hefja ekki að- eins eitt, heldur tvö stríð. Og það sem meira er, þeir drógu okkur með sér. Ísland sem lýst hafði yfir ævarandi hlutleysi í hern- aðarátökum. Þetta er allt saman þyngra en tárum taki. Ísland í stríð Mikilvægasta utanríkismál Ís- lendinga undanfarin ár vil ég segja að sé afstaða okkar til hern- aðarbrölts Bush-stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Ákvarðanir rík- isstjórnar Íslands á þessu sviði eru eins og verst má vera. Bandaríkjamenn fengu ekki stuðning alþjóðasamfélagsins og Sameinuðu þjóðanna til að ráðast í sitt síðara stríð við Íraka. Þeir bjuggu þá til „bandamannalista“. Lista þjóða sem vildu flana með þeim út í vanhugsuð hern- aðarátök. Ísland er á listanum. Íslendingar stóðu illa að brott- för bandaríska herliðsins héðan. Verkefni sem átti að vinna í anda gleði og samstarfs lenti í enda- lausum vandræðagangi. Nú síðast með stórtjóni íbúðarhúsnæðis. Því miður vil ég einnig telja hér þátttöku Íslands í svokölluðum friðargæsluverkefnum á vegum NATO. Að minnsta kosti má end- urskoða þá ákvörðun að láta Ís- lendinga klæðast herbúningum og spígspora um á stríðssvæði. Vonandi friður Ég mun því um jólin ekki aðeins hugsa til almennings í Írak heldur einnig til bandarískra hermanna þar. Þetta fólk verður svipt frið- semd jólanna. Heljargreipar stríðsreksturs umlykja það í stað- inn. Margir bandarískir liðsmenn eru kornungt fólk. Unglingar sem ekki hafa efni á menntaskóla- göngu nema með því að ganga í herinn. Ég finn alveg jafnt til með þessu unga fólki og öðrum í hild- arleik stríðsins í Írak. Þessi pólitíska jólahugvekja mín er kannski ekki örvandi. Og þó. Ég vil líta fram á veg. Ný stjórn- málaöfl, nýir stjórnmálaflokkar líkt og Vinstrihreyfingin – grænt framboð þurfa að komast til áhrifa jafnt hér á landi sem annars stað- ar. Við skulum byrja hér heima. Látum nýja árið verða árið sem vinstri græn fara með forsæti ís- lenskra utanríkismála. Hernaður á hátíð ljóss og friðar Sigmar Þormar skrifar póli- tíska jólahugvekju Sigmar Þormar »Ég mun því um jólinekki aðeins hugsa til almennings í Írak held- ur einnig til bandarískra hermanna þar. Höfundur er fyrirtækjaráðgjafi og fé- lagsmaður í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. UMRÆÐAN um fullt nám sjúkraliða annars vegar og sjúkrali- ðabrúarinnar hins vegar hefur farið allverulega fyrir brjóstið á fylgj- endum brúarnámsins. Það má telja eðlilegt að formaður Sjúkraliða- félags Íslands reyni að sópa málinu undir teppið, enda komin í algjörar ógöngur, og í grein sinni þann 11. des. síðastliðinn, ætlar hún að halda því fram að formaður og stjórn Sjúkraliðafélagsins hafi ekkert haft með ákvarðanatöku vegna sjúkraliðabrúarnáms- ins að gera. Hún segir í grein sinni: „Full- trúaþingið mótar stefnuna með laga- breytingum, álykt- unum og öðru er þörf þykir.“ Er fulltrúaþingið ekki hluti af stjórn- arapparatinu? Föstudaginn 8. desember sl. skrifar Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði grein í Morgunblaðið, til þess að réttlæta þá stöðu sem að mál þetta er komið í, þ.e. styttingu á námi sjúkraliða. Hún segir: „Sjúkraliðabrúin mun auðvelda ófaglærðum en reyndum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu að afla sér sjúkraliðamenntunar.“ Vill hún meina að þessi leið hafi verið farin áður með góðum ár- angri og tekur til að sjúkraliðar geti náð sér í starfsréttindi hjúkr- unarfræðinga. Það er alveg hárrétt. Sjúkraliði getur orðið hjúkrunarfræðingur. En það er ekki búið að gjaldfella hjúkrunarnámið. Það er fullt fjögra ára nám, fyrir sjúkraliða sem og alla aðra. Háskóli Íslands krefst stúdentsprófs en Háskólinn á Akureyri tekur inn sjúkraliða með fimm ára starfsreynslu. Það segir sig sjálft að háskólanám án fullrar undirstöðumenntunar hlýtur að vera mjög erfitt og krefjandi. Guðmunda fullyrðir að leiðbein- endum í skólum sé gefinn kostur á að ná sér í kennararéttindi. Samkvæmt upplýs- ingum fengnum frá Kennaraháskóla Ís- lands er innganga í skólann útilokuð án stúdents- prófs eða sambæri- legrar menntunar og enginn afsláttur af námi veittur, undir nokkrum kring- umstæðum. Þá segir Guðmunda að reyndu starfsfólki á leikskólum sé gefinn kostur á að fara í fjarnám til þess að öðlast leikskólakennararéttindi. Ég vil biðja Guðmundu, að upp- lýsa mig og alla hina óupplýstu sjúkraliðana um það, hverjum leyf- ist ekki að fara í fjarnám? Veit Guðmunda yfir höfuð hvað fjarnám er? Ég get fullyrt að fjarnám er mun erfiðari leið til þess að mennta sig, heldur en hefðbundin skóla- ganga. Það er ekki á færi hvers manns að fara í fjarnám og stand- ast það. Ég vil benda Guðmundu á að skortur á fagfólki er þar sem laun- in eru hvað lélegust og hvergi ann- ars staðar. Það má heita undarlegt að ein- hverjir skuli halda að ástandið lag- ist með fjöldaframleiðslu á brúar- liðum, án verulegra breytinga í launamálum. Heilbrigðismálaráðherra hélt því nánast fram í sjónvarpsviðtali að allt sem þyrfti til að laða að hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða væri að láta mála spítalann. En launin virð- ast ekki skipta neinu máli. Ég vil benda á að í aldeilis ný- gerðum stofnanasamningi sem að kynntur var fimmtudaginn 14. des- ember sl. stendur skrifað undir liðnum Úrdráttur/mismunur frá fyrri samning: „Ný launatafla tekur gildi með samningnum, um leið falla niður ákvæði um hækkun launa vegna aldurs og/eða starfsreynslu.“ Það má því spyrja sig þeirrar spurningar: Er starfsreynsla einsk- ins virði? En eins og formaðurinn segir: „Verum á varðbergi gagnvart óupplýstri umræðu þar sem að á sannleikann er hallað“. Sjúkraliðar! Höldum umræðunni opinni og látum ekki þagga niður í okkur. Munið: Samstaða er afl sem ekkert fær staðist. Vanþekking eða blekking? Guðrún Katrín Jónsdóttir skrifar um sjúkraliða og sjúkraliðabrúarnám »Ég vil benda Guðmundu á að skortur á fagfólki er þar sem launin eru hvað lélegust og hvergi annars staðar. Guðrún Katrín Jóns- dóttir Höfundur er sjúkraliði.                 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.