Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helga himneska stjarna, er ljóðperla Sigurbjörns Einarssonar biskups við lag Steins Kárasonar. Flutt af Schola cantorum og félögum úr kammersveit Hallgrímskirkju. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Útsetning Atli Heimir Sveinsson. Einnig í flutningi Hrólfs Sæmundssonar bariton við orgelundirleik Steingríms Þórhallssonar. Hátíðleg jólagjöf Sölustaðir Skífan, Penninn ofl. Útgáfa&dreifing Steinn.is s. 896 6824 Kærleikur á hvert heimili Í SVARI forsætisráðuneytisins við bréfi frá Alþjóðasamtökum flug- umferðarstjóra (IFATCA), sem ráðuneytið sendi í gær, segir að svo virðist sem samtökin hafi ekki haft staðreyndir málsins á hreinu þegar þau tóku þá afstöðu að stjórnvöld hefðu brotið gegn anda laganna í deilunni við Félag íslenskra flug- umferðarstjóra. Í bréfi ráðuneyt- isins er skýrt tekið fram að flug- umferðarstjórar haldi öllum sínum réttindum og verði ekki fyrir fjár- hagslegum skaða við tilfærslu frá Flugumferðarstjórn Íslands til Flugstoða. Á fundi með blaða- og fréttamönn- um í gær sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra að í þessu máli hefði í einu og öllu verið farið eftir lögum og að kjör flugumferðarstjóra myndu haldast óbreytt. „Samgöngu- ráðherra hefur stuðning minn og ríkisstjórnarinnar í því sem hann er að gera og það getur enginn vafi leikið á því,“ sagði hann. Þá vakti Geir athygli á að nú þeg- ar hefðu 16 stéttarfélög samið við Flugstoðir og aðeins flugumferð- arstjórar væru eftir. „Aðeins eitt stéttarfélag vill nota þetta tilefni til að taka upp kjarasamning og knýja fram kjarabætur. Til þess standa auðvitað engin rök og á slíkt verður ekki fallist,“ sagði Geir og bætti við að þetta væri fráleit aðferð. Athugasemdum ekki sinnt Alþjóðasamtök flugumferð- arstjóra (IFATCA) sendu á fimmtu- dag Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra bréf þar sem ís- lensk stjórnvöld voru hvött til þess að sjá til þess að viðunandi lausn næðist á deilu flugumferðarstjóra og Flugstoða. Tæplega 60 flugumferðarstjórar hafa ekki þegið störf hjá Flug- stoðum, sem taka við stýringu flug- umferðar um íslenska flugstjórn- arsvæðið í byrjun næsta árs. Í bréfinu til íslenskra ráðamanna sagðist Marc Baumgartner, forseti IFATCA, hissa á því að ekki hefði verið tekið mark á athugasemdum sem samtökin gerðu við breytt fyr- irkomulag flugumferðarstjórnunar hér á landi. M.a. voru gerðar athugasemdir við það að flugumferðarstjórum hefði verið sagt upp störfum hjá Flugmálastjórn Íslands. Í bréfinu sagði Baumgartner að það virðist brjóta í bága við lög um tilfærslu í starfi, þar sem ekki ætti að segja starfsmönnum upp í til- vikum sem þessu heldur ættu öll ákvæði í gildandi ráðningarsamningi að yfirfærast á ráðningarsamning við nýja fyrirtækið. „Okkar skoðun er sú að gengið hafi verið gegn anda laganna, og brotið gegn ákveðnum umsömdum réttindum flugumferð- arstjóra á Íslandi á óréttlætanlegan hátt,“ sagði Baumgartner í bréfi sínu. Þá hefði verið brotið á rétti flugumferðarstjóra t.d. með breyt- ingum á lífeyrisréttindum þeirra á næsta ári. „Við hljótum að spyrja hvers vegna ekki er staðið við gerða samn- inga, og hvers vegna íslenskum flug- umferðarstjórum er refsað fjárhags- lega við það að stjórn flugumferðar færist til einkafyrirtækis,“ skrifaði Baumgartner. Í svarbréfi forsætisráðuneytisins er Marc Baumgartner, forseti IFATCA, fullvissaður um að engin breyting verði á kjörum flugumferð- arstjóra við breytinguna. Alþjóðasamtökin ekki með staðreyndirnar á hreinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Farið að lögum Forsætisráðherra segir að í einu og öllu hafi verið farið að lögum í málum flugumferðarstjóra. Forsætisráðuneytið svarar bréfi Alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra Í HNOTSKURN » Alþjóðasamtök flug-umferðarstjóra sendu á miðvikudag bréf til forsætis- ráðherra og samgöngu- ráðherra þar sem m.a. sagði að brotið hefði verið gegn anda laganna með óréttlæt- anlegum hætti. » Forsætisáðuneytið svar-aði í gær og sagði að ekki væri hægt að draga aðra ályktun en að Alþjóða- samtökin vissu ekki um allar staðreyndir málsins. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is KÆRA hefur verið lögð fram hjá lögreglunni í Reykjavík á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, fyrir kynferðisbrot og beinast meint brot gegn fyrrverandi vistmanni í Byrginu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvar rann- sókn málsins fari fram, en megin- reglan sé að meint brot séu rannsök- uð þar sem þau fóru fram og því gæti farið svo að lögreglan á Selfossi sæi um rannsóknina. Lögðu fram svör Stjórnarmenn Byrgisins gengu í gær á fund félagsmálaráðherra og afhentu honum svör við spurningum sem ráðherra lagði fyrir þá á þriðju- daginn. Að sögn Jóns Arnars Ein- arssonar, ráðgjafa og stjórnarmanns í Byrginu, voru spurningar ráðherra í sjö liðum og meðal annars var beðið um álit stjórnarmanna á þeim ásök- unum sem fram hafa komið í fjöl- miðlum um málefni Byrgisins. Ráðherra óskaði eftir fundi með stjórn Byrgisins á mánudaginn í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýring- arþættinum Kompási á Stöð 2 á sunnudaginn. Jón Arnarr sagði að á fundi stjórn- armanna með ráðherra á þriðjudag hefði ráðherra lagt fram lista með spurningum og óskað eftir svörum sem honum voru svo afhent í gær. Ekki náðist í Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra í gær en sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður farið yfir svörin milli jóla og nýárs. Taldi sig dottinn út úr stjórn Eins og áður sagði óskaði ráð- herra eftir fundi með stjórn Byrg- isins. Aðspurður hverjir sætu í stjórn sagði Jón Arnarr að auk sín sæti Guðmundur Jónsson í stjórninni. Þriðji stjórnarmaðurinn, Leifur Ís- aksson, hefði setið í stjórn Byrgisins en með bréfi sem barst Byrginu í gær tilkynnti hann úrsögn sína úr stjórninni. Því skipuðu þeir Guð- mundur og Jón stjórn Byrgisins núna. Varamenn í stjórn væru Helga Haraldsdóttir og Elma Ósk Hrafns- dóttir, eiginkonur Guðmundar og Jóns. Þegar Morgunblaðið innti Leif eft- ir ástæðum þess að hann hefði ákveðið að segja sig úr stjórninni, sagði Leifur að hann hefði ekki verið boðaður á stjórnarfund í þrjú ár og í raun haldið að hann hefði dottið út úr stjórninni. Það hefði fyrst verið þeg- ar félagsmálaráðuneytið kallaði hann á fund á mánudaginn að hann hefði áttað sig á því að hann væri ennþá formlega í stjórninni. Þá kveðst Leifur hafa tekið ákvörðun um að segja sig úr stjórn félagsins, enda hafi hann ekki hugmynd um hvernig rekstur Byrgisins hafi verið undanfarin ár. Aðspurður hvort stjórnin hafi ekkert fundað þennan tíma, sagðist Leifur ekki vita um það en hann hefði ekki setið fundi. Hins vegar væri hugsanlegt að varamenn hefðu setið fundina. Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir því í byrjun nóvember að ríkisend- urskoðun gerði athugun á því hvern- ig fjárstuðningi sem ríkið hefur veitt til reksturs Byrgisins hefði verið var- ið. Jón Arnarr sagði að fundað hefði verið með starfsmönnum ríkisendur- skoðunar vegna málsins á mánudag- inn. Þar hefði verið spurt út í fjármál og starfsmönnum ríkisendurskoðun- ar afhent gögn þar að lútandi. Kæra á hendur forstöðu- manni Byrgisins lögð fram Einn þriggja stjórnarmanna sagði af sér á mánudaginn eftir að hafa ekki verið boðaður á fund í stjórninni í þrjú ár AÐGERÐIR rík- isstjórnarinnar eru taldar geta leitt til þess að matvælaverð lækki um 12– 13%, að því er fram kemur í svari forsætis- ráðuneytisins við beiðni talsmanns neytenda um upplýsingar um áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækk- unar á matarverði. Í svarinu segir að lækkun virðis- aukaskatts á matvælum úr 14% í 7% og niðurfelling vörugjalda af mat- vælum séu taldar leiða til rúmlega 10% lækkunar. Þá sé gert ráð fyrir allt að 40% lækkun tolla af innflutt- um kjötvörum og ákvörðun hafi ver- ið tekin um að heildsöluverð á mjólk- urvörum verði óbreytt út næsta ár. Þetta myndi leiða til 12–13% lækk- unar á matvælaverði. Til viðbótar lækki virðisaukaskattur af veitinga- þjónustu og að öllu samanlögðu megi ætla að aðgerðirnar geti leitt til 14– 16% lækkunar á matvælalið vísitölu neysluverðs að viðbættri veitinga- þjónustu. Heildaráhrif þessara lækkana á matvælaverði gætu leitt til rúmlega 2% lækkunar vísitölu neysluverðs. Frjálst verðlag Á fundi með blaðamönnum í Stjórnarráðinu síðdegis í gær sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann vonaðist svo sannarlega til að aðgerðirnar skiluðu sér til almenn- ings. Menn yrðu þó að hafa í huga að á Íslandi væri frjálst verðlag og það væru þeir sem ákvæðu verðið sem réðu því hvert það yrði. „Við höfum lagt okkar af mörkum með því að lækka gjöld á matvörum, bæði virð- isaukaskatt og vörugjöld og við von- um svo sannarlega að þessar lækk- anir muni skila sér eins og um hefur verið talað,“ sagði hann. 12–13% ódýrari matur Geir H. Haarde Matvælaliður vísitölu lækkar um 16% MUN færri hegningarlagabrot voru skráð á árinu 2005 en árin á undan, samkvæmt skýrslu ríkislög- reglustjóraembættisins. Er þar bæði um að ræða fækkun brota og fækkun vegna breyttrar skrán- ingar. Umferðarlagabrotum fækk- ar nokkuð á milli ára. Fíkniefnabrotum fjölgaði hins vegar verulega árið 2005 miðað við meðalfjölda brota síðustu fimm ár- in þar á undan. Fíkniefnamálum fjölgar milli ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.