Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í TILEFNI af nýútkominni skýrslu forsætisráðherra um fá- tækt barna og hag þeirra hefur skapast umræðuvettvangur um fá- tækt barna í fjölmiðlum. Það er jákvætt vegna þess að allt of sjaldan er horft sérstaklega til barna í umræðu sem þessari. Í fréttum Ríkissjónvarpsins 13. desember var greint frá blaða- mannafundi sem fjár- málaráðherra hélt til að kynna niðurstöður skýrslu um fátækt barna. Þar kom m.a. fram að samkvæmt þeirri skilgreiningu sem er notuð bjuggu rúmlega 4.600 börn á Íslandi við fátækt ár- ið 2004. Sveitarfélagið Reykjavík er með- vitað um velferð- arhlutverk sitt og vinnur að þeim mál- um allan ársins hring. Í starfs- áætlunum velferðarsviðs og þjón- ustumiðstöðva Reykjavíkurborgar hafa undangengin ár verið mark- mið sem lúta að aukinni áherslu á forvarnarstarf og barnavernd, stuðning og aðstoð við fátæk börn og börn í áhættuhópum. Einnig hefur mikil áhersla verið lögð á aukin lífsgæði fyrir þá sem hafa fengið fjárhagsaðstoð í langan tíma með áherslu á endurhæfingu, starfsþjálfun og hjálp til sjálfs- hjálpar. Til að ná þessum mark- miðum eru ýmis úrræði í gangi. Má þar nefna sérstaka námsaðstoð fyrir ungt fólk og einstæða for- eldra sem ekki hafa félagslegan stuðning að baki sér og uppfylla ekki skilyrði til lánshæfs náms. Þessi aðstoð hefur skilað miklum árangri og margir orðið fleygir sem vandséð er hvernig hefðu náð því marki annars. Átaksverkefni hafa verið sett á laggirnar, sum í samvinnu við aðra s.s. Tryggingastofnun ríkisins, en önnur eru unnin innan borgarkerf- isins. Átaksverkefni stuðla að end- urhæfingu þeirra sem hafa fengið fjárhagsaðstoð í langan tíma, til þess að auðvelda endurkomu á vinnumarkaðinn og stuðla að auknum lífsgæðum. Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að hætta er á að fólk sem fengið hefur fjárhags- aðstoð til lengri tíma festist í fá- tæktargildru. Samhliða er hætta á félagslegri einangrun, versnandi heilsufari og minni lífsgæðum. Lögð er áhersla á að bregðast við í tíma og aðstoða einstaklinga til að koma til virkrar þátttöku í samfélaginu á ný. Sérstaklega er mikilvægt að þróa ný úrræði og stuðning, en einnig að huga að þeim sem lokið hafa endurhæf- ingu en þurfa áfram- haldandi stuðning í ákveðinn tíma til að ná tökum á lífi sínu. Áfram verður unnið að þróun frekari úr- ræða. Meirihluti borg- arstjórnar hefur ákveðið að setja við- bótarfjármagn kr. 20 millj. í frekari átaks- verkefni árið 2007. Frá árinu 2004 hef- ur sérstöku fjármagni verið varið í sértæka aðstoð við börn, sem er ætlað að mæta kostnaði við leik- skóla, heilsdagsskóla og daggæslu, en einnig við skólamáltíðir og tóm- stundir. Aðstoðinni er beint sér- staklega að börnum og getur hvert barn í fjölskyldu sem upp- fyllir ákveðin skilyrði fengið allt að kr. 10.000 á mánuði. Þetta hef- ur verið ómetanlegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík. Velferðarsvið Reykjavík- urborgar fylgist með þróun fjár- hagsaðstoðar milli ára, s.s. fjölda notenda sem fá fjárhagsaðstoð, m.a. hlutfalli barnafjölskyldna þar af. Sú greining hefur leitt í ljós að samband er á milli atvinnuástands og fjölda þeirra sem fá fjárhags- aðstoð, þeim fjölgar sem fá fjár- hagsaðstoð þegar atvinnuleysi eykst. Mikil aukning varð milli ár- anna 2001 og 2002 í fjölda heimila sem fengu fjárhagsaðstoð og hélt sú aukning áfram allt til ársins 2004. Milli áranna 2004 og 2005 fækkaði þeim heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæplega 15% og enn fækkar heim- ilum árið 2006. Á sama tíma hefur barnafjölskyldum sem fá fjárhags- aðstoð fækkað. Eins og fram kemur í skýrslu forsætisráðherra er áberandi að börn einstæðra foreldra búa frek- ar við fátækt en önnur börn. Í Reykjavík hefur reyndin und- anfarin 20 ár verið sú að á bilinu 20%–24% einstæðra foreldra hafa fengið fjárhagsstuðning sveitarfé- lagsins í einhverjum mæli á ári hverju. Árið 2003 fengu 21% ein- stæðra foreldra fjárhagsaðstoð svo dæmi sé nefnt, en árið 2005 bregð- ur hins vegar svo við að þetta hlutfall er orðið 16,5%. Til að glöggva sig betur á þessari þróun má nefna að árið 2003 bjuggu rúm 8% allra barna í Reykjavík á aldr- inum 0–18 ára í fjölskyldum sem fengu fjárhagsaðstoð, árið 2004 voru þau rúmlega 2.100 og hafði þeim fækkað í rúm 7% og árið 2005 voru þau tæplega 1.800 eða 6,4%. Þetta er ánægjuleg þróun. Hér koma eflaust margir samverk- andi þættir til, s.s betra ástand á atvinnumarkaði með lágu atvinnu- leysishlutfalli, markviss vinna hjá Reykjavíkurborg að verkefnum sem snúa sérstaklega að for- eldrum og börnum sem þurfa stuðning. Einnig er trúlegt að þær breytingar sem gerðar voru á skattalögum árið 2004 og styrkja eiga stöðu barnafólks sérstaklega hafi hér áhrif en þær koma til framkvæmda allt til ársins 2007. En betur má ef duga skal, Reykjavikurborg hefur unnið markvisst að því að styðja barna- fjölskyldur til sjálfshjálpar en mikilvægt er að sjá áframhaldandi fækkun í þessum barnahópi, með velferð barnanna og samfélagsins alls að leiðarljósi. Börn og fátækt Stella K. Víðisdóttir skrifar um hag fátækra barna »Reykjavíkurborghefur unnið mark- visst að því að styðja barnafjölskyldur til sjálfshjálpar en mik- ilvægt er að sjá áfram- haldandi fækkun í þess- um barnahópi … Stella K. Víðisdóttir Höfundur er sviðsstjóri velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar. FORMAÐUR hvalaskoð- unarsamtakanna heldur því enn fram að 25% af þeim hrefnum sem veiddar hafa verið vegna rannsókna Haf- rannsóknastofnunar- innar á tímabilinu 2003–2005 hafi verið veiddar innan hvala- skoðunarsvæða. Þetta hefur ítrekað verið leiðrétt enda er skil- greining hans á hvala- skoðunarsvæðum mun víðtækari en þau svæði sem hvalaskoð- unarbátar fara reglu- lega um. Í hrefnurann- sóknaleiðöngrum hefur verið leitast við að taka tillit til hvalaskoðunarfyrirtækjanna eins og frekast er unnt án þess að skekkja að marki rannsóknarniðurstöðurnar og höfum við að langmestu leyti átt gott samstarf við hvalaskoðunarfyr- irtækin í þeim efnum. Ásbjörn staðhæfir að markmið Hafrannsóknastofnunarinnar varð- andi dreifingu rannsóknarveiðanna hafi ekki náðst, og að vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi harð- lega gagnrýnt rannsóknaraðferðir stofnunarinnar hvað þetta varðar. Báðar þessar fullyrðingar eru ein- faldlega rangar eins og skýrt kemur fram í skýrslu vísindanefndarinnar (http://www.iwcoffice.org/sci_com/ screport.htm). Einn meðlimur vís- indanefndarinnar hélt þessu að vísu fram á síðasta fundi vísindanefndarinnar, en í andsvari var sýnt fram á að sýnatakan hefði verið í góðu sam- ræmi við markmið rannsóknanna með samanburði við út- breiðslu hrefnu hér við land samkvæmt flug- talningum. Það er væg- ast sagt frjálslega farið með staðreyndir að halda því fram að vís- indanefndin hafi gagn- rýnt þessar aðferðir Ís- lendinga, hvað þá harðlega gagnrýnt, þótt einn af u.þ.b. 180 meðlimum nefndarinnar hafi gert það. Ásbjörn segir að hvalaskoð- unarfyrirtækin hafi undir höndum gögn sem sýna að svonefndum ,,skoðurum“, þ.e. dýr sem koma að bátunum, hafi fækkað verulega síð- astliðin 4 ár. Gagnlegt væri ef þau gögn yrðu gerð opinber svo unnt yrði að meta áreiðanleika þeirra hvað varðar aðferðir við gagnasöfn- un og tölfræðilega marktækni. Ef rétt reynist að ,,skoðurum“ hafi fækkað á undanförnum árum á hvalaskoðunarsvæðum geta verið á því ýmsar skýringar. Hér verða ein- ungis nefndar þrjár: a) Veiðarnar hafi almennan fæl- ingarmátt sem nær yfir stærra svæði en þær eru stundaðar á (þ.e. inn á hvalaskoðunarsvæðin). Rann- sóknir benda ekki til að hrefnur séu almennt styggari á svæðum þar sem hvalveiðar eru stundaðar en á öðrum svæðum. Í veiðigögnum hér við land sem og erlendis má finna mörg dæmi þess að hrefnur hafi verið veiddar á tiltölulega afmörkuðum blettum frá vori fram á haust og ár eftir ár, og bendir það ekki til að veiðarnar hafi mikinn ef nokkurn fælingarmátt. b) Breytingar í umhverfisþáttum sjávar á síðustu árum hafi valdið verri fæðuskilyrðum og þar með meiri hreyfanleika hrefna. Alþekkt er, að miserfitt er að nálgast hrefnu frá einum stað eða tíma til annars. Einn greinilegur orsakavaldur í þessu efni eru fæðuskilyrði á svæð- inu, en hrefna, eins og aðrir skíð- ishvalir, er yfirleitt róleg og ónæm fyrir utanaðkomandi áreiti við fæðu- nám. Á síðustu árum hefur ástand sjávar einkennst af hlýindum og brestur virðist hafa orðið í viðkomu sandsílis og sumra tegunda sjófugla. Ekki er ólíklegt að sandsílisbrestur hafi haft áhrif á útbreiðslu og hegð- un hrefnu, ekki síst sunnan og suð- vestanlands. c) Áhrif af hvalaskoðuninni sjálfri. Samfara mikilli aukningu í hvala- skoðun um allan heim á síðustu ár- um hafa verið gerðar ýmsar rann- sóknir á hugsanlegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun og líffræði hvala. Á síðasta ársfundi sínum lýsti Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðs- ins einróma yfir áhyggjum af nei- kvæðum áhrifum hvalaskoðunar á tiltekna stofna. Þannig hefði hvala- skoðun valdið fjórðungs fækkun í stofni stökkuls við Nýja-Sjáland og að frjósemi stofns sömu tegundar við Ástralíu hefði minnkað um helm- ing á 11 árum af sömu ástæðu. Þá hafa rannsóknir í Kanada sýnt fram á minna fæðunám háhyrninga á hvalaskoðunarsvæðum en á sam- bærilegum svæðum þar sem ágang- ur ferðamanna er minni. Ekki er mér kunnugt um neinar rannsóknir á hugsanlegum áhrifum hvalaskoð- unar á hvali hér við land og ég ætla ekki að leggja neinn dóm á hugs- anlega skaðsemi hennar, en hér þarf vissulega einnig að huga að sjálf- bærni. Umræðan um hvalveiðimál hefur tilhneigingu til að verða mjög tilfinn- ingaþrungin hér á landi sem annars staðar. Í þeirri umræðu hafa nið- urstöður rannsókna verið túlkaðar á mismunandi vegu af hagsmuna- aðilum eftir því hvorum megin borðsins þeir sitja. Þótt það sé vissu- lega ein af skyldum okkar vísinda- manna að koma á framfæri upplýs- ingum sem stuðla að upplýstri umræðu og skynsamlegri ákvarð- anatöku, er ekki mögulegt að elta ól- ar við allar rangfærslur sem fram koma í fjölmiðlum um vísindanið- urstöður hvalrannsókna enda gerð- um við þá lítið annað. Ekki var þó sætt undir þeirri gagnrýni sem fram kemur í grein Ásbjarnar á störf okk- ar sem störfum að hvalrannsóknum á Hafrannsóknastofnuninni og því nauðsynlegt að koma á framfæri þessum leiðréttingum. Rangfærslur formanns Hvalaskoðunar- samtaka Íslands leiðréttar Gísli Arnór Víkingsson gerir athugasemdir við grein Ásbjörns Björgvinssonar sem birtist í Morgunblaðinu 5. desember sl. » Í þeirri umræðu hafaniðurstöður rann- sókna verið túlkaðar á mismunandi vegu af hagsmunaaðilum eftir því hvorum megin borðsins þeir sitja. Gísli Arnór Víkingsson Höfundur er hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. ÞAÐ eiga víst allir að vera tryggðir sem eru á íslenskum vinnumarkaði. Það á að vera forsenda fyrir út- gáfu atvinnuleyfa að fólk hafi sjúkratrygg- ingu. Það er hlutverk vinnuveitenda að sjá til þess að tryggingar er- lendra starfsmanna þeirra séu í lagi. En hvað ef vinnuveitendur gera það ekki – bregð- ast þessari skyldu sinni einhverra hluta vegna? Hver á að sjá til þess að vinnuveit- endur athugi hvort er- lendir launamenn séu með sjúkratrygg- ingar? Það virðist af- ar óljóst og nýverið hafa komið upp mörg dæmi um að allur kostnaður vegna ótryggðra sjúklinga hafi lent á Landspít- alanum. Kostnaður lendir á spítalanum Landspítalanum ber skylda til að veita sjúklingum neyðarþjónustu, burt- séð frá því hvort þeir eru tryggðir. Þetta er vaxandi vandi, eins og komið hefur fram í fréttum nýver- ið. Í nýjustu aðildarríkjum ESB, löndum Austur-Evrópu, er trygg- ingakerfið mjög vanþróað og al- gengt að fólk frá þeim löndum sé ekki tryggt. Það hefur reynst erf- itt að fá kostnað þeirra vegna greiddan í sumum tilfellum og þá lendir kostnaðurinn á Landspít- alanum, sem hefur þurft að sýna verulega hagræðingu í rekstri und- anfarin ár og kostnaður sem lendir á spítalanum hlýtur að lokum að greiðast af íslenskum skattgreið- endum. Það hefur skort skilning hjá ráðuneytum á þessari byrði. Í reynd er spítalinn orðinn að eins konar tryggingafélagi fyrir ótryggða útlendinga. 188 milljónir króna árið 2005 Nefna má dæmi þar sem sjúklingur var sendur til Pól- lands í fylgd hjúkr- unarfólks af því tryggingafélagið í heimalandi hans neit- aði að greiða fyrir flutning hans heim til Póllands, en kvaðst hins vegar geta greitt fyrir sjúkra- húsmeðferð í Pól- landi. Þess vegna ,,borgaði það sig“ fyrir spítalann að koma sjúklingnum af hönd- um sér, en kostnaður- inn við það lendir óhjákvæmilega á sjúkrahúsinu – um ein milljón króna. Á síðasta ári nam kostnaður spítalans vegna ósjúkratryggðra 188 milljónum króna og vandinn fer vaxandi með auknum fjölda fólks með erlent rík- isfang sem hingað kemur. Ef það er fortakslaust skylda vinnuveitenda að sjá til þess að tryggingar starfsmanna séu í lagi, þá verða yfirvöld að setja skýrar reglur og beita einhverjum þeim viðurlögum sem tryggja að vinnu- veitendur fari að þeim reglum. Þetta er eitt dæmi af mörgum sem sannar, að ráðamenn verða að bregðast skjótt við varðandi verk- ferla og vinnulag í málum sem snerta öra fjölgun fólks með erlent ríkisfang hér á landi. Þeir verða að grípa til aðgerða strax og hætta að vísa hver á annan. Á Landspítalinn að vera tryggingafélag ótryggðra útlendinga? Margrét Sverrisdóttir skrifar um sjúkratryggingar útlendinga Margrét Sverrisdóttir » Landspít-alanum ber skylda til að veita sjúkling- um neyðarþjón- ustu, burtséð frá því hvort þeir eru tryggð- ir. Þetta er vax- andi vandi … Höfundur á sæti í stjórnarnefnd LSH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.