Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg SV-læg átt og þurrt víðast hvar. Hvessir síð- degis. Suðvestan stormur í kvöld. Hlýnar ört þegar líður á daginn. » 8 Heitast Kaldast 5°C -4°C Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í GÆR upphófust enn á ný nær árvissar umræður um jólasveinavísuna: Jólasvein- ar ganga um gólf, með aðsendu bréfi Pét- urs Gunnarssonar rithöfundar. Pétur bendir á að könnustóll hafi verið þekkt fyrirbæri á öldum áður, eins konar frá- lagsborð fyrir ölkrúsir. Því sé eðlilegt að kanna standi upp á stól, eins og sé gert í vísunni sem hann lærði: Upp á stól stendur mín kanna, Árni Björnsson þjóðháttafræðingur samsinnir skoðun Péturs í blaðinu í dag en bendir einnig á að fyrri og seinni hluti vísunnar séu alls óskyldir og hafi ekki tengst fyrr en Friðrik Bjarnason tónskáld setti þá saman í lagi sínu fyrir miðja síðustu öld. Fyrri hlutinn hef- ur ekki síður valdið vangaveltum en „könnuviðlagið“ og upphófust eftir að Helgi Hálfdanarson skrifaði grein í Morgunblaðið í ársbyrjun 1980 þar sem hann færir rök fyrir því að vísan hafi breyst á síðari tímum. Helgi segir: „Svo er að sjá, að þarna sé komin upp- dubbuð jólasveinavísa, sem forðum var höfð á þessa leið: Jólasveinar ganga um gátt með gildan staf í hendi móðir þeirra hrín við hátt og hýðir þá með vendi.“ Vandinn er hins vegar sá að í heimildum í segulbandasafni Árnastofnunar, þar sem þónokkur dæmi eru um jólasveinavís- urnar, víðs vegar að af landinu er hvorki minnst á gilda stafinn né hólinn. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor í íslenskum fræðum og sérfræðingur við Árnastofnun, telur gilda stafinn seinni tíma leiðréttingu á elstu þekktu gerð vís- unnar, og hafi hún verið gerð vegna þess að höfuðstaf hafi vantað í annað vísuorðið. Því hafi elsta heimildin: Jólasveinar ganga um gólf og hafa staf í hendi, orðið að: Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi, til þess að koma höfuðstafnum fyrir sam- kvæmt bragfræðireglum um stuðla og höf- uðstafi. | 51 Könnunarhóll finnst ekki í heimildum Árnastofnunar Jólasveinarnir Þeir koma víst hvernig sem stafir þeirra eru. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir formlegum við- ræðum við ríkisstjórnina um aðstöðu fyrir náttúrugripa- og vísindasafn í Reykjavík, auk starfsemi Náttúru- fræðistofnunar. Í bókun borgarráðs er minnt á vilyrði fyrir lóð fyrir náttúrugripa- og vís- indasafn á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýri sem veitt hafi verið fyrir meira en áratug og jafnframt á áform um fræðslu- og fjölskyldugarð í Laug- ardal þar sem m.a. mætti staðsetja nátt- úrugripa- og vísindasafn í tengslum við rekstur Fjölskyldugarðsins og hugs- anlegt sjávardýrasafn. Vilja viðræður um náttúrugripasafn SÉRSTÖKU björgunarteymi manna tókst að dæla nokkru magni svartolíu úr botntönkum Wilson Muuga í gær og þótti það mikilvægur áfangi. Í ljós hefur einnig komið að botntank- arnir eru ekki rifnir eins og óttast hafði verið. Morgunblaðið fékk að fara með er þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjö manns um borð í Wilson Muuga í gær til vinnu þar og er myndin tekin yfir skipinu. Að sögn Gottskálks Friðgeirssonar, verkefnisstjóra við björgun ol- íunnar, er athugunum á skipinu nú lokið og framkvæmdir hafnar. Olíubrák sem sást í kringum skipið er nú talin hafa verið þunnfljótandi gasolía sem er ekki eins slæm fyrir umhverfið og svartolían. Aðstæður á slysstað eru, eins og fram hefur komið í fréttum, afar erfiðar og ekki fyrir hvern sem er að síga um borð í skipið með brimið svellandi í kringum skipsskrokkinn sem þó virðist, að sögn kunnugra, ætla að sitja sem fastast þar sem hann er kominn. | 4 Morgunblaðið/ÞÖK Botntankar skipsins reyndust ekki rifnir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI greindi frá því í gær að við rannsókn á meint- um hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, og Árna Páls Árna- sonar hefði ekkert komið fram sem styddi ummæli þeirra um að símar þeirra hefðu verið eða kynnu að hafa verið hleraðir þegar þeir gegndu störfum í utanríkisráðu- neytinu. Rannsókn verður ekki haldið áfram. Þegar Morgunblaðið ræddi við Jón Baldvin hafði hann ekki séð fréttatilkynningu ríkissaksóknara og taldi raunar mjög athugavert að ríkissaksóknari skyldi ekki kynna efni hennar fyrir honum áður en hún var send fjölmiðlum. Jón Baldvin sagði að rannsókn lögreglustjórans á Akranesi hefði aldrei getað leitt til niðurstöðu um það hvort símar hefðu verið hler- aðir eða ekki. Þeir einir gætu upp- lýst málið sem hefðu stundað þess- ar ólögmætu hleranir en þeir væru bundnir trúnaðareiðum og þagnar- skyldu og gætu hvorki rofið hana né vildu þeir viðurkenna lögbrot og eiga yfir höfði sér refsingu. „Engir þessara manna munu gefa sig fram að óbreyttu,“ sagði Jón Baldvin. Fullyrðing gegn fullyrðingu Við rannsókn lögreglu benti Jón Baldvin á mann sem sagðist hafa orðið vitni að því að sími hans var hleraður í Landssímahúsinu en í tilkynningu ríkissaksóknara kem- ur fram að eðlilegar skýringar hefðu fundist á atferlinu. Jón Bald- vin sagði að hann hefði fengið þær upplýsingar að sá sem sat við hlustir hefði unnið hjá bilanaþjón- ustunni. „Hverju á ég að svara því? Engu. En voru símarnir alveg voðalega mikið bilaðir? Ég veit það ekki. Maðurinn sem var staðinn að því að hlera símann minn neitar náttúrlega að hafa gert það og þar með er fullyrðing á móti fullyrð- ingu,“ sagði hann. Í tilkynningu ríkissaksóknara kemur einnig fram að annar heim- ildarmaður Jóns Baldvins, maður sem sagðist hafa unnið fyrir leyni- þjónustu Íslands, hafi ekki getað staðfest veigamikil atriði í fram- burði hans. Aðspurður um þetta sagði Jón Baldvin að hann hefði aldrei gert ráð fyrir að umræddur maður myndi staðfesta frásagnir sínar við lögreglu enda væri hann þá að viðurkenna lögbrot. Aðspurður hvers vegna hann vildi ekki gefa upp nafn þess sem kannaði síma hans í utanríkisráðu- neytinu sagði Jón Baldvin að sá maður hefði gert sér þennan greiða í trúnaði, ef hann greindi frá nafni hans og framburður hans yrði síðan metinn ótrúverðugur myndi það eyðileggja starfsferil hans. Árni Páll Árnason sagði að hann hefði í upphafi sagt að rannsóknin myndi ekki leiða neitt nýtt í ljós enda væri þetta mál sem ekki væri hægt að upplýsa með þeim aðferð- um sem var beitt. Eðlilegast væri að Alþingi tæki málið til rannsókn- ar og veitti öllum sem hugsanlega hefðu stundað ólögmætar hleranir sakaruppgjöf. Ekkert sem studdi ummæli um hleranir Segja að rannsóknin hefði aldrei getað skorið úr um hvort símar voru hleraðir Í HNOTSKURN » Ríkissaksóknari seg-ir ekkert hafa komið fram við rannsókn sem styðji ummæli um hler- anir í utanríkisráðuneyt- inu. » Að svo stöddu gefaþau gögn sem liggja fyrir í málinu ekki tilefni til að halda rannsókn áfram, að mati rík- issaksóknara. Jón Baldvin Hannibalsson Árni Páll Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.