Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 21 LANDIÐ Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Tíu nýstúdentar voru brautskráðir frá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga við slit haust- annar. Fimm þeirra luku prófi af náttúrufræðibraut, fjórir af félags- fræðibraut og einn nemandi út- skrifaðist með viðbótarnám til stúd- entsprófs. Oddný Assa Jóhannsdóttir, nem- andi á náttúrufræðabraut, hlaut þrenn verðlaun við útskriftina. Hún hlaut verðlaun fyrir bestan árang- ur á stúdentsprófi en þau verðlaun voru gefin af sveitarfélögunum sem standa að skólanum, fyrir góðan ár- angur í íslensku hlaut hún verðlaun gefin af Eddu-miðlun og verðlaun frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir góðan árangur í spænsku. Verðlaun fyrir góðan árangur í líf- fræði gefin af KB banka hlaut Ingi- björg Eyrún Bergvinsdóttir. Fjölbrautaskóli Snæfellinga hóf starfsemi sína haustið 2004. Tveir útskriftarnemanna þau Jón Óskar Ólafsson og Ingibjörg Eyrún hafa stundað allt sitt framhaldsskóla- nám á Snæfellsnesi, Jón Óskar í framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Vesturlands í Stykkishólmi en Ingi- björg í fjarnámsetri sem starfrækt var í Grundarfirði. Þau hófu síðan bæði nám við Fjölbrautaskólann þegar hann tók til starfa og luku því námi til stúdentsprófs á þremur og hálfu ári. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Tíu stúdentar útskrifast Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Þeir félagarnir Ró- bert Karl Ingimundarson og Stefán Þorleifsson hafa gefið út bæjarblað í Þorlákshöfn í fimm ár. Þeir voru sammála um að þetta hefði oft verið erfitt en aldrei leiðinlegt, eða eins og Stefán orðaði það. „Þar sem tveir rugludallar eru saman komnir, þar er aldrei leiðinlegt. „Við Stefán höfum þekkst lengi, ég er borinn og barnfæddur Þorláks- hafnarbúi og Stefán flutti hingað um fjögurra ára. Við byrjuðum snemma að spila saman í Lúðrasveit Þorláks- hafnar, þannig að tónlistin leiddi okkur saman,“ sagði Róbert. „Ástæða þess að við byrjuðum á blaðaútgáfu má ef til vill rekja til þess,“ sagði Stefán, „að þegar ég kom heim frá tónlistarnámi í Dan- mörku tók ég eftir því að allskonar ruslpóstur kom inn um bréfalúguna, þar voru verslanir og fyrirtæki að auglýsa, þetta var misvel unnið og því datt mér í hug að setja þetta allt á einn stað og gera úr því blað. Við ætl- uðum bara að prófa í sex mánuði og gefa út eitt blað í mánuði, þessi mán- uður er nú orðinn að fimm árum.“ Góðar undirtektir „Undirtektir hafa verið frábærar, við gefum okkur ekki út fyrir að vera blaðamenn heldur söfnum saman efni frá öðrum og gefum það út og dreifum um allt Ölfusið. Það hafa orðið miklar breytingar á þessum fimm árum, ég man að fyrsta blaðið urðum við að pikka allt sjálfir. Þetta brenndum við á disk sem við keyrð- um í Prentlist á Hellu og sóttum svo blaðið tveim dögum síðar. Í dag kem- ur allt á rafrænu formi og er sent í prentsmiðju með tölvupósti.“ RS-útgáfan eins og þeir félagar kalla útgáfufyrirtæki sitt hefur frá upphafi haldið úti heimasíðu, baej- arlif.net. Hefur sú starfsemi notið mikilla vinsælda og eru heimsóknir að meðaltali 80 til 100 á dag. Róbert Karl hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinn- ar Hafnardaga næstu þrjú árin, eða til 2008 en það ár verður einmitt Landsmót ungmennafélaganna haldið í Þorlákshöfn og hugmyndir eru uppi um að hafa Hafnardaga á sama tíma. Róbert er ekki allsendis ókunnur stjórnun Hafnardaga því hann hefur stjórnað þeim í mörg ár. Róbert sagðist hafa mjög gaman af félagsmálum. „Ég hef tengst þess- um málum frá unga aldri, ég var einn af stofnendum Lúðrasveitar Þor- lákshafnar og var formaður hennar í mörg ár. Í mörg ár stóðum við fyrir skemmtun sem nefndist Þorláks- vaka, segja má að hún hafi verið und- anfari Hafnardaga, það er draumur hjá mér að endurvekja Þorláksvöku 2008 en þá verða 20 ár frá fyrstu Þorláksvökunni. Stefán hefur líka verið áberandi í félagslífinu, hann hefur stjórnað mörgum kórum, sönghópum og kennt tónlist. Tónlistin leiddi útgef- endur blaðsins saman Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Útgefendur Róbert Karl Ingimundarson og Stefán Þorleifsson gefa út Bæjarlíf og eru áberandi í félagsmálunum í Þorlákshöfn. Í HNOTSKURN » Ætluðu að setja allan aug-lýsingapóstinn á einn stað. » Tilraun sem standa átti í 6mánuði er orðin fimm ára. » Fréttavefur Bæjarlífs ermikið sóttur.Refasveit | Bíll fór út af veginumvið Laxá í Refasveit í fyrrakvöld. Bíllinn hitti ekki á hina einbreiðu brú sem liggur yfir ána á veginum milli Blönduóss og Skagastrandar. Mikil mildi þykir að menn komust óskaddaðir frá þessu. Bíllinn lenti í skyndilegu hríðar- kófi og lenti utan vegar og fyrir til- viljun lá leið bílsins á milli tveggja kletta. Allir voru í bílbeltum og komust að mestu heilir frá þessu óhappi. Hitti ekki á brúna yfir Laxá Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Húsavík | Stéttar- félögin í Þingeyj- arsýslu héldu sitt árlega jólakaffi í sal félaganna á Húsavík. Að venju var fjölmennt þenn- an dag, vel á fjórða hundrað manns litu við og þáðu kaffi, tertur og konfekt auk þess sem boðið var upp á tónlist og söng. Aðalsteinn Árni Baldursson, for- maður VH, var að vonum ánægður með daginn sem er fyrir löngu orð- inn einn af þeim föstu viðburðum sem í boði eru á aðventunni. Margrét Sverrisdóttir, tónlistar- kennari á Húsavík, spilaði ásamt nemendum sínum, m.a. þeim Rafn- ari Berg Agnarssyni t.v. og Arnóri Heiðarssyni. Fjölmenni í jólakaffi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Gerður hefur verið nýr þjónustusamningur milli félags- málaráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), um málefni fatlaðra á svæð- inu. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Adolf Berndsen, for- maður SSNV, undirrituðu samninginn við athöfn sem efnt var til á Löngumýri. Í máli Magnúsar Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra kom fram að hinn nýi þjónustusamningur væri byggð- ur á því góða samstarfi sem verið hefði á milli aðila og helgaðist af þeirri reynslu sem fengin væri. Traust og trúnaður hefði ríkt og stjórnvöld hefðu þá sýn á málið að öll þjónustan væri best komin sem næst notendunum, þannig næðist best skilvirkni og gæði. Adolf Berndsen sagði mjög margt hafa verið vel gert á undanförnum árum en þennan nýja samning sagði hann vera áskorun til heimamanna að gera enn betur með því góða starfsfólki sem sveitarfélögin hefðu innan sinna vébanda. Þór G. Guðjónsson, skrifstofu- stjóri fjölskylduskrifstofu félags- málaráðuneytisins, gerði grein fyrir nýrri stefnu ráðuneytisins sem væntanlega verður fullmótuð á fyrri hluta næsta árs og hvernig undir- búningi og vinnu hafi verið háttað við mótun hennar. Sagði hann markmið ráðuneytisins að vera í fremstu röð hvað þennan málaflokk varðaði. Tekur mið af nýrri stefnu Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri málefna aldraðra, var ánægð eftir undirskrift samningsins. Hún sagði þennan metnaðarfulla samning lýsa vel framsýni og vilja ráðuneytisins og viðkomandi sveit- arfélaga til að samhæfa hluta fé- lagslegrar þjónustu sveitarfélaga og ríkis með það fyrir augum að allt skipulag og framkvæmd yrði skýrari og markvissari, með það að leiðar- ljósi að þeir sem búa við fötlun nytu jafnréttis og sambærilegra lífskjara á við aðra þjóðfélagsþegna. Hún sagði hér um tímamótasamn- ing að ræða þar sem hér væri í fyrsta sinn gerður samningur sem tæki mið af nýrri stefnu ráðuneytisins, en samningurinn er til sex ára og er gert ráð fyrir að hann kosti ríkið nítján hundruð milljónir. Þannig kæmu allverulega aukin framlög til málaflokksins, enda mundi nú þurfa að takast á við ný verkefni, meðal annars mundi ráðist í byggingu nokkurra þjónustuíbúða á Sauðárkróki, í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Félagsmálaráðherra sagðist ánægður með gerð þessa samnings, sá samningur sem í gildi er rennur út nú um áramótin. „Hér hafa mál gengið mjög vel og samstarfið hefur verið eins og best verður á kosið,“ sagði Magnús Stefánsson. Hann sagði áhuga á því að færa málaflokk- inn alfarið til sveitarfélaganna, en það mál þurfi að undirbúa vel þannig að sátt væri um verkefnið. Þjónustan best komin sem næst notendum Morgunblaðið/Björn Björnsson Undirritun Adolf Berndsen og Magnús Stefánsson undirrituðu þjónustu- samning um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.