Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag                         ! "#$%"$$& laugardagur 2 12. 20 íþróttir mb Stórleikur hjá Reading um jólin á Englandi >> 3 STJÓRN ensku úrvalsdeildarinna í knattspyrnu hefur óskað eftir þv að 17 sölur á leikmönnum verði rannsakaðar nánar. Það kemur í kjölfarið á því að niðurstöður ran sóknar sem Stevens lávarður hafð umsjón með, vegna ásakana um spillingu í tengslum við sölur á lei mönnum, voru birtar í gær. Alls voru sölur á 362 leikmönnum skoð aðar í rannsókninni. Richard Scudamore, fram- kvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar sagði að nokkrir umboðsmenn hefðu neitað samvinnu við Steven lávarð og rannsóknarlið hans. Það væri ástæðan fyrir því að þessar 1 sölur yrðu skoðaðar betur og að óskað væri eftir því að enska knat spyrnusambandið tæki þátt í þeirr rannsókn. Það er gert vegna þess að sambandið hefur völd til að fyr irskipa umræddum umboðs- mönnum að láta gögn sín af hendi Sölur 17 leik manna skoð- aðar nánar ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 21. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Liðið er í sam sæti og þegar síðasti listi kom út í september en hefur fallið niður um tvö sæti frá ársbyrjun. Þjóðverjar sem fyrr efstir Heims- og Ólympíumeistarar Þjóðverja eru sem fyrr í efsta sæt og þar á eftir koma Bandaríkin í öðru sæti, Noregur í þriðja sæti, Svíþjóð í fjórða sæti, N-Kórea, sem hefur rokið upp listann, er í fimmt sæti, Brasilía í því sjötta, Frakkar sjöunda, Danir í áttunda, Kínverja í níunda og Japanir eru í tíunda sætinu. Af þjóðunum sem leika í riðli m Íslandi í undankeppni Evrópumót ins, sem hefst næsta vor, eru Frakkar í 7. sæti, Serbar í 30. sæt Slóvenar í 34 sæti og Grikkir eru Ísland er í 21. sætinu ins fyrir leikinn gegn Kiel – þá Blazenko Lacko- vic og Lars Christiansen. Viðureignir Kiel og Flensburg hafa alltaf verið spennandi, enda mik- ill rígur á milli þessara liða í Norður-Þýskalandi og hefur Kiel yfirleitt haft betur. Spennan er mikil fyrir leiknum sem fer fram í Eystrasalts- höllinni fyrir framan 10.500 áhorfendur. Viggó hefur einu sinni fagnað þar sigri sem þjálfari. Þá var hann þjálfari Wuppertals-liðsins og vakti sigurinn mikla athygli. Það má reikna með að Viggó verði dýrlingur í Flensborg er hann endurtekur leikinn í Kiel í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Viggó segir að það séu stutt og einföld skilaboð sem hann gefi sínum mönnum fyrir viðureignina; Sigur! Í 52 vikureignum liðsins í deildar og bik Kent-Harry er kominn á ný til starfa og mun hann taka aftur við stjórnun Flensborgarliðsins eftir leik liðsins gegn Kiel á útivelli í dag Flensburg er í efsta sæti í þýsku 1. deildar keppninni, með 27 stig – hefur unnið 13 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik undir stjórn Viggós og þá er liðið einnig komið í 8 liða úrslit í meistaradeild Evrópu. Kiel er í öðru sæti með 25 stig, Nordhorn hef- ur 24, Hamborg 23, Gummersbach 23 og Magde- burg, sem á leik til góða, er með 22 stig. Viggó, sem hefur unnið sér mikið traust í Flensborg, enda náð frábærum árangri með Flensborgarliðið. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er í hópi bestu handknattleiksþjálfara heims. Viggó kemur heim á morgun frá Þýskalandi, með enn eina skrautfjöðrina í hatti sínum. Það er næsta víst að hann á eftir að fá fjölmörg þjálf Viggó hylltur í Flensborg og kveður sína menn í Kiel Eftir Sigmund Ó. Steinarsson os@mbl.is VIGGÓ Sigurðsson var kallaður fram á gólfið í þróttahöllinni í Flensborg þegar Flensburg- Handewitt fagnaði sigri á Wilhelmshaven á mið- vikudagskvöldið, 35:27. Áhorfendur fögnuðu honum og hylltu, en Viggó hefur staðið sig frá- bærlega með Flensborgarliðið síðan hann tók við því fyrir keppnistímabilið – og leysti Svíann Kent-Harry Andersson af hólmi þar em hann gekk undir erfiða skurðaðgerð. Yfirvegaður Viggó Sigurðsson, þjálfari Flensborgarliðsins, ásamt aðstoðarþjálfara sínum Jan Paulsen. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS SEX KARLMENN OG FJÓRIR KVENMENN KOMA TIL GREINA – LISTI TÍU EFSTU Í KJÖRINU BIRTUR >> 4 íþróttir Morgunblaðið/Einar Falur Sendiherrar Íslands „Ef þessi bók vekur til umhugsunar um eitthvað, þá getur það verið það að fleiri en skáldin representera Ísland, það eru íþróttamenn, viðskiptafólk og ... ég hafði kannski ekki síst í huga pólitíkusana – maður verður oft skrýtinn á svipinn yfir fréttum af því sem þeir segja í út- löndum,“ segir Bragi Ólafsson í viðtali við Lesbók. » 10-11 Laugardagur 23. 12. 2006 81. árg. lesbók KVÆÐAGOTT EINU SINNI ÁTTI ÉG GOTT: FJÁRSJÓÐUR, GULLA- SKRÍN, KISTILL FULLUR AF GÖMLUM PERLUM >> 15 Dan Brown og Stephen King á ormaslóðum í nýjum bókum » 19 Elsta varðveitta Maríumynd á Norðurlöndum var í Hóladómkirkju sem Jón biskup Ögmundsson lét reisa skömmu eftir 1100. Myndin er nú varðveitt á Þjóðminjasafninu en ekki er vitað hver höfundur hennar er. Gísli Sigurðsson fjallar um Maríumyndir í ís- lenskum kirkjum í Lesbók í dag. Sjálfur á Gísli yngstu Maríumyndina í íslenskri kirkju en hún er í Úthlíðarkirkju. Við málun þeirrar myndar kann- aði hann sögu Maríumynda og er greinin afrakst- ur þeirrar vinnu en í henni leggur hann einnig mat á helstu Maríumyndir íslenskrar myndlistarsögu. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa spreytt sig á því að gera Maríumyndir en hið sama á við um marga af merkilegustu myndlistarmönnum heims. » 4-6 Maríumyndir Sú elsta á Norðurlöndum varðveitt í Þjóðminjasafninu Boðun Maríu Um 1400 var boðunin eitt vinsæl- asta viðfangsefni málara. Meðal þeirra var Sandro Botticelli sem málaði Maríu fagnandi í stað þess að áður hafði hún yfirleitt verið skelk- uð í málverkum. Sjá nánar í grein í blaðinu Feðgarnir fræknu, Eysteinn og Ást- ráður, eiga heiður skilinn fyrir að æra okkur Kafka á frábærri ís- ensku og fyrir þá alúð og virðingu em þeir hafa ávallt sýnt skáldinu og verkum þess,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir í ritdómi um Um- skiptin, nýja þýðingu Eysteins Þor- valdssonar og Ástráðs Eysteins- onar á sögu Kafka sem þekkt hefur verið undir nafninu Hamskiptin í ís- enskri þýðingu Hannesar Péturs- onar frá sjöunda áratugnum. Eysteinn og Ástráður útskýra breyttan titil sögunnar með þeim rökum að Umskiptin sé margræðari itill en Hamskiptin þótt það orð sé káldlegra og hljómfegurra. Stein- unn Inga tekur undir þetta og segir margræðnina í anda Kafka. Hún er einnig sammála þeirri breytingu með nýju þýðingunni að kvikindið sem Gregor Samsa, að- alsöguhetja bókarinnar, breytist í sé nú kallað skelfilegt skorkvikindi en ekki bjalla eins og í þýðingu Hann- esar: „Sú dýrategund er bara ekki nægilega ógnvekjandi og við- bjóðsleg.“ Steinunn Inga segir útgáfu Um- skiptanna í nýrri þýðingu ekki bara vera tímabæra og gleðilega heldur íka sérlega hagnýta, en bókin er tví- mála, auk þess að innihalda ýmislegt ýtarefni. » 17 Hamskipt- in verða Umskiptin Ný þýðing á verki Kafka hlýtur góða dóma Það var langt liðið fram í des- ember. Í dag voru litlu jólin í skólanum hjá Önnu. Anna var að gera sig klára fyrir þau. Hún Anna var alltaf kölluð Anna litla því hún var minnst í 5. bekk. Hún var með blá augu og ljóst hár. Í pakkanum sem hún átti að koma með fyrir litlu jólin var falleg jólasveinastytta. Hún hafði farið niður í bæ og keypt hana. Hún vonaði að Lilja, besta vinkona hennar, myndi fá pakkann. Nú var hún alveg tilbúin og strætó alveg að koma. Hún pakkaði styttunni inn og setti hana í bakpokann sinn ásamt kerti og kertastjaka. Hún skellti bakpokanum á öxlina og labbaði létt í lund út að strætóskýli. Strætóinn kom eins og vanalega kl. 7:50 stundvíslega. Þegar Anna kom inn í strætó var Lilja þar. Hún heilsaði henni og þær töluðu saman, alveg að skólanum. Þegar þær komu í skólann voru allir komnir í fín föt, það voru nú litlu jólin. Þegar kenn- arinn kom hleypti hann öllum inn í stofuna og allir settu pakk- ann sinn á borð. Allir settust og settu kertastjakana á borðið sitt og kennarinn kveikti á þeim öllum. Þegar allir voru búnir að fá eld á kertin sín var jóla- guðspjallið lesið. Enginn var með nein læti í dag. Kennarinn kláraði lesturinn og sagði krökkunum sögur, öllum fannst það gaman. Þá kom jólasveinninn og gaf öllum pínulítið nammi og sagði krökkunum sögur. Þegar jólasveinninn var farinn fóru allir í leikfimisalinn og dönsuðu í kringum jólatréð og sungu. Bekkurinn fór til kennarans og kennarinn lét alla draga einn pakka úr jólasveinapoka. Sylvía fékk pakkann frá Önnu en það var allt í lagi. Sjálf fékk hún jólasveinabrúðu. Anna og Lilja tóku strætó heim til Önnu. Þær fengu sér að borða og skoðuðu brúðurnar. Lilja hafði líka fengið brúðu, nema bara hreindýrabrúðu. Þær fóru svo að föndra jólagjafir. Þær voru næstum því búnar að prjóna utan um herðatré handa mömmu og ætluðu að klára það í dag. Svo var það pabba jóla- gjöf. Anna og Lilja ætluðu að prjóna utan um tóbaksdósirnar þeirra. Svo pökkuðu þær gjöfunum inn og skrifuðu kort. Þær léku sér svo úti fram að kvöldmat. Þær sofnuðu og við vonum að þær muni eiga gleðileg jól. Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík skrifaði söguna. Halldóra Björg frá Húsavík teiknaði myndina. Litlu jólin laugardagur 23. 12. 2006 börn GLEÐILEG JÓL KRAKKAR Í SELÁSSKÓLA HLAKKA TIL JÓLANNA OG VELTA FYRIR SÉR TILGANGI ÞEIRRA >> 3 Verðlaunasagan heitir Pappakassinn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur » 4 Getur þú fundið fimm mistök á þessari mynd? Lausnina er að finna aftast í Barnablaðinu Í sátt og samlyndi Þegar mjöllin hvíta hylur jörðina ljóma stjörnur skærar lýsa upp nóttina. Er norðurljósin tindra skært og fer að birta af morgni skóför sjást hjá húsunum og gjöf í hverjum sokki. Jóladagur rennur upp eftir langa bið fæðingardegi frelsarans fagna menn í friði. Tómas Zoëga Geirsson, 13 ára Jólanótt Einu sinni voru kona og karl og köttur. Það voru Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. Ketkrókur var að fara í dag til bæja. Hann labbaði og labbaði. Hann fór til stráks sem var rosalega óþekkur og Ketkrókur var hissa og gaf honum kartöflu í skó- inn. Hinum krökkunum gaf hann fínt dót. Svo kom hann heim ótrú- lega þreyttur og fór að hvíla sig. Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir, 8 ára Grýlusaga Y f i r l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                          Í dag Staksteinar 8 Umræðan 32/38 Veður 8 Bréf 38 Viðskipti 16 Kirkjustarf 42/45 Erlent 17/18 Minningar 39/41 Menning 19 Myndasögur 52 Akureyri 20 Dagbók 52/57 Suðurnes 20 Víkverji 56 Árborg 21 Staðurstund 56/57 Daglegt líf 22/29 Bíó 54/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Alþjóðlega matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s hefur lækkað lánshæf- iseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtíma- og skammtímaskuldbind- ingar í erlendri mynt. Meðal for- sendna fyrirtækisins fyrir lækk- uninni er að aðhald í ríkisfjármálum sé minna í aðdraganda alþingiskosn- inga. Geir H. Haarde forsætisráð- herra kveðst algerlega ósammála forsendum S&P. » Baksíða  Fólki hér á landi fjölgaði mjög mikið á liðnu ári og fara þarf fjörutíu ár aftur í tímann til þess að finna dæmi um hlutfallslega jafn mikla fólksfjölgun og í ár. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjöldann hér á landi 1. desember síðastliðinn. Þá voru landsmenn 307.261 talsins og hafði fjölgað um 2,6% frá árinu á undan. » 14  Í sjóprófum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær vegna strands flutningaskipsins Wilson Muuga kom fram að ekki aðeins hafi sjálf- stýring skipsins bilað heldur einnig svokallaður gírókompás. Gírókomp- ásinn gaf til kynna að stefnan væri nánast í hásuður eins og til var ætl- ast þótt skipið hefði hrakist af leið vegna hliðarvinds á stjórnborða og stefndi upp í land. » 10 Erlent  Mikil og þrálát þoka í London var í gær talin geta orðið til þess að áætlanir tuga þúsunda manna um jólahald og jólafrí færu í vaskinn. Heathrow-flugvöllur hafði verið lok- aður vegna þokunnar í þrjá daga og aðeins í gær var aflýst 300 flug- ferðum. » 17  Framfaraflokkurinn í Noregi er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins með 30,8% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem þrjú norsk dag- blöð hafa birt. » 18  Lars Sölvberg, yfirmaður nor- rænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að kalla eftirlitsmennina til að- alstöðva sveitanna í höfuðborginni Colombo. Hörð átök hafa geisað á eyjunni að undanförnu. » 17 SÍMTAL Bobbys Fischer til Helga Ólafssonar, stórmeistara og skák- skýranda Morgunblaðsins, hefur vakið mikla athygli í skákheiminum. M.a. var greint frá símtalinu á skákvefnum ChessBase.com, sem er sá stærsti í heimi. Þar var einvígið allt sýnt og um það fjallað. Helgi sagði viðbrögðin hafa verið mjög mikil og snörp og kvaðst hann hafa fengið bæði símtöl og tölvu- pósta. „Þetta virðist hafa vakið feiknalega athygli og líka á al- þjóðavísu. Það hafa þegar verið skrifaðar greinar um þetta. Það er ekki oft sem heyrist í Fischer á þess- um vettvangi,“ sagði Helgi. Fischer goðsögn í lifanda lífi Hann sagði Bobby Fischer vera löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og að grannt væri fylgst með honum. Það væri því ekki að undra að það vekti athygli þegar Fischer tjáði sig um skákina. „Það er enginn vafi á því að Fischer er langþekktasta nafnið í skákheiminum,“ sagði Helgi. „Hann er eini skákmaðurinn sem hefur verið á forsíðum flestra stór- blaða og tímarita heims, hvort held- ur er New York Times, Time, News- week, Der Spiegel eða Life. Því miður hætti hann eiginlega að tefla eftir 1972 en það væri óskandi að hann kæmi aftur að taflborðinu.“ Helgi rifjaði upp að þegar Fischer tefldi við Spassky 1992 hefði það verið fyrsta frétt á alþjóðlegu frétta- stofunni CNN og strax komið í öll helstu blöð. Það myndi vekja gríð- arlega athygli ef Fischer sneri aftur að taflborðinu. Helgi greindi frá því í skákþætti sínum í Morgunblaðinu 16. desem- ber sl. að Fischer hefði hringt til sín að kvöldi 9. desember sl. Erindið var að ræða einvígisskák þeirra Arnars Gunnarssonar og Braga Þorfinns- sonar sem sjónvarpað var fyrr um daginn. Helgi var þar skákskýrandi ásamt Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands. Helgi sagði að Fischer hefði horft á útsendinguna og farið yfir skákina leik fyrir leik. M.a. benti Fischer á vinningsleið fyrir Arnar í fyrstu at- skákinni við Braga sem hann tapaði. Vakti feiknalega athygli og snörp viðbrögð víða Símtal Bobbys Fischer og Helga Ólafssonar um skák Bobby Fischer Helgi Ólafsson Í HNOTSKURN »Bobby Fischer hringdi tilHelga Ólafssonar stór- meistara að kvöldi 9. desem- ber sl. » Í samtalinu benti Fischer ávinningsleið í einvígisskák sem sjónvarpað hafði verið þennan sama dag. „SKATAN hefur sjaldan verið betri og stemmningin í salnum var frá- bær,“ segir Gestur Guðjónsson, yf- irmaður þjónustustöðvar Jarðbor- ana, en undanfarin ár hafa starfsmenn fyrirtækisins eldað skötu og borðað saman í vélasal fyr- irtækisins á Eirhöfða í Reykjavík. Gestur segir að upphaflega hafi hugmyndin verið sú að starfsmenn þjónustudeildar elduðu skötu fyrir sig en aðrir hafi slegist í hópinn og stöðugt hafi fjölgað í hópnum. „Nú mættu rúmlega 80 manns,“ segir hann um hádegisveisluna í gær. Að sögn Gests skapast alltaf sér- stök stemmning í skötuveislunni í vélasalnum. „Við þrífum salinn hátt og lágt, leigjum borð og stóla og byrjum að elda upp úr hálf tíu um morguninn,“ segir hann. Forskot tekið á skötusæluna á Ísafirði Reikna má með að nokkuð marg- ir hafi snætt skötu og meðlæti í gær. Til dæmis var hefðbundin gómrömm skötuveisla Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal haldin í gær á síðasta vinnudegi fyrir jól. Hraðfrystihúsið er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða starfs- mönnum og ýmsum velunnurum ár- lega til skötuveislu í kaffisalnum. Flestir voru hæstánægðir með að geta lagt sér þetta lostæti til munns en þó voru sumir sem leist ekki eins vel á þennan ilmþunga málsverð. Bragðsterkur rétturinn rann ljúf- lega niður hjá þeim sem fengu sér og tóku þar með smá forskot á sæl- una fyrir daginn í dag, sjálfa Þor- láksmessu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Skatan sjaldan verið betri en núna Morgunblaðið/G.Rúnar Skata Guðmundur Þór Guðbrandsson og Gestur Guðjónsson bera fram veislumatinn í vélasal Jarðborana og stemningin þótti frábær. Góð veisla Í Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. í Hnífsdal var haldin skötuveisla í gær, á síðasta vinnudegi fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.