Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HERRA Sigurður Jónsson og Guð- mundur Sigurðsson Selfossi. Eftir ykkur birtist grein hér í blaðinu þriðjudaginn 19. þ.m. undir fyrirsögninni „Umferðaröryggi er nauðsyn, ekki munaður“. Þar talið þið mikið um „hámarksöryggi“ og fordæmið það að „leggja peningalegt mat á öryggi“. Það væri fróðlegt að heyra frá ykk- ur hvernig þið ætlið að komast fram hjá þeirri aðferð að „leggja pen- ingalegt mat á öryggi.“ Ef ekki má nota tölulegar stað- reyndir og leggja mat á hvað það kostar í krónum og aurum að bjarga mannslífum á leiðinni Reykjavík – Selfoss, heldur verður að byggja dýr- asta mögulega veg og bjarga með því útreiknuðum fjölda mannslífa, þá hlýtur að vakna sú spurning, hvar þessi röksemdafærsla endar. Eiga þessi rök bara við um leiðina Reykjavík – Selfoss, eða á hún við austur að Hvolsvelli eða Vík í Mýr- dal? Á röksemdafærslan ekki við líka á leiðinni upp að Flúðum, eða niður á Stokkseyri og Eyrarbakka? Ég er sem sagt að spyrja hvar heil- ög réttlæting á að fá „fyllsta öryggi“ taki enda og hvar það fólk muni búa á landinu sem yrði þá að sætta sig við rök tölfræðinnar. Ég gef mér það að þið séuð ekki að biðja um að allir veg- ir landsins verði lagðir 2+2 með lýs- ingu. Ennfremur er á það að líta að það tekur töluvert mikið lengri tíma að fullgera 2+2 veg, en 2+1 veg, eink- um og sér í lagi þar sem 2+1 veg- urinn austur fyrir fjall er – skilst manni – nánast tilbúinn til útboðs. Þessi tímamunur er líklega talinn í árum frekar en mánuðum. Þá vaknar spurningin um þá sem munu farast í umferðarslysum á Hellisheiði á þeim mismunatíma. Eru þeir þá bara fórn- arkostnaður? Ég bý á Kjalarnesi, þið nefnið það að rök ykkar eigi við um Vesturlandsveg líka. Þar hafa orðið umferðarslys og við þeim þarf að sporna. Ég þarf að aka um þann veg daglega og hef því hugsað mikið um þessi mál. Ég sé ekki skynsemina í því að bíða eftir 2+2 ef hægt er að fá 2+1 á komandi ári! Það þarf að auka öryggi strax. Og má þá einu gilda hvort rætt er um leiðina austur fyrir fjall eða upp í Borgarfjörð. Ég get ekki hugsað mér að leika þá rúss- nesku rúllettu að heimta tvöföldun og bíða síðan eftir umhverfismati, hönn- un og öllu því ferli og horfa á fórn- irnar færðar á meðan. Fórnir sem mætti komast hjá. Í því sambandi finnst mér það skipta máli að fórna eins fáum og mögulegt er. Já – kannski verður mér fórnað næst. Ég vil auka umferðaröryggið til muna strax, jafnvel þótt ég viti að til sé enn öruggari aðferð, Aðferð sem er bara ekki hægt að beita strax. Því spyr ég ykkur ágætu félagar: Af hverju er betra að bíða, tíma sem kostar einhvern ótiltekinn fjölda mannslífa, eftir „fyllsta öryggi“ ef hægt er að fá 90 til 95% af því besta, einum 5, 7, já eða jafnvel enn fleiri mannslífum fyrr og eru þá var- anlegur skaði og örkuml á mismuna- tímanum ótalin? Svarið við þessari spurningu má færa yfir á Vesturlandsveg og skiptir mig því máli. ÞÓR JENS GUNNARSSON, Esjugrund 23, Kjalarnesi. Vegabætur og hámarksöryggi Frá Þór Jens Gunnarssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Kæru sjúkraliðar. Þegar hátíð ljóss og friðar er handan við hornið með kærleika sínum og yl, óska ég þess að sjúkraliðar sem skrifað hafa í blöðin og á netið á móti sjúkraliðabrúnni láti pennann síga. Ég er orðlaus yfir þeim skrifum og þeirri gagnrýni sem kom- ið hefur fram þegar sjúkraliðabrúin er annars vegar. Ekki hafa öll skrifin verið jafn málefnaleg og hafa þau því miður ratað á síður opinberra miðla og eru sum skrifin hvorki stéttinni eða þeim sem skrifaði þau til sóma. Ég get tekið undir það að nauðsyn- legt er að raddir allra heyrist en ræða þarf um efnið á málefnalegan hátt en ekki með níðskrifum sem er engum til góða. Sjúkraliðastéttin er þekkt fyrir samstöðu sína í gegnum árin, með kjarki, dugnaði og þori hafa sjúkraliðar lagt á brattann og hvergi kvikað. Kæru sjúkraliðar, horfum fram á veginn og slíðrum sverðin. Á nýju ári getum við komið saman og rætt málefnin á skynsaman og málefna- legan hátt. Að lokum óska ég sjúkraliðum öll- um gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, bæði í leik og starfi. MARGRÉT ÞÓRA ÓLADÓTTIR, sjúkraliði. Sjúkraliðabrúin Frá Margréti Þóru Óladóttur: Á NÆSTA ári verð- ur margs að minn- ast. Þá verða m.a. 60 ár liðin frá því að menntamálaráðu- neytið f.h. ríkissjóðs tók við Nátt- úrugripasafninu af Hinu íslenska nátt- úrufræðifélagi „til fullrar eignar og umráða ásamt sjóði þeim, að fjárhæð kr. 82.396,21 er félagið hefur myndað í því skyni að reisa safninu hús, svo og bækur, áhöld, skjöl og allt annað, er safninu hefur fylgt og fylgir“. Samningur um Náttúrugripasafnið var undirritaður 16. júní 1947 af Ey- steini Jónssyni þáverandi mennta- málaráðherra. Fjármunirnir sem af- hentir voru, hafa verið umtalsverðir. Má t.d. geta þess að tímakaup verka- manna var þá um 9 kr. Þannig að sjóðurinn góði hefur verið um and- virði 9.000 vinnustunda eða um 4–5 árslauna! Í þá tíð voru laun alþing- ismanna mjög svipuð launatöflum verkamanna, öfugt sem nú er. Einkennilegt má það vera, að samningur sem þessi virðist ekki halda betur en komið hefur á daginn. Safninu var jú komið fyrir í húsnæði sem þótti sjálfsagt gott og gilt á þeim tíma. Nú á dögum þykir það með öllu ófullnægjandi og aðstæður ekki í neinu samræmi við kröfur nútíma- safna. Starfsemi Náttúrustofnunar hefur miðast við allt of naumar fjár- veitingar á liðnum áratugum. Þannig hefur ekki verið unnt að sinna þess- um málum betur á þeim bæ, engir fjármunir til að tryggja nægjanlega góð geymsluskilyrði. Ríkisstjórninni er til mikils vansa hversu Náttúrufræðistofnun og Nátt- úrugripasafninu er illa sinnt af fjár- veitingavaldinu. Á þessu þarf að ráða þegar bót! GUÐJÓN JENSSON, forstöðumaður bókasafns og leið- sögumaður, Mosfellsbæ. Safnið sem gleymdist Frá Guðjóni Jenssyni: Guðjón Jensson ÁLVERI fylgir mikil mengun og er lýti á umhverfi. Hafnfirðingar urðu fyrir því óláni að álver var staðsett við bæjardyr þeirra, þar sem fegurst var. Síðan grúfir nær sífellt mengunarský yfir fólk- inu og grasið er gul- leitt. Það versta er að börnin skuli þurfa að lifa við þetta og full- orðnir skuli láta það yf- ir sig ganga að venjast óþverranum. Og ekki bara það. Með uppsögn starfsmanna rétt fyrir starfslok spara eig- endur álversins í Straumsvík sér nokkr- ar milljónir og nýta óttann við ögun. Nú eiga Hafnfirðingar þess kost að losna við allan óþverrann. Ef þeir veita álverinu brautargengi verður bærinn með menguðustu stöðum landsins, fyrir svo utan falska at- vinnuöryggið. Ég vona að þeir láti ekki óttann leiða slíkt ólán yfir sig og börn sín. Íslendingar eru nú útlendum auð- hringum leiðitamastir flestra þjóða. Vesaldómur stjórnvalda birtist í vítaverðu sinnuleysi þegar verja þarf menningu okkar, trú, siðvenjur og lög. Þrjátíu þúsund útlendingar eru hér í vinnu eða atvinnuleit. Of margir, á of skömmum tíma, en svo stórt hlutfall þekkist hvergi nema hér í smáríkinu. Það eru öfgar og ofstæki að úthrópa fólk rasista sem hvetur til umræðu um slík mál. Við eigum að setja reglur á okkar for- sendum. Þá vita allir að hverju er gengið. Íslendingar vilja gera vel við fólk- ið, en ráða ekki við skipulagsleysið, eins og ljóst er. Það er ótrúlegt ábyrgðarleysi sem blindar íslensk stjórnvöld í þessum efnum. Sjálfumglaðir þingmenn virðast ekki vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu og sýn- ast uppteknir af eigin hagsmunum. Allir muna eftirlauna- frumvarpið. Þegar þjóðinni loks ofbauð græðgin sneri for- sætisráðherrann blaðinu við, sagði þetta of langt gengið og kvaðst mundu laga ósvinnuna. Nokkru seinna lýsti hann yfir að breyting stæðist ekki lög og þjóðin yrði að skilja það. Annað varð upp á teningnum þegar lífeyrissjóðirnir skáru niður greiðslur til aldraðra. Þá fékk þjóð- in staðfest að fátækir hafa minni rétt en ríkir og að fegra má lygi með valdi. Sagan segir okkur að vera sí- fellt á verði um það sem vinnst. Græðgi og valdhroki er fylgifiskur manna. Hófleg vinna göfgar fólk og það er hún sem skapar auðinn. Ekki verðbréfabraskarar og okrarar. Hjálmar Jónsson frá Bólu fékk í fátækt sinni og örbirgð að finna fyr- ir valdi og hroka síns tíma. Skáldið mikla Bjarni Thorarensen var æðsta vald í Norðlendingafjórðungi og lét Hjálmar finna fyrir því. Ekki veit ég hvort Hjálmar kvað fyrri vísuna: Það er dauði og djöfuls nauð, þá dygða snauðir fantar safna auð með augun rauð er aðra brauðið vantar er það gleði andskotans umboðslaun og gróði fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóði. (H.J.) Í hugmyndafæð sinni og andlegri fátækt hafa stjórnvöld innleitt ál- æði. Á sama tíma og þau eru að full- komna mesta skemmdarverk Ís- landssögunnar á umhverfinu hefja þau hvalveiðar og leiða þar með at- hygli þjóðarinnar frá stóru máli að minna. Þar eins og í hinu málinu er vitið víðs fjarri. Auk þess að vekja upp drauga egna þau viðskiptaþjóð- irnar gegn sér. Hafin er veiði á stærstu og meinlausustu skepnu jarðar og sem lengst er að vaxa og er í mestri hættu. Háhyrninga, grimmustu og stærstu rándýr jarð- ar, má ekki veiða vegna tilfinn- ingasemi. Líklegt er að þeir drepi þó fleiri langreyðar en maðurinn, fyrir utan aðrar lífverur sjávar. Rembingur Bandaríkjamanna í málinu er athyglisverður þegar haft er í huga að þeir eru mesta hval- veiðiþjóð veraldar. Bretar þora ekki einu sinni að nefna það, þótt þeir mikli sig við okkur. Álver, Hafnfirðingar og menning Albert Jensen fjallar um álver, menningu og hvalveiðar » Í hugmynda-fæð sinni og andlegri fátækt hafa stjórnvöld inn- leitt álæði. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari. UNDANFARIN ár hafa virkj- anasinnar á Íslandi komið málum sínum fram í krafti yfirburða valda, fjármagns og aðstöðu. Ís- lensk stjórnvöld eru nú sér á báti er þau draga að staðfesta svo- nefndan Árósasáttmála sem felur í sér skyldu stjórnvalda til að styrkja þá sem vilja kryfja til mergjar umdeil- anlegar stjórnvalds- aðgerðir og koma upplýsingum og skoð- unum um þær á fram- færi. Umhverfisvernd- arfólk hefur réttilega kvartað yfir þessu og sjálfur upplifði ég það undanfarin ár hvernig framkvæmdastjórar og umráðamenn fjár- muna forðuðust yf- irleitt eins og heitan eldinn að tengjast eða koma nálægt við- fangsefnum mínum sem gátu snert virkjanamál. Nefndu sumir „við- skiptaumhverfi“ í því sambandi. Svipuð viðbrögð fengu aðrir kvik- myndagerðarmenn sem höfðu áhuga á skyldum verkefnum. Á síðustu mánuðum hef ég hins veg- ar fundið fyrir auknum stuðningi almennings og án hans hefði mér ekki tekist að brúa þann kostnað sem fylgdi því að fara með fólk um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar í sumar og haust og leggja í útgerð báts, bílgarma, flugvéla og þyrlu við kvikmyndatökur eystra. Ég á þessu fólki það að þakka að tókst að ljúka við myndatökur fyrir myndina „Örkin“. Í lok þessa verk- efnis var skuldastaðan orðin slík að útlitið var dökkt framundan varðandi gerð kvikmyndar um til- urð Hálslóns. Þegar samningur náðist við Landsvirkjun um að hún keypti slíka mynd af mér og tæki með því þátt í kvikmyndagerðinni urðu margir hissa. En þá verður að hafa í huga að Landsvirkjun hafði varið hátt á sjötta tug millj- óna í að kaupa heimildamynda- þætti af tilurð mannvirkja Kára- hnjúkavirkjunar en ekki hafði verið hugað að því að taka bita- stæðar myndir af því hvernig stærsta manngerða fyrirbæri virkjunarinnar, Hálslón, varð til. Myndefnið í myndina „Örkin“ er einstætt og ekkert getur komið í staðinn fyrir það. Mig grunar að sumir hafi ekki áttað sig á því sem Friðrik Soph- usson forstjóri tók fram af þessu tilefni að Landsvirkjun væri í eigu allra lands- manna, – einnig þeirra sem væru and- vígir virkjuninni. Þetta var mikilsverð skilgreining. Úr því að Landsvirkjun getur átt viðskipti við mig geta framkvæmda- stjórar og aðrir umráðamenn fjár- magns ekki borið „viðskiptaum- hverfi“ við þegar ég og aðrir dagskrárgerðarmenn leitum til þeirra um viðskipti. Ég hef heyrt því haldið fram að andófsmaður eins og ég megi ekki tengjast vald- höfunum á þann hátt sem samn- ingurinn um gerð myndarinnar „Örkin“ felur í sér. Ef það er svo má ég að sjálfsögðu ekki heldur þiggja styrk úr neinum sjóðum þess ríkisvalds sem stendur að Kárahnúkavirkjun, – til dæmis ekki úr Kvikmyndasjóði. Ég hef reyndar ekki fengið krónu úr þeim sjóði. Ég mætti þá heldur ekki þiggja laun fyrir vinnu hjá RUV sem er á forræði þessa sama rík- isvalds. Á sama hátt ættu þá um- hverfisverndarsamtök að hafna framlögum úr ríkissjóði og leggjast gegn því að Íslendingar undirriti Árósasáttmálann um stuðning rík- isvaldsins við almannasamtök. Ég hef ekki orðið þess var að um- hverfismálasamtök hafi látið fram- lög til sín úr ríkissjóði hafa áhrif á baráttu sína vegna náttúruvernd- ar- og umhverfismála. Krafan um að andófsfólk sé algerlega óháð ríkisvaldinu er í raun krafa um það að svipta það snautlega litlum framlögum þess ríkisvalds sem á að vera í þjónustu allra lands- manna. Slík höfnun myndi veikja þessa stoð lýðræðislegrar umfjöll- unar enn meir en orðið er. Á vef- síðunni „hugmyndaflug.is“ í maí sl. lýsti ég þeim kröfum sem ég gerði til myndarinnar um Örkina og við þær mun ég standa. Ég mun líka berjast áfram gegn þeim mismun á fjármagni, völdum og aðstöðu deiluaðila, sem ríkt hefur í þessum málum alltof lengi, – og berjast fyrir því að við Íslendingar förum í meðferð vegna virkjanafíknar okk- ar. Nú hefur sá hluti lands okkar sem mótast af átökum elds og íss verið metinn af færum kunn- áttumönnum erlendis sem eitt af sjö undrum veraldar. Meira að segja Yellowstone í Bandaríkj- unum hefur ekki fengið slíkan gæðastimpil en við ætlum samt að hjálpa Bandaríkjamönnum til að varðveita sín undur ósnortin en fórna stærri og meiri undrum okk- ar lands í staðinn svo að þeir geti haldið áfram orkubruðli sínu. Við höfum ekki efni á að hafna neinni liðveislu til baráttunni fyrir heiðri okkar gagnvart mannkyni og óbornum kynslóðum sem fram- undan er. Skref til að jafna leikinn Ómar Ragnarsson skrifar um samning sinn og Landsvirkj- unar um gerð kvikmyndar hans » Á sama hátt ættu þá umhverfisvernd- arsamtök að hafna framlögum úr rík- issjóði... Ómar Ragnarsson Höfundur er fréttamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.