Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 55 menning Pottþétt jólagjöf Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞEIR ERU ófáir Íslendingarnir sem eiga minningar frá skemmti- staðnum Gauki á stöng enda hefur hann verið einn helsti dans- og tón- leikastaður okkar í 23 ár. Þar hafa margar frægustu hljómsveitir lands- ins stigið sín fyrstu spor og grasrót- in átt sitt athvarf. Undanfarna mánuði hefur Gauk- urinn ekki verið opinn nema við sér- stök tilefni og nú er svo komið að staðnum verður lokað endanlega og enginn veit hver framtíð hans verð- ur. „Ég tók við rekstri Gauksins fyrir þremur árum síðan en sagði honum upp í maí á þessu ári og þá tók Öl- gerðin við leigunni, en það er Eik fasteignafélag sem á sjálft húsið. Frá því í maí höfum við fengið að leigja staðinn fyrir eina og eina tón- leika og þeir síðustu verða haldnir í kvöld,“ segir Sigurður Hólm Jó- hannsson. „Þegar ég tók við staðn- um voru háar skuldir á rekstrinum og leigan á húsinu mjög há svo reksturinn stóð ekki undir sér.“ Sigurður vill ekki taka undir það að tími Gauksins hafi bara verið lið- inn og þetta því eðlileg þróun. „Það vantar litla tónleikastaði, svona fæðingarbúllur fyrir ungar hljómsveitir, og vona ég innilega að eitthvað komi í staðinn fyrir Gauk- inn.“ Í kvöld verða síðustu tónleikarnir á Gauknum og það er rokkgrúppan Jet Black Joe sem heldur uppi fjör- inu. „Þeir ætla að enda þetta og hljómsveitin Dimma hitar upp. Þetta er mjög viðeigandi lokasprettur fyr- ir Gaukinn enda Jet Black Joe-menn aldeilis búnir að spila hérna í gegn- um tíðina. Ég býst við fullu húsi enda margir sem eiga eftir að sakna Gauksins og eru tilbúnir að koma og kveðja. Hér hafa kynslóðirnar skemmt sér,“ segir Sigurður. Húsið opnar kl. 22.00. Gaukurinn Jet Black Joe hefur oft spilað þar síðan sveitin hóf feril sinn. Gaukurinn allur ÞESSI nýi geisladiskur Bríetar Sunnu inniheldur tíu lög sem eru mjög misjöfn. Bríet Sunna sjálf syngur þau svo sem prýðilega, en það fer svolítið eftir gæðum text- anna hvort hún hljómar sannfær- andi eða ekki. Besta lag plöt- unnar er lagið „Löngu farin burt“, og þar þjónar texti Kristjáns Hreins- sonar laginu og laglínunni vel. Textinn er glettinn og léttur og gjörsamlega í stíl við kántr- ískotið poppið. Bríet Sunna blómstr- ar í þessu lagi og greinilegt er að þarna á hún mun frekar heima en í væmnum og hægum lögum plöt- unnar sem því miður eru fleiri en þau hressu. Hægu lögin ganga þó þokkalega upp þegar Stefán Hilm- arsson semur textana, en hann virð- ist hafa næmi og angurværð á valdi sínu og kemur heilli hugsun til skila í textum án þess að segja of mikið. Lagið „Hann ætti að vita það“ er þar fremst í flokki með tragískri sögu úr samtímanum um mann sem vinnur of mikið og konu hans sem fer; eitt- hvað sem flestir Íslendingar ættu að tengja við. Þeir tveir textar sem Einar Bárðarson er skrifaður fyrir eru hins vegar óskiljanlegir og draga diskinn heilmikið niður. Hann kann ekki þá list að segja hæfilega mikið og því er annar textanna í eyra, en hinn ökkla. Í raun er texti lagsins „Líklega er ég ekki ein“ það vondur að hér er mögulega kominn versti texti íslenskrar poppsögu. Há- punktur plötunnar, áðurnefnt „Löngu farin burt“, er í sjálfu sér nægjanleg ástæða til að næla sér í eintak af henni, og vona ég svo sann- arlega að í framtíðinni muni Bríet Sunna fremur feta hina lítt troðnu sveitatónlistarslóð en hina marg- þvældu og moldugu væmniskl- isjutröð sem hún gengur um í hinum lögunum. Fetað um götu og slóð TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Bríetar Sunnu, sem ber heit- ið „Bara ef þú kemur með“. 10 lög, heild- artími 37,48 mínútur. Trommur og áslátt- ur: Jóhann Hjörleifsson; bassi: Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson; gítar: Guðmundur Pétursson; píanó, munnharpa, hammond og harmonika: Þórir Úlfarsson; hljóm- borð: Óskar Páll Sveinsson; fiðla: Dan Cassidy; bakraddir: Friðrik Ómar Hjör- leifsson. Gestasöngvarar: Jón Jósep Snæbjörnsson og Stefán Hilmarsson. Ýmis erlend lög við texta Stefáns Hilm- arssonar, Einars Bárðarsonar og Krist- jáns Hreinssonar. Stjórn upptöku og hljóðblöndun: Óskar Páll Sveinsson. Sena gefur út 2006. Bríet Sunna – Bara ef þú kemur með  Ragnheiður Eiríksdóttir SÖNGHÓPURINN VoxFox heldur jólatónleika sína, Hin fyrstu jól, í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Hópurinn mun flytja jólalög úr mörgum áttum og skapa huggulega stemningu við kertaljós. Á efnis- skránni eru bæði innlendar og er- lendar jólaperlur sem allir þekkja. VoxFox er sex manna sönghópur sem sérhæfir sig í flutningi verka a cappella, eða án undirleiks, og leggur mikið upp úr vönduðum og krefjandi útsetningum. Hinir sex meðlimir VoxFox eru: Sverrir Örn Hlöðversson, Gunnar Thorarensen, Lilja Dögg Gunn- arsdóttir, Vigdís Garðarsdóttir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Þórdís Sævarsdóttir. Efnisskrá hópsins er afar fjöl- breytt, á henni er að finna popp, rokk, djass og klassík, en aðalmark- mið hópsins er að flytja tónlist sem hrífur fólk, engin takmörk eru fyrir því hvers konar tónlist á í hlut. Hóp- urinn hefur víða komið fram og við mismunandi tilefni, svo sem á tón- leikum, krám, ráðstefnum, í veislum, brúðkaupum, jólahlaðborðum og á Listahátíð, svo dæmi séu nefnd. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 í Fríkirkjunni í kvöld, miðaverð er 1000 kr. og allir eru hjartanlega vel- komnir. Hin fyrstu jól VoxFox í Fríkirkjunni í kvöld VoxFox Sönghópur sem sérhæfir sig í flutningi verka a cappella, eða án undirleiks og leggur mikið upp úr vönduðum útsetningum. STÓRSÖNGVARARNIR Páll Ósk- ar, Margrét Eir og Eiríkur Hauks- son eru hér á ferðinni með ansi fjöl- breytta plötu sem samanstendur af negrasálmum og íslenskri og er- lendri tónlist með jólalegu ívafi. Reyndar er þetta líka hálfgerð gosp- el-plata, þar sem sterkar bakraddir fljóta með sumum laganna. Sem jólaplata er þetta ansi óhefð- bundið verk og mjög aðgengilegt á jákvæðan hátt. Hér er ekki verið að nudda hlustandanum upp úr þunn- um útgáfum þekktra jólalaga heldur hafa lögin verið valin af kostgæfni og útsett á þann hátt að ef hlustandinn gengur með drottni eða hefur gaman af gospeli, þá ætti hann að geta hlustað á hana allan ársins hring. Söngur þeirra þriggja er mjög góður þótt ég verði að segja að Margrét Eir sé kannski örlítið jafn-betri en strákarnir. Útsetningarnar mættu hafa verið aðeins betri, þær eru svolítið flatar og full,,hvítar“ fyrir minn smekk, það vantar svolítið þessa beittu tján- ingu sem finnst hjá þeldökkum flytj- endum. Vinnan er hins vegar mjög vönduð og ætti því að eiga vel upp á pallborðið hjá þeim sem líkar við svona tónlist þegar hún er átakalaus. Galli plötunnar er eiginlega gosp- elkórinn. Hann hljómar einfaldlega ekki nægilega vel. Hann er meira eins og margir að syngja bakraddir. Mér finnst að gospel eigi að hljóma eins og kórinn ekki bara meini hvert einasta orð sem hann syngur heldur sé að upplifa það í gegnum sönginn líka. Því er ekki að fagna hér. Mér líkaði eiginlega betur og bet- ur við plötuna eftir því sem ég heyrði meira af henni. Hún er líka svo skemmtileg tilbreyting frá öðrum plötum í þessum dúr. Nokkur lag- anna þekkir hlustandinn strax vegna þess hve rótgrónir sumir sálmanna eru í vitund okkar, auk þess sem minnsta kosti tvö laganna eru þekkt íslensk dægurlög. Mig grunar að þessi plata eigi eftir að týnast svolít- ið í þeim aragrúa tónlistar sem er að koma út um þessar mundir. Það er leitt vegna þess að hér er metnaður á ferð. Þrátt fyrir að mér finnist platan ekki fullkomin er mikilvægt að koma á framfæri að hún er vel þess virði að hlusta á. Frumleg og flott. Snyrtileg gospeltónlist TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Páls Óskars, Margrétar Eir- ar og Eiríks Haukssonar nefndur Horfðu til himins. Lög og textar eru eftir ýmsa ís- lenska og erlenda höfunda. Margrét Eir, Páll Óskar og Eiríkur Hauksson syngja. Aðrir sem koma fram eru: Einar Valur Scheving á trommur og slagverk, Róbert Þórhallsson á bassa, Ómar Guðjónsson á bassa, Karl O. Olgeirsson leikur á píanó og Hammond auk þess að syngja raddir, Sinfóníuhljómsveit Bratislava undir stjórn Davids Hernandos og gospelraddir sungnar af Aðalheiði Ólafsdóttur, Ernu Hrönn Ólafsdóttur, Guðrúnu Lísu Ein- arsdóttur, Pétri Erni Guðmundssyni, Sig- urjóni Brink og Soffíu Karlsdóttur. Um upptökur sáu Karl Olgeirsson og Haffi Tempó. Hljóðblöndun og tónjöfnun: Haffi Tempó í Sýrlandi. Útsetningar og stjórn upptöku: Karl Olgeirsson. Upptökur fóru fram í hljóðveri Flís og útvarpshúsinu í Bratislava. Frost Music gefur út. Páll Óskar, Margrét Eir og Eiríkur Hauksson – Horfðu til himins  Helga Þórey Jónsdóttir Bandarískur alríkisdómari íMassachusetts hefur vísað frá lögsókn hermanns á hendur kvik- myndagerðarmanninum Michael Moore fyrir að hafa notað upptöku af honum í kvikmyndinni Fahrenheit 9/ 11 án leyfis. Hermaðurinn fór fram á 35 millj- ónir dollara, um 2,5 milljarða króna, í skaðabætur frá Moore og kvik- myndafyrirtækinu Miramax sem framleiddi myndina. Í myndinni sést hermaðurinn, Peter Damon, á sjúkrahúsi í Maryland, nýbúinn að missa hægri handlegginn og stóran hluta þess vinstri í Írak. Hann segir í myndinni að hann finni sársauka en verkjalyfin „skemmi hann að miklu leyti“ fyrir honum. Upptakan var fyrst notuð í frétta- þætti NBC, Nightly News, í frétt um læknismeðferð fyrir uppgjafahermenn. Í mynd Moore var hún sýnd í kjölfar yf- irlýsingar demó- kratans Jim McDermott, sem segir að „alls konar uppgjafahermenn“ séu skildir eftir.    Söngkonan Pink hefur gengið tilliðs við dýraverndunarsamtökin PETA og hvetur fólk til þess að snið- ganga ástralskan ullariðnað og um leið að kaupa ekki ullarpeysur. Með þessu vonast söngkonan til þess að sauðfjárbændur í Ástralíu hætti að klippa skinn sauðkindarinnar aftan til á skepnunni til að forðast árásir skordýra. Segir Pink að aðferðir sauðfjárbænda séu þrungnar kvala- losta og að þær fái hana til þess að vilja henda öllum ullarflíkum úr fata- skápnum. Hún hvetur fólk til þess að skoða vörumerki á flíkum úr ull áður en þær eru keyptar og ef þær eru framleiddar úr ástralskri ull þá bið- ur hún neytendur að skila þeim aftur upp í hillu verslunarinnar. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.