Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árný Guð-mundsdóttir fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi 31. desember 1924. Hún lést á Land- spítalanum – Há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 11. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson frá Sæbóli á Ingjalds- sandi, f. á Kleifum í Seyðisfirði við Djúp 12. febrúar 1889, d. 15. október 1969 og Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. á Arnarstapa á Snæfells- nesi 15. desember 1890, d. 22. september 1965. Árný var fimmta í röðinni af átta systk- inum. Eiginmaður Árnýjar er Högni Jónsson, f. 2. júlí 1921. Foreldrar hans voru Jón Högnason, f. á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 13. febrúar 1891, d. 1. maí 1989 og Stefanía Vilborg Grímsdóttir, f. á Nikhól í Mýrdal 20. ágúst 1889, d. 16. febrúar 1942. Börn Árnýjar og Högna eru: 1) Vilborg, f. 1. júlí 1950, d. 23. apríl 1951. 2) Jón V., f. 10. júní 1952, kvæntur Þórunni E. Baldvinsdóttur, f. 16. maí 1951. Börn þeirra eru: a) Guðný Steinunn, f. 17. nóvember 1974, gift Arnari Halls- syni, f. 28. sept- ember 1972, börn þeirra eru Valdís Birta, f. 3. ágúst 1993 og Hilmir Vil- berg, f. 31. október 2002; b) Högni Baldvin, f. 12. október 1979, í sambúð með Birg- ittu Bjarnadóttur, f. 24. nóv- ember 1979 og c) Þorsteinn Bald- vin, f. 7. janúar 1993. 3) Gunnar, f. 18. desember 1957. 4) Svein- björn, f. 26. maí 1960, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, f. 17. janúar 1966. Börn þeirra eru Íris Ósk Ingadóttir, f. 2. október 1988, Reynir Viðar Ingason, f. 9. sept- ember 1990 og Árný Stella Svein- björnsdóttir, f. 16. maí 2000. Útför Árnýjar verður gerð frá Neskirkju við Hagatorg í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hún tengdamóðir mín var mikill persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Slíkt fólk hefur sterka návist og Addý var sterk kona og hrein- skiptin. Enda krafðist lífið þess af henni að hún sýndi styrk. Högni var sjómaður og í löngum fjar- vistum. Hún ól önn fyrir sonunum þremur, kom þeim til manns og fórst þar vel úr hendi. Ég kynntist Addýju þegar leiðir okkar Jóns lágu saman. Ég var að rembast við læra efnafræði og Jón kenndi mér heima. Addý spurði mig spjörun- um úr: Hverra manna ég væri, hvar ég væri fædd og uppalin. Og raunar mundi hún eftir mér lítilli í kerru á Laugaveginum. Hún sagði mér að ég minnti sig á dóttur sína sem var á svipuðu reki og lést í bernsku. Hún sagði mér þegar við Jón trúlofuðum okkur að sér fynd- ist hún hafa eignast litlu stúlkuna sína aftur. Þessi orð snertu mig djúpt. Ég hef oft hugsað til hversu erf- itt líf hennar hefur verið á stund- um. Hún var ein heima með dreng- ina þrjá, Högni á sjónum. Barnsmissirinn sótti á hana, óyndi settist að henni á einverustundum. Þrátt fyrir þetta var Addý dag- farslega létt og kát. Hún hreif fólk með sér og fólk sóttist eftir návist hennar. Samvistir við annað fólk voru henni sem leikur, hún var spurul um fólk og með afbrigðum ættfróð og minnug. Samvistir fjöl- skyldunnar voru tíðar og barna- börnin voru hænd að ömmu sinni og afa. Addý var 82 ára þegar hún lést. Síðustu árin voru henni ekki sér- lega auðveld eftir að veikindi sóttu að, en Högni annaðist konu sína af stakri umhyggju og nærgætni. Þrátt fyrir veikindi finnst mér Addý hafa haldið persónuleika sín- um og reisn til hinstu stundar. Að leiðarlokum er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa kynnst þessari konu, lært af henni og notið samvista við hana. Þórunn. Með þessum orðum langar okk- ur systkinin að minnast ömmu okkar, Árnýjar Guðmundsdóttur. Amma í Heiðó, eins og við köll- uðum hana, jafnvel þótt hún væri flutt á Grandaveginn, var okkur mjög kær. Hún var mjög lífsglöð og sá oftast það skemmtilega í hlutunum. Hún og afi bjuggu í Ár- bænum og þar kynntumst við þeim. Garðurinn í Heiðarbænum var stolt hennar og þar dundaði hún sér heilu og hálfu dagana. Við systkinin fengum stundum að tjalda á grasfletinum í góðu veðri og þar voru handahlaup æfð af kappi. Kartöflugarður var í bak- garðinum og þaðan komu bestu kartöflur í heimi, bornar fram ný- uppteknar, með miklu smjöri. Amma var mikil saumakona og saumaði út margar fallegar mynd- ir. Hún var mjög hugmyndarík og föndraði oft fallegt jólaskraut. Þegar amma og afi bjuggu í Ár- bænum gistum við systkinin stundum hjá þeim. Í þá daga var amma duglega að ganga með okk- ur niður að Elliðaám, sýna okkur stífluna og leiða okkur um Árbæj- arsafnið. Hún var líka dugleg að fara með okkur í barnamessur á sunnudögum og söng mikið með. Dæmigerður matseðill í Heiðar- bænum var á þá leið að í morg- unmat var boðið up pá Cheerios með soðnu vatni og Nesquick, oft- ar en ekki var ýsa með tómatsósu í hádegismat og heimabökuð hjóna- bandssæla með kaffinu. Með skær- bleikan varalit fór hún svo með galdraþulu og þá birtist sælgæt- ispoki, sem vakti ávallt mikla lukku hjá okkur barnabörnunum. Amma var yndisleg kona og við munum sakna hennar mjög. En nú er hún komin til litlu stelpunnar sem hún missti fyrir svo mörgum árum og við vitum að henni líður vel þar. Guðný Steinunn, Högni Bald- vin og Þorsteinn Baldvin. Árný Guðmundsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Tómas Runólfsson, Kristrún Guðmundsdóttir, Jón Rafns Runólfsson, Inga Harðardóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, EMILÍU BIERING. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Selja- hlíðar fyrir frábæra umhyggju og umönnun á síð- ustu æviárum hennar. Fyrir hönd allrar fjölskyldunnar, Rafn Biering Helgason, Ásthildur Sigurðardóttir, Emil Ágústsson, Rut Hallgrímsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar og mágkonu, SIGRÍÐAR KRISTINSDÓTTUR, Öngulsstöðum, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Seli. Helga Kristinsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Hörður Frímannsson, Guðrún Kristinsdóttir, Þórdís Kristinsdóttir, Regína Kristinsdóttir, Baldur Kristinsson, Elín Methúsalemsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför ERLINGS ARNÓRSSONAR bónda, Þverá í Dalsmynni. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skógarhlíðar fyrir einstaka umönnun. Friðrika Jónsdóttir, Helga Arnheiður Erlingsdóttir, Þórhallur Bragason, Arnór Erlingsson, Elín Eydal, Hólmfríður Erlingsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Jón Aðalsteinn Illugason og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGURBORGAR GÍSLADÓTTUR frá Blönduósi. Megi Guð gefa ykkur gleðileg jól. Fyrir hönd ástvina hinnar látnu, Ásgeir Ingi Þorvaldsson, Guðfinna Sveinsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Valgeir Benediktsson, Olgeir Þorvaldsson, Sigríður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR, Granaskjóli 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við þeim ættingjum og vinum sem heimsóttu hana í veikindum hennar og starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Guðmundur Pétursson, Þórunn Kristjánsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Sigurður Pétursson, Hansína Hrönn Jóhannesdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, sonar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR SVAVARS BÖÐVARSSONAR, Berkeley, Kaliforníu. Róbert Daníel Böðvarsson, Erik Ma Böðvarsson, Böðvar Stefánsson, Stefán Magnús Böðvarsson, Anna Björg Þorláksdóttir, Reynir Eyvindur Böðvarsson, Ann Olanders Böðvarsson og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.