Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 59 Sýnd kl. 10.15 Strangl. B.I. 16 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - Verslaðu miða á netinu Frábær rómantísk gamanmynd frá Nancy Meyers leik- stjóra What Women Want og Something´s Gotta Give. Sýnd kl. 6 og 9 Cameron Diaz Kate Winslet Jude Law Jack Black JÓLAMYNDIN Í ÁR Aðeins 500 kr. Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap eeee S.V. MBL. eeee V.J.V. TOPP5.IS. Sýnd kl. 6 ÍSL. TAL KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 80.000 gestir! Now with english subtitles in Regnboginn -bara lúxus Sími 553 2075 Þegar myrkrið skellur á...hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 10 ára eee S.V. MBL. eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM Sími - 551 9000 www.laugarasbio.is Eragon kl. 6, 8.20 og 10.40 B.i. 10 ára Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hnotubrjóturinn og Músakóngurinn kl. 6 Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 5.50 Mýrin With english subtitles/M. enskum texta kl. 8 og 10.10 Borat kl. 8 og 10 2 TILNEFNINGAR TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA. eee SV MBL Jólahrollur í hádeginu fer fram í Þjóðmenn- ingarhúsinu kl. 12.15 dag hvern til jóla. Í dag les Jökull Valsson úr bók sinni Skuldadög- um. Súputilboð á veitingastofunni. Safn- búð með forvitnilegum bókum og öðrum gripum. Skemmtanir Kringlukráin | Dúettinn Sessý & Sjonni flytur tónlist úr ýmsum áttum og á laga- listanum er að finna djass, blús, létt popp, rokk og fleiri stefnur. Uppákomur Barinn | PhuNk hópurinn verður með uppákomur á BARNUM, Laugavegi 22. Þar verða myndverk til sýnis, föt til sölu, gjörn- ingar í kringum atburðinn og DJ-ar til að halda uppi stemningu. Fréttir og tilkynningar Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 22. desember er: 1925. Frístundir og námskeið Lesblindusetrið | Sérsniðið hraðlestr- arnámskeið fyrir 9–13 ára krakka. Hvers virði er aukinn lestrarhraði? Gefðu barninu þínu tækifæri á að skara fram úr með því að tvöfalda, jafnvel margfalda, lestrar- hraða sinn. Leiðbeinandi er Kolbeinn Sig- urjónsson, Davis ráðgjafi hjá Lesblindu- setrinu í Mosfellsbæ. Sími 566 6664. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir í Dimmu- borgum, Mývatnssveit, taka á móti gestum á Hallarflöt frá kl. 13 til 15. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn | Jóla- sveinn dagsins kíkir í heimsókn í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í dag kl. 14. Hann mun segja sögur af lífinu í fjöllunum og frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Fyrir þá sem vilja koma fyrir hádegi er lesin jólasaga í fjósinu kl. 10.45. Kíktu í heim- sókn. Opið kl. 10–17. www.mu.is. Þjóðminjasafn Íslands | Á Torginu í Þjóð- minjasafninu stendur yfir sýningin Sér- kenni sveinanna. Á sýningunni er lítið jóla- hús og ýmislegt sem tengist jólasveinun- um, svo sem kjöt fyrir Ketkrók og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Sýningin getur hjálpað börnunum til að skilja hin skrýtnu nöfn jólasveinanna. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Verslunarferð í Bónus kl. 10, annan hvern föstudag. Bingó kl. 14. Söng- stund við píanóið kl. 15.30. Matur alla daga frá kl. 12–13. Miðdegiskaffi alla daga frá kl. 15–16. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Óskum öll- um gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Starfsfólk Árskógum 4. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal, blöðin liggja frammi. Bólstaðarhlíð 43 | Helgistund með sr. Hans Markúsi kl. 10. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Kíkið við, gluggið í Moggann og hin blöðin og fáið ykkur rjúkandi kaffi hjá Erlu og Rósu Uppl. 588 5533. Handverksstofa Dalbrautar 21–27 er opin frá kl. 8 til 16 virka daga. Allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð á milli jóla og nýárs. Opnum aftur 2. janúar kl. 10. Félagið óskar öllum félags- mönnum, og öðrum eldri borgurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Félagsheimilið Gjábakki | Félags- heimilið er opið frá kl. 9–17. Heitt á könnunni. Nú eru síðustu forvöð að panta í skötuveisluna kl. 11.45 á Þor- láksmessu. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag er op- ið kl. 9–16.30, m.a heitt kaffi á könn- unni og piparkökur, eins og hæfir er líða fer að jólum, allir velkomnir. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. www.gerduberg.is. Furugerði 1, Norðurbrún 1 og Dal- braut 14–20. | Jólaljósaferð verður farin um Reykjavík 28. des. Kaffi í Ráðhúskaffi. Lagt af stað frá Norður- brún kl. 13.45 og síðan teknir aðrir farþegar. Uppl. og skráning fyrir Norðurbrún og Dalbraut í síma 568 6960 og í Furugerði í síma 553 6040. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–12, postulínsmálning. Jóga kl. 9– 11, Björg Fríður. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Það eru allir vel- komnir í félagsstarfið. Endilega kom- ið við, kíkið í blöðin og fáið ykkur kaffisopa! Tilvalið að bjóða allri fjölskyldunni í síðdegiskaffi við stóra jólatréð okkar. Fastir liðir eins og venjulega og auk þess alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi! Maður er manns gaman! Uppl. 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 myndlist, smíði, kl. 10.30 ganga, kl. 14 leikfimi, opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Föstudaginn 22. des. kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30– 16 dansað við lagaval Sigvalda. Rjómaterta í kaffitímanum. Í dag kemur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í heimsókn. Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson taka lagið. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 opinn salur. Kirkjustarf Háteigskirkja | Á hverju fimmtu- dagskvöldi kl. 20 eru Taizé-messur í Háteigskirkju. Góð stund til að slaka á, hugleiða orð Guðs, syngja og biðja. Söngvarnir henta mjög til bæna og íhugunar. Róandi og hlýleg umgjörð. Fyrirbænir og handayfirlagning í lok athafnar. Allir velkomnir. ÞAÐ er ekki miklar upplýsingar að hafa af umslagi plötunnar While the City Sleeps. Eftir nokkra eft- irgrennslan kom þó í ljós að þetta er plata Kalla nokk- urs sem áður var í sveitinni Tenderfo- ot sem nú er liðin undir lok. Ég gef mér að hann hafi samið lög og texta plötunnar þó að það sé alls ekki víst. Arnar G, sem flytur músíkina með Kalla og tekur upp, er sami Arnar og leiðir sveitina Leaves. Þá er það komið á hreint. Það er sami trúbadorafílingurinn hér og hjá Tenderfoot, Kalli reiðir sig á kassagítar og texta sem útlista sársauka ljóðmælandans, hvernig hann er að missa tökin á tilverunni, það syrtir að og eini bjargvætturinn er ástin (þó að hún sé vitaskuld rót vandans til að byrja með). Tár, hafið, hjörtu, skuggar, myrkur, kuldi, auð stræti … þetta er allt á sínum stað. Framan á umslaginu er mynd af vél- menni og aftan á má sjá grjót í fjöru – kannski er Kalla þannig innan- brjósts, tómleikinn, kuldinn og harð- neskjan hafa tekið völdin í lífi hans. Reynt er að auka á tilfinningarnar með látlausum trommuleik, raf- magnsgítar hér og þar (raunar verð- ur rokkið fyrirferðarmikið á seinni hluta plötunnar), bakröddum og stöku hljóðgervli eða orgeli. Þegar tónlistarmenn vinna með svona smáar útsetningar skiptir öllu máli að lög og textar séu fyrsta flokks, hér er ekkert til þess að fela sig á bak við eða villa hlustandanum sýn (eða heyrn). Því miður get ég ekki sett þessi lög í þann flokk, fæst þeirra taka sér bólfestu í manni þrátt fyrir síendurteknar hlustanir. „Bridges Burn“ er ágætt, titillagið grípur mann með fönkuðum gítar og vel heppnuðu viðlagi, „Jupiter“ er Coldplay B-hlið sem Chris Martin gleymdi að semja, sérstaklega er rafmagnsgítarleikur undir lokin flottur. Best er þó „It’s Over“, út- setningin epískari en flest annað á plötunni og orgellína sem er leikin í upphafi og endurtekin nokkrum sinnum gegnum lagið er áhugaverð og minnir á Stereolab eða Broad- cast. Stærstur hluti plötunnar fer hins vegar inn um annað eyrað og út um hitt án þess að stíga niður fæti. Borgin sefur og Kalli þarf skilj- anlega að tipla á tánum fyrir vikið, en vonandi skilur hann dýpri spor eftir sig næst. Tiplað á tánum TÓNLIST Geisladiskur Öll lögin eru flutt af Kalla og Arnari G. Vala Gestsdóttir leikur á víólu í „It’s Over“ og „Morning Rain“. Kristján Már leikur á rafmagnsgítar í „Bridges Burn“. Tekið upp af Arnari G í Stúdíói 128, hljómjafnað af Bjarna Braga í Stúdíói Sýr- landi. Kalli hannar umslag. Smekkleysa gefur út. 10 lög, 40:41. Kalli – While the City Sleeps  Atli Bollason Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.